Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986. 7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Lögbrot að selja kýrkjöt sem nautakjöt: Verðlags- stofnunar að kæra slík mál „Það er líklega í verkahring Verð- lagsstofhunar að kæra það ef kýrkjöt er selt sem nautakjöt. Menn hefur lengi grunað að svöna væri í pottinn búið. En það hefur skort sannanir og hingað til hefur engin kært þetta atferli," sagði Gísli G. ísleifsson, yfir- lögfræðingur Verðlagsstofnunar. Gísli sagði að mörg ár væru síðan að svipað mál hefði komið upp. En þá var grunurinn fólginn í því að hrossakjöt væri selt sem nautakjöt í búðiun. Hins vegar hefði ekkert orðið úr þessu máli þar sem óyggjandi sannanir lágu ekki fyrir. Tækni skorti til þess að skera úr um málið. „Til þess að kæra verði borin fram vegna vörusvika varðandi nauta- kjötssölu þá yrði Verðlagsstofnun að afla gagna um málið og rannsaka það af kostgæfni. Það yrði að sanna á óyggjandi hátt að kýrkjötið héti nautakjöt í búðum,“ sagði Gísli. „Auðvitað er það ólíðandi að láta menn komast upp með slíka vöruföls- un, sem kemur harðast niður á fólki sem minnst hefur milli handanna. Og það er einnig óeðlilegt að fólk, sem vill kaupa fínt nautakjöt, fái það ekki vegna þess að kaupmenn eigi það ekki til i búðunum." Haft var samband við landbúnaðar- ráðherra, Jón Helgason, og sagði hann að þetta mál heyrði undir Verð- lagsstofnun. Hann myndi hins vegar beita sér fyrir því að fá upplýsingar um málið þar og haga sér samkvæmt þeim upplýsingum. „Við munum auðvitað reyna að koma í veg fyrir lögbrot þegar sannanir liggja fyrir um slíkt,“ sagði Jón Helgason. -KB Fjölskyldufundur Það er tilvalið að halda smáfjölskyldufund eða bara fund um leið og dyttað er að sæskelinni fyrir sumarið. Liklega hefur margur þorskurinn verið dreginn á þessa trillu. Og bráðum kemur að því aftur. Það varð áreiðanlega enginn sjóveikur á þessum dyttfundi þvi báturinn sá arna stóð enn á þurru landi, uppi i Örfirisey, sem er raunar löngu hætt að vera ey. HERB DV-mynd PK. Sárt finnst bóndanum að missa gömlu góðu Skjöldu sína i sláturhús. En ennþá verra þykir honum þegar beljan Skjalda er orðin að nauti i búðunum og seld á uppsprengdu verði þó hann fái aðeins nokkra aura fyrir kúna sem mjólkað hefur fyrir hann árum saman. Þegar nánar er skoðað kemur í ljós að það er lögbrot að selja gömlu góða beljurnar sem naut þó ekki hafi hingað til lítið verið gert í málinu. Nú er hins vegar boltinn hjá Verðlagsstofnun og samkvæmt landbúnaðarráðherra, Jóni Helgassyni, í hennar verkahring að upplýsa málið með óyggjandi sönnunum. Markverður árangur fremstu vísindamanna og hönnuða OSRAM verksmiðjanna: CIRCOLUX HÁGÆÐA PERUR OG LAMPAR. Pegar 6 föld ending - bætt lýsing og 80% orkusparnaður fara saman talar OSRAM um LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐ MOSRAF VEftSLUN, VERKSTÆfM, RAFVERKTAKAR UrÖarholti 4 - sími 666355 y°s//fandi ork-V OSRAM CIRCOLUX Circolux línan frá OSRAM fyrir heimili - vinnustaöi - hótei - stofnanir - verslanir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.