Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Page 8
8
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 8. APRÍL1986.
Yfir hundrað
þúsund manns
sitja heima í dag
í dag munu aðgerðir hjúkrunar-
fræðinganna verða umfangsmeiri og
víðar um landið.
En það var í gærkvöldi sem stærsta
sprengjan féll.
Engir samningar náðust á nokkrum
viðræðufundum. það náðíst ekki einu
sinni samkomulag um samningaað-
ferðir.
Klukkan tiu í gærkvöldi rann síðan
tíminn út og verkföllin skullu á.
AF þessum rúmlega hundrað þúsund
manns, sem eru frá vinnu í dag, eru
sumir í verkfalli en flestir í verkbanni.
I stærsta verkalýðsfélagi landsins,
er heitir Jám og málmur, em 50 þús-
und manns heima í dag.
Formaður félagsins, Lars Skytöen,
sagði í útvarpi í dag að ríkisstjómin
væri jafnábyrg og atvinnurekendur
fyrir hvemig farið heföi í samningatil-
raunum fram að þessu. Hann ásakaði
Willoch forsætisráðherra og stjómina
fyrir samsæri í samvinnu við atvinnu-
rekendur gegn launþegum.
Talsmaður atvinnurekenda vísaði
þessum staðhæfingum á bug sem al-
gerri fjarstæðu. Willoch hefur ekkert
enn viljað segja um þessar ásakanir
en hann hefur lýst yfir þungum
áhyggjum stjómvalda vegna harðn-
andi verkfallsátaka .
Starfsmenn olíuvinnslunnar norsku eru í verkfalli, en það hefur meðal annars
leitt til þess að olíuverð hefur farið hækkandi á síðustu dögum. Búist er við því
að olíuverðið snarlækki aftur um leið og örlar á samkomulagi í vinnudeilunni.
„Ekki drekka
ítölsku vínin “
Svissnesk yfirvold vara sitt folk við
Gizur Helgason, fréttaritari DV i
Zúrich:
Tala víntegunda sem taldar em eitr-
aðar með metanóli og koma frá Italiu
hefur nú tvöfaldast og em þær nú
orðnar sextíu og tvær.
Yfirvöld heilbrigðismála í Bem
sendu í gær út svohljóðandi viðvömn
til almennings:
„Yfirstjóm heilbrigðismála mælist
eindregið til þess að íbúar Sviss drekki
ekki ítölsk vin þar til ljóst liggur fyrir
hvaða víntegundir innihalda metanól
í hættulegu magni“.
í gær sáu heilbrigðisyfirvöld um
mjög umfangsmikla könnum hjá vín-
innflytjendum, veitingahúsum og
öðrum þeim er versla með vín og þús-
undir sýnishoma vom send til rann-
sóknarstofa til nánari athugunar.
40 þúsund lítrar upptækir
í gærkvöld haföi aðeins á einum stað
fundist eiturvín og var það i bænum
Tessin. þar var um vín í eigu einstakl-
ings að ræða, en hann haföi sjálfur
lagt land undir fót, farið til Ítalíu og
birgt sig upp af ódýrum vínum.
Aftur á móti hafði hann farið með
birgðimar til rannsóknar um leið og
hneykslismálið komst í hámæli.
Á landamærum Sviss og Ítalíu náði
tollþjónustan aftur á móti 40 þúsund
lítrum af „vini dauðans“ og var þar
um að ræða eina sendingu til sviss-
nesks víninnflytjanda.
Almenningur forðast ítölsk vín
Ótti almennings hér í Sviss varðandi
eitmð ítölsk vín er nú orðinn vemleg-
ur og er nú svo komið að sum stærri
veitingahús festa tilkynningu á glugga
sína þar sem kunngjört er að öll ítölsk
vín á viðkomandi stað hafi verið könn-
uð á rannsóknarstofu.
Tvöfalt kerfi
Ítalía er langstærsti viðskiptaaðili
Sviss í vínum. í dag hefur dregið gífur-
lega úr innflutningi ítalskra vína. Við
skulum hafa það hugfast að stór hluti
vínsins er fluttur á milli í stórum tank-
bílum, á svipaðan hátt og bensínið
heima á Fróni.
Heilbrigðisráðuneytið á Ítalíu hefúr
fyrirskipað nákvæma rannsókn á öll-
um vínum er þaðan em flutt út. En
fyrir Svisslendinga er þetta ekki nægj-
anlegt. Hér fer einnig fram rannsókn
á víninu um leið og það kemur til
landamæranna, svo ekki virðast Sviss-
lendingar treysta ítalska eftirlitskerf-
inu um of.
Stöðva innflutningsbann
Landbúnaðarráðherra Italíu, Pan-
dolfi, leggur nú land undir fót til þess
að róa helstu viðskiptavini ítalíu svo
ekki verði sett algert bann á ítölsk
vín. Hér er um að ræða heimsókn ráð-
herrans til Bonn og Parísar.
Vestur-Þýskaland og Frakkland em
stærstu vínkaupendur ítala. Skömmu
fyrir brottför lýsti ráðherrann því yfir
að fullt eftirlit væri nú komið á allan
vínútflutning ítala.
Fram að þessu hafa 20 manns látist
af víneitmn og fjölmörg fómardýi’
liggja deyjandi á sjúkrahúsum.
Blóðsuga dreg-
in fyrir dóm
Gizur Helgason, fréttaritari DV í
Zúrich:
í bænum Títusville í Bandaríkj-
unum hefur hinn 39 ára gamli John
Crutchley verið fangelsaður og
honum gefið að sök að hafa rænt
blóði. Vampýran hafði í nóvember
1985 rænt nítján ára stúlku og
haft hana í haldi í íbúð sinni í tvo
daga og sogið úr henni blóð. Þetta
mun vera fyrsta ákæran af þessu
tagi í Flórídafylki. Ríkissaksókn-
ari hefur þegar látið setja í lög að
blóð sé verðmæti og hver sá, sem
sekur sé um að stela slíku, eigi
yfir sér fangelsisvist.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Björg Eva Erlendsdóttir, fréttaritari
DV í Osló:
Nú hefur brotist út mesta stríð á
norskum atvinnumarkaði i rúmlega
hálfa öld.
Yfir eitt hundrað þúsund manns em
frá vinnu í dag og ekki er búist við
því að málið leysist á næstunni. Tapið
af verkfallinu fyrir þjóðarbúið er erfitt
að meta en það skiptir hundmðum
milljóna króna á dag.
Ríkisstjómin hefur ekki hugsað sér
að grípa inn í verkfallið með lögbanni
né skipa kjaradóm í vinnudeilunni.
Áhrif verkfallsins em víðtæk. Sem
dæmi má nefna að tvö stærstu dag-
bföðin hér í Noregi, Aftenposten og
V.G. (Verdens Gang), koma ekki út í
dag. Ástæða þess er verkfall vélvirkja
í prentsmiðjunum þar sem blöðin erú
Nær öll hótel landsins skrifúðu nú
í morgun út síðustu gestina og mat-
sölustaðir em allir lokaðir.
Starfsemi á olíusvæðunum á Norð-
ursjó og í skipasmíðastöðvum liggur
einnig alveg niðri.
Byggingaiðnaðurinn er einnig lam-
aður og að auki öll stærstu iðnaðarfyr-
irtæki landsins.
Á sunnudagskvöld lögðu yfir 4.300
verkamenn á olíusvæðunum í Norð-
ursjó niður vinnu sína. Verkbann var
sett á þúsundir annarra verkamanna
er tengjast olíuiðnaðinum.
í gær fóm hjúkmnarfræðingar í
verkfall og aðeins var sinnt neyðar-
tilfellum á nokkrum sjúkrahúsum í
Osló. Þetta verkfall var Iýst ólöglegt
og hefur ríkið nú stefnt hjúkmnar-
fræðingunum. Þeir svömðu með því
að stefria ríkinu fyrir að hafa svikið
sinn hluta af launasamningum.
Olían hækkar
vegna verk-
fallsins hjá
Norðmönnunum
Olíuverð hækkaði skyndilega í
Bandaríkjunum í gær. Ástæðan var
verkfall olíustarfsmanna í Noregi. I
Bandaríkjunum kviðu menn því að
verkfallið yrði til þess að ganga mundi
á fyrirliggjandi olíubirgðir.
Fyrirsjáanlegt þykir samt að olíu-
verð muni snarlækka aftur um leið
og eitthvað örlar á samkomulagi í
vinnudeilunni í Noregi. - Hækkana
þessara hefur raunar gætt alla síðustu
fimm daga.
Vinnustöðvunin í Noregi hefur stöð-
vað olíuframleiðslu þeirra í Norðursjó,
sem var 900 þúsund olíuföt á dag. Það
vom um 2% olíuframleiðslunnar utan
kommúnistaríkjanna.
Olíuverðið á Bandaríkjamarkaði
hækkaði um 1,65 dollara fatið í gær
svo að viðmiðunarverð á hráolíu þar
(miðað við afhendingu í maí) er komið
upp í 14,40 dollara fatið. Raunar gætti
verðhækkunarinnar víðar eins og á
„spotmörkuðunum" svonefndu. Alls
hefúr hráolían hækkað um fjóra doll-
ara síðan á annan í páskum.
Fram að því hafði olíuverðið verið
á stöðugri niðurleið frá því í nóvember
í vetur og haföi lækkað erlendis um
alls 60%. Mest var það vegna fram-
leiðsluaukningar hjá OPEC-ríkjunum.
Weinberger
fálega tekið
á Filippseyjum
Halldór Valdimarsson, fréttaritari DV
í Bandaríkjunum
Caspar Weinberger, vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, hefur hlotið
misjafriar viðtökur á Filippseyjum, þar
sem hann hefur verið í opinberri heim-
sókn undanfama daga.
Weinberger er æðsti embættismaður
Bandaríkjastjómar sem heimsótt hef-
ur eyjamar frá því Markos var
hrakinn þaðan frá völdum.
Filippseyjabúar hafa gagnrýnt
Bandaríkjamenn fyrir að senda vam-
armálaráðherra í þessa fyrstu heim-
sókn.
Telja þeir það bera vitni um að Reag-
an forseti hafi meiri áhuga á að
viðhalda hemaðarlegum hagsmunum
Bandarikjamanna á eyjunum heldur
en aðstoða innfædda efnahagslega eða
á annan hátt.
Weinberger hefur átt fundi með
Aquino, forseta Filippseyja. Hann hef-
ur ítrekað að stuðningur Bandaríkja-
manna við Filippseyinga muni halda
áfram.
Meðal annars sagði ráðherrann í
gær að áframhaldandi uppbygging
herafla Filippseyja væri nauðsynleg.
Fjármálaráðherra Filippseyja sagði
í gær að land hans þyrfti nú fyrst og
fremst efhahagsaðstoð til að koma í
veg fyrir enn versnandi ástand.
Fór hann fram á eitt hundrað milljón
dollara efnahagsaðstoð og á sjötta
hundrað milljón dollara lán frá
Bandaríkjamönnum.