Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Spurningin Tekur þú þátt í próf- kjöri? Marís Arason ellilifeyrisþegi: Nei, ég hef ekki lengur réttindi til þess, ég er orðinn 77 ára þó það sjáist ekki á mér. En ég myndi gera það ef ég mætti, það væri alveg sjálfsagt. Þórarinn Sveinsson, starfsmaður Á.T.V.R.: Ég er búinn að því í þetta iSÍnn. Það er engin föst regla að ég taki þátt í prófkjöri, er ekki flokks- bundinn neinum flokki, en hef nú gert þetta af og til. Sigrún Axelsdóttir, vinnur á skrif- stofu: Nei, ég hef aldrei tekið þátt í prófkjöri en maður veit ekki hvað verður næst. Ingibjörg Gísladóttir húsmóðir: Ekki enn að þessu sinni. En ég hef tekið þátt í prófkjöri áður. Er ekki prófkjör Alþýðubandalagsins búið? Ja, þá verð ég ekkert með núna. Ólafur Guðbrandsson skrifstofumað- ur: Nei, ég hef lítið gert að því. Ég hætti að taka þátt í þeim flokki, sem ég hef fylgt, þegar þess var krafist að maður væri flokksbundinn. Ég er ekki flokksbundinn, ég vil frelsi. Guðríður Magnúsdóttir, yfirmaður póstafgreiðslu: Ég hef ekkert skipt mér af neinu þess háttar. Ég skilaði meira að segja auðu síðast í Alþingis- kosningunum til að mótmæla pólití- kinni hér. En ég gef ekki eftir minn kosningarétt. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Kaldar kveðjur til Suðurnesjamanna Fyrrverandi „letingjar“ hjá Vogum h/fskrifa: Eftir að hafa lesið grein Sigurður Garðarssonar í Morgunblaðinu þann 16. janúar og viðtal við hann í DV daginn eftir urðum við fyrst hissa og síðan reiðar vegna skrifa þessa manns. Við sem skrifum þessa grein eigum það sameiginlegt að hafa unnið hjá hans fyrirtæki í gegnum árin, en við erum búsettar í Vogum. -Sigurður kallar Suðurnesjamenn letingja. Hann getur svarað fyrir sig hvað það varðar en okkur finnst hann ómerkilegur og ósvífinn að kasta þannig skít í það fólk sem er búið að þræla hjá hans fyrirtæki á liðnum árum. Hann heldur því fram að það fólk sem hann hafi fengið af atvinnuleysisskrá séu tómir letingjar. Þar með hlýtur hann að telja þær örfáu hræður sem enn vinna hjá honum letingja því að þær voru á atvinnuleysis- skrá. Það kemur úr hörðustu átt að hann kallar þessar bætur leti- og tekjutryggingarbætur því að hann hefur verið manna iðnastur við að senda fólk á þessar bætur af því að hans fyrirtæki hefur aldrei getað skaffað sinu starfsfólki fulla atvinnu. Hann talar um að vinn- andi fólk sinni ekki sínum skyldum í sambandi við uppsagnarfrest og annað. Hefur hann engar skyldur við það sama fólk? Er ekki gagn- kvæmur uppsagnarfrestur? Hann hefur ekki farið eftir þeim skyldum sjálfur heldur sagt við fólk að lokn- um vinnudegi að hann hringi í það þegar vinna hæfist aftur. Svo bíður það og bíður heima eftir að kallið komi og lætur auðvitað skrá sig atvinnulaust á meðan því ekki borgar þetta fyrirtæki kauptrygg- ingu. Svo hringir Sigurður í fólkið eftir 1-3 vikur og segir að það sé vinna daginn eftir. Þetta kallar hann leti! Ef hann heldur að einhver verði ríkur af að vera á atvinnuleysis- bótum þá ætti hann að prófa það sjálfur. Ætli hann gæti þá farið í utanlandsreisur nokkrum sinnum á ári? Svo eru atvinnuleysisbætur ekkert hærri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Við eigum til atvinnuleysisskráningarskír- teini frá árinu 1984 en það ár unnum við hjá hans fyrirtæki. Þar kemur í ljós að frá 1. janúar til 10. ágúst voru 520 atvinnuleysistímar eða tæpir 4 mánuðir af 8 Lái okkur svo hver sem vill að hafa hætt hjá þessu fyrirtæki. Auðvitað er fyrirtækið búið að auglýsa sig sjálft í gegnum árin og þess vegna fær það ekki fólk til starfa, hvorki til sjós né lands. Hann talar um að fólk rápi á milli vinnustaða með sínar skoðan- ir. Hefur hann einn leyfi til að hafa skoðanir? Þó að hann líti á verka- fólk sem letingja og aumingja þá er ennþá skoðanafrelsi í þessu landi hvort sem honum líkar betur eða verr. Þegar honum hefur verið bent á að ýmislegt, sem hann hefur sett á á sínum vinnustað, svo sem frumsa- mið launakerfi, sé ekki eftir gerð- um samningum milli vinnuveit- endafélagsins og launþegasamtaka hefur hans svar verið: Ég hef ekki samið um þetta, stelpur! Við ætlum ekki að eyða fleiri orðum í sambandi við þessa grein en vonum bara að hann og hans fyrirtæki komi sér í burtu til þess staðar sem engir letingjar eru því að þetta fyrirtæki er hreinlega dragbítur á þessu sveitarfélagi. Meðal annarra orða: Er Sigurður Garðarsson virkilega í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjar- stjórnarkosningunum hér á Suður- nesjum? Hvað segir forysta Sjálf- stæðisflokksins við þessu skítkasti á verkafólk á Suðurnesjum? Er verið að reyna að minnka flokk- inn? Þessi mynd er úr flskvinnslu í Grindavík en bréfritarar mótmæla því að Suðurnesjamenn séu letingjar. Hundar eiga að ganga lausir Hundavinur skrifar: Alveg er ég sammála honum Birni.á Löngumýri sem segir að ekki sé hægt að lifa lífmu án hunda. Þess vegna finnst mér ekki gott hve hundeigend- um í Reykjavík er gert erfitt fyrir með hundana sína ef þeir eru þá ekki bara teknir og skotnir eins og væru þeir stórhættulegir. Þetta eru yndislegar skepnur sem gera engum neitt en geta verið manns bestu vinir, t.d. hvað gamalt fólk varðar. Getið þið ímyndað ykkur hversu mynd: „Þetta eru yndislegar skepnur sem gera engum mein en geta verið manns bestu vinir.“ mikill munur það er fyrir gamla fólk- ið að hafa góðan hund til að stytta sér stundir. Sjálf á ég einn og hann er minn langbesti vinur. En það hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig að halda honum. Lögreglan vill helst skjóta þennan vin minn. Hundar kunna því illa að vera lokaðir inni. Það er eðli þeirra að hlaupa um og gelta og leika sér. Eins og lögin eru núna þá gengur það ekki. Það er eins og slórglæpamaður sé á ferðinni ef sést laus hundur, sárasaklaus og skemmtilegur. Gott ef Víkingasveit lögreglunnar er ekki kölluð út til að góma óargadýrið. Ég vona að ég fái að lifa þann dag er hundar fá leyfi til að ganga lausir hvar sem þeir vilja. Þá líður þeim líka miklu betur og eigendum þeirra líka. Orðsending til Utvarpsráðs og fiármálastjóra þess Fyrrverandi fiskimaður skrifar: Þann 23. sept. 1985 var frétt í dag- blaði einu: Utvarpshúsið saltað á fjárlögum, fær um 55 milljónir, í stað 170 milljóna. Svo segir síðast í frétt- inni, eftir fjármálastjóra þess: „Það yrði að mínu mati dýrt spaug fyrir ríkið vegna þess að nú þegar er búið að leggja mikið í þessa byggingu. Ég tel að það sé léleg fjármálapólitík að ljúka þessum framkvæmdum ekki á eðlilegum tíma“. Þetta voru orð fjármálastjórans. En þessi fjármálastaða er útvarpsr- áði, útvarpsstjóra og fjármálastjóra þess að kenna. Þeir hafa veitt okkur meira en efni stóðu til, allar veitingar eru taldar dýrar. Af eðlilegum ástæðum hafa þær líka verið það hjá okkar Ríkisút- varpi. En aldur þess og þroski ætti að vera það vel mótaður að enginn fjárhagsvandi ætti að heyrast frá ríkisfyrirtæki sem er komið yfir fimmtugt. Nú hefur það brugðist sinni skyldu þar sem það sækir nú um margra milljóna styrk til hins tóma ríkis- sjóðs til þess að ljúka við húsbygg- ingu sína. Það munu þó formaður útvarpsráðs, útvarpsstjóri og fjár- málastjóri vita að þá fjármuni, sem ríkið veitir til útvarps, verður að taka að láni og það auðvitað með gengisfellingu, verðtryggingu, allt of háum vöxtum og frjálsum vöxtum. Það væri ráðlegt fyrir ykkur að reikna það út hversu mikið eitt hundrað milljónir nú verða síðar meir. Til þess á ég ekki hér neinar vítisvélar. Ég spyr, viljið þið ekki gjöra svo vel að hugleiða hvað þið eruð að biðja um fyrir barnabörnin ykkarog okkar? Ef þið sem stjórnið og starfið við útvarpið haldið að þið veitið okkur ekki allt það í fréttum og fróðleik sem við getum tekið á móti þá er það hinn mesti misskilningur. Það er betra að velja vinnu heldur en vax- andi útvarpsstöðvar. Prestar hafa getið um það í ræðum að orðafjöld- inn í útvarpinu væri meiri en fólk gæti tekið á móti, sama væri með tónlistina sem væri meiri og hærri en hóflegt gæti talist. Af nefndum ástæðum er rétt að geta þess að fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, ásamt sjálfri ríkisstjórn- inni, hefur nú þegar tekið upp þá stefnu að draga úr kostnaði við það sem er jafnvel talið menning. Afþeim ástæðum tel ég rétt að okkar mikla menningartæki, Ríkisútvarpið, gangi í þann félagsskap og taki að sér forustu í slíku máli. Mundi þá líklega verða best að taka upp reglu hinna hagsýnu húsmæðra sem veittu ekki meira en hverju sinni var til. Það eru því vinsamleg tilmæli að þið, stjórnendur Ríkisútvarpsins, farið þegar að ráðum þeirra sem hafa ákveðið að skera niður og spara, með því að draga til baka þá umsókn upp á margar milljónir sem þið sóttuð um til alþingis úr tómum ríkissjóði, og fría hann við að taka erlent lán. Við lifum hvorki á útvarpi, sjón- varpi né blöðum. Ef við ættum að geta fylgst með öllum fjölmiðlum þá þyrftum við einfaldlega að hætta að vinna. Talið er að auglýsingatekjur Ríkis- útvarpsins hafi farið vaxandi síðast- liðin ár en þær hafa þó verið of lágar til þess að standa undir eðlilegri uppbyggingu. Skora ég á hinn nýja menntamálaráðherra, Sverri Her- mannsson, að gefa ráðamönnum þess fyrirmæli um að draga úr rekstrar- kostnaði þess í fullu samræmi við þann sparnað sem hann hefur lagt til í öðrum stofnunum sem hann stýrir. Þá væri og mögulegt að ljúka við byggingu útvarpshússins án þess að biðja um nokkra aðstoð til þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.