Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986. 11 Vatnamótin (V-Skaft.): Fullt af fiski en tekur illa - 15 -16 punda fiskur elti Vorveiðin heldur áfram og veður- farið bætir upp hjá þeim sem ekkert fá. „Þó maður fái ekki mikið er það útiveran sem maður hefur upp úr þessu og veiðifélagarnir. Við höfum farið í vorveiði í mörg ár og þetta styttir biðina eftir laxinum," sagði veiðimaður sem stundar lax-, sil- ungs- og skotveiðina, sem þýðir að hann getur stundað sportveiðina allt árið. „Það er fullt af fiski í Vatnamót- unum en fiskurinn tekur illa og vill helst bara elta agnið,“ sagði heim- ildarmaður okkar suður með sjó. „Veiðimaður einn var búinn að reyna allt nýlega en ekkert gekk, setti hann þá á fluguna colly dog og tók 3 fiska í beit, 2,5 pund sá stærsti. Annar veiðimaður var við veiðar og reyndi toby spón, elti hjá honum svona 15-16 punda fiskur en Veiðivon GunnarBender tók ekki, veiðimaðurinn hafði aldrei séð annan eins fisk. Það hefur verið frekar kalt en líklega hafa veiðst milli 120 og 130 fiskar, hann er 11 pund sá stærsti sem fengist hefur hingað til.“ „Það hafa verið vatnavextir í Geirlandsá og lítið veiðst af fiski, veiðimaður fór nýlega tvo túra og fékk engan fisk í hvorugt skiptið. Sérfræðingar halda ffarn að mikið af fiskinum sé farið úr Geirlandsá og niður í Breiðabalakvísl, Fossála, Vatncunótin og Skaftá. í Geirlandsá eru líklega komnir á land milli 25 og 30 fiskar, hann er 11 punda sá stærsti eins og í Vatnamótunum." Eitthvað hafa menn verið að reyna í Hörgsá en lítið hefur fengist ennþá, Fossálar voru opnaðir á laugardaginn og reyndu þá hafn- firskir veiðimenn fyrir sér. I Tungufljóti reyndu veiðimenn ný- lega og veiddust neðarlega nokkrir fiskar. Margir hafa farið austur í Eystri- Rangá og veitt, hefur mönnum gengið misjafnlega. Sumir hafa fengið fisk og aðrir ekki, þetta geng- ur vist svona í veiðinni. Þeir í Hellinum á Hellu selja veiðileyfi og við slógum á þráðinn þangað í gær. „Ætli það séu ekki komnir 25 fisk- ar og besta svæðið núna er númer 4,“ sagði tíðindamaður okkar er við leituðum frétta af Eystri-Rangá. „Á laugardaginn veiddist sá stærsti ennþá, 12 punda sjóbirtingur. Það eru 14 við veiðar og það er gott í vorveiði." Frá Laxá í Leirársveit berast fréttir um reytingsveiði og veiði- menn, sem renndu nýlega, fengu 4 fiska og alla í Laxfossinum, var sá stærsti 2,5 pund. í Leirá var líka reynt og þar var nánast ekkert líf, en oft getur verið góð veiðivon í henni á þessum tíma. Sjóbirtingur- inn kemur, vonandi. G. Bender B Pálmi Gunnarsson gerir meira en að syngja lög, hann er stangveiði- maður mikill og sést hér renna fyrir sjóbirting í Laxá í Leirársveit fyrir skömmu. Ekki fer sögum af því hvort hann kyrjaði lagið Gleðibank- inn við veiðiskapinn, eflaust. DV-mynd G. Bender. Kristinn M. Óskarsson og Lára Anne Withers sjást hér með börnum sinum þremur. Á myndinni eru einnig örn Petersen hjá VISA og Guðjón Hjörleifs- son, sparisjóðsstjóri í Vestmannaeyjum (t.h.). DV-mynd Grímur Gíslason. Hótel- og matvælagreinar í Menntaskólanum í Kópavogi Ferðaþjónusta fyrsta grein Menntamálaráðuneytið hefur sam- þykkt undirbúning að kennslu í ferðaþjónustu við Menntaskólann í Kópavogi. Verður það væntanlega fyrsti áfanginn í uppbyggingu á námsbrautum sem varða rekstur og þjónustu fyrir ferðamenn, svo og í matvælaiðnaði. Sú stefna hefúr verið mörkuð að kennsla í þessum greinum verði fram- vegis í MK þar á meðal kennslan sem nú er í Hótel- og veitingaskólanum. Ákveðið hefur verið að byggja við húsnæði Menntaskólans vegna þess ara verkefna. Aðsetur MK er við Digranesveg í Kópavogi. -HERB [STEYPUMÓT -okkar sérgrein Leitið upplýsinga: 'Sbreiðfjörð BLIKKSMHllA STEYPUMOT-VBtKPAUJVW SICTUNI 7 - 1?1 REYKJAVIK - SIMI 29022 50.000VISA- kort á íslandi - verðlaunakort afhent í Vestmannaeyjum „Nú þegar við höfum verið aðeins 30 mánuði á innlendum markaði, höf- um við gefið út 50.000 VISA-greiðslu- kort. Það má því segja að með þeim áfanga sé VISA-kort komið inn á annað hvert heimili á Islandi. Meða- laukningin hefur verið 180% frá sl. ári,“ sagði Öm Petersen, fulltrúi hjá VISA Island, sem afhenti 50.000. VISA-kortið í Vestmannaeyjum. Handhafi kortsins er Kristinn M. Óskarsson og eiginkona hans, Lára Anne Withers. Kristinn M. fékk kortið afhent í Sparisjóði Vestmannaeyja sl. fimmtu- dag. Þá fékk hann að auki 30 þús. króna ferðaúttekt hjá Samvinnuferð- um/Landsýn. Kristinn og frú ætla sér ekki að nýta sér þá útekt á næstu dögum. Það verður nóg að gera hjá Kristni í Eyjum á næstu dögum. Hann þarf að gæta þriggja ungra bama þeirra hjóna á meðan Lára Anne bregður sér til Kanada, þar sem hún er fædd og uppalin, til að heimsækja ættingja. Handhafar greiðslukorta frá VISA og EUROCARD á íslandi em nú sam- tals um 65.000 talsins. -sos Framleiðslunýjung HOLUFYLLIR sem lætur hvarfið hverfaá stundinni _________________________ j v > v----------------------------------- V. HREINSID FYLLID SLÉTTID Á stundinni er hægt með einföldum verkfærum og HOLUFYLLI að gera við holur í malbikuðum eða steyptum götum, plönum, hafnarbökkum og flugbraut- um. Viðgerð getur farið fram í hvaða veðri sem er án teljandi umferðartafa, án klíst- urs við hjólbarða og endurviðgerðartíðni er mun minni. Framkvæmdasparnaður áætlaður 33%. L PÓLAR hf., Einholti 6, Reykjavík, símar 91-18401 og 91-15230.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.