Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 1
38.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. DAGBLAÐIÐ - VISIR RITSTJORN AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SlMI 27022 Frjálst, óháö dagblað 85. TBL. - 76. og 12. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986. Loftárásin á Líbýu bitnaði einnig á óbreyttum I a spitala Milli 60 og 100 sœrðir borgarar voru lagðir inn á sjúkrahús í núð- borg Trípólí eftir loftárás Banda- ríkjamanna í nótt, að sögn fréttamanns breska útvarpsins BBC sem staddur er í höfuðborg Líbýu. Kate Adie lýsti því að viða hefði borið lík fyrir augu hennar á götum borgarinnar en eitt íbúðarhverfið í miðborginni hefði orðið illa úti í árásinni. Sendiráð Frakka og Jap- ana fóru ekki varhluta af árásinni. Hún sá útlendinga meðal særðra og hafði tal af Júgóslava einum og Grikkja sem leita þurftu læknisað- stoðar. Fréttakonunni virtist sem eitt skotmarkið hefði átt að vera höfuð- stöðvar öryggislögreglunnar en sprengjumar hefðu ekki hæft og komið í staðinn niður í íbúðarhverfi umhverfls. Flestir heíðu verið í fastasveftn þegar árásin var gerð og virtist bresku fréttakonunni vegfarendur naumast trúa því sem hefði gerst en undrunin snerist svo yfír í heift. Viðbrögð víðast í heiminum voru neikvæð fyrir Bandaríkiastjóm. Sovéska stjómin fordæmdi árásina og kallaði hana enn einn glæp Bandaríkjamanna. Gandhi, forsæt- isráðherra Indlands, fordæmdi hana sömuleiðis og hét Líbýu stuðningi. Utanríkisráðherra Svía fordæmdi hana sem „alvarlega og hættulega heimstriðnum“. Kína fordæmdi bæði árásina og um leið htyðjuverk yfir- leitt. Forsætisráðherra Italíu hvatti aðila til þess að halda aftur af sér. Fyrstu viðbrögð stjórnmálamanna í V-Þýskalandi lýstu áhyggium yfir afleiðingum úrásarinnar. Breska stjómin var sú eina sem í morgun hafði lýst yfir fulium stuðn- ingi við ákvörðun Bandaríkjaforseta um að láUi verða af loftárásinni. Staðfesti hún að veitt hefði verið leyfi til þess að láta árásina hefjast frú herbækistöðvum Bandaríkja- manna i Englandi. - Neil Kinnock, leiðtogi breska Verkamannaflokks- ins, fordæmdi hana hins vegar. -GP sjá nánari frétrir á bls. 8, 9 og baksíðu Ríkismatið sparar og fær 20 nýja bíla - sjá bls. 3 Hungurvofan sverfur að í Mósambík - sjá bls. 10 • Nýjar reglur um einingahús -sJáUs.7 Stórverkefni í skipaiðnaði tapast úr landi - sjá bls. 7 „Já, handfestan gaf sig,“ sagði Hermann Valsson þegar hann var kominn á jafnslétt eftir að hafa hrapað nokkrar mannhæðir i klettum í Jósepsdal. Hann var þar að kenna DV- mönnum klifur. Hermann slapp ómeiddur enda vel „tryggður" eins og fjallamenn kalla það. Ef grannt er skoðað sést hvar „handfestan“ fylgir á eftir Hermanni rétt við höfuð hans. DV-mynd KAE Mikiðaf fíkniefnum á Utla-Hrauni - segir formaður Fangavarða- félagsins - sjá bls. 5 • Sex hundruð milljónir brannu á áram sjá bls. 4 Hermann Björgvinsson farinn til Bandaríkjanna -sjábaksíðu ogbls.2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.