Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Síða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendafræðslan í molum hér á landi Það er ekki nóg að neytendur kunni erlend tungumál. Þeir verða einnig að kunna skil á því hvað hinar einstöku merkingar á niðursuðudósunum þýða. - Tvær tegundir þessara ávaxta koma hingað frá Suður-Afríku, bæði Del Monte og einnig Libbys. Neytendurættu aðsneiðahjá innfluttumvörum með erlendum merkingum - verðugt verkefni fyrir Neytendasamtökin að uppfræða almenning Neytendafræðsla er ekki upp á marga fiska hér á landi. Merkingar á inníluttum vörum eru einnig á mjög lágu stigi og ekki gengið eftir því að settum reglum sé framfylgt. Ekki einu sinni stórhættuleg eitur- efni sem eru til sölu í verslunum eru merkt með varnaðarorðum með örfáum undantekningum. Efni þessi eru flutt átölulaust til landsins af innflytjendum og seld í matvöru- verslunum eins og ekkert sé. Þessar dósir eru merktar eins og vera ber og ættu íslenskir neytendur að sjá sóma sinn í því að kaupa frekar þær vörur sem þannig eru merktar. DV-myndirPK. tteiioí'miíisw -ín 9- oaunírZWg í ytvi >* aí 22 jj ORAhí iUpplýsingaseðiIli ! tO samanDurðar á heimiiiskostnaði! j Hvað kostar heimilishaldið? J I Vinsamlega sendið okkur þcnnan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- \ andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fiolskvldu af sömu stærð og yðar. Nýlega var fjallað um merkingar á niðursoðnum ávöxtum hér á neyt- endasíðunni. Maður varð fyrir þvi að kaupa ódýra ávaxtadós og reynd- ist innihaldið ekki vera fyrsta flokks þrátt fyrir að ekki væri það skemmt. Við fjölluðum um málið, rætt var við verslunarstjórann sem hafði að sögn ekki fengið kvartanir vegna þessara ávaxta og ætlaði að athuga hvort innflutningi þeirra yrði hald- ið áfram. Erfitt getur verið fyrir neytand- ann að átta sig á því hvemig inni- hald niðursuðudósa er ef hann getur ekki lesið það sem utan á dósunum stendur. Þar er að finna upplýsingar um innihaldið í langflestum tilfell- um. En til þess að skilja það þarf ekki einungis að kunna viðkomandi tungumál sem getur verið enska, þýska, hollenska, kínverska, ítalska o.fl. tungumál. Það þarf einnig að vita hvað upplýsingamar þýða. T.d. má stundum sjá á ávaxtadósum merkingar eins og: In syrup - In heavy syrup - Choice - op zware sirop - op lichte siroop o.s.frv. Einu sinni var nóg að þekkja vörumerkin, viðurkenndu amerísku merkin vom næg trygging fyrir því að innihaldið væri fyrsta flokks. Nú dugir það ekki lengur. Viður- kennd vörumerki em framleidd á hinum ýmsu stöðum, einnig í Suð- ur-Afríku (bæði Del Monte og Lib- bys vörurnar sem við sáum í Hag- kaupi komu þaðan). Nú eru líka komin önnur vörumerki sem geta verið jafngóð en við kunnum bara ekki að lesa á dósirnar. Nafn áskrifanda , Heimlli__________. Simi Fjöldi heimilisfólks_ Kostnaður í febrúar 1986. * Þó ætti að vera ömggt að ef á * dósunum stendur: In heavy syrup I eða choice quality, að þá sé um | fyrsta flokks vöru að ræða. Hins vegar er það sennilega ekki * í verkahring kaupmannsins að * upplýsa neytendur um gæði niður- j suðudósanna. Hann ætti að sjá sóma sinn í að hafa ekki á boðstól- . um aðrar vömr en þær sem eru I merktar á tilhlýðilegan hátt. i Matur og hreinlætisvörur kr. i Annaö I I I kr. Alls kr. Það er verkefni fyrir Neytenda- samtök að upplýsa neytendur um hvemig þeir eiga að rata um frum- skóga aukins vömúrvals. I f Einstaka niðursuðuvörur eru merktar eins og vera ber, eins og t.d. grænu baunirnar frá K. Jónsson sem pakkað er fyrir Hagkaup og baunimar frá Ora, auk fleiri niður- suðuvara frá þessum fyrirtækjum. -A.Bj. Húsbyggjendur og ibúðakaupendur eiga nú áfram kost á skuldbreytingu á skammtímalánum sínum en Ráðgjafarstöð Húsnæðisstofnunar ríkisins annast framkvæmdina i samvinnu við banka og sparisjóði. Aðstoð í grelðslu- eifiðleikum skuldbreyting á skammtímalánum húsbyggjenda Þeir húsbyggjendur og íbúðakaup- endur, sem em í greiðsluerfiðleik- um, eiga nú áfram kost á að fá lán vegna óviðráðanlegrar greiðslu- byrðar. Það er Ráðgjafarstöð Hús- næðisstofnunar ríkisins sem annast framkvæmd þessara lánveitinga í tengslum við ráðgjöf og athugun á greiðslugetu umsækjenda. Fjölmargir hafa leitað til Ráðgjaf- arstöðvarinnar eftir að hún tók til starfa að nýju og fleiri leita eftir ráðgjöf áður en allt er komið í óefni. Hjá Ráðgjafarstöðinni eru veittar upplýsingar um lánamarkaðinn, lánamöguleika og einnig um lána- kjör húsbyggjenda og íbúðarkaup- enda. I samráði við Ráðgjafarstöðina hafa bankar og sparisjóðir failist á að einnig sé heimilt að veita lán vegna greiðsluerfiðleika að því til- skyldu að þeir stafi af fjármögnun íbúðarhúsnæðis af hóflegri stærð miðað við fjölskytdu. -S.Konn. Raddir neytenda Raddir neytenda Sigurbjörg hringdi: Hún vildi koma á framfærí fyrir- spum um hvort einhver vissi hvar hægt væri að fá leigð hvít kjólföt, en hún sagðist hafa reynt víða og á þeim kjólfataleigum, sem hún fór á, voru einungis til hin hefðbundnu svörtu kjólföt. Neytendasíða DV haföi einnig samband við nokkra aðila vegna þessa, cn enginn kannaðist við að þekkja til slíkrar leigu. Ef einhver lesandi veit betur þá eru allar upp- lýsingar um þetta vel þegnar. -S.Konn HEILLARÁÐ: ... hræriö hvítlauksdufti saman við smjör eða sólblóma og smyrjið brauðið og látið spægipylsu ofan a... ... síðbuxur eiga til með að glansa á bossanum. Gott ráð við því er að nudda glansblettina með hrárri kartöflu, pressa buxurnar síðan og bursta blettinn með góðum fata- bursta...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.