Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Síða 22
22 DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir •mT Jón Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður knatt- í a er biartsýnn á næsta keppnis spyrnudeildar 1A, er Djansy (DV.mynd HH) tímabil. - „Framarar sprengdu sig um . deildarkeppnina í - segirJón Gunnlaugsson, formað- urknattspyrnudei/daríA miðja 1 fyrra“ í janúar sl. voru gömlu knatt- spyrnufélögin á Akranesi, Kári og KA, endanlega sameinuð en þau hafa undanfarin ár nánast verið til á pappírnum. Formaður aðal- stjórnar ÍA (íþróttabandalags Akraness) var kosinn Magnús Oddsson. Innan bandalagsins eru 6 deildir: knattspyrnudeild, sund- deild, körfuknattleiksdeild, golf- deild, handknattleiksdeild og borð- tennisdeild. Fyrsti formaður knattspymu- deildar eftir sameininguna var kjörinn Jón Gunnlaugsson, fyrr- verandi leikmaður með mfl. ÍA. DV tók Jón tali í íþróttahúsinu á Akranesi á sunnudaginn var og spurði hvenær breski þjálfarinn, Jim Barrron, væri væntanlegur. - Hann byrjar æfingar 20. mars. Veikindi hafa tafið fyrir komu hans en þau eru ekki alvarleg. Hvernig list þér á komandi leik- tímabil? Nú hafa flogið þær sögur að sumir leikmanna ÍA ætli að leggja skóna á hilluna. Hvað er hæft í þessu? - Þetta er ekki rétt. Ég veit ekki betur en allir verði með, nema kannski Hörður Jóhannesson, en hann á við þrálát meiðsli að stríða. Fara góðar sögur af Jim Barron sem þjálfara? - Þegar við réðum þennan enska þjálfara tókum við okkur góðan tíma. Ummæli góðra manna úti í Englandi voru honum einnig mjög í vil - en hann var leikmaður hjá Notthingham Forest og um tíma hjá Manch. Utd. Ron Atkinson hjá Manch. Utd. mælti mjög með hon- um. Svo þú ert bjartsýnn? - Ég er ekkert banginn við næsta keppnistímabil. Við verðum í efri kantinum. Þið Akurnesingar eru þekktir fyrir að byrja æfingar i seinna lagi og þegar þið loksins komist í gang þá æfið þið aðeins þrisvar í viku eins og frægt varð t.d. 1984 þegar Hörður Helgason var þjálfari og gerði ÍA að bikar- og íslands- meisturum. Hver er að þínu mati skýringináþessu? - Kirby byrjaði seint. Hörður byrjaði seint en keyrði skarpt. 1. deildar keppnin á Islandi er löng og ströng. Ég tel að hyggilegt sé að hafa ákveðinn stíganda og stillt sé inn á það. Framarar sprengdu sig t.d. um miðja 1. deildar keppn- ina í fyrra. Hvað með yngri leikmenn? Fá þeir sín tækifæri á næsta leiktíma- bili? - f 2. flokki eru margir góðir strákar sem eiga örugglega eftir að ná langt. Við þurfum engu að kvíða í þeim efnum, voru lokaorð Jóns Gunnlaugssonar. -HH. 1 J „Kem aftur!“ -fullyrðirHorður Helgason, þjá/fariá Akranesi Hörður Helgason, sem þjálfað hefur 1. deildar lið IA undanfarin ár með mjög góðun árangri, ætlar að taka sér frí frá 1. deildinni. DV hitti Hörð að máli í íþrótta- húsinu á Akranesi sl. sunnudag. Hörður, voru strákarnir hættir að hlýða þér? - Nei, nei, biddu fyrir þér. Ég hef aftur á móti þá skoðun að þjálfari Vissulega yrði það skaði fyrir ÍA að missa jafnreyndan leikmann og Árna Sveinsson. Hann sagði í sam- tali við DV fyrir skömmu að hann væri fluttur til Reykjavíkur og óvissa ríkti um framhaldið. (DV-mynd HH) Hörður Helgason mun þjálfa 2. flokk í A í sumar. (DV-mynd HH) eigi ekki að vera lengur en 2-3 ár með sama mannskapinn. Þýðir þetta að þú sért farinn að þjálfa yngri flokk IA? - Já, ég þjálfa 2. flokk. Ég lft á þjálfun yngri flokka sem mikla vinnu, ekki síður en þjálfun meist- araflokks. Það má segja, kannski, að pressan sé minni - eða öðruvísi. En ég tel t.d. að æfingar hjá mfl. og 2. fl. leikmönnum eigi að vera svipaðar. Það er ekki algengt að yngri flokkar frá Akranesi sigri í íslands- móti. Til dæmis komst ekkert ungl- ingalið úr IA í úrslit sl. keppnis- tímabil. Aftur á móti hefur frammi- staða mfl. verið frábær og óþarft að tíunda. Hvað veldur? - Það eru gerðar miklar kröfur til leikmanna sem eru að koma upp úr 2. flokki og drengirnir gera sér grein fyrir því að þeir verða að vera eins góðir, helst betri, en þeir sem fyrir eru. Á Akranesi er það aðaláhugaefni yngri knattspyrnu- manna að komast einhvern tíma í mfl. Baráttan er hörð um sæti og aðeins úrvalið kemst að. Við fáum þetta 2-3 einstaklinga af hverjum árgangri, sem er gott. Hættur 1. deildar þjálfun? - Nei. Ég kem örugglega aftur. -HH. Allt um íslandsmótið í unglingaflokkum kvenna á mánudaginn kemur! UBKsigraði Þriggja liða æfingamót í mfl. kvenna í innanhússknattspyrnu fór fram á Akranesi sl. sunnudag. Úrslit urðu þessi: Valur - ÍA 4-4, UBK - Valur 7-3, ÍA - UBK 4-5. HH Nýtt íþróttahús í bygg- ingu á Akranesi Norðan við íþróttasvæðið við Jað- arsbakka á Akranesi er hafin bygg- ing íþróttahúss á vegum ÍA. Gólfflöt- urinn mun verða 50x25 m. Halldór Fr. Jónsson, byggingarnefndarmað- ur og þjálfari 3. fl. IA, sagði að mikil þörf væri fyrir þetta íþróttahús því innanhússíþróttir nytu sívaxandi vinsælda á Akranesi. Ríkharður Jónsson, hin góðkunna knattspyrnu- hetja þeirra Akurnesinga frá árunum 1950-1960, tók fyrstu skóflustunguna við hátíðlega athöfn 1. ágúst sl. „Okkar draumur er að húsið verði fokhelt 1. ágúst í ár. Það er búið að steypa sökkla og sökkulveggi," sagði Halldór. Hann kvað nánast allt unnið í sjálfboðavinnu. Útlagður kostnaður væri aðeins um 800 þús. kr. sem ekki væri hægt að kalla mikið við framkvæmdir sem þessari DV reyndi að ná sambandi við hinn dugmikla formann byggingarnefnd- ar, Jón Runólfsson, en hann var ekki í bænum. Halldór sagði formanninn einkar laginn við að fá fólk til starfa. Hann er hreinn galdramaður og áhugi hans er slíkur að hann hrífur fólk með. Gott framlag einstaklinga og fyrirtækja Halldór sagði að búið væri að taka tilboði frá Límtré hf. um smíði á sperrum. Af 12 sperrum, sem fara í Rættvið HalldórFr. Jónsson úrbygging- arnefnd og Reyni Karlsson, íþróttafull- trúa ríkisins húsið hefur þegar safnast fé í 8. En andvirði hverrar sperru er um það bil 100 þús. kr. „Allir sjá að hér er um gífurlegar upphæðir að ræða og hefur áhugi einstaklinga og fyrir- tækja fyrir þessu málefni verið ein- stakur og kunnum við bestu þakkir þeim aðilum sem hafa ljáð okkur stuðning," sagði Halldór. Sundlaug við hliðina Akranesbær hefur hafið byggingu sundlaugar sunnanvert í skjóli við hið væntanlega íþróttahús. „Mein- ingin er að nýta búnings- og baðað- stöðu sundlaugarinnar," sagði Halldór Fr. Jónsson að lokum. Þáttur íþróttanefndar ríkisins DV spurði Reyni Karlsson, íþrótta- fulltrúa ríkisins, sem var staddur á Akranesi, hvort þessar framkvæmdir þeirra Akurnesinga væru ekki svo- lítið sérstakar með tilliti til hinnar miklu sjálfboðavinnu og hvaða regl- ur giltu um stuðning við slíkar fram- kvæmdir. Reynir upplýsti eftirfar- andi. „Samþykki Alþingi tillögur íþróttanefndar ríkisins og mennta- málaráðuneytisins um stuðning við byggingu íþróttamannvirkis þá eru greidd 40% af kostnaðarverði þess úr íþróttasjóði. Á fyrsta ári er greiðsla þessi lág, eða eins konar viðurkenning á því að mannvirkið hafi verið samþykkt inn á skrá sjóðs- ins. Leitast er síðan við að greiða hlut íþróttasjóðs í mannvirkinu á fjórum árum, en hraði og upphæð greiðslna hverju sinni fer að sjálf- sögðu eftir ákvörðun Alþingis varð- andi fjárlög hvers árs. Um byggingu íþróttahúss ÍA Það er aðdáunarvert hve Skaga- menn hafa sýnt mikinn áhuga og samstöðu um byggingu þessa íþróttahúss íþróttabandalags Ákra- ness. Forsvarsmönnum IA hefur tekist að sameina áhugafólk um byggingu hússins með þeim hætti að fram til þess hafa framkvæmdir fyrst og fremst verið unnar í sjálfboða- vinnu. Sá kraftur sem liggur á bak við þessar framkvæmdir hlýtur að stuðla að því að IA eignist hér íþróttahús fyrr en nokkurn hafði órað fyrir,“ sagði Reynir Karlsson að lokum. -HH ríkisins, t.v, Karlsson, íþróttafulltrui

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.