Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Qupperneq 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986. 11 Menning Menning Menning Menning Menning MYRKRAVERK Viðkvæmu fólki kann að þykja nóg um, en hinir harðsnúnari geta haft nokkurt gaman af. Leikhópurinn „Veit mamma hvað ég vil?“ MYRKUR Höfundur: Frederick Knott Leikstjóri og leikmyndahönnuður: Pétur Elnarsson Ljós: Vilhjálmur Hjálmarsson og Dýrleif Bjarnadóttir Enn einn úhugahópur um leiklist frumsýndi nýverið leikritið Myrk- ur, eftir Frederick Knott, á Galdra- loftinu, Hafnarstræti 9. Hér er á ferð ungt fólk sem kallar leikfélag- ið sitt „Veit mamma hvað ég vil?“ eða stundum bara Mömmuleik- húsið til þæginda. Aðstaðan á Galdraloftinu er frumstæð en engu að síður hefur tekist að gera ágæta umgjörð um leikinn þarna undir súðinni. Myrkur er snöfurlega saminn spennuíeikur um eiturlyfjasmygl, tilraunir glæpona til að hafa uppi á týndri sendingu og það hvernig utanaðkomandi fólk, sem ekkert hefur til saka unnið, dregst inn í þann ljóta leik. Leiklist AUÐUR EYDAL í upphaflegri gerð á leikritið að gerast í London en hér er það stað- fært og flutt til Reykjavíkur þar sem risíbúð í Hafnarstræti 9 er vettvangur atburða. Ekki kemur fram í leikskrá hver hefur þýtt og staðfært leikritið, væntanlega hafa einhverjir úr hópnum annast það. Þýðingin hef- ur tekist allvel, smákrimmarnir eru hæfilega töff í tali og orðljótir og reyna með því að breiða yfir það hvað þeir eru í raun litlir karlar. Þó að söguþráðurinn sé með nokkrum ólíkindum framan af tekst höfundi er líður á leikinn að skapa mikla spennu og stígandi, sem óreyndir leikarar Mömmuleik- hússins koma bara nokkuð vel til skila. Pétur Einarsson er leikstjóri og hönnuður leikmyndar og hefur greinilega reynst hópnum hinn besti stjórnandi. Oft þarf mikla út- sjónarsemi til að púsla öllu saman á svo takmörkuðu svæði sérstak- lega, þegar hraðinn verður mestur og harkan undir lokin. I heild má segja um frammistöðu leikendanna að framsögnin hafi verið þeirra veika hlið, en henni var nokkuð ábótavant. Þórunn Helgadóttir leikur blindu stúlkuna Hildi, sem fyrir tilviljun lendir í miðri atburðarásinni. Þór- unn náði oft góðum tökum á hreyfingum og atferli hinnar blindu, en mikið byggist á því að þetta hlutverk sé sannfærandi, þar sem í leiknum er spilað saman van- mætti hennar gagnvart hinum sjáandi, þangað til aðstæðum er snúið við, og þá hefur líka hin fyrr- nefnda yfirburði. Þórunn hefur sótt tíma hjá blindrakennara og skilar það sér sem fyrr segir í raunsönn- um leik. Már W. Mixa leikur Hrafn Ragn- arsson, sem er útsmoginn skipu- leggjandi glæfraverka. Már nær oft allgóðum töktum í hlutverkinu, sérstaklega undir lokin í átökunum við Hildi, en á í vandræðum með framsögnina eins og fleiri í flokkn- um. Verkfæri Hrafns í skollaleikn- um, þeir Magnús og Kristján, smákrimmar, eru leiknir af þeim Felix og Þóri Bergssonum. Magnús kemur meira við sögu og Felix fell- ur ágætlega inn í hlutverkið. Sólveig Sveinbjörnsdóttir leikur Mæju og gerir það með ágætum. Hún er hress og skýrmælt og á ekki í erfiðleikum með framsögn- ina eins og bregður fyrir hjá hinum. Héðinn Sveinbjörnsson er í hlut- verki Arnars og auk þess koma þrír lögregluþjónar við sögu. Eins og fyrr segir skapast heil- mikil spenna undir lokin og í átökunum er um líf og dauða per- sónanna að tefla. Viðkvæmu fólki kann að þykja nóg um og varað er við því að leikritið sé ekki við hæfi barna. En hinir harðsnúnari geta haft nokkurt gaman af. AE Fréttabréf úr Húnaþingi: Vel heppnuð voivaka Frá Robert Jack, fréttaritara DV í Húnaþingi: Páskahátíðin er liðin og fór hún vel fram í Húnaþingi. Veðrið var indælt, vegir vel færir og þess vegna var tölu- verð umferð og flestir fengu gesti langt að. Vorvaka á Hvammstanga tókst vel og var margt til skemmtunar og fróð- leiks, upplestur, söngur og kveðskap- ur til að nefha aðeins nokkur atriði. í kirkjunni á föstudaginn langa lék söngmálastjóri þjóðkirkjunnar á nýja pípuorgelið og sonur hans lék á fiðlu, við mikla hrifningu kirkjugesta. Þá var einnig kórsöngur. Messurnar voru vel sóttar í öllum kirkjum og voru mörg böm skírð. Það var, að minnsta kosti, einn organisti á páska- hátíðinni sem var lítið heima hjá sér. Sá var Helgi Ólafsson, þvi að fyrir utan það að leika í sinni kirkju á Hvammstanga og taka þátt í Vorvö- kunni lék hann við þrjár aðrar messur páskadagana. í undirbúningi er á Hvammstanga að rannsaka alla möguleika á því að kaupa frystitogara og á undirbún- ingsnefndin að skila áliti innan skamms. Það er búist við að ef úr því verður myndu allir í V-Húnavatns- sýslu fá tækifæri til að kaupa hluta- bréf. Það hefur verið nýjung í nokkur ár að Verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga hefúr selt páska- lömb. Hefur salan gengið vel og kjötið verið mjög gott. Fyrsti knattspyrnuleikur ársins fór fram á Blönduósi á laugardaginn milli helstu daga hátíðarinnar. Hann var á milli Blönduóss og Hvamms- tanga. Eftir spennandi leik bar Hvammstangi sigur úr býtum með þremur mörkum gegn einu. Rúnar Guðmundsson skoraði öll mörk fyrir Tangamennina. Ég held að það sé einsdæmi að piltar á Norðurlandi geti leikið fótboltaleik á þessum tíma. Manni fannst þessa daga að vor væri í loftinu. Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAR OG GALVANISERAÐAR PÍPUR Samkv.:Din 2440 000° °°O O O C y O Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRAi rjkt ,STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.