Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Qupperneq 30
42 DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986. SM4 ^Kíf'S*' TVÆR TRAUSTAR TALKING HEADS - AND SHE WAS (EMI) Dáldið gamaldags lag, en skemmtilega útsett og í meðförum Talking Heads verður ótrúlegasta tónlist áheyrileg. Melódían er einföld, en samt verður þetta lag tæpast mjög vin- sælt vegna sérstöðunnar. MIKE ANDTHE MECHANICS- SILENT RUNNING (WEA) Fyrst og fremst góð meló- día og hæfílega íburðar- mikil útsetning. Ruther- ford stælir félaga sinn, Phil Collins, hvað sönginn varðar, enda ekki leiðum að líkjast. Gítar setur skemmtilegan svip á lagið, enda höfundurinn gítar- leikari að atvinnu. Gott lag. AÐRARÞÓNOKKUÐ TRAUSTAR HERBERT GUÐMUNDSSON - WON’T FORGET (BJART- SÝNI) Þetta er ekki týpískur smellur, hvað sem öðru líður. Til þess vantar lagið grípandi viðlag. Hins vegar er þetta afskaplega vel pússað popp af mýkra tæ- inu og stendur sem slíkt hvergi að baki samskonar erlendu poppi. Bráðhuggu- legur bassaleikur og skemmtilegir hljóðgervlar halda laginu uppi og engin ástæða til annars en að óska Hebba til hamingju. SAM HARRIS-I’D DO IT ALL AGAIN (MOTOWN) Ekki alveg nýtt en þess virði að um það sé skrifað. Þessi drengur hefur feikna góða rödd og þrátt fyrir að lagið sé í hefðbundnum bandarískum rokkstíl hef- ur það þennan neista sem þarf til að hlustendur fara að raula með á annarri spilun. Efnispiltur. JACKSON BROWNE- FOR AMERICA (ASYLUM) Jackson Browne er orð- inn fullrokkaður fyrir minn smekk og sá sjarmi sem hann hafði þar með horfinn. Þetta er ósköp venjulegt bandarískt rokk, textinn að vísu betri en gengur og gerist, en mætti ég biðja um The Loadout og Stay. LATIN QUARTER - RADIO AFRICA (ARISTA) Prýðisgott reggae lag; bassinn syngur skemmti- lega undir góðu viðlaginu. Reggae-popp einsog það gerist áheyrilegast. -SþS- ÝMSIR - ROCKYIV Kvikmyndapopp I fyrstu Rocky-myndinni var eitt lag sem var gegnumgangandi, fallegt og gott lag sem heyrist enn. Að öðru leyti var tónlistin ekki til að yfirkeyra myndina. Nú er öldin önnur. Tónlist- inni í fjórðu Rocky-myndinni er gert hátt undir höfði og ekkert til sparað - stór nöfn fengin til að flytja hana. Árangurinn er, þegar hlustað er á Rocky IV, sæmileg rokkplata. Það er ekki mikið um eiginlega kvikmyndatónlist á Rocky IV. Á ég þar við tónlist sem samin er beinlínis við kvikmynd en platan er að meiri- hluta skipuð einstökum lögum sem gætu eins staðið fyrir utan myndina. Sá sem er skrifaður fyrir tónlistinni í Rocky IV heitir Vince DiCola og hefði mátt halda að hann ætti ein- hvern þátt í sköpun laganna. Því er ekki svo farið. Þrjú lög af tíu eru skrifuð á hann og þar af eru tvö lög, War og Training Montage, einu rétt- nefndu kvikmyndalögin. bæði ein- göngu spiluð og greinilega samin í kringum atriði. Önnur lög á plötunni eru dæmigerð amerísk popplög og eru misjöfn að gæðum. Fyrst ber að telja hljómsveit- ina Survivorsem flytur Burning Heat sem vinsælt hefur verið að undan- förnu. Það er í raun eftiröpun á Eye of the Tiger sem sama hljómsveit flutti fyrir Rocky III - ósköp litlaust og leiðigjarnt lag. Eye of the Tiger prýðir einnig þessa plötu og þrátt fyrir samlíkinguna er þar á ferðinni mun betra lag. Þá má nefna ágætan dúett Kenny Loggins og Gladvs Knight sem eru með lag eftir Paul Williams, Double or Nothing, og gera þvíbærilega skil. Tvímælalaust besta einstaka lagið á plötunni er Living in America sem gamla kempan James Brown flytur. Þess má geta að hann flytur það í eigin persónu í myndinni. Þetta er kröftugt lag sem samið er af Dan Hartman. Einnig má nefna ágætt lag með Go West, One Way Street. Ekki eru allir listamennirnir, sem koma fram á Rocky IV, þekktir. Nöfn eins og Robert Tepper, John Cafferty og Touch eru ekki þekkt hérlendis og ekki verða þau lög, sem þessir listamenn flytja, til að breyta þvi í neinu. Sérstaklega er þetta neyðar- legt með lagið sem Touch flytur en bersýnilega gerir hljómsveitin allt til að líkjast Survivor sem mest. Rocky IV er sem sagt í heild ósköp venjuleg amerísk rokkplata sem á alla frægð sína og vinsældir að þakka kvikmyndahetjunni Rocky sem von- andi fær að hvíla í friði í nánustu framtíð. HK. RAY PARKER jr. - SEX AND THE SINGLE MAN Ray Parker jr. á að baki nokkuð eftirtektarverðan feril sem tónlistar- maður. Hann var um áraraðir einn eftirsóttasti stúdíóhljóðfæraleikari vestanhafs. Hafði hann á tímabili mikið og gott samstarf við Stevie Wonder og um leið aðra tónlistar- menn sem voru á samningi hjá Motown, en þar hafði hann bæki- stöðvar. Fyrir nokkrum árum tók Fjölhæfur náungi hann upp á því að hefja sólóferil og einbeitti sér í fyrstu að soultónlist með ágætum árangri. Náði meira að segja að fara með nokkur lög inn á bandaríska vinsældalistann. Það var svo f'yrir rúmu ári að hann vakti heimsathygli fyrir meðferð sína á hinu ágæta titillagi kvikmyndar- innar Ghostbusters. Lagið var nokk- uð rokkaðra en tónlist Parkers hafði verið áður og hefur það sjálfsagt haft áhrif í þá átt að nýjasta plata hans, Sex And The Single Man, er nokkurs konar blanda afsoul og rokki. Lögin á plötunni eru tíu og hefur hann skrifað bæði tónlist og texta. Það eru lög innan um sem eru bæði grípandi og lipurlega flutt. Ber þar fyrst að nefna titillagið og svo Girls Have More Fun sem bæði gætu gert það gott, sérstaklega þó vestanhafs, enda í anda þeirrar tónlistar sem vinsælust er þar. Bitastæðari lög að mínu mati eru Men Have Feelings Too og One Sided Love Affair. Ray Parker jr. er Qölhæfur tónlist- armaður. Það er ekki nóg með að hann skrifi alla tónlist heldur leikur hann jöfnum höndum á ásláttarhljóð- færi, hljómborð og gitara og situr svo sjálfur við stjórnvölinn. I heild er Sex And The Single Man lótt og grípandi plata sem þó verður nokkuð leiði- gjörn þegar til lengdar lætur. Ein- hvern veginn hef ég það á tilfinning- unni að Ray Parker jr. geti gert metnaðarfyUri tónlist ef hann vill. En það er með hann eins og svo marga tónlistarmenn í svipuðum gæða- flokki. Vinsældalistarnir heilla þá. HK. |HJALTI GUNNLAUGSSON-SANNLEIKURINNIMINU LIFl| Með trúna að leiðarljósi Eins og flestir vita var mikil og fjölskrúðug plötuútgáfa fyrir síðustu jól. Urðu þar margar ágætar plötur útundan í harðri samkeppni. Sann- leikurinn í mínu lífi með Hjalta Gunnlaugssyni er þó ein þeirra sem nokkra athygli vöktu. Sérstaklega fyrir það að hér var komin poppuð tónlíst með textum sem langflestir eru trúarlegs eðlis. Hjalti Gunnlaugsson, sem greini- lega er trúaður maður, sýnir hér að hann á einkar auðvelt með að koma boðskap til skila í auðmeltum og melódískum lögum. Ekki það að lögin eru nokkuð misjöfn að gæðum. Þau bestu eru mjög frambærileg þegar miðað er við allt það magn sem gefið er út. En þegar platan er dæmd í heild eru það fyrst og fremst textarnir sem skera sig frá annarri svipaðri tónlist. Það er greinilegt að hér er ort í ein- lægni. Svo vikið sé að lögunum þá byrjar platan á Langt er síðan sem cr að því er ég held eina lagið sem hefur heyrst. eitthvað á öldum ljósvakans, enda bráðskemmtilegt og vel flutt lag og sker það sig nokkuð úr að gæðum á fyrri hlið plötunnar. Lagið er létt- rokkað og sungið með tilfinningu. Hjalti hefur nokkuð sérkennilega rödd sem hann beitir vel og tekst honum að mínu mati mun betur upp í hröðum lögum en þeim rólegri. Má nefna ÁTVR sem dæmi um lag þar sem rödd hans passar ekki vel við. Enda er það svo að bestu lögin af rólegri gerðinni eru Hann heyrir, sem Helga Bolladóttir fer vel með, og Sannleikurinn, sem byggist upp á góðum kvartettsöng. Eins og áður sagði nýtur Hjalti sín vel í hraðari lögum og má nefna Þá gleymist þú sem dæmi og að sjálfsögðu Langt er . síðan. I heild er Sannleikurinn í mínu lífi áheyrileg plata án nokkurs byrjenda- brags. Svo hlýtur það að sjálfsögðu að vera mjög persónulegt hvort fólki líka textarnir. HK Sæ! og blessuð,.. Þá er það á hreinu að Wham! eru hættir! George Michael leysti frá skjóðunni enrfan- lega í sjónvarpsþættí í Bret- landi fyrir skðmmu þrátt fyrir að ætlunin hefði verið að biða með tiikynninguna fram á sumar. George sagði að þeir Anrfrew hefðu orðið ásáttir um það fyrir sjö mánuðum að tilgangslaust væri að halda samstarfinu mai sem þeir settu sér er Wham var stofnuð fyrir fjórum árum, hefðt öllum verið náð og gott betur en það. Fram- undan væri því bara hjakk i sama farinu þvi ekki mætti valda fólki vonbrigðum. Þeir George og Andrew ætla að hittast i Los Angeles í þess- ari viku til að hljóðrita sið- ustu Wham! smáskifuna sem kemur út með vorinu... Gamli glanspopparinn Gary Glitter v£ ir fluttur meðvit- llfltlcirilTli! um vegm a spitaia a oogun- i töfiuáts. Náði hann sér i sagt að h f ai/iA nf É-i /on bráðar og var ann hefðí i ógáti lcKIU Ol S svefntöffui gleypa vii hélt gula | fram aA l riOrdii sKammt af u. Ekki vildu alfir S þeirri sögu og pressan enska því ullffóir normurinn 1*0111 dU i heföi ætla morð i ö yfirvofandi uiiiior garmurinn ö að fremja sjálfs- rvæntingu vegna i fangelsisdóms fyrir ölvun við akstur. Frekar tæpur á tauginni ef satt er... Bretar bíða nú með vaxandi hrá offir Iriimcúnínnii Í/niL myndarinn n * _ i uuicipiiiirju ar - Absolute meðal David Bowie, Ray Davis og Sade. Þetta fólk semur líka tónlíst við mynd- ina og er titíllagið - Ab- solute Beginners - flutt og samið af Davíd Bowie, ný- komið út á smáskífu. Mynd- in verður annars frumsýnd opinberlega í London þriðja april en forsýning fer fram næstkomandí föstudag á Camden hátíðinni... Alfar líkur eru nú á því að Rolling Stones muni leggja land undir fót tíl hljómleikahalds þegar á næsta árí. Mick Jagger var að visu orðinn afhuga frekari hljómleika- ferðunr (hann er samt með aðeins rúmlega fertugur) en hljómleikarnir sem Stones héldu um daginn i einkasam- kvæmi i London, og við sögðum frá, virðast hafa hresst hann við. Það er þvi kannski ekki öll nótt úti enn fyrír okkur islendinga að fá að berja steinana augum áður en þeir verða elHærir... sælaðsinni... -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.