Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986. Spurningin Ætlar þú að bregða þér út úr bænum um páskana? Einar Kristjánsson kennari: Já, vest- ur í Dali, ég fer venjulega á svipaðar slóðir - mínar heimaslóðir. Guðbrandur Rögnvaldsson bilamál- ari: Nei, ekki í þetta sinn, en það er algengt að ég fari eitthvað um pásk- ana. Kjartan Ólafsson húsasmíðameist- ari: Nei, ég held að ég megi ekki vera að því, held að ég hafí nóg að gera hér i bænum. Ég fer yfirleitt ekki neitt um páska. Grétar Einarsson rannsóknarmaður: Það held ég ekki, á ekki von á því. Ég verð bara heima fyrir, er ekki vanur að nota páskafríið til ferða- laga. Guðmundur V. Guðmundsson vöru- bílstjóri: Nei, það held ég ekki, því miður, ég er oftast bara heima, hef lítið tekið af fríum um ævina. Ég hef t.d. bara einu sinni farið í sumarfrí. Lúðvík Þórisson nemi: Nei, ég fer ekkert burt um páskana, ég fer aldrei í páskaferðalög. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Rfldsútvaipið tekur for- ystuna í verðhækkunum Launþegi skrifar: Varla var þornað blekið á undir- skrift kjarasamninganna og yfir- lýsingu eða áskorun ráðherra um að opinberar stofnanir og aðrir hækkuðu ekki vörur eða þjónustu fyrr en Ríkisútvarpið reið á vaðið og hækkaði verð á auglýsingum, bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi. I máli eins þeirra aðila sem var að reyna að verja þessa hækkun fyrir hönd RÚV kom fram að á móti þessari hækkun hefði nú „lækkað afnotagjaldið af þessum fjölmiðlum"! En það er þó algjörlega óskylt mál. Afnotagjald fer ekki inn í verðlagið eins og verð á auglýsing- um gerir og hækkar því allar vörur og þjónustu sem auglýst er í þess- um fjölmiðlum hins opinbera. Einnig mun því verða borið við að þessi hækkui) þessara ríkisfjöl- miðla fari ekki öll beint til Ríkisút- varpsins því hluti hækkunarinnar sé svokallað „menningarsjóðs- gjald'*. Hvað um það. þá var þessi ríkisstofnun fyrst til að hækka sína þjónustu eftir hina nýju kjara- samninga. Samtök íslensks iðnaðar hafa bundist samtökum um að reyna að standa á hækkunum í lengstu lög og er það virðingarverð viðleitni. En hvað um aðra aðila á hinum frjálsa markaði? Munu þeir fylgja í kjölfarið? Munu þeir hækka sína álagningu? Bifreiðatryggingar eru nú að hækka og þótt það verði ekki nema um 20% er það veruleg hækkun fyrir sí-kúgaða bifreiða- eigendur. Hvað um aðra þjónustu og vörur til daglegs brúks? Hvað um ferða- lög út úr landinu? Hefur ekki lækkun á olíuverði komið til góða í þeim efnum? Eða er alveg sama þótt innkaupsverð lækki eða rekstrarvörur sem til þarf? Hækk- unin verður engu að síður? Maður sér ekki ar.nað en stefni í verðhækkanir hvert sem litið er og það er alltaf hægt að kenna um hinu eða þessu. Nú er það „óhag- stæð staða Evrópugjaldmiða", eins og það er kallað. Varla kemur hún að sök í lækkuðu verði á olíu til eldsneytis, bifreiða eða annarra farartækja. Ef hér á að nást árangur eftir nýgerða kjarasamninga verður að skera upp herör gegn öllum verð- hækkunum, hverju nafni sem nefn- ast. Tíðar verðkannanir verður að gera og birta verðsamanburð milli hinna mörgu fyrirtækja sem helst selja nauðsynjar í formi vöru og þjónustu. Það er ekki endalaust hægt að blekkja neytendur og hlunnfara, eins og t.d. þegar nautakjöt var hækkað um sl. mánaðamót, vegna þess að fólk hefur sneitt fram hjá lambakjöti vegna óhóflegs verðs og keypt nautakjöt í ríkarí mæli. Fólk leitar þeirrar vöru og þjón- ustu þar sem hún býðst á lægstu verði. Morðið á Palme Þröstur P., 9850-9771, skrifar: Hví hann? Hann var alþjóðlegur stjórnmálamaður og mikils metin persóna. Þessi voðaatburður vekur umhugsun um hvað liggur að baki. Með morðinu voru morðingjarnir ef til vill að leggja beitu fyrir annan og stærri feng. Vitað er að márgir útvaldir verða vió útför Palmes og þá gætu þessir kaldrifjuðu fantar látið aftur til skarar skríða. Þetta er aðeins tilgáta en gæti ekki verið eitthvað til í henni? Það er allavega vonandi að Svíar hafi hugsað fyrir þessu. „Vitað er að margir útvaldir verða við útför Palmes.“ Sigríður Dúna stóðsigvei Varðandi þáttinn hans Páls Magnús- sonar, Setið fyrir svörum, 3.3. sl„ vil ég segja að þó Páll hafi alltaf verið virtur af sjónvarpsáhorfendum féll hann nú mikið hjá mér og væntan- lega öðrum. En Sigríður Dúna, tals- maður Kvennalistans, stóð sig með prýði, auöheyrt að hún er góður kennari, svo móðurlega svaraði hún þessum þrem karlmönnum sem spurðu eins og vitleysingar oft á tíðum. Já, spurningar þeirra voru vitlausar og jafnvel illgjarnar að mínu mati. Ég held að sjónvarpsá- horfendur geti ályktað sem svo að það hafi verið samantekin ráð hjá spyrjendum að koma Sigríði Dúnu til að missa kjarkinn fyrir framan alþjóð. En Sigríður Dúna var alltaf jafnyfirveguð og kurteis. Kvenna- listinn mun auka fylgi sitt mikið eftir áðurgreindan þátt, eins og þær hafa alls staðar staðið sig vel þar sem þær, þessar kvennalistakonur, hafa sýnt sig. En aðeins að lokum til spyrlanna þriggja: Verið ekki alltaf að gjamma eins og illa upp aldir hvolpar þegar verið er að svara spurningum ykkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.