Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Qupperneq 17
DV. FÖSTUDAGUR14. MARS 1986.
17
Skóval
KARLMENN!
við Óðinstorg
Mjög gott úrval af karlmannaskóm.
Götuskór og spariskór eru bæði í leðri og lakki.
Vinnuskór, töfflur og inniskór eru á góðu verði.
Ljósir og hvítir sumarskór eru þegar komnir - ódýrir
- bæði reimaðir og óreimaðir.
Póstsendum.
SKÓVAL við Óðinstorg,
skóverslun fjölskylduimar.
Sími 14955.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Spegill, spegill.
„Nútímaþjóðfélag íslendinga er að breytast með þeim hætti að fólk vill útivist og heilsurækt.. “
Málsvari aukinnar diykkju
Foreldri skrifar:
í DV þann 7. mars sl. birtist furðu-
ritsmíð eftir matarfræðinginn Jón
Óttar. Þar ásakar hann Áfengisvarn-
arráð og er best að gefa honum orðið
aftur:
„í fyrsta lagi liefur það (Áfengis-
varnarráð, innskot) neytt óharðnaða
unglinga í þúsundatali til þess að
drekka sterka drykki.“
Og áfram er haldið: „í öðru lagi
hefur það komið í veg fyrir að hér
myndist þjóðleg menningarhefð um
veikari tegundir áfengis, öl og létt-
Og að lokum: „í þriðja lagi hefur
þessu ráði mistekist með öllu að
kenna unglingum og þjóðinni í heild
undirstöðuatriði í hóflegri notkun
áfengis."
Sú sem ritar þessa grein þekkir
ekki til Áfengisvarnarráðs nema það
sem birt hefur verið í fjölmiðlum frá
ráðinu. Það er örugglega ekki hlut-
verk Áfengisvarnarráðs né neinna
opinberra aðila að kenna fólki að
drekka. . Nútímaþjóðfélag íslend-
inga er að breytast með þeim hætti
að fólk vill útivist og heilsurækt,
ekki aukna drykkju. Áfengi og önnur
vímuefni hafa skapað fleirum sorg
en hamingju.
Öflugar fjöldahreyfingar vaxa og
hefði Jón átt að láta sjá sig á fundi
áhugafélags foreldra um vímulausa
æsku, SÁÁ og Lions, sem haldinn
var sl. laugardag. Þar var fjallað um
þessi málefni af þekkingu.
Við þurfum ekki fleiri tegundir
áfengra drykkja, ekki fleiri vínveit-
ingastaði og ekki fleiri talsmenn
áfengisnotkunar. Við þurfum að
bæta aðstöðu fyrir unga sem aldna
til þess að geta eytt frítíma sínum
við holla tómstundaiðju.
„Handboltamennirnir eru heilbrigðir menn og út í hött að vera að styrkja þá til eins eða neins.“
íþróttarugl íslendinga
Birgir skrifar:
Aldrei ætlar þessu íþróttarugli að
linna. Nú er heimsmeistarakeppnin í
handknattleik að baki - sem betur
fer. Það gekk alveg fram af mér
hversu mikið var gert úr því að ein-
hverjir menn voru að henda á milli
sín bolta úti í heimi, það var næstum
sama hvaða fjölmiðill það var, alls
staðar handboltinn númer eitt. Hvað
ætli þessi ósköp kosti þjóðina - að
senda alla þessa menn út og allt það
lið sem fylgir þeim? Nú, eða launin
Strákarnir
spila beint
frá hjartanu
Bubbi skrifar:
Ég var staddur í Roxzy á laugar-
dagskvöld og get ekki sagt annað en
loksins, loksins, loksins. Því þar kom
fram óauglýst hjómsveit sem heitir
Strákarnir og kom hún liðinu gjör-
samlega i opna skjöldu. Það eru ár
og aldir síðan liefur heyrst í annarri
eins hljómsveit, þeir félagar spila
rokk og ról eins og það er best, beint
frá hjartanu. Þarna held ég að birst
hafi vísir að nýjum og betri tímum.
Til hamingju, strákar, þarna er eitt-
hvað í gangi.
handa Bogdan? Auk þess eru hand-
knattleiksmenn sífellt á spítala og
það kostar líka sitt. Að maður tali
nú ekki imi vinnutapið, eða bara það
vinnutap sem felst í því að þessir
garpar koma alltaf þreyttir í vinnu,
öll orkan fer í það að kasta bolta.
Og nú stendur til að gefa hand-
boltanum 5 milljónir. Hvað á svona
fífiaskapur að þýða? Af hverju er
peningum sem fara í handbolta ekki
frekar varið til að hjálpa blindum eða
einhverjum sem þurfa á þeim að
halda? Handboltamennirnir eru heil-
brigðir menn og út í hött að vera að
stvrkja þá til eins eða neins. Þeir
mega fá sitt hús, en verða þá að
bvggja það sjálfir, i sjálfboðaliða-
herm þú mér
hvar á iandi
ódýrast er
að sjá sig
brosa
Já, Maxi spegiarnir kosta
1.480,-
4 stykki saman í pakka með öllum festingum
BÚS6A6NABÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK 1 91-6811 99 og 681410
. CÁ r'
>•'. v . c^N
LÆKIMISVITJUN
‘r\N
> o
K ara gamuMað^inn r
" la*>’
Sex íslenskir
læknar svara