Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Qupperneq 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986.
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Verðkönnun Verðlagsstofnunar:
Gífúrlegur verðmunur
innan sömu vörutegunda
Verðmunur er oftast mikill innan
sömu vörutegundar ólíkra vöru-
merkja. Þá er einnig oft um
gæðamun að ræða. Verðlagsstofnun
hefur látið skrá samanburð á fjölda
vörutegunda í rúmlega fimmtíu mat-
vöruverslunum á höfuðborgarsvæð-
inu. Mesti munurinn var á hrís-
gijónum, en Success hrísgijón voru
291% dýrari en Coop grjón, Pal-
molive uppþvottalögur í 1/2 I
umbúðum varÆ47% dýrari en sama
magn af Family choice í eins lítra
umbúðum. Þá var Rowntree kakó í
125 g dósum 242% dýrara en sama
magn af Record kakói í 1 kg pokum.
Cascade þvottaefni fyrir uppþvotta-
vélar i 567 g pakka var 228% dýrara
en Glæ þvottaefhi í 3ja kg pakka.
I sex tilvikum var dýrasta vöru-
merkið meira en helmingi dýrara en
það ódýrasta. í íjórum tilvikum af
fjórtán var minna en helmingsverð-
munur á dýrasta og ódýrasta
vörumerkinu.
Þá var einnig verðmunur á sömu
vöru á milli verslana. Á Juvel hveiti
munaði 63% frá hæsta verði til
lægsta, 158% á HP tómatsósu, 157%
á Herseys kakói og 86% á Hreinol
uppþvottalegi.
Kannað var hvemig verðið var í
hinum ýmsu magneiningum. í nær
öllum tilvikum reyndust stærri ein-
ingamar ódýrari en þær minni
miðað við sömu magneiningu. Stóru
pakkningarnar vom frekar seldar í
stórmörkuðum og stærri hverfa-
verslunum
I fréttatilkynningu Verðlagsstofn-
unar er lögð áhersla á að hér sé
eingöngu um verðsamanburð að
ræða en ekki lagt mat á gæði ein-
stakra vörumerkja.
Samkvæmt þessari könnun virðist
vömúrval vera gífurlega mikið. Sem
dæmi má nefna að í þessum verslun-
um er hægt að fá einar 18 tegundir
af kakói í mörgum stærðareiningum,
16 tegundir af öli, þar af em aðeins
þrjár íslenskar, 21 tegund af kakó-
malti, einar 23 tegundir af tómat-
sósu, 6 tegundir af erlendum
frönskum kartöflum, 13 tegundir af
hrísgijónum, 16 tegundir af þvotta-
efni fyrir uppþvottavélar, þar af em
3 íslenskar, 27 tegundir af upp-
þvottalegi og 22 tegundir af mýking-
arefnum.
Verðsamanburðinum verða gerð
frekari skil á neytendasíðu síðar,-
A.Bj.
Ólafsvíkingar:
Vilja halda áfram
með Villa videó
- íhuga að sækja um leyfi fýrir sjónvarpsútsendingum
Mikill áhugi virðist vera meðal Ólaf-
svíkinga að halda áfram sjónvarpsút-
sendingum Villa videós, sjónvarps-
stöðvarinnar þar í bæ sem hefur verið
starfrækt í tæp fimm ár. Frá upphafi
hefur stöðin verið rekin án leyfis og
um síðustu mánaðamót var ákveðið
að hætta útsendingum vegna nýrra
útvarpslaga. Nýlega var síðan haldinn
fundur meðal bæjarbúa og skorað á
Vilhelm Ámason, stjómanda stöðvar-
innar, að halda áfram rekstri og sækja
um leyfi fyrir honum. Um 70 manns
mættu á fundinn.
„Ég var að spá í að hætta þessu al-
veg. Ef það verður hins vegar einhliða
skorað á mig að halda áfram rekstrin-
um muri ég ekki skorast undan því,"
sagði Vilhelm Ámason í viðtali við
DV.
• Ákveðið hefur verið að ganga í hús
á Ólafsvík næstu daga og kanna hug
bæjarbúa til áframhaldandi útsend-
inga. Einnig verða málefhi stöðvar-
innar kynnt í beinni útsendingu Villa
videós!
Að sögn Vilhelms er hugmyndin sú
að stöðin verði í eigu bæjarbúa og
hann beri ábyrgð á rekstrinum.-APH
Vilhelm Árnason, stjórnandi Villa videós í Ólafsvík, er tilbúinn að halda áfram
útsendingum ef Ólafsvíkingar óska eftir því.
Athugasemd fyrrverandi brunamálastjóra:
á skjá en ekki dóm?
Vegna ummæla Páls Magnússonar Það gerði ráðherrann með bréfi til
í DV fóstudaginn 4. apríl sl. tel ég þingmannsins hinn 26. febrúar sl. og
nauðsynlegt að skýra málið nánar bréfið liefur einnig verið sent frétta-
fyrir lesendum blaðsins. stjóra sjónvarpsins með ósk um
í kvöldfréttatíma sjónvarpsins 10. birtingu en án árangurs.
febrúar sl. lýsti Páll Magnússon Nú spyi- ég Pál Magnússon, frétta-'
þeirri kröfu Guðmundar Einarsson- stjóra um stundarsakir, hvemig á
ar, formanns Bandalags jafnaðar- því standi að upplýsingum brana-
manna, í bréfi til félagsmálaráðherra málastjóra um ástand branavama í
að brunamálastjóri ríkisins yrði þá landinu og svari félagsmálaráðherra
þegar leystur frá störfum. við kröfu Guðmundar Einarssonar
I máli og myndum var vitnað til erekkitafarlaustkomiðáframfæri?
ásakana Guðmundar í bréfinu um Af hveiju birtir þú ásakanimar á
„hörmulegt ástand branavama'1 í skjá sjónvarpsins en ekki dóminn?
Páll Magnússon um ásakanir Þórls Hilmarssonar:
Viðurkenndi að ekkihefði
verið farið rangt með
„Viö vorum með tv*r ituUar góðn fréttamennvku. Daginn rflir v»r onnur «tutt frétt sogunm scm fríttamál Hann vildi
fréltir um þetta mál." aagAi Páll „I fym fréttinm varekkcrt annað þar «em «agt var frá því tamkomu- koma á framfa-n lciöréttingu rn
MagnÚKnon. frétuunaöur »jón- cn vitnaö í bréf Guömundar F.in- lagi «cm l»ónr hafði jtert viö iljórn viðurkcnndi aö i fréttinm hefði
varps. cr DV bar undir hann full- aruonar alþingiamenns »cm hann Brunamála«tofnunar ekki veríð fanö rangt meö citt
yröingu Þóría Hilmaresonar. fyrr- ha/öi fyrr um daginn dreifl i Al- « einasta atnði or þvi væri í ajáHu
verandi brunamálastjóra, um að þinjp og »ajt frá innihaldi þc*« Viku eöa tiu dogum aeinna hafði «ér ckkcrt að leiðrctla," »agði l’áll
fréttaflulningur sjónvarpa um Þón llilmaresyni var boöið aö Þónr samband og kvaöst þá vcra Magnússon.
brjnamálastjóra i febrúar hcföi »c(ja »itt alit i viðtali cöa mrð nlbúinn f.g »a(Ai honum þá eitt- -KMU
:• veríö Krumciöandi og ósamboöinn oArum ha-ttí en hann afþakkaði. hvaö á þá leiö aö málið va>rí úr
Frétt DV sl. föstudag, þar sem Páll Magnússon fréttamaður svarar Þóri
Hilmarssyni, fyrrverandi brunamálastjóra.
landinu og til skrifa Helgarpóstsins
um „meinta hagsmunaárekstra
brunamálastjóra”, sem hvoru-
tveggja gefi tilefni til tafarlausrar
hrottvikningar úr starfi.
Aðeins íjórum dögum síðar, eða
14. febrúar, hrakti brunamálastjóri
fúllyrðingar þingmannsins í ítarlegu
bréfi til Páls þar sem sjónvarpinu
vora fengnar í hendur óyggjandi
tölulegar upplýsingm’ um ástand
bmnavama hér á landi og í saman-
burði við aðrar þjóðir, bæði hvað
varðar eignatjón og manntjón í elds-
voðum á áranum 1981-1984.
Þess var óskað að sjónvarpið birti
þessar upplýsingar en það var ekki
gert þrátt íyrir ítrekaðar óskir í því
efhi. Tekið skal fram að um algjör-
lega nýjar fréttir var að. ræða sem
ekki hafa áður verið opinberlega
birtar - og svo er enn.
Hvað varðar kröfu Guðmundar
Einarssonar til félagsmálaráðherra
um tafarlausan brottrekstur brana-
málastjóra úr starfi þá var það að
sjálfsögðu ráðherrans að svara því
en ekki branamálastjóra.
Þú hófet sjálfúr máls á þessu máli
og hvers vegna skorast þú undan
því að ljúka fréttinni?
f kvörtunarbréfi mínu til stjómar
sjónvarpsins era öll gögn málsins
aS minni hálfu lögð fram og ekkert
dregið undan. Þar segi ég m.a. að
eins og málið sé sett fram í myndum
Og máli á skjá sjónvarpsins hafi í
raun verið um hreint mannorðsmorð
að ræða nema leiðréttingar og nýjar
upplýsingar frá brunamúlastjóra fá-
ist einnig birtar.
Ég skora á þig og sjónvarpið að
birta bréf félagsmálaráðherra frá 26.
febrúar til Guðmundar Einarssonar,
án þess að draga þar nokkuð undan.
Ég skora einnig á sömu aðila að
birta þær tölulegu upplýsingar sem
gefnar hafa verið um ástand bruna-
vama í landinu hvað varðar eigna-
tjón og mannslút i eldsvoðum hér á
landi og í samanburði við aðrar þjóð-
ir.
Með kveðju
Þórir Hilmarsson
verkfræðingur,
fyrrv. brunamálastjóri.
I dag mælir Daqfari
I dag mælir Dagfari_______i dag mælir Dagfari
Bossi borgarstjóri
Borgarstjómarkosningamar nálg-
ast óðum. Flokkarnir era flestir
hveijir búnir að stilla upp listum sín-
um og kennir þar ýmissa grasa. En
enda þótt jafnmargir séu til fram-
boðs á hveijum lista má búast við
að jafnræðið verði ekki jafnmikið
meðal kjósenda. Ljóst er að kosning-
amar í Reykjavík munu fyrst og
fremst snúast um Davíð borgar-
stjóra og þá ekki fyrir slælega
frammistöðu heldur fyrir hitt að
hann hafi reynst of stjórnsamur. Það
þykir sem sagt helsti ljóður á ráði
borgarstjóra að hann stjórni of mik-
ið, geri of mikið og sjáist of mikið.
Sýnist manni að þetta verði helsta
vopnið í höndum núverandi minni-
hlutaflokka, sem samkvæmt skoð-
anakönnunum hafa fylgi á bilinu
fiögur til tuttugu prósent.
Áhöld eru hins vegar um það hvort
það verði Framsóknarflokkur eða
Alþýðuflokkur sem slefi inn fjórum
prósentum í atkvæðamagni og reki
þannig lestina. Það fer eftir þvi hvort
Flokkur mannsins býður fram. Ekki
er þó að sjá að þessir flokkar hafi
neina minnimáttarkennd af væntan-
Iegu fylgi sínu og Alþýðuflokkurinn
hefur nú fyrir fáum dögum dreift inn
um bréfalúgur miklu blaði sem hann
kallar: Nýjar leiðir.
f þetta blað ritar efsti maður list-
ans hátiðargrein þar sem hann af
Iitillæti sínu lætur þess getið að ef
sú staða komi upp að loknum kosn-
ingum að „við ráðum borginni og
verðum að leggja til. borgarstjóra"
þá muni hann ekki skorast undan
því starfi. Þessi frambjóðandi heitir
Bjami P. Magnússon og var lengi
framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins
eða á þeim tíma þegar Alþýðuflokk-
urinn náði þvi að koma fylgi sinu úr
fimmtán prósentum niður í fjögur.
Seinna gekk hann svo úr flokknum
enda ýmsar fjárreiður óuppgerðar
sem flokksforystan vildi láta hann
gera grein fyrir. Þá ganga menn úr
flokkum þegar þeir eiga að fara að
standa í skilum. Um tíma rak Bjarni
þessi bleiufabrikku í Kópavogi og
auglýsti Bossableiur, en af því að
þeir sem þurftu að nota bleiurnar
voru ekki komnir á kosningaaldur
gekk reksturinn illa og lagðist af.
Skyndilega og flestum á óvart
dúkkaði Bjami P. Magnússon aftur
upp í Alþýðuflokknum þegar maður
gekk undir manns hönd til að koma
núverandi borgarfulltrúa fyrir katt-
amef og gaf kost á sér til að fella
borgarfulltrúann. Endaði sá slagur
með því að borgarfulltrúinn kærði
kosninguna og taldi að fótboltafélög
í Reykjavik hefðu ráðið niðurstöðu
hennar. Borgarfulltrúinn hefði
sennilega kært Sementsverksmiðj-
una eins og kollegi hans á Skaganum
ef sú verksmiðja hefði haft kosninga-
rétt. AHt varð þetta þó árangurslaust
og endurborinn og endurhæfður
bleiuframleiðandinn varð að lokum
útnefndur í fyrsta sæti. Um það leyti
voru birtar skoðanakannanir um
fylgi Alþýðuflokksins sem sýndu að
endurkoman hafði aftur tryggt
flokknum þau fjögur prósent sem
flokkurinn hafði meðan Bjami var í
flokknum i hið fyrra skipti.
Nú er þessi maður búinn að finna
það út að hann geti orðið borgar-
stjóri eftir næstu kosningar. Verður
að segja það eins og er að það þarf
heiimikla dómgreind og annað eins
af sjálfsþreki til að koma sér upp
sliku litillæti. Auðvitað er það ný leið
i valdastólana og borgarstjóraemb-
ættið að stytta sér leiðina með
fjögurra prósenta fylgi í kosningum,
enda hefur sú leið ekki verið farin
úður svo vitað sé. Sjálfsagt hefur það
verið ný leið hjá Bjarna P. Magnús-
syni þegar hann ákvað að segja sig
úr Alþýðuflokknum til að ganga í
Bandalag jafnaðarmanna og stytta
sér leiðina yfir í Alþýðuflokkinn aft-
ur. Þeim dettur svo margt nýstárlegt
í hug, stjórnmálamönnunum.
Ekki er ástæða til að láta Bjarna
P. Magnússon gjalda þess þótt hann
hafi orðið viðskila við bleiurnar og
Alþýðuflokkinn um stund. Hann
kallaði bleiurnar Bossa bleiur svo
hann er kunnugur Bossahlutverk-
inu. Við fáum kannske Bossa
borgarstjóra! Það hljómar vel. Vant-
ar ekki Alþýðuflokkinn slagorð
hvort sem er?
Dagfari