Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Side 10
10 DV. FÖSTUDAGUR14. MARS 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Persaflóaríkin: Lúxuslífið á enda Enn sér ekki fyrir endann á verð- stríðinu sem geisað hefur milli oliu- framleiðenda og olían heldur áfram að lækka. Olíuríkin eru mjög misjafnlega undir þetta verðstríð búin. Fátæk og skuldug ríki eins og Mexíkó og Nígería þola verðlækkunina illa og hafa þurft að leita á náðir lánar- drottna sinna um lánsfrest. Auðugri olíuríki, eins og til að mynda Persaflóaríkin sex, Saudi- Arabía, Sameinuðu arabísku fursta- dæmin, Bahrain, Qatar, Kuwait og Oman, þurfa kannski að draga eitt- hvað saman seglin en eru engan veginn á flæðiskeri stödd. Saudi-Arabar fresta fjárlögum Engu að síður eru þessi ríki neydd til að endurskipuleggja efnahagslíf- ið að einhverju leyti, og þá sérstak- lega útgjaldahliðina. Saudi-Arabar, sem eru stærsti olíuútflytjendur í heimi, hafa ákveðið að fresta afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta fjárhagsár vegna þeirrar óvissu um tekjur ríkisins sem olíu- lækkunin hefur í för með sér. Akv- örðun þessi er, að sögn yfirvalda í Kuwait, tekin eftir nákvæma at- hugun á ástandi heimsmarkaðarins fyrir olíu, þaðan sem sextíu og átta prósent tekna ríkisins koma. Segja Saudi-Arabar ástandið of ótrvggt til að hægt sé að gera einhverjar markvissar áætlanir um eyðslu. Verða fjárlögin fyrir síðasta ár því látin gilda fyrir fyrstu fimm mánuði þessa árs og síðan endurskoðuð. Omanfelldigengið Oman er eina Persaflóaríkið sem brugðist hefur við olíulækkuninni með því að fella gengið. Sharif Lutfi hagfræðingur, sem situr i nefnd um þróun efnahagsmála í Oman, segir höfuðástæðuna vera þá að Oman- búar séu raunsærri en menn í öðr- um olíuríkjum og þar af leiðandi betur í stakk búnir til að stýra efnahagsþróuninni. Lutfi segist vera þeirrar skoðunar að olían muni halda áfram að lækka í verði í sumar en síðan stöðvast í október. Fyrst þá muni verðstríðið vera orðið framleiðendum svo dýrt að þeir muni setjast að samningum. Lutfi spáir því að olíuverðið muni stöðvast viö fimmtán til tuttugu dollara á tunnuna, sennilega nær tuttugu dollurunum. Óttast óstööugleika Margir óttast þær afleiðingar sem olíulækkunin kunni að hafa á póli- tískan stöðugleika í Mið-Austur- löndum. Eru menn þá fyrst og fremst að hugsa um þær sérstöku kringumstæður sem mikill fjöldi farandverkamanna í ríkjum á þessu svæði skapar. í öllum Persaflóaríkjunum eru farandverkamenn mjög stórt hlut- fall af íbúunum og í þremur ríkj- anna, Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, Kuwait og Qatar, eru innfæddir í minnihluta. Allur niður- skurður kemur til með að bitna fyrst á farandverkafólki, en stór hluti þessa fólks verður sendur heim þegar framkvæmdir dragast saman. Fyrir mörg riki hefði slíkt alvarleg vandamál í fór með sér. Egyptar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir þessu þar sem stærstur hluti gjaldeyris- tekna þeirra kemur frá farand- verkamönnum. Tvær og hálf milljón Egypta vinna erlendis og senda kaupið sitt heim. Yrði stór hluti þeirra að snúa heim yrði það mjög alvarlegt efnahagslegt áfall, sem bættist ofan á þau skakkaföll sem Egyptar hafa þegar orðið að þola sem olíuframleiðendur. Olíuiækkunin af hinu góða Ekki eru allir jafnóánægðir með þá stefnu sem olíumálin hafa tekið. Háttsettur embættismaður í Oman hefur látið hafa eftir sér að olíu- lækkunin kunni að vera af hinu góða fyrir hin auðugu Persaflóaríki. Olíulækkunin kynni að kenna mönnum að treysta ekki um of á olíuna heldur snúa sér að því að þróa aðrar greinar efnahagslífsins og búa sig þannig undir þann dag er olíuuppsprettan þornar. íbúar þessara ríkja hafa vanist því að lifa í lúxus án þess að þurfa að hafa alltof mikið fyrir því. Nú verða menn að sætta sig við að ferðast með áætlunarflugi í stað einkaþotu þegar farið er i innkaupaleiðangra til London, er haft eftir vestrænum diplómat í Kuwait. Saudi-Arabar eru mestu olíuútflytjendur í heimi. Hjá þeim vinna milljónir farandverkamanna við olíuvinnslu. Það er enginn fátæktarbragur á borgarlífmu í höfuðborg Kuwait, sem varð fyrsta olíuríkið til að veita olíuauðn- um út í samfélagið. Gengur Sviss í Sameinuðu þjóðimar? Þjóðaratkvæðagreiðsla á sunnudag Það eru án efa fjölmargir sem ekki gera sér grein fyrir því að Sviss er ekki aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna og hefur aldrei verið. Afstaða Sviss til Sameinuðu þjóð- anna hefur löngum verið vettvang- ur fyrir stjórnmálalegan ágreining manna á meðal og hefur sitt sýnst hverjum. Eftir langan aðdraganda hafa svissnesk yfirvöld nú ákveðið að láta þjóðina fella sinn dóm um hvort sækja skuli um aðild að Sameinuðu þjóðunum eða vera áfram utan samtakanna. Það er gamalgróin hefð í sviss- nesku stjómarfari að vísa ágrein- ingsmálum undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa slíkar atkvæðagreiðslur verið tíðar í Sviss undanfarin ár. Ganga Svisslendingar til þjóðar- atkvæðagreiðslunnar á sunnudag og ákveða þá afstöðuna til Samein- uðu þjóðanna. Kjósendur andvígir aðild Ríkisstjórn landsins hefur stutt þá tillögu að Sviss sæki um fulla aðild að S.Þ. og hið sama hefur þjóðþingið gert. Þar er sterkur meirihluti fyrir aðildinni í báðum deildum þingsins. Skoðanakannanir sýna aftur á móti nokkum meirihluta kjósenda sem andvígur er því að Sviss verði fullgilt aðildarríki S.Þ. í Sviss em það kjósendumir í kosningunum á sunnudag er hafa lokaorðið, og em úrslit kosning- anna bindandi. Afstaðan til S.Þ. hefur verið mál málanna í Sviss að undanfömu og tilefni til margvíslegra stjómmála- legra skoðanaskipta. Þingmennirnir Christopher Blocher frá Þjóðarflokknum og sósíal-demókratinn Walter Rensc- hler hafa saman ferðast um landið síðustu vikur og haldið kosninga- fundi i mismunandi landshornum þar sem þeir hafa kynnt afstöðu sína til inngöngu ríkisins í S.Þ. „Sameinuðu þjóðirnar eru verk- færi þeirra er útbreiða vilja vegvillu alþjóðlegs kommúnisma." segir Christopher Blocher. „Sjálfstæði frá Sameinuðu þjóð- unum þarf ekki nauðsynlega að fara saman við einangmn og afturför eins og andstæðingar okkar segja,“ segir Walter Ren'schler. Virk þátttaka Þrátt fyrir að vera ekki formlegt aðildam'ki S.Þ. hefur Sviss alla tíð haft nána samvinnu við stofnanir samtakanna á alþjóðavettvangi og hýsir meðal annars aðalskrifstofu EvrópudeildarS.Þ. í Genf. Sviss hefur löngum tekið þátt í starfsemi hinna ýmsu stofnana S.Þ. og veitt þeim fjárhagsaðstoð er nemur yfir 100 miljónum dollara á ári. Sviss á aðild að UNESCO, menn- ingar og framfarastofnun S.Þ., og hefur ekki dregið úr þátttöku sinni á þeim vettvangi á sama tíma og Bandaríkin og Bretland, fullgild aðildam'ki S.Þ., hafa ákveðið að segja sig úr UNESCO. Svissneskur ríkisborgari er ný- skipaður yfirmaður flóttamanna- stofnunar S.Þ. og annar er yfir þeirri stofnun samtakanna er fjallar um tolla og fríverslunarmál og ágreining á milli aðildarríkja í þeim málaflokkum. Sviss hefur meira að segja lagt fram herbúnað fyrir friðargæsluliða S.Þ. í Miðausturlöndum og svissne- skir hermenn hafa verið í Suður- Kóreu samkvæmt samningi S.Þ. frá því er vopnahlé var undirritað eftir Kóreustríðið árið 1953. Spurningin um aðildina að S.Þ. hefur skapað óvenjulega sundrungu í landi þar sem stjórnmálin og stjórnmálabarátta er átakalítil og einkennist frekar af góðsemi og umburðarlyndi en miskunnarleysi stjómmálabaráttu í öðrum ríkjum Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Helstu stjómmálaflokkar Sviss eru klofnir í afstöðu sinni til aðild- Stjórnmálaflokkar klofnir Kristilegir demókratar sam- þykktu inngöngu landsins í ályktun á nýafstöðnu flokksþingi sínu en uppgötvuðu þá sér til skelfingar djúpstæðan klofning innan flokks- ins og mikla andstöðu hins almenna flokksmanns við inngönguna. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- un, er Genfarblaðið La Suisse lét gera í vikunni, vom 48 prósent kjósenda andvíg aðild landsins að S.Þ. á meðan aðeins 34 prósent studdu aðildina. Helsta ástæða þeirra er leggjast gegn aðild var hinn mikli kostnaður er af yrði fyrir svissneska skatt- borgara, yfir tíu miljónir dollara á ári, og önnur meginástæðan var ótti við minnkandi sjálfstæði og sjálfsforræði á alþjóðavettvangi. Helsta tromp stuðningsmanna aðildar er fordæmi annarra hlut- lausra þjóða, sem jafnframt em fúll aðildarríki S.Þ., ríkja eins og Finn- lands, Svíþjóðar og Austum'kis, .og sterk staða þeirra á vettvangi S.Þ. á þeim áratugum er þau hafa tekið þátt í starfsemi samtakanna. Benda stuðningsmennirnir á sterka stöðu þessara ríkja á al- þjóðavettvangi og að aðild þeirra að S.Þ. hafi ekki orðið þeim til trafala, hvorki á innanlands- né alþjóðavettvangi. Frá þjóðþinginu í Bern. Svissneskir þingmenn styðja aðild að S.Þ. en skoðanakannanir sýna að almenningur er á móti. Dómur kjósenda á sunnudag er bindandi fyrir stjórnvöld. Umsjón: Hannes Heimisson og Valgerður A. Jóhannsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.