Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Síða 8
§ SAUMANÁMSKEIÐ Saumanámskeiðin eru að hefjast aftur, fyrir byrjendur og lengra komna. Upplýsingar og innritun í síma 15511, 21421 og 83069. Sfor i réffta áffff saumaverkstœdi Hafnarstrœti 21 S: 15511 Menntamálaráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu námsstjóra í stærðfræði á grunnskólastigi. Áskilin er þekking í greininni, kennslureynsla og kennsluréttindi á grunnskólastigi. Starfið felst í að leiðbeina kennurum um kennslu og námsgögn, umsjón með endurskoðun námsskrár, ráðgjöf o.fl. Umsóknarfresturertil 20. apríl nk. Umsóknum ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sé skilað til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 4. LAUS STAÐA Laus er til umsóknar staða lektors í franskri málfræði og málvísindum við heimspekideild Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 1. maí 1986. 1. apríl 1986, Menntamálaráðuneytið. •I? LAUSAR STOÐUR HJA 'I' REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjörsamkvæmt kjarasamningum. Seljahlíð, vistheimili aldraðra v/Hjallasel. 1. Hjúkrunarfræðinga á dag- og kvöldvaktir. Upplýsingar gefur Aðalheiður Hjartardóttir í síma 73633. 2. Starfsfólk í ræstivinnu og aðhlynningu á vist, um er að ræða vaktavinnu. 3. Hársnyrtir, um er að ræða hálft starf. 4. Snyrtifræðing til fótaaðgerða, um er að ræða hálft starf. 5. Starfskraft við símavörslu. 6. Starfskraft i þvottahús. 7. Húsvörð, um er að ræða dagvinnu. 8. Sjúkraþjálfara. Upplýsingar gefur María Gísladóttir forstöðumaður í sima 73623 frá kl. 10.00-12.00 daglega. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 13. apríl. .98erjm/,.THUOA(i DV. MANUDAGUR 7 Utlönd Utlönd Utlönd kk „LIBYSKT HANDBRAGÐ Á HERMDARVERKUNUM — segir talsmaður Bandaríkjastjórnar Bandaríska dagblaðið New York Times segir í dag að Bandaríkja- stjórn áformi nú að nýju aðra herferð á hendur Líbýumönnum er miði að því að einangra ríkisstjórn Gaddafis, efnahagslega og stjórnmálalega. Aukinn þrýstingur á bandamenn Hefur blaðið þetta eftir ótilgreind- um embættismanni Reagan stjórnar- innar og segir að nú verði þrýstingur aftur aukinn á bandamenn Banda- ríkjanna um að vera með í refsiað- gerðum gegn Gaddafi. Segir blaðið að Bandaríkjastjóm sé þess fullviss að Líbýumenn standi á bak við tvö hefndarverk í Evrópu í síðustu viku, sprengjutilræði um borð í flugvél TWA flugfélagsins yfir Aþenu þar sem fjónr Bandaríkja- menn fórust og sprengjutilræðið á skemmtistað í Vestur-Þýskalandi yfir helgina þar sem tveir fórust og hundruð særðust. Annar þeirra sem fórst var Banda- ríkjamaður og var skemmtistaðurinn mikið sóttur af bandarískum her- mönnum í Vestur-Þýskalandi. f i Oskarsverðlauna- hafínn fékk ríkis ■ borgararétt Haing Ngor, flóttalæknirinn frá Kampútseu, sem heimsfrægur varð af leik sínum í kvikmyndinni „Blóðvellir" (Killing fields), er nú orðinn bandarískur ríkisborgari ásamt þúsund öðrum umsækjend- um sem afgreiddir voru um helgina. Ngor fékk óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á hlutverki Dith Pran, fréttaljósmyndarans í kvikmynd- inni. Hann kom til Bandaríkjanna fyrir 5 Zi ári. Lífsreynsla Ngors sjálfs í Kamp- útseu á blóðstjórnarárum Pol Pots var jafnvel enn átakanlegri en Dith Prans sem nú starfar hjá New York Times. Hann missti alla fjölskyldu sína og unnustu. Hann býr einn í Los Angeles en er á förum til Ev- rópu til þess að undirbúa jarðveg- inn fyrir frumsýningu heimildar- myndar hans „Cambodian Odyssey". „Líbýskt handbragð“ Fulltrúar Bandaríkjastjómar segja að framkvæmd beggja hermdarverk- anna hafi haft yfir sér „líbýskt handbragð". Fyrri tilraunir Bandaríkjastjórnar til að sannfæra bandamenn sína í Vestur-Evrópu um að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Líbýu eftir fjöldamorðin á flugvöllunum í Róm og Vínarborg í desember síðastliðn- um urðu sem næst árangurslausar. Hefur blaðið það ennfremur eftir embættismanninum að stjórnin í Washington leggi nú á það aukna áherslu við ríkisstjórnir Vestur- Evrópuríkja að þær vísi skilyrðis- laust þeim líbýsku sendimönnum úr landi er orðið hafi uppvísir að því að misnota friðhelgi stöðu sinnar sem stjómarerindreka í þágu hermd- arverka. Segir blaðið Bandaríkjastjórn nú þrýsta á stjórnvöld í Vestur-Þýska- landi að þau vísi nú líbýskum sendimönnum frá Bonn í kjölfar sprengjutilræðisins á skemmtistaðn- um um helgina. Bandarísk stjórnvöld gruna útsendara Líbýustjórnar um að vera ábyrga fyr- ir sprengingunni um borð í flugvél TWA flugfélagsins á dögunum sem og skemmtistaðnum í Vestur-Þýskalandi fyrir helgi. Leikarinn Ngor, öðru nafni blaða- ljósmyndarinn Dith Pran í kvik- myndinni Killing Fields, ásamt eina eftirlifandi ættingja sínum frá Kampútseu skömmu eftir að Ngor fékk óskarsverðlaunin í fyrra. Stúlkan sá mynd af frænda sínum í dagblöðum og leitaði hann uppi. Verkfall hrekur Koi- visto úr forseta- höllinni í Helsinki Verkfall opinberra starfsmanna í Finnlandi hefur nú staðið í fimm daga en yfirvöld gera sér vonir um að geta senn opnað Helsinki-flugvöll aftur til umferðar. Verkfallið hefur stöðvað allt innanlands- og utan- landsflug, auk annarrar þjónustu eins og afgreiðslu símtala til Sovét- ríkjanna en um 25% utanríkisversl- unar Finna eru við þau. Lestarferðir hafa einnig stöðvast, en ekki ferðir lestanna milli Helsinki og Leningrad og Moskvu. Um 15 þúsundir í Helsinki óg naéstá nágrenni eru í verkfalli til að fylgja eftir kröfum um 20% launahækkan- ir, en við þær munu bætast 27 þúsundir ef ekki næst samkomulag fyrir 16. apríl. Verkfallið hefur flæmt Mauno Koi- visto út úr forsetahöllinni þar sem starfsfólk hallarinnar er í verkfalli og hún kuldalegur íverustaður á meðan. Dvelur forsetinn í gestabú- stað, sem þjónað er af fyrstd flokks veitingastað, og hefur forsetinn sagt að betur fari um hann þar en heima í forsetahöllinni. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.