Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Hungurvofan sverfur
að í Mósambík
I dag, ellefu árum eftir að íbúar
Mósambík á austurströnd Afríku
hröktu af höndum sér portúgalska
nýlenduherra í blóðugri borgara-
styrjöld og stofriuðu lýðveldi, virðist
sem lítill árangur hafi unnist í því
að útrýma hungri og örbirgð á með-
al hinna 13 milljóna íbúa landsins.
„A luta continua" eða baráttan
heldur áfram, slagorð Frelimo frels-
issamtakanna í stríðinu gegn portú-
gölskum yfirráðum, er enn i fullu
gildi.
Gífurlegar náttúruhamfarir, eins
og flóð og þurrkar, hafa hamlað
matvælaframleiðslu og leitt af sér
mikla og mannskæða hungursneyð
á undanfömum árum.
Innbyrðis átök í landinu og ætt-
bálkaerjur hafa að auki þurrkað upp
gjaldeyristekjur sem marxistaríkis-
stjóm Samora Machel forseta hefur
frekar kosið að eyða í herinn og
aukinn vopnabúnað en að styrkja
framleiðsluatvinnuvegina.
Efnahagsstefha marxistastjórnar-
innar hefúr beðið skipbrot og
hugmyndafræðingar yfirvalda hafa
opinberlega viðurkennt mistök sín.
Pierre Serge Bolduc, talsmaður
alþjóðlegrar hjálparstofnunar er
skipulagt hefur matvæladreifingu i
landinu, kennir að mestu óráðsíu
yfirvalda og hemaðarbrölti um skip-
brotið í efnahagsmálum og segir að
aðeins megi kenna náttúruhörm-
ungum um hluta vandamálanna.
Að sögn Bolduc framleiddu bænd-
ur landsins aðeins nóg matvæli á
síðasta ári til að fæða fimm af þrett-
án milljónum íbúa landsins í tvo
mánuði. Meirihluta matvælanna
sagði talsmaðurinn að hefði verið
dreift á meðal íbúa á strjálbýlli
svæðum, er áttu undir högg að sækja
vegna gífurlegra þurrka og ætt-
bálkaerja á síðasta ári.
Á þessu ári spá sérfræðingar enn Pólitískar áróðursmyndir á steinvegg í miðborg höfuðborgarinnar Mapútó, þar sem krafist er dauða yfir skæruliðum stjórnarandstæðinga, á vegi þriggja
frekari samdrætti í matvælafram- innfæddra Mósambíkkvenna á leið til markaðar.
herra á meðan hann var sjálfur enn
í einkennisbúningi hershöfðingja.
Hann brá á dögunum fæti fyrir
metnaðarvonir eins áhrifamesta
foringja hersins, Arthits, helsta
keppinautar síns.
Og á meðan ekki rís upp neinn
jafnmikill að áhrifum og Arthit
hershöfðingi til þess að veita Prem
keppni um leiðtogasætið, er eins
víst að hann verði í embætti í nokk-
ur ár enn, jafnvel eftir nýjar kosn-
ingar. Að minnsta kosti er ekki
búist við því að neinn einn stjórn-
málaflokkur vinni í fyrirsjáanlegri
framtíð meirihluta hinna 324 þing-
sæta fremur en verið hefur hingað
til.
Umsjón: Guðmundur Pétursson
Prem Tinsulanonda forsætisráð-
Thailenski for-
sætisráðherrann
fastur í sessi
Allar horfur eru nú á því að stjóm
Prem Tinsulanonda forsætisráð-
herra verði fyrst borgaralegra
ríkisstjóma Thailands til þess að
endast út heilt kjörtimabil. Einkan-
lega eftir að Prem ákvað að leysa
frá störfum einn helsta keppinaut
sinn, Arthit Klamlang-Ek yfirhers-
höfðingja.
Fréttaskýrendur og erlendir
sendimenn í Bangkok em þó þeirrar
skoðunar að þar með hafi Prem for-
sætisráðherra ekki bægt frá sér
öllum vanda. Hann verði eftir sem
áður að hafa á sér allan vara, þar
til hinn áhrifamikli hershöfðingi
lætur af embætti, sem verður ekki
fyrr en 1. september næsta haust.
Átli valdarán yfir höfði sér
Prem, sem er sextíu og sex ára að
aldri, hefur þegar staðið af sér tvö
valdaránstilræði. Hið síðara var
fyrir aðeins átta mánuðum. Og
hann tefldi á tvær hættur með að
kalla yfir sig hið þriðja í síðasta
mánuði þegar hann gerði kunna
synjun sína á framlengingu á her-
þjónustu Arthits. - Skömmu áður
höfðu stuðningsmenn Arthits í
hemum varað við því að slík synjun
mundi vera mjög illa séð innan
hersins.
Enda gekk sá orðrómur fjöllunum
hærra í Bangkok í síðasta mánuði
að bylting lægi í loftinu eftir að
Prem hafði þessar viðvaranir að
engu. Þann kvitt kvað þó Arthit
hershöfðingi sjálfur niður þegar
hann staðfesti opinberlega að hann
mundi fara að fyrirmælum. Hann
komst í fyrra á sextugsaldur, sem
er lögboðínn eftirlaunaaldur yfir-
manna í hemum. Næsta haust hefur
hann því gegnt embætti árinu leng-
ur en reglur kveða á um.
Veltur á stuðningi krónprinsins
Herinn er ráðandi afl í stjóm-
málum Thailands. Arthit, sem var
æðstur hershöfðingja og yfirmaður
allra herja landsins, var af flestum
talinn afar liklegt forssetisráðherra-
efni. Yfirlýsing hans um að hann
léti sér lynda að vera settur á eftir-
laun kom í kjölfar þess að Vajiral-
ongkom krónprins gerði sér erindi
til þess að heimsækja forsætisráð-
herra, skömmu eftir að Prem
kunngerði að herþjónusta Arthits
yrði ekki framlengd. Þeirri heim-
sókn var valin stund svo að ekki
varð öðmvísi skilin eh stuðnings-
vottur prinsins við forsætisráðherr-
ann og stefnu hans. En engri
thailenskri ríkisstjóm er sætt án
stuðnings krónprinsins.
Við þær aðstæður sýndist Arthit
hershöfðingi ekki eiga annarra
kosta völ en láta undan með góðu
og ljúka embættisgengi með reisn.
Prem sjálfur úr hernum
Prern, sem sjálfur er fyrrum hers-
höfðingi, hefur haldið áfram góðum
samböndum sínum innan hersins.
Einn af allra traustustu stuðnings-
mönnum hans er Chaouvalit
Youngchaiyuth hershöfðingi, sem
flestir ætla að verði eftirmaður Art-
hits. - Prem var valinn forsætisráð-
herra 1980 af hemum og stjórnar-
flokkunum og þá sem málamiðlun.
Hann var eini maðurinn sem þessir
aðilar gátu orðið ásáttir um.
Hann er þegar orðinn sá forsætis-
ráðherrann sem lengst hefur setið í
lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn í
Thailandi. Síðan lýðræðisbundna
konungsveldið var stofnað árið 1932
hafa fimmtán sinnum verið gerðar
byltingar eða byltingartilraunir í
landinu. - Kjörtímabil núverandi
ríkisstjórnar rennur út í apríl 1987.
Rápa inn og út úr stjórninni
Þingið einkennist af hrossaprangi
fjölmargra stjómmálaflokka, enda
em venjulegast samsteypustjórnir í
landinu. Hitt er þó eilífum breyting-
um háð hvaða flokkar eiga fulltrúa
í ríkissjóminni hverju sinni. Þeir
eru einatt að koma og fara eða
skiptast á ráðherrastólum. Því get-
ur oft orðið tvísýnt um afgreiðslu
vantrauststillagna. Ein slík verður
tekin fyrir þegar þingið kemur sam-
an að nýju í næsta mánuði að loknu
hléi.
Helsti stjómarandstöðuflokkur-
inn, Chart Thai, væntir sér nokk-
urrar fylgisaukningar af því að
gagnrýna stefnu ríkisstjórnarinnar
í efnahagsmálum, svo sem eins og
oft vill verða í fleiri löndum. Hann
stendur að því að bera upp van-
traustið. En ef stjómarliðar gerast
ekki brotthlauþsmenn í löngum
röðum þykir ekki líklegt að van-
traust verði ríkisstjóminni að
fótakefli.
leiðslu í Mósambik og að framleiðsl-
an muni aðeins duga fimm
milljónum íbúa á þurftasvæðunum í
einn mánuð.
Sérfræðingamir búast ennfremur
við að uppskeran í ár verði ein sú
allra versta í 30 ár.
„Mósambík hefúr alltaf átt við
uppskeruvandamál að etja,“ segir
Bolduc. „íbúamir hafa sjaldnast
fengið þá næringu er þeir þurfa á
að halda svo þeir svelta stöðugt, eru
alltaf svangir.“
Bolduc segir að bændur landsins
verði langt frá því marki að fram-
leiða þau 720 þúsund tonn af komi
sem þessi þjóð í Suðaustur-Afríku
er talin þurfa til að halda hungri í
lágmarki. „Við búumst við að fram-
leiðslan, er kemst á markað, verði
aðeins um 60 þúsund tonn,“ segir
talsmaðurinn, „afgangurinn verður
einhvem veginn að koma frá þeim
alþjóðlegu hjálparstofnunum er
stunda matvæladreifingu í landinu."
Marxistastjómin í höfúðborginni
Mapútó hefur til þessa dags eytt tak-
mörkuðum gjaldeyristekjum lands-
ins í stríðsrekstur á landamæmnum
við Suður-Afríku er beinist gegn
skæruliðum stjqmarandstæðinga er
fært hafa sig upp á skaftið undan-
fama mánuði og njóta nú sívaxandi
fylgis á meðal almennings. Ríkis-
stjóm hvíta minnihlutans í Suður-
Afríku hefur með ráðum og dáð stutt
við bakið á skæruliðunum með
vopnasendingum, auk þess sem
reknar em þjálfunarbúðir fyrir
skæmliðana á landamærum ríkj-
anna.
Frá því portúgölsku stjórnarherr-
amir í Mapútó flúðu land fyrir
rúmum ellefu árum og marxistar
hliðhollir Sovétríkjunum og Kúbu
náðu yfirráðum í Frelimo skæmliða-
hreyfingunni hefúr h'tið miðað í
efnahagsmálum.
Óráðsía fámennisstjómarinnar í
Mapútó varð snemma alger og fékk
landið á sig stimpil spillingar og
óáreiðanleika í alþjóðaviðskiptum,
þar sem mútustarfsemi og auðsöfnun
fárra útvalinna einkenndi efnahags-
lífið.
Marxískar kennisetningar frá tím-
um frelsisbaráttunnar um skiptingu
auðsins og alræði öreiganna
gleymdust fljótt eftir að byltingar-
menn komust sjálfir að kjötkötlun-
um í Mapútó.
Af spám starfsmanna alþjóða
hjálparstofnana um allsheijampp-
skembrest í kjölfarið á auknum
innbyrðis átökum í Mósambík á
þessu ári má ráða að enn sé þörf á
víðtækri matvælaaðstoð umheims-
ins ef takast á að koma í veg fyrir
mannskæða hungursneyð er líður á
árið.
Óráðsíu marxista-
stjómarinnar um
að kenna, segja
talsmenn
alþjóðlegra
hjálparstofnana