Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Page 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986.
Fréttir Fréttir Fréttir
Alpaklúbbsmennirnir tveir fundust í góðu yfirlæti í skála AlpaklúbbsinsíSúlnadal:
I
„Égvarð
að skríða
upp fjallið
-veðurofsinn var svo mikill,“ sagði Hermann
Valsson, fjallgöngumaðurinn kunni
„Ég verð að segja eins og er að
hjálparsveitirnar voru of fljótar að
spenna gikkinn. Þegar sveitirnar
voru kallaðar út vissu leitarmenn
að þeir voru að fara að leita að
tveimur mönnum sem höfðu mikla
reynslu í fjallgöngu og fjallaklifri.
Það var algjörlega óþarfi að senda
sjötíu manna leitarhóp, fimm snjó-
bíla, 23 snjósleða og sex hunda til
að hefja leit strax um nóttina. Það
hefði verið nóg að senda einn snjó-
bíl og fimm til sex manna hóp til
að kanna aðstæður á þeim stað sem
átti að leita á,“ sagði Hermann
Valsson, kunnur fjallamaður úr
Alpaklúbbnum. Víðtæk leit fór
fram að Hermanni, sem er 29 ára,
og félaga hans, Stefáni Smárasyni,
19 ára, á svæðinu við Botnssúlur.
Þeir félagar fundust heilir á húfi
í skála Alpaklúbbsins í Súlnadal
kl. 11.20 í gærmorgun. „Við fórum
í fjallgöngu og klifur á sunnudag-
inn ásamt félögum okkar. Við fór-
um þó aðeins tveir í klifur. Ætlunin
var að koma til byggða á sunnu-
dagskvöldið. Svo varð ekki, því að
mjög slæmt veður skall á. Þessi
veðurbreyting kom okkur nokkuð
á óvart. Við vorum búnir að kanna
spána og spáin sagði að veður ætti
að versna um kvöldið, eða á þeim
tíma sem við ætluðum að vera
170 leitar-
mennvoru
kallaðir út
Það tóku alls 70 manns þátt i
leitinni í Botnssúlum aðfaranótt
mánudagsins. Leitarmenn voru á
fimm snjóbílum, með 23 snjósleða
og sex hunda. í gærmorgum var svo
búið að kalla út 70 Ieítarmenn til
viðbótar sem voru að gera sig klára
til leitar þegar þeir Hermann Vals-
son og Stefán Smárason fundust í
skála Alpaklúbbsins í Súlnadal.
-SOS
komnir til byggða. Veðurofsinn var
mikill, sem sést best á því að ég
þurfti í fyrsta skipti í þau átta ár
sem ég hef stundað fjallagöngu að
skriða um 2o m upp eftir fjalli. Það
var vart stætt,“ sagði Hermann.
Hermann sagði að hann og Stef-
án hefðu fljótlega komist í skálann.
„Það fór mjög vel um okkur í
skálanum. Við notuðum teppi, sem
voru utan um dýnur, til að hlúa
að okkur, fengum okkur að borða
og lögðumst síðan til svefns. Það
var ekkert annað hægt að gera í
stöðunni," sagði Stefán.
„Okkur grunaði strax að það
yrðu kallaðir út leitarflokkar. Ég
hef verið í Flugbjörgunarsveitinni
og veit því vel hvað menn hugsa.
Ég er ekki að gera lítið úr björgun-
Hermann Valsson og
Stefán Smárason
sjást hér, rétt eftir að
þeir komu niður með
leitarmönnum.
DV-mynd:KAE
arsveitunum. Mér finnst að það
hafi verið sent of fjölmennt lið út
til leitar um nóttina. Við erum
þrautþjálfaðír fjallgöngumenn og
vitum vel hvemig á bregðast við
þegar svona veður skellur á. Ef við
hefðum ekki náð að komast í skál-
ann hefðum við grafið okkur niður
Einn af snjóbílunum sem tóku þátt í leitinni.
DV-mynd:KAE
og beðið átekta. Við vorum vel
útbúnir og með nóg af mat,“ sagði
Hermann.
Hermann sagði að þeir félagar
hefðu vaknað kl. 8.30 í gærmorgun.
„Við fórum nokkrum sinnum út,
en þá var veður slæmt, þoka, lélegt
skyggni og rok. Við ákváðum því
að halda kyrru fyrir og bíða eftir
að veður lægði. Nei, það kom mér
ekki á óvart að sjá leitarmennina
koma að skálanum. Ég veit að
hjálparsveitarmenn eru vel þjál-
faðir og fljótir til. Það var gaman
að sjá þá.“
- Hvað með snjóflóðahættuna á
svæðinu sem leitað var á?
„SÉg varð ekki var við að snjóflóð
hefðu fallið á þessu svæði eða að
hætta hefði verið á snjóflóðum. Ef
svo hefði verið þá hefði átt að loka
svæðinu en ekki leita á því með
fjölmennu liði. Með því voru hjálp-
arsveitarmenn að stofna sjálfum
sér í hættu.
Við vorum allan tímann vel á
okkur komnir sem sést á því að við
skíðuðum með hjálparsveitar-
mönnunum niður úr skálanum og
gengum þegar þurfti,“ sagði Her-
mann sem var mjög hress þegar
DV ræddi við hann undir hlíðum
Syðstusúlu í gær. -SOS
Tveirsnjó-
sleðar
festust
„Snjórinn var sem h'm þegar við
fórum niður eitt gilið. Sleðarnir
festust og við yfirgáfum þá þegar
við vorum komnir í sjálfheldu,“
sögðu tveir leitarmenn úr Hjálpar-
sveit skáta. Strax eftir að leitar-
menn komu niður ásamt mönnun-
um tveimur fóru menn úr Hjálpar-
sveit skáta aftur upp í fjall og náðu
snjósleðunum tveimur upp úr gil-
inu. Þeir komu með sleðana til
Reykjavíkur um kl. 20 í gærkvöldi.
-SOS