Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Side 6
6 DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Peningamarkaðuvinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ara og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá. sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextireru 19,5% ogársávöxtun 19,5%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 14% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 20%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 21,55% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 18% nafnvöxtum og 18,8% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 19% nafnvöxtum og 19,9% ársávöxtun, eðá ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 15% nafnvöxtum og 15,6% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 18‘/0 nafnvöxtum og 18,8% ársávöxtun eðá ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára aímælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan rcikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 12%, eftir 2 mánuði 13%, 3 mánuði 14%, 4 mánuði 15%, 5 mánuöi 16%, og eftir b mánuði 18%, eftir 12 mánuði 18,6% og eftir 18 mánuði 19*%,. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7.5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 18.8%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburöur er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir. 12%, þann mánuð. . Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út oinu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 16,42% eða eins og á verðtryggð- um 6 mánaða reikningum með 2,5% nafn- vöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast al- mennir sparisjóðsvextir, 12,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársíjórðungs þegar tekið hefyr verið út oftar en einu sinni. Inn- legg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast íjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaflausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 16.5%, með 17,2% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 12%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9‘X,. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar. pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtiun. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum. 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleíri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstaklings. annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjölskylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa. annars mest 290 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól. aðeins vextir og verðbætur. Útlán lifeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir. vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 2,75% á mánuði eða 33% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,9167%. Vísitölur Lánskjaravísitala í mars 1986 er 1428 stig en var 1396 í febrúar og 1364 stig í janúar. Miðaðerviðgrunninn lOOíjúní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11 -20.03. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUIVI sjAsérlista iliS 1! 11 í! ú l! I! \iA INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstæía 13.0 13,0 12.5 12.0 13.0 12.0 12.0 12.0 12.5 12.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 14.0 14.5 14.0 13.0 13.5 14.0 13.0 14,5 14.0 13.0 6 mán.uppsogn 17.0 17.7 17,0 14.0 15.0 17.0 15,5 15,5 14.0 12 mán uppsógn 18.5 19.4 18.5 15.0 18.0 SPARNAÐUR - LANSRÉTTU R Sparað 3 5 mán. 17.0 17.0 13.5 14.0 12.0 14.5 14.0 13.0 Sp. 6 mán. og m. 17.0 17.0 14.0 15.5 15.5 14.0 TÉKKAREIKNINGAR Ávisanareikningar 11.0 11.0 4.0 5.0 5.0 4.0 5.0 5.0 4.0 Hlaupareikningar 5.0 4.0 4.0 5.0 5.0 4.0 5.0 5.0 4.0 INNLÁN VERÐTRYGGD SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 1.5 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 3.0 2.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.0 7.5 7.0 7.5 7.5 Sterlingspund 11.5 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 Vestur-þýsk mórk 4.5 4.5 3.5 4.0 3.5 4.5 3.5 4.5 4.5 Danskar krónur 10,0 9.5 7.0 8.0 7.0 9.0 7.0 10.0 8.0 ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VÍXLAR (Inrvemir) 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19,5 VIÐSKIPTAVlXLAR Z) (Inrvextir) kge 24.0 kge 24.0 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRÉF 3) 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 VIÐSKIPTASKULDABRÉT 2) kge 24.5 kge 24.5 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF3) Að2V2ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengrien21/2ér 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁNTILFRAMLEIÐSLU SJÁNEÐANMÁLS1} 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 19,25% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10,0%, í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,0%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einrug hjá flestum stærstu sparisjóðunum. 3) Vaxtaálag á skuldahréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Laxinn hækkar aftur hugað að ísfisksölum í Boulogne í Frakklandi Rækja Verð á rækju var ákveðið nýlega og gildir það frá 1. febrúar: kr.pr.kg. a) 160 stykki í kílói og færri.31,80 b) 161-220 stk.íkílói.........26,50 c) 221-240 stk. í kílói.......23,00 d) 241-260 stk. í kílói.......21,00 e) 261-290 stk. í kílói.......20,00 0 291-320 stk.íkílói............17,00 Loðnuhrogn til frystingar Hvert kíló kr. 23.00. Verð er miðað við að hrognin séu tekin úr skiljara við skipshlið. Verðið er miðað við það magn sem fryst er. „Söluaukningin hjá okkur í Bret- landi byggist aðallega á því að Bret- um barst minna af fiski frá eigin skipum og frá Noregi þessa mánuði en venjulega hefur tíðkast. Söluað- ferðir þama hafa ekkert breyst og ég held að Bretar borði ekki meira af fiski núna en venjulega", sagði Sig- urður Markússon hjá sjávarafúrða- deild Sambandsins varðandi hina miklu söluaukningu á fyrstu tveim mánuðum ársins hjá Iceland Seafood LTD, sölufyrirtæki Sambandsins í Fersk loðna til frystingar a) Undir 50 stykkjum í kílói.kr. 8,75 b) 50-55 stykki í kílói......kr. 6,50 c) Yfir 55 stykki í kílói.....kr. 5,00 Verðuppbót úr verðjöfnunarsjóði Aflatryggingasjóðs er 6% sem gildir allt veiðitímabilið. Loðna til fóðurs kr. 3. Þorskalifur, bræðsluhæf, seld frá skipi: Lifur, sem landað er frá höfnum frá Akranesi til Hornafjarðar, hvert tonn kr. 3.750. Verð í fiskbúðum í Reykja- vík frá kr. 125 til kr. 175 kílóið. Bretlandi. Þessi söluaukning er fyst og fremst borin uppi af mikilli aukningu á sölu frysts þorskafla og á sölu frystrar og pillaðrar rækju. „Við hefðum getað selt miklu meiri fisk í Bretlandi í fyrra en þá var gengi dollarans svo hagstætt að fiskurinn var frekar seldur til Bandaríkjanna. Nú hins vegar er gengið á pundinu hagstætt og þess vegna meira fram- leitt fyrir Bretlandsmarkað," sagði Sigurður. -KB. Hörpudiskur kr. kílóið Hörpudiskur, 7 cm og hærri..13,60 Hörpudiskur, lægri en 7 cm..11,10 Verð þetta er miðað við að skelin sé komin á bíl og sé í vinnsluhæfu ástandi. Nýting8-10%. Útflutningur Ameríkana á fiskafurðum til Japan Ameríkumenn hafa aukið útflutn- ing sinn til Japan á fiskafurðum frá því 1984 fram til september 1985 um 32% og er gert ráð fyrir aukningu frá september til áramóta um 10%. Á sama tíma hefur útflutningur Japana á fiskafurðum aukist um 6%. Útflutn- ingur frá Bandaríkjunum til Japan var frá áramótum 1985 til september fyrir 18.000 milljónir króna. Á sama tíma fluttu Japanir út fiskafurðir fyrir 2.250 milljónir króna. Aftur á móti eru Japanir að hasla sér völl í fram- leiðslu fiskafurða um allan heim og verður sagt frá því síðar. Fiskmarkaðirnir INGÓLFUR STEFÁNSSON New York Rækjuverð er enn í hámarki og virðist munu standa fyrst um sinn en getið var um hið háa verð áður í þessum pistlum. Telja fiskkaupmenn að kaupendur séu orðnir vanir þessu háa verði og sætti sig við það. Verð á hörpuskelfiski frá Fulton hefur verið fyrir íslenskan hörpuskel- fisk kr. 425 hvert kíló, annan hörpu- skelfisk allt að 600 kr. hvert kíló. Eftirspurn er góð. Verð á þorski hefur verið lágt miðað við það sem verið hefur, eða kr. 108 hvert kíló, en var vikuna á undan kr. 148 hvert kíló. Nokkur eftirspum hefur verið á laxi frá Chile, svonefhdum Coho laxi. Hefur hann verið á allt að þriðjungi lægra verði en norskur lax. Nú hefur samt verð á norskum laxi hækkað nokkuð og hefur verið sæmilegt nú undanfarið. kr.hvertkíló Ferskur lax, 2 til 3 kg stykkið.370 Lax, 5 til 6 kg stykkið.......406 hefur þó verið allt að kr. 500 þegar besthefurverið. Boulogne Islenskir útflytjendur huga nú að því að selja fisk í Boulogne í Frakk- landi. Þarna er jafnvel að opnast góður markaður fyrir þann hluta aflans, sem oft hefur verið í lágu verði, t.d. í Englandi, þama mætti benda á að keila hefur staðið í sæmi- legu verði, svo og ufsi. Verð á þorski hefur verið að undanfömu kr. 151,00 fyrir hvert kíló og ufsi kr. 60.00. Ingólfur Stefánsson Rækjuveiðimenn fá nú kr. 31,80 fyrir kílóið af stærstu rækjunni, en verðið fer niður i 17 krónur á smárækju. Söluaukning hjá lceland Seafood í Bretlandi „Ekki vegna þess að Bretar borði meiri fisk" Flugfélag Norðurlands rekið með hagnaði Rekstur Flugfélags Norðurlands gekk vel árið 1985. Hagnaður af rekstrinum varð 3,1 milljón króna. Velta nam 70 milljónum króna. Eigið fé í árslok var 36,5 milljónir króna. í frétt frá félaginu segir að farþegar í áætlunarílugi hafi verið um 20 þús- und en vömr og póstur um 470 tonn. Mikil umsvif voru einnig í leiguflugi, bæði innanlands og utan. Hæst bar Grænlandsflug, sem var um 30 pró- sent af rekstrinum. Grænlandsflug hefur í mörg ár verið mikilvægur þáttur í rekstri Flugfé- lags Norðurlands. Umsvif olíufélags- ins ARCO við Scoresbysund eiga vemlegan þátt í aukningunni nú. í ræðu á aðalfundi 5. mars síðastlið- inn þakkaði stjórnarformaðurinn, Einar Helgason, velgengni félagsins ekki aðeins ytri skilyrðum heldur einnig og jafnvel miklu fremur ötulu og óeigingjömu starfi allra starfs- manna þess. Hjá félaginu vinna tuttugu manns; níu flugmenn, sex flugvirkjar, þrír afgreiðslumenn og tveir skrifstofú- menn. Framkvæmdastjóri er Sigurð- ur Aðalsteinsson. -KMU Flugfélag Norðurlands stundar áætlunarflug til ellefu staða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.