Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Side 8
8
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Tutu og Boe-
sakviðút-
för Palmes
Suður-afrísku blökkumanna-
leiðtogamir Tutu og Boesak hafa
ákveðið að koma til Stokkhólms
til að vera við útfor Palmes á
laugardag.
Innanríkisráðherra Suður-Afríku,
Stoffel Botha, hefur veitt blökku-
mannaleiðtoganum Alan Boesak
ferðaleyfi til að fara til Stokk-
hólms á laugardag ásamt Desm-
ond Tutu biskup til að vera við
útför Olofs Palme forsætisráð-
herra.
Yfirvöld lögðu hald á vegabréf
Boesak á síðasta ári skömmu áður
en hann ætlaði sér til Bandaríkj-
anna til að taka við minningar-
verðlaunum Roberts Kennedy.
Ferðaleyfi það er Boesak fær
gildir aðeins í nokkra daga.
Segjaferð
Raad ár-
angursríka
Dagblað í Beinit fullyrðir í
morgun að Razah Raad, franskur
þingmaður er reynir að miðla
málum á milli ríkisstjórnar
Frakka og samtaka öfgasinnaðra
múhameðstrúarmanna, hafi haft
erindi sem erfiði í ferð sinni til
Líbanon. Öfgasinnar í Beírút hafa
átta franska ríkisborgara í haldi
og hafa hótað að taka þá af lífi.
Dagblaðið An-Nahar segir
blaðamann sinn hafa náð sam-
bandi við Raad í suðurhluta Beir-
út í gærkvöldi eftir viöræður hans
vnð talsmenn mannræningjanna.
Segir blaðið Raad hafa lýst yfir
bjartsýni með árangur ferðar
sinnar og telur hann ekki úrkuia
vonar um að Frökkunum átta
verði sleppt innan tíðar.
Raad er frambjóðandi hægri
manna í frönsku þingkosningun-
um á sunnudag og telja fréttaský-
rendur hann haía lagt stjórn-
málalegan ffama sinn að veði með
ferð sinni til Beirút til þess að
ffeista þess að frelsa gíslanna í
tíma fyrir kosningarnar.
Chile:
Hvetja til
andstöðu
Stjómarandstaðan í Chile hefur
skorað á Chilebúa að taka nú
höndum saman um að steypa
herstjóm Pinochet og fylgja þann-
ig fordæmi Haitibúa og Filippsey-
inga. Sagði einn leiðtogi stjómar-
andstöðunnar í ræðu, sem hann
hélt á fúndi kristilegra demó-
krata, að eftir það sem gerst hefði
á Haiti og Filippseyjum beindist
samviska heimsins í vaxandi mæli
að Chile en þar hefúr herstjóm
verið við völd í meira en tólf ár.
Stórsigur Gonzales
Spánverjar hafna úrsögn úr NATO
Þvert ofan í allar skoðanakannanir
ákváðu spænskir kjósendur í almenn-
ri þjóðaratkvæðagreiðslu að verða
áffam aðildarríki Atlantshafsbanda-
lagsins og höfnuðu úrsögn úr banda-
laginu með vemlegum atkvæðamun.
Persónulegur sigur Gonzales
„Þessi úrslit vísa okkur áfram veg
ffiðsamlegrar sambúðar, lýðræðis og
framfara er Spánverjar völdu sér fyrir
tíu árum,“ sagði sigri hrósandi Felipe
Gonzales, forsætisráðherra og léið-
togi sósíalista, en úrslitin em talin
mikill persónulegur sigur hans.
Opinberar kosningatölur frá Spáni
í morgun herma að stuðningsmenn
NATO-aðildar hafi farið með sigur
af hólmi með yfir 13 prósent atkvæða
„Þessi úrslit vísa okkur áfram veg friðsamlegrar sambúðar, lýðræðis og framfara er Spánverjar völdu sér fyrir tíu
árum“ sagði Gonzales, forsætisráðherra, sigrir hrósandi í kosningasjónvarpi í morgun. símamynd Polfoto.
en kosningaþátttaka var rétt tæplega
60 prósent.
Talsmenn Atlantshafsbandalagsins
í Bmssel lýstu yfir ánægju sinni með
úrslitin í nótt og kváðu þeir niður-
stöðu kosninganna mikinn sigur fyrir
bandalagið og sameinaða Vestur-
Evrópu.
„Með því að styrkja undirstöður
eigin lýðræðishefðar hefur Spánn
gert slíkt hið sama fyrir vini sína og
bandamenn," sagði Pete Martinez,
talsmaður bandaríska utanríkisráðu-
neytisins, í morgun en Bandaríkja-
stjóm hefur lýst yfir mikilli ánægju
sinni með úrslit kosninganna.
Bjartsýni fyrir þingkosningar
Gonzales komst til valda á Spáni
árið 1982 eftir kosningaloforð um
úrsögn úr NATO og uppsögn vamar-
samnings við Bandaríkin.
Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna nú
var það stefna ríkisstjómar sósíalista
að vera áffam aðildarríki NATO, en
án þess þó að taka þátt í beinu hern-
aðarsamstarfi bandalagsins.
Það var einnig yfirlýst stefna
stjórnarinnar fyrir kosningar að
samþykkja ekki kjarnorkuvopn á
spænsku landsvæði og fara fram á
fækkun í 12500 manna herliði Banda-
ríkjamanna á Spáni.
Sigur stjórnarinnar í gær gefur
henni mikinn meðbyr fyrir þingkosn-
ingarnar er boðaðar hafa verið fyrir
októberbyijun i haust.
Spánverjar:
Fullir afstolti aftýðræðinu
Pétur Pétursson, fréttaritari DV í
Madrid:
Loft er lævi blandið hér í Madrid í
dag. Eftir að ljóst varð um miðnætti
í nótt að Spánveijar lýstu sig hlynnta
aðild að Atlantshafsbandalaginu,
söfnuðust þúsundir Nato-andstæð-
inga saman á Puerta Del Soll torginu
í Madrid og kröfðust úrsagnar úr
bandalaginu og afsagnar ríkisstjóm-
arinnar. Rithöfundurinn Antonío
Gala, sem hefur verið andlegur leið-
togi Nato-andstæðinga í kosninga-
baráttunni, hvatti menn til kampa-
vínsdrykkju þar sem sigur hefði
unnist. Á meðan á þessari samkomu
stóð bmtu menn rúður í flestum
hamborgarastöðum við torgið. Að
öðm leyti var allt með friði og spekt
i miðborg Madrid í nótt.
1 viðtölum við útvarp og sjónvarp
nú í morgun lýstu sósíalistaleiðtogar
ánægju sinni yfir sigrinum, en sögð-
ust mundu endurskoða flokksskír-
teini þeirra sósíalista sem hefðu tekið
opinberlega afstöðu gegn Nato.
Þótt kosningaþátttaka hafi verið
svipuð og í stjórnarskrárkosningun-
um í desember 1978, eða tæp sextíu
prósent, lýstu hægri menn engu að
síður yfir sigri, en þeir höfðu hvatt
fólk til að mæta ekki til kosninga.
Afstaða manna virðist hafa skipst
mjög eftir aldri. Hinir eldri reyndust
með Nato, á meðan ungir vom á
móti. Nato-andstæðingar í Madrid,
borg unga fólksins, vom mjög svekkt-
ir yfir sigri já-sins þar í borg, á meðan
nei-ið hafði sigrað í Barcelona.
Almennt var þó gott hljóðið í mönn-
um og voru allir fullir stolti af hinu
unga lýðræði á Spáni sem í fyrsta
skipti í sögunni leyfði beina þátttöku
almennings í máli er varðar þjóðarör-
yggi- j
Urslitin eru þó fyrst og fremst geysi-
legur sigur fyrir ríkistjóm Conzalesar
því allir flokkar höfðu sett sig upp á
móti stjórninni í þessu máli og fyrir
viku sýndu skoðanakannanir að
meirihluti þjóðarinnar væri andvígur
aðild að Nato. Stjómin hefur verið
gagnrýnd mjög í morgun fyrir mis-
notkun á ríkissjónvarpinu og benda
menn á þá staðreynd að yfirmenn
sjónvarpsins em allir sósíalistar.
Flugfreyju-
verkfall hjá TWA
Flugfreyjuverkföll hafa sett svip
sinn á samgöngur í Bandaríkjunum
að undanförnu.
Bandaríska flugfélagið Trans World
Airways varð að aflýsa yfir helmingi
áætlaðra ferða sinnar fyrir skömmu
vegna verkfalla flugfreyja og samúð-
arverkfalla flugmanna.
Flugfélagið hefur átt í fjárhagsörð-
ugleikum síðustu mánuði og hefur
orðið að draga töluvert saman seglin.
Vegna verkfalla flugfreyja hefur
TWA orðið að grípa til þess að nota
1500 nýliða og annan eins fjölda af
skrifstofufólki á jörðu niðri til að
gegn starfi flugfreyjanna þar til endar
ná saman i samningamálum.
Challenger-slysið:
Meiri líkams-
leifarfinnast
Björgunarmenn, sem vinna við að
upplýsa Challenger-slysið, hafa
fundið meiri líkamsleifar geimfar-
anna sjö sem fómst með ferjunni.
Líkamsleifamar em taldar geta
verið mikilvægar vísbendingar um
hvað grandaði Challenger.
Nasa geimferðastofnUnin hefur
ekki viljað staðfesta þessar fréttir
opinberlega og sagt að engar yfir-
lýsingar verði gefnar fyrr en allar
jarðneskar leifar áhafnarinnar em
komnar í land og hafa verið skoðað-
ar í samráði við aðstandendur.
Umsjón:
Hannes Heimisson og
Valgerður A. Jóhannsdóttir
Hundruð flugfreyja hjá bandaríska flugfélaginu Trans World Airways
hafa verið í verkfalli að undanförnu og sett áætlun félagsins að mestu
úr skorðum