Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Qupperneq 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986.
7
Atvinnumál Atvinnumál
Ungt fólk hefur gjarnan byijað á bílkaupum, sem síðar hafa orðið útborgun
í íbúð. Síðustu aðgerðir í tollamólum hafa gert þessu fólki erfitt fyrir.
Bílaútsalan þýðir eignaupptöku
hjá fjölda fólks:
Þingmenn komu
við kaun margra
Samþykki Alþingis á tillögum ríkis-
stjórnar, vinnuveitenda og launþega-
samtaka, um 30% verðlækkun
einkabíla, kom eins og köld vatnsgusa
yfir §ölda manns, sem átti verulegan
hluta spamaðar síns eða hann allan
í bílum. Fyrir þetta fólk var um beina
eignaupptöku að ræða. Ljóst er að
þingmenn komu við kaun margra með
ókvörun um bílaútsöluna.
Yfir 80 þúsund einkabílar eru í
landinu. Vemlegur meirihluti þeirra
er í eigu fólks sem þarfaþing og eign
með fasteign og öðrum eignum. Fyrir
þetta fólk raskaði bílaútsalan ekki
neinu sem nemur og þá frekar í þá
veru að auðvelda því endurnýjun. Sú
endurnýjun er raunar hafin í hreinu
kaupæði.
En þeir em fjölmargir sem eiga litl-
ar eða engar eignir nema bíl. Þar á
meðal er fólk sem hefur verið að berj-
ast í húsbyggingum eða húsakaupum
og ekki síst ungt fólk, sem margt hef-
ur byrjað lífsbaráttuna á bílakaupum.
Þeir bílar ganga svo gjarnan upp í
fyrstu íbúðarkaup. Þetta er alþekkt
saga hér á landi.
Hér í DV hefur áður verið nefnt
dæmi um fjölskyldu sem lent var í
basli með húsbyggingu og ætlaði að
selja 800 þúsund króna bíl til þess að
greiða úr flækjunni. Bíllinn lækkaði
ó einum degi um 240 þúsund krónur
og þar að auki er hann illseljanlegur
eftir að nýir, dýrir bílar urðu skyndi-
lega ódýrir.
Blaðið hefur mörg dæmi um áföll
ungs fólks, sem hafði komið sér upp
bæði nýjum og eldri bílum með ær-
inni fyrirhöfn síðustu misseri og á
ekkert annað. Með ákvörðuninni um
bílaútsöluna tapaði þetta fólk allt upp
í 120 þúsund krónum hver einstakl-
ingur, einstaka raunar enn meiru.
Ekkert þessara ungmenna ætlaði að
búa í bílum sínum, heldur nota þá sem
stökkpall út í frekari lífsbaráttu.
Meðal dæma um áföll þessa unga
fólks eru nýleg kaup þar sem ekki
hafði verið greiddur nema hluti kaup-
verðs fyrir bílaútsöluna. í sumum
tilfellum dugði sá hluti ekki einu
sinni á móti verðfallinu og kaupend-
ur, sem höfðu jafnvel greitt tugi
þúsunda töpuðu öllu saman. Eins
hafa þeir orðið illa úti sem óttu ekki
annað en bíla af eldri árgerð. Þótt
þeir hafi kostað jafnvel 50-100 þúsund
krónur eru margir slíkir bílar nú al-
veg verðlausir og óseljanlegir.
HERB
Skammgóður
vaxtavermir
- háu skuldabréfavextirnir lækka 1. maí
Þeir sem eiga almenn skuldabréf
með 20% vöxtum síðan fyrir 11. ágúst
1984 þurfa ekki að óttast um vextina
sína. En það kann að taka skjótan
enda. Vextir á þessum bréfum eru
samkvæmt ákvörðun Seðlabankans
20% þennan mánuð. 1. maí lækka
þeir niður í 15,5% til samræmis við
vexti á síðar útgefnum skuldabréfum.
Ákvarðanir Seðlabankans um
skuldabréfavexti eru hómarksvextir á
hverjum tíma. í fiölmörgum tilfellum
eru vextir einungis tilgreindir sem
hæstu vextir samkvæmt ákvörðun
Seðlabankans. Framangreindir há-
marksvextir gilda varðandi þessi bréf.
Nú eru til menn sem eru að velta
því fyrir sér hvort sömu hámarksvext-
ir eigi að gilda á skuldabréfum sem
út hafa verið gefin í fasteignavið-
skiptum og með 20% ársvöxtum, án
frekari fyrirvara. Frá þessu var greint
í fréttaljósi í DV á laugardaginn.
Upphaflega munu þessar hugmynd-
ir komnar til vegna hagsmuna
kaupenda sem um leið eru skuldarar
í þessum tilvikum. Á móti hljóta að
vega hagsmunir seljenda og eigenda
bréfanna. Bréfin hafa jafnframt orðið
til á mismunandi grundvelli og hafa
á öðrum tímum borið vexti jafnvel
langt undir verðbólgu.
En aðallega virðast menn að at-
huguðu máli leggja mat á lagagrund-
völl vaxtanna og telja að Hæstiréttur
verði að skera úr um hann. Um leið
benda margir á að orð skuli standa,
samninga beri að halda. Sé hægt að
breyta einum af grundvallarliðum í
gerðum samningum um fasteigna-
kaup geti það skapað ótrúlega óvissu
og flækju. Jafnvel kunni að koma til
riftunar samninganna.
HERB
Hækkun lánskjaravísitölu 10% eða 16% á árinu?
Gilda reikningsspár
eða viðskiptaspár?
Mismunandi spár um þróun láns-
kjaravísitölunnar á árinu, svo að
munar frá 10% upp í 16%, eru byggð-
ar á tvenns konar útreikningum.
Annars vegar eru reikningsspár sem
eru nær samhljóða og gera ráð fyrir
hækkun á bilinu 10% til rétt um 11%.
Hins vegar eru spár sem notaðar eru
í viðskiptum, þar ó meðal af sumum
bönkum og verðbréfasölum, og hljóða
upp á 15-16% hækkun.
Frá þessum mun var greint í DV á
fimmtudaginn. Þjóðhagsstofnun
spáði 28. febrúar að lánskjaravísital-
an myndi hækka á árinu um 10-11%.
Seðlabankinn hefur síðar spáð 10,9%
hækkun. í Vísbendingu Kaupþings
hf. var um svipað leyti spáð svo til
sömu hækkun. Á hinn bóginn er mið-
að við 15% hækkun í verðbréfavið-
skiptum, sem Kaupþing hf. annast.
Það er gert hjá fleiri verðbréfamiðlu-
rum. Samkvæmt upplýsingum, sem
DV hefur meðal annars úr bankakerf-
inu, er að minnsta kosti í sumum
hönkum búist við allt að 16% hækkun
lánskjaravísitölu á árinu.
Þessar síðamefndu spár, sem hér
eru kallaðar viðskiptaspár, erp ekki
opinberar. Af hálfu bankanna er til
dæmis almennt stuðst við spá Seðla-
bankans, opinberlega. Engu að siður
nota sumir þeirra að minnsta kosti
þá viðmiðun sem DV hefur greint frá
hér og á fimmtudaginn. Sú viðmiðun,
eða viðskiptaspá, hefur því bein áhrif
á fiármagnsmarkaðinn, hvort sem
þau eru meiri eða minni.
HERB
VERSLUNARHÚSNÆÐI
Á LAUGAVEGI
Til leigu ca 90 ferm verslunarhúsnæði á Laugavegi.
Upplýsingar í síma 625604 eftir kl. 19.
SUNDAKAFFI
V/SUNDAHÖFN
Kaffiterían opnuð ki. 7.00 á morgnana.
Heimilismatur í hádeginu.
Heimilismaturá kvöldin.
Hamborgarar, samlokur og franskar.
Næg bílastæði.
Opið alla virka daga frá kl. 7.00-21.00,
laugardaga frá kl. 7.00-17.00.
Sundakaffi v/Sundahöfn,
sími 36320.
IÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
Staðallinn sem beðið hefur verið eftir:
ÍST117 RAFTÆKNITÁKN
IST 117, íslenskur staðall fyrir raftæknitákn, er kominn
út hjá Staðladeild Iðntæknistofnunar Islands.
Staðallinn skiptist í 16 efnishluta á sviði raf-, raf-
einda-, síma- og radíótækni auk formála og efnisyfir-
lits. Einnig fylgja atriðaskrár, ensk-íslensk og
íslensk-ensk, og millivísanahlutar til og frá staðlinum
IEC 617.
Staðallinn er til sölu hjá Iðntæknistofnun Islands,
Keldnaholti, 112 Reykjavík, sími (91) 68-7000, og
hjá Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík.