Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Qupperneq 10
10 DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Verðlækkun á helmillstækjum Útsöluverð stærri heimilistækja, þar sem tollur lækkaði úr 40% í 15%, lækkar yfirleitt á bilinu 14- 16%. Minni tækin lækka um 15- 17%. Hins vegar lækkar útsölu- verð þeirra tækja, sem fóru úr 75% tolli í 40%, um 18-20%. Vegna gengishækkunar Evrópu- gjaldmiðils nú í febrúar, en toll- gengi marsmánaðar er reiknað út samkvæmt gengi 28. febrúar, hefði orðið talsverð verðhækkun á þeim vörum sem keyptar eru frá Evrópu, aftur á móti hefur Bandaríkjadollar lækkað í verði gagnvart íslensku krónunni. Þau heimilistæki, sem lækkuðu í 15% tollflokk, eru: kæliskápar, frystiskápar, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkarar, strauvélar, ryksugur, bónvélar, hrærivélar og svokallaðar kvarnir eða blandarar (food processors) sem voru áður í 80% tollflokki. Þá fara einnig smærri rafmagns- tæki, eins og brauð- og kjöthnífar, í 15% tollflokkinn, dósaopnarar, straujárn, kaffivélar, hraðsuðukatl- ar og brauðristar. Þess má geta að eldavélar og örbylgjuofhar eru tollfrjáls. Þá fara nokkur heimilistæki í 40% tollflokk úr 75%. Þar má nefna sjónvörp, myndbandstæki, útvörp, segulbönd og plötuspilara. Einnig færast ýmis minni tæki í 40% toll- flokk, s.s. rakvélar, hársnyrtitæki (voru í 80% tolli), rafmagnspönnur, vöfflujárn, djúpsteikingarpottar og fleiri tæki. Verðlagsstofnun er nú að fara af stað með umfangsmikla könnun á þeim verðlækkunum sem áttu að fylgja í kjölfar kjarasamninganna og er niðurstöðu að vænta í byrjun næstu viku. Kvartanir hafa borist og neytendur hafa víða fengið loðin svör um gengisbreytingar og annað sem á að valda því að verðlækkunin er ekki eins mikil og hún ætti að vera. Ýmsir hafa líka „brunnið -álagning verslana í athugun inni“ með jólatilboð þannig að verslunareigendur neyðast til að gefa tollinn af vörum sem keyptar voru inn fyrir tollalækkun. DV hafði því samband við nokkra aðila, sem selja flestar þær tegundir heimilistækja sem lækkuðu í verði um síðustu mánaðamót, og leitaði upplýsinga um verðlækkun á ólík- um tegundum og gerðum heimilis- tækja. -S.Konn.&A.Bj. Verðlækkunin fer allt niður í 14% í kjölfar kjarasamninga komu til framkvæmda tollalækkanir á heim- ilistækjum, þar sem sjónvörp, myndbandstæki, útvörp, segulbönd og plötuspilarar lækkuðu úr 75% tolli í 40%- Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum virðist nokkur misbrestur hafa orðið á því að lækkunin hafi skilað sér út til kaupenda og hafa Verðlagsstofnun borist kvartanir og kærur frá kaupendum sem telja sig hafa verið hlunnfama í viðskiptum við versl- anir sem selja heimilistæki. Maka verslanaeigendur krókinn? Verðlagsstofnun er nú að gera umfangsmikla könnun á því hvort eitthvað sé hæft í þvi að verslanir hafi hækkað álagninguna samhliða tollalækkuninni og makað á því krókinn á kostnað viðskiptavin- anna. Hjá Verðlagsstofnun fengust þær upplýsingar að á þeim heimilis- tækjum sem lækka úr 75% tolli í 40% á verðlækk unin út úr verslun að vera á bilinu 18-20%. DV hafði samband við nokkrar verslanir sem selja sjónvörp, mynd- bandstæki og hljómflutningstæki og fékk upplýsingar um verð fyrir og eftir tollalækkun. í ljós kom að verðlækkunin var mjög mismun- andi eða allt frá 13,94% og upp í 29,19%. Helstu skýringar sem gefn- ar voru á mismunandi lækkun voru þær að gengi íslensku krónunnar gagnvart gjaldmiðlum söluaðila hefði sigið. Ef tekin em dæmi af þýska markinu, þá var tollgengi þess í febrúar 17,7415 en í mars - Verðlagsstofnun setur mörkin við 18% 18,5580 sem er 4,6% hækkun. Þetta leiðir til þess að þær vörur sem hafa verið tollafgreiddar eftir 28. febrúar lækka því ekki eins mikið og annars hefði orðið og þær vörur sem tollafgreiddar voru í febrúar vill enginn kaupa á gamla verðinu sem felur í sér 75% toll. Verslana- eigendur standa því frammi fyrir því að annaðhvort verða þeir að lækka vömna til jaftis við nýjar eða sitja að öðrum kosti uppi með lagerinn. í töflunni hér á eftir koma því niðurstöður könnunarinnar á heim- ilistækjum frá Japis, Nesco, Sjón- I varpsbúðinni, Radíóbúðinni og Hljómveri á Akureyri. í þeim kvörtunum sem bárust Verðlagsstofnun bar mest á því að fólk teldi hljómflutningssamstæður ekki hafa lækkað sem skyldi og er í því tilefni rétt að taka fram að hvorki hátalarar né magnarar lækkuðu í tolli og því gildir 18-20% lækkunin ekki um samstæðurnar. Mesta og minnsta lækkunin er hjá sömu versluninni, sem er Radíó- búðin, og fengust þær skýringar hjá Sigurði Oddssyni að eldra verðið á Goldstar sjónvarpstækinu væri síð- an í nóvember og hefði ekki hækkað síðan. Annar forráðamaður raf- tækjaverslunar sagði svipaða sögu og sagði að mikið af jólatilboðsverð- Verðlækkunin á heimilistækjum sem lækka úr 75% í 40% toll er á bilinu 14-30% en Verðlagsstofnun segir 14% of lítið. unum hefðu enn verið í gildi og þeir ættu einskis annars úrkosti en að lækka þau enn frekar. „ Þetta er orðin ein allsherjar vitleysa og við neyðumst til að halda áffarn að bjóða enn lægra verð. Mér er ekki ljóst hvemig framhaldið verður á þessu, nema að vörumar hækki svo aftur vemlega með næstu sending- um,“ sagði hann að lokum. Lækkun verðs á heimilistækjum á því að vera á bilinu 18-20%, en fari lækkunin niður fyrir 15% er full ástæða til að ætla að álagning hafi verið hækkuð umfram það sem áður var. -S.Konn. Áður Nú Lækkun Heimilistæki í % Japis Sjónvörp 20" Panasonic 41.800,- 33.800,- 19,13 26" Panasonic 58.800,- 46.900,- 20,23 Segulbönd Tecnics 24.511,- 19.600,- 20 Tecnics 19.960,- 15.970,- 19,98 Hlj ómtækj asamstæður Tecnics 250 37.800,- 31.500,- 16,66 Plötuspilari Tecnics 16.395,- 13.150,- 19,79 Tecnics Leiser 33.950,- 27.600,- 18,70 Nesco Sjónvörp 20" Orion 43.900,- 35.900,- 18,22 Myndbönd Zenon NE 48.900,- 39.900,- 18,40 Zenon HV 55.900,- 46.900,- 16,10 Hljómflutningstæki Orion 14.900,- 11.900,- 20,13 Áður Nú Lækkun Heimilistæki í% Vasadisco \ Crown CS-55 2.490,- 1.990,- 20,8 Crown CS-66 3.990,- 2.990,- 25,06 Ferðatæki Crown CS130 7.990,- 5.900,- 26,15 Crown CS 330 15.900,- 12.900,- 18,86 Radíóbúðin Sjónvörp 14" Goldstar 31.330,- 26.960,- 13,94 22" Nordmende 59.980,- 50.880,- 15,17 Myndbandstæki Nordmende 1015 58.600,- 49.980,- 14,17 Hljómflutningstæki Marantz 78.780,- 55.780,- 29,19 Plötuspilarar Marantz TT 420 18.250,- 12.980,- 28,87 Ferðatæki Goldstar 18.340,- 14.680,- 19,95 Áður Nú Lækkun j Heimilistæki í % j Sjónvarpsbúðin Sjónvörp 20" Fisher 47.190,- 37.740,- 20,02 22" Finlux 66.120,- 52.890,- 20,0 Hljómflutningstæki Fisher 300 45.090,- 38.210,- 15,25 Fisher 600 66.580,- 54.115,- 18,72 Ferðatæki Fisher PH 850 15.585,- 12.465,- 20,0 Fisher PH 845 14.220,- 11.370,- 20,0 Hljómver Akureyri Sjónvörp 20" Philips 42.800,- 37.270,- 13,03 22" Philips 59.995,- 51.600,- 13,99 Plötuspilarar Onkyo 9.820,- 7.950,- 19,0 Hljómflutningssamstæða Onkyo 57.000,- 50.000,- 12,28 Á heimilistækjamarkaðinum: Lækkunin frá 10-20 af hundraði „Við erum með sömu álagningarprósentu og fyrir tollalækkunina," sagði Sigurbjöm Daníelsson, sölufulltrúi í heimilLstækjadeild Sambandsins, í samtali við DV. 255 1 kæliskápur hjá Samband- inu, sem kostaði rúm 27 þúsund kr. fyrir tollalækkunina, kostar núna 24.456 kr., lækkaði um 9,55%. „Gengisbreyting eins og orðið hefur á vestur-eviópskum gjaldmiðh hefur mikið að segja og nú hefur orðið 5% hækkun á markinu á örfáum dögum. Þess vegna er lækkunin á heimilistækj- unum vegna tollabreytinganna á bilinu frá 10 og upp í 20%,“ sagði Sigurbjöm. Við fengum dæmi hjá Sigurbimi um verð fyrir og eftir tollalækkunina. Um er að ræða þýskar vörur: kæliskápur fyrir breytingu kr. 27.041, eftir 24.456, lækkun 9,55% uppþvottavél fyrir breytinguna 40.054, eftir 34.944, lækkun 12,75% þvottavél fyrir breytinguna 42.370, eftir 36.999, lækkun 12.67% þurrkari fyrir breytinguna 22.725, eftir 18.986, lækkun 16,45% „Smásöluverslanir sem liggja með stóran lager fara illa út úr þessu því verðið er lækkað strax. Við verðum að vona að þetta vinnist upp með aukinni sölu,“ sagði Sigurbjörn Daníelsson.-A.Bj. KÆLISKÁPURINN LÆKKAR UM 11,4% „Fyrsta virka daginn eftir að tollalækkanirnar tóku gildi lækkuðum við verð á öllum okkar heimilistækjum 10-11%. Það verð gildir þar til við leysum út vömr samkvæmt nýja tollgeng- inu,“ sagði Viðar Kornerup Hansen hjá Fönix í samtali við DV. „Flestar okkar vömr em frá Danmörku en gengi dönsku krónunnar hefur hækkað um rúm 4% frá febrúartollgengi. Ef tollalækkunin hefði ekki komið til hefði verð á heimilistækjum frá V-Evrópu hækkað vegna gengissigsins undanfarið," sagði Viðar. „Fyrirtækin sem áttu einhvern lager verða sjálf að bera það tjón, auk þess sem farið er fram á að við beinlínis lækkum álagninguna. Vera má að þetta sé neytendum í hag núna á þessari stundu en með þessu er verið að þrengja hag fyrirtækjanna. Þannig geta þau e.t.v. ekki, þegar fram líða stundir, veitt þá þjónustu sem er neytendum í hag. En við munum halda okkur við sömu prósentuálagningu og áður,“ sagði Viðar. Hann nefndi okkur dæmi um verð tveggja kæliskápa sem fyrirtækið hefur leyst út úr tolli eftir lækkunina. 250 I skápur kostaði áður 30.700 kr. en eftir lækkunina 27.200 kr., hefur lækkað um 11,4%. Anriar skápur, 285 1 á stærð kostaði fyrir tollalækkunina 26.600 kr. en lækkaði í 23.900 kr. eða um 10,2%. Aúrar verðbreytingar hjá Fönix em m.a.: Uppþvottavél kostaði fyrir tollalækkun 44.000 eftir 35.900 lækkun 18,4%(tilboðsverð) þvottavél kostaði fyrir tollalækkun 45.800 eftir 41.200 lækkun 10% þurrkari kostaði fyrir tollalækkun 21.800 eftir 19.600 lækkun 10,6% ryksuga kostaði fyrir tollalækkun 12.000 eftir 10.600 lækkun 11,66% Viðar tók það fram að tollalækkunin næði einungis til heimilistækja, en ekki til tækja sem notuðemíiðnaðarfyrirtækjum. -A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.