Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 18
BLAÐBERA VANTAR í Helgalandshverfi í Mosfellssveit Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 66481. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninní landspildu úr Miðdal II, Mosfellshreppi, þingl, eign Kristjáns Jósteinssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. apri'11986 kl. 17.30. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Helluhrauni 12, Hafnarfirði, þingl. eign Arnarprents hf„ fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands og Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. apríl 1986 kl. 13.45. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 82., 89. og 97. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Laufvangi 13, 1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Aslaugar Sigurðardóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Hafnarfirði, Gjaldheimtunnar í Reykja- vík, Iðnlánasjóðs, Landsbanka íslands og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. apríi 1986 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Iðnbúð 2, 2. hæð og 1 /4 hluta 1. hæðar, Garðakaupstað, þingl. eign Gullkornsins hf., fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs, Gjaldheimtunnar í Garða- kaupstað og Jóns Þóroddssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. apríl 1986 kl. 15.00. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 69. og 79. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Skerjabraut 7 (Ingjaldshóli), Seltjarnarnesi, þingl. eign Erlendar Garðars- sonar o.fl., fer fram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. apríl 1986 kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 82., 89. og 97. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Melabraut 39, Seltjarnarnesi, þingl. eign Björns Blöndal, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar á Seltjarnarnesi og Valgarðs Sigurðssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. apríl 1986 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð 2. og síðara á eigninni Bjarnarhóli 7, Hafnarhreppi, eignarhluta Sveins Rafn- kelssonar, fer fram að kröfu Brunabótafélags islands og Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. apríl 1986 kl. 14.00. Sýslumaðurinn iAustur-Skaftafellssýslu. Nauðungaruppboð 2. og síðara á eigninni Silfurbraut 23, Hafnarhreppi, þingl. eign Sigurðar R. Jónssonar, fer fram að kröfu Brunabótafélags islands og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 11. apríl 1986 kl. 13.30. Sýslumaðurinn i Austur-Skaftafellssýslu. Nauðungaruppboð 2. og síðara á eigninni Hafnarbraut 10, Hafnarhreppi, þingl. eign Stemmu hf., fer fram að kröfu Árna Einarssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. april 1986 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Austur-Skaftafellssýslu. Nauðungaruppboð 2. og síðara á eigninni Sunnubraut 8, Hafnarhreppi, þingl. eign Guðmundar Sigurðssonar, fer fram að kröfu Gissurar V. Kristjánssonar hdl. og Róberts Áma Hreiðarssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. apríl 1986 kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Austur-Skaftafellssýslu. Nauðungaruppboð 2. og síðara á eigninni Höfðavegi 13, Hafnarhreppi, þingl. eign Gunnars Gunnlaugssonar, að hluta samkv. kaupsamningi, fer fram að kröfu Jóns Ólafssonar hrl„ Sigurmars K. Albertssonar hdl„ Brynjólfs Kjartanssonar hrl. og Ammundar Backman hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. april 1986 kl. 14.30. Sýslumaðurinn í Austur-Skaftafellssýslu. Nauðungaruppboð 2. og síðara á eigninni Svalbarða 2, Hafnarhreppi, þingl. eign Benedikts Sigfússonar og Ólafar K. Gunnarsdóttur, fer fram að kröfu Atla Gíslasonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. aprij 1986 kl. 15.00. __________________Sýslumaðurinn i Austur-Skaftafellssýsl u. DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986. BH Menning Mennin VITUND •• VOKUNNAR Birgir Svan Símonarson & Ólafur Lárusson LÍFLÍNUR Eigin útgáfa, Rvik 1985,45 bls. í þessari bók eru tuttugu fallegar myndir eftir Ólaf og samkvæmt höfundum eru ljóð Birgis flest ort við þær, andstætt venjunni, að bókmenntaverk séu myndskreytt. Hér verður eingöngu fjallað um ljóðin sem eru jafnmörg myndunum og sum mjög stutt: Hjarta þitt frystihólf fullt aftárum Þetta er nokkurt afrek að geta náð sterkri Jjóðmynd í svona ör- stuttu máli. Fleiri ljóð eru litlu lengri, og sum aðlaðandi, eins og þegar hann fjallar um andann og efnisleg verðmæti, eða þannig skil ég: Góðan veðurdag fjöður úr hami guðsins svífurtiljarðar leggurjárnbent hús í eyði Guðirnir fornu, Freyja og Loki, flugu um í fjaðurham, og úr honum svífur niður ímynd léttleikans og rústar það sem menn eiga ramm- gervast. En merkilegt er að sjá að fjöðrin leggur húsið ekki í rúst heldur eyði, það er hún hefur áhrif á íbúa þess, en ekki steinsteypuna. Mörg önnur ljóð af þessu tagi finnst mér detta dauð til jarðar, búa yfirlitlu, t.d.: Hjarta tromp úrslitaslagurinn hún lumar á mannspili hundar í borði en þá ríf ég úr mérhjartað yfirtrompa Það eru helsti mörg ljóð bókar- innar svona átakalítil og þótti mér Birgir senda frá sér öllu tilkomu- Bókmenntir ÖRN ÓLAFSSON meiri verk áður, til dæmis Ljóð úr frystihúsi í fyrstu bókinni, draum- líkt verk, þar sem spannst saman martröð hversdagslegrar vinnunnar og ævintýri vökudrauma í slitróttri hrynjandi. En nú virðist hann hafa öðlast þá vandvirkni sem þar skorti stundum og er spennandi að sjá hvað verður úr þessu. En mér dettur í hug að þessi tilraun þeirra félaga gefi vísbendingu um að skáld örvist ekki til dáða af því að fá myndlistar- verk til að leggja út af, þá fari skáldin ekki að gera verulega myndir fyrir sitt leyti. Annars eru meiri átakaverk í kverinu og langar mig sérstaklega til að nefna: Sofandi maðurinn. Titli þeim er svarað í lokalínu Ijóðs- ins. Það er mestmegnis á sjómanna- máli og myndir þess af sjómannalífi verða sterkari en ella myndi vegna andstæðunnar við kyrrláta stofuna þar sem maðurinn sefúr. í draumi hans verður hún lúkar, síminn kallar dyrabjölluna út af frívakt, standlampi umhverfist í drukkinn sjómann. Kvæðið er vel byggt. Fyrsta erindi er sviðsetning með þessari ruglings- legu skynjun hálfsofandi manns sem nú var rætt um. Blaktandi gluggatjöld umhverfast þannig í vængi soltinna sjófugla. Annað erindi lýsir svefni mannsins, hvern- ig hann er gjörsamlega dauður gagnvart raunverulegu umhverfi sínu, þeim þremur hljóðum sem helst ýta við mönnum í landi, hann yrði aðeins vakinn til sjómenns- kunnar. Þriðja erindi raðar saman goðsögnum um sjómannslífið en þær mótast af sterkum andstæðum; lýst kyndlum/myrk höf; tröllin tína; dauðinn er léttadrengur. Goðsög- urnar eru einnig nokkurs konar draumur eða víma til að flýja vitund vökunnar, sem nefnd er í lokin. Sofandi maðurinn nýsköpunartogarinn tekur dýf- ur á stofuveggnum standlampar riða kófdrukknir sjómenn í erlendri hafnarborg gluggatjöld blakta vængir soltinna sjófugla Æðisgenginn Liszt- frabær Schostakowitsch Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands i Háskólabíói 3. april. Stjórnandi: Frank Shipway. Einleikari: Martin Berkofsky. Efnisskrá: Franz Liszt: Píanókonsert nr. 2 í A-dúr; Dimitri Schostakowitsch: Sin- fónia nr. 10 i e-moll, op. 53. Þegar Martin Berkofsky er við píanóið og Liszt á efnisskránni er það nokkurn veginh hið sama og að setja saman sterka púðurhleðslu og handfylli af höglum - aðeins þarf hvellhettuna til viðbótar og síðan að hleypa af. Martin Berkof- sky hefur í sér þann demónska kraft sem manni finnst ti! þurfa í músík Liszts, en einnig þá angur- værð til mótvægis sem gerir ægi- kraftinn í leik hans viðsættanleg- an. Þar er engar málamiðlanir að finna, heldur eru öfgarnar málaðar sem skörpustum litum svo að ekk- ertferámilli mála. Mætti ég biðja um „Festival Strings“-alltaf I undurblíðum inngangi píanó- konsertsins fann maður til þess að strengjaliðið væri einum of þunn- skipað, einkum dýpri raddirnar. Strengimir spila þar dempaðir og mér leist satt best að segja ekkert á að þeir hefðu neitt í stórátökin, sem á eftir fylgdu, að gera. Það vekur mann óneitanlega til um- hugsunar um hvað orðið hafi um „fjölgunina“ sem boðuð var sam- fara langþráðum lögum um hljóm- sveitina. Jú, víst hefur orðið fjölg- Martin Berkofsky.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.