Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 29
DV. ÞRIÐJUDAGUR Í5. APRÍL 1986.
Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós
Hringlar í gulli
hjá Bobbysocks
Það leynir sér ekki að Norðmenn
hafa eignast sínar draumadísir. Viku
áður en nýja platan þeirra Bobby-
socks kom á markaðinn var búið að
selja af henni 55.000 eintök. Platan,
sem kemur út í Noregi fyrir stuttu,
var á góðri leið með að verða met-
söluplata þar í landi þegar á út-
gáfudegi.
Fyrri plata Bobbysocks, með lag-
inu „La det swinge“, seldist í um
75.000 eintökum þannig að sölumenn
þeirra stallsystra sjá fram á að slá
það met um leið og útgáfudagurinn
er liðinn. Það má því búast við að
'eftirleiðis hringli í gullinu hjá Hanne
Krogh og Elisabet Andreason.
Nýju plötuna nefna þær upp á
ensku „Waiting For The Morning".
Ætlunin er nefnilega að gera út á
hinn alþjóðlega dægurlagamarkað -
eða að slá í gegn í útlöndum eins og
lengi hefur verið draumur íslenskra
poppara. Þrátt fyrir frækinn sigur í
söngvakeppni sjónvarpsstöðva á síð-
asta ári voru það nefnilega fáir aðrir
en Norðmenn - og nokkrir frændur
hér á skerinu - sem kættust verulega
yfir framlagi Bobbysocks til dægur-
laganna.
Nú hafa þær Krogh og Andreason
gengið á mála hjá nýju útgáfufyrir-
tæki sem stjórna mun útgerðinni á
heimsmarkaðinum. Illar tungur
segja reyndar að þetta fyrirtæki sé
ekki það gæfulegasta sem Bobby-
socks gátu samið við. Það hefur
einnig á sínum snærum Jahn nokk-
urn Teigen sem frægastur varð fyrir
leiðinlegustu lögin í söngvakeppni
sjónvarpsstöðva árum saman.
K"’íl'08 El“be‘Andrea™'Mla ™""
Hver er
Hann er ungur þessi en
greinilega fyrir ljóskurn-
ar - eða hvað? Þessi
glæsilega ljóska er reynd-
ar besti vinur hans,'
Afganhundur sem er hár-
prúður í betra lagi. Þeir
felagar njóta þess að
koma mönnum á óvart
með baksvipnum og hafa
náð býsna langt í að láta
fólk horfa úr sér augun
þegar best lætur.
Ólyginn
Meryl Streep
hefur ekki getaö mætt á
frumsýningar á Jörö í Afríku
vegna barnsins sem kom
undir við tökurnar. Faðirinn
er ekki mótleikarinn í mynd-
inni - Robert Redford -
heldur eiginmaöurinn sem
hún tók meö sér á staðinn.
Kríliö er ekki komið í heiminn
ennþá, er væntanlegt mjög
f Ijótlega og veröur þaö þriðja
í röðinni hjá Meryl.
Joan Collins
var boðiö að verða forsíðu-
fyrirsæta tískublaðsins
Vouge. Það varágæt sárabót
fyrst Liz Taylor fékk tilboö
um gullnámu fyrir svipuð
störf hjá tímaritinu Playboy.
En þegar menn komust að
því að Joan er bresk en ekki
bandarísk kom annað hljóð í
strokkinn og þeir drógu allt
saman snarlega til baka.
Frank Sinatra
er í topptísku þessa dagana
samkvæmt breskum blöð-
um. Hann fyllir þar f lokk með
thailenskum mannamat,
gúmmiskartgripum og
óléttufári.
Christopher
Reeve
er stunginn af i eyðiklaustur
skammt fyrir utan Róma-
borg. Þetta er víst hans
aðferð til að finna ró og friö
í sálinni. Ekkert hefur frést
af fýrnum síðan hann fór á
staðinn og hans nánustu
segja alsælir að engar fréttir
hljóti að teljast góðar fréttir
-að minnsta kosti hvað hann
áhrærir.
Boy George
hefur aldrei verið haldinn
fjölmiölafælni en eitthvað
var Bleik brugðið á dögun-
um. Talið er að hann hafi
þennan morgun uppgötvað
fyrstu smáhrukkuna í andlit-
inu og steingleymt í öllu
sjokkinu að setja á sig
meiköppið.
29r
FRONSKUNAMSKEIÐ
ALLIANCE FRANCAISE
Seinni námskeið vorannar hefjast
mánudag 21. apríl.
- 8 vikna námskeið
- Kennt verður á öllum stigum
- Bókmenntaklúbbur (10 vikur)
Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise alla
virka daga frá kl. 3-7 og hófst fimmtudag 10. apríl.
Nánari upplýsingar í síma 23870.
Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% stað-
greiðsluafsláttur fyrir námsmenn.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Grundar-
gerði 29, þingl. eign Theodórs Nóasonar, fer fram eftír kröfu Gjaldheimtunnar
í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 17. apríl 1986 kl. 11.15.
___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Giljalandi
18, þingl. eign Hauks Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i
Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 17. apríl 1986 kl. 10.45.
_______Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Grettis-
götu 18, þingl. eign Árna Einarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar
i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 17. april 1986 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik,
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Grettis-
götu 40 B, þingl. eign Magnúsar Skarphéðinssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 17. apríl 1986 kl.
16.45.
____________Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Fjölnisvegi
3, þingl. eign Björns Blöndal Traustasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunn-
ar í Reykjavík, Hauks Bjarnasonar hdl., Þorfinns Egilssonar hdl., Sigurðar
G. Guðjónssonar hdl., Guðmundar Jónssonar hdl., Sigríðar Jósefsdóttur
hdl. og Skúla Pálssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag 17. april 1986 kl.
14.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik. 'j
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 119„ 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Bergstaða-
stræti 62, þingl. eign Þóris H. Oskarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar
í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 17. april 1986 kl. 14.15.
_________Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Laugavegi 17, þingl. eign Gunnhildar Emilsdótt-
ur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag
17. apríl 1986 kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Hverfisgötu 50, þingl. eign Þórhildar Jónsdóttur
og Victors Jakobsen, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eign-
inni sjálfri fimmtudag 17. apríl 1986 kl. 16.00.
_____________________ Borgarfógetaembættið i Reykjavík. ,