Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Síða 20
.f)8er JiflciAííuoAcru kám .vcr DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986. LAUS STAÐA Laus er til umsóknar staða lektors í heimspeki við heimspekideild Háskóla íslands. Umsækjandi skal vera hæfur til að kenna heimspekisögu og jafnframt ýmsar greinar heimspeki svo sem frumspeki, siðfræði og þekkingarfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 1. maí 1986. 1. apríl 1986, Menntamálaráðuneytið. Húsnæóisstofnun ríkisins Tæknidcild Lauyavegi77. R. Simi28500 ÚtboÓ Framkvæmdanefnd um byggingu íbúða- og dvalar- heimilis aldraðra á Eskifirði óskar eftir tilboðum í uppsteypu og að gera fokhelt hús aldraðra á Eskifirði. Húsið verður 315 m2, 3177 m3. Verkið skal unnið samkvæmt teikningum og útboðs- gögnum nr. Æ.06.01 úr teikningasafni Tæknideildar Húsnæðisstofnunar r'kisins og skal skilað 15. nóv. 1986. Afhending útboðsgagna er hjá bæjarskrifstofu Eski- fjarðar og hjá Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðjudeginum 8. apríl nk. gegn kr. 5.000,00 skila- tryggingu. Tilþoðum skal skila á framangreinda staði eigi síðar en þriðjudaginn 29. apríl 1986 kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. framkvæmdanefndar, Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. / HVESEL Vesturgötu Nýlendugötu Laugaveg 1-120, oddatölur Lindarbraut Miðbraut Grandaveg Hringbraut 95-út Bræðraborgarstíg Holtsgötu Skipholt 27-70 Hjálmholt Laugaveg168-178 SVIKINVK) SVERRIH/F Ég hef áður skrifað í DV um þau samskipti og þann skipasmíða- samning sem Skipasmíðastöð M.B. hf. á ísafirði og Sverrir hf. frá Grindavík gerðu með sér og hvern- ig þeir aðilar allir sem einn hafa hjálpast að við að gera fyrirtæki mitt að engu á einni nóttu. Forsaga þessa máls er sú að fyrri hluta árs 1979 leitaði Sverrir hf. í Grindavík eftir samningi við stöð- ina og virtist ekkert því til fyrir- stöðu þar sem stöðin var orðin verkefnalaus. Síðan gerðum við samning um 39 m langt skutskip sem við fengum ekki samþykktan hjá viðskiptabanka okkar. 25. ágúst 1979 gerðum við nýjan samn- ing um 26 m langt skip með 12 mánaða byggingartíma og verð þess var 660 millj. g. kr. og fram- reiknað í 12 mánuði var áætlað að skipið myndi kosta 900 millj. g. kr., sem var lausleg áætlun frá hagdeild LI., en hann er okkar viðskiptabanki. Um miðjan sept- ember 1979 er þessi samningur samþykktur á stjórnarfundi hjá Fiskveiðasjóði ísl. og 75% lán út á skipið þegar það er fullgert en að undangenginni samþykkt við- skiptabanka okkar. 2. nóvember 1979 sendir Fisk- veiðasjóður viðkomandi aðilum skriflegt svar við samþykktinni og sendir jafnframt 75% af verði skipsins í dollurum til ísafjarðar og þar með á smíði skipsins að hefjastáfullu. Nokkru síðar sækir útgerðarfé- lag í Ólafsvík um lán til kaupa á nýsmíði nr. 51 hjá M.B. hf. og viti menn, það fær peninga umyrða- laust senda á silfurfati, allt saman lánað á eign sem Sverrir hf. á og með lögboðnum veðum. í byrjun maí fer stöðin með samning nr. 2, sem er falsaður af hennar hálfu, til Siglingamálastofnunar ríkisins og fær skipasmiðaskírteini dags. 5. 5. 1982 og þjóðernis- og skráningar- skírteini fyrir skip sem hefur smíðanúmer 51 og þar með getur stöðin látið hina fölsuðu eigendur þinglýsa skipinu á sitt félag. Þar með eru þeir komnir með eignar- heimild á skipinu með skjalafalsi sem Fiskveiðasjóður íslands og Byggðasjóður eru báðir búnir að samþykkja. Sýslumanni svarað Skipasmíðastöðin var tollvöru- geymsla. I athugasemd þinni í DV gantast við þig, hr. sýslumaður, þar sem þú ert svo til nýbyrjaður í starfi og þekkir ekki þessa menn, þá Gunnar Örn Gunnarsson og Fylki Ágústsson, sem þarna eiga mestan hlut að máli, en ég virði það við þig að þú ert eini opinberi aðilinn sem reynir að klóra í bakk- ann og halda uppi heiðri þíns embættis. Mér þætti vænt um, hr. sýslu- maður, ef þú vildir skýra mér frá: 1) I hvaða húsi var nýsmíði nr. 51 byggð? 2) í hvaða húsi var tollvöru- geymsla M.B. á árunum '79-82? 3) Hver annar en skipasmíðastöðin var umboðsmaður skipafélaganna sem fluttu allt góssið í nýsmíði nr. 51 og fengu þar með alla tollpapp- íra í hendurnar sjálf? Allar vélar, járn og fleiri hlutir eru frá Magnúsi Ólafssyni h/f. Fiskleitartæki frá Friðriki Jónssyni h/f. Allur spil- Kjallarinn MAGNÚS Þ. SVERRISSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SVERRIS H.F búnaður er frá Rapp Hydenn í Noregi, umboðsmaður Hinrik Hallgrímsson. Hr. sýslumaður, þú ættir nú að hafa samband við þess aðila um hvernig þessi tollaviðskipti fóru fram á þessum árum áður en þú hefur mikið hærra, því mér er dálít- lH „...en ég virði það við þig að þú ert ™ eini opinberi aðilinn sem reynir að klóra í bakkann og halda uppi heiðri þíns embættis.“ þriðjudaginn 1. október sl. tekur þú þér það bessaleyfi að hvítþvo stöðina af þessum ósóma, sjálfsagt vegna fornrar frægðar, því þú getur þyrlað ryki í augu almennings í landinu, ekki mín. Hr. sýslumaður, ég ætti eflaust ekki að rengja orð þín, það lærður sem þú ert, en ég segi þau helber ósannindi vegna þess að skipa- smíðastöðin var tollvörugeymsla á árunum ’79-’82 og jafnvel fyrr, því embætti þitt hafði stöðina grunaða um þessi tollabrot áður en þú tekur við embætti, annars ætti það nú ekki að standa í þér að kanna þann þátt ef þú hefðir áhuga á því. Ég ætti nú kannski ekki að vera að ið kunnugt um málið og flesta viðskiptaþættina og veit ég þess einnig dæmi að stjórnendur stöðv- arinnar lánuðu varahluti til skipa án þess að greiða þá þegar þeir fóru út. Ég ákæri Eg ákæri Skipasmíðastöð M.B. h/f á ísafirði og þá Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóra og Fylki Ágústsson skrifstofustjóra og krefst rannsóknar á þessum við- skiptum. Aðdragandi málsins er sá að eftir að skipasmíðasamningur- inn var samþykktur af Landsbanka íslands og Fiskveiðasjóði í okt. ’79 um okkar íjármagn til smíðarinnar, sem hljóðar upp á eitt ár. Á sama tíma og þessi samningur gengur í gegn og er samþykktur semur stöð- in við járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga um verkefni til sex mánaða, en í okt. ’80 var ekki einu sinni búinn 1/3 partur af skipinu. Upp úr því notfæra þeir sér 8. grein samningsins og rifta honum við Nonna h/f, sem var stærsti fjár- mögnunaraðilinn við Sverri h/f, þar sem þeir telja vélar og spil frá þeim of dýr og þar með strika þeir Sverri h/f út úr samningnum og segja sem svo: Þeir geta aldrei borgað neitt úr því sem komið er - en til að geta fjármagnað bilið frá Nonna h/f hlaupa þeir hjá M.B. h/f yfir til Magnúsar Ólafssonar h/f og semja við þá um kaup á öllu járni til skipsins, öllum vélum, sem sagt öllu nema spilum og fiskileit- artækjum. En viti menn, stöðin krefst þess að umboðið hækki allar vélar og önnur tæki, sem keypt eru hjá M.Ö. h/f, um 30-40% til að vega upp á móti tekjumissi frá Nonna h/f, láta síðan Fiskveiðasjóð borga alla súpuna. Ég ákæri þá einnig fyrir brot á tollalöggjöfinni þar sem þessir menn notuðu sama húsið sem toll- vörugeymslu og skipasmíðastöð og greiddu tollpappíra eftir eigin geð- þótta og fjárhagsstöðu stöðvarinn- ar. Þeir gleymdu að greiða 1 millj- ón kr. til Rapp í Noregi, eða þurftu þess ekki, þar sem Gunnar Örn hafði alla tollpappíra undir hönd- um sjálfur, umboðsmaður Rapp er Hinrik Hallgrímsson, Kríuhólum, Rvík, sem getur sagt ykkur frá þessum svikum. Fiskileitartækin pantaði ég undirritaður hjá Frið- riki Jónssyni h/f og komu þau öll til stöðvarinnar og jafnhliða í toll- inn. Þar biðu tækin á gólfinu í um það bil 1 ár án þess að þau væru greidd, þá vinsar Gunnar Örn úr um það bil 1/3 af öllum tækjunum og lætur senda afganginn út aftur, eða umboðið varð að hirða tækin. Ég ákæri stjórn Fiskveiðasjóðs og framkvæmdastjórann, Sverri Júlíusson, fyrir svik á lánsloforð- um við Sverri h/f og krefst þess að sjóðurinn skili þessum lánum til Sverris h/f þar sem Sverrir h/f hefur ekkert brotið af sér við sjóðinn og því síður við skipasmíðastöð M.B. h/f. Ég ákæri stjórn Fiskveiðasjóðs fyrir að heimila skipasmíðastöð M.B. h/f að selja bæði Sverri h/f og Enni h/f, Ólafsvík, sama skipið og samning nr. 51, þar sem stjórn sjóðsins hafði fulla vitneskju um þessi svik. En stjórn Fiskveiðasjóðs hafði aldrei samband við Sverri h/f er þessi svik og þjófnaður fóru fram á milli Fiskveiðasjóðs og M.B. h/f, það hefur aldrei legið fyrir afsal frá Sverri h/f á þessum samningi. Ég ákæri stjórn Fiskveiðasjóðs fyrir að aðstoða M.B. h/f við að ná til sín fjármagni úr Fiskveiðasjóði, þar sem skipið átti að kosta 1.320 þús. $, eða 42 millj . kr. fullbúið, en stjórn Fiskveiðasjóðs réttir þeim aðrar 30-40 millj. kr. undir borðið til að bjarga stöðinni frá gjaldþroti sem hún var komin í er þetta gerð- ist. Ofan á þessar ásakanir, sem ég ber á þessa menn og stend við hvar og hvenær sem er, harðneitar sak- sóknaraembættið, undir forsæti Jónatans Sveinssonar útgerðar- manns, mér um rannsókn á þessu máli, þó svo að öll gögn liggi á borðinu og þykir mér það hart sem þegn þessa þjóðfélags, en svona er það nú samt að vera bara Jón en ekki séra. Magnús Þ. Sverrisson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.