Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 6
6
Peningamarkaðurinn
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 óra og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn-
stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74
ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri
með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtrvggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
10‘X, en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán-
uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á
óhreyfðri innstæðu er 13,64‘X, á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13%
nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið-
réttingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og
15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 10.5'%, nafnvöxtum og 10,8%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt-
um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á
hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk
1"„ vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út
tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess
að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06.
og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
13‘/„ nafnvöxtum og 13.47,, ársávöxtun eða
ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún Ixítri. Af hverri úttekt dragast
0.7",, í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og hundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7.25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg.
fyrst 8"/„. eftir 2 mánuði 8.25%. 3 mánuði 8,
50%. 4 mánuði 9"„. 5 mánuði 9.5% og eftir 6
mánuði 12"„. eftir 12 mánuði 12,5% og efiir
18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6
mánaða verðtrvggðum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7.5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum. nú 13",',. eða ávöxtun 3ja mánaða
verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum
sé hún betri. Samanburður er gerður mánað-
arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út
af reikningnum gilda almennir sparisjóðs-
vextfr. 8"„. þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. I>á ársfjórðunga. sem innstæða er
óhrevfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni. eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 12.97, oða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 37, nafnvöxtum.
Af úttekinni upphaíð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir. 8.57,• og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á
ári og leggjast við höfuðstól. I>eir eru alltaf
lausir til úthorgunar.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tiy ggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum. 12.57,. með
13"„ ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stieðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist
trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun
ba-tt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður
innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða. annars almenna spari-
sjéiðsvexti. 8"„. Vextir færast misserislega.
12 mánaða rcikningur hjá Sparisjíiði vél-
stjóra er m<ð innsta?ðu bundna í 12 mánuði.
óverðtryggða en á 15.5"„ nafnvöxtum. I>eir
eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er
því einnig 15.57,.
18 mánaða reikningar 5 sparísjóða eru
með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán-
uði en á 14.57, nafnvöxtum og 15,2*%, árs-
ávöxtun. Sparisjóðirnir í Keflavík. Hafnar-
firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður
Reykjavíkur bjóða þessa reikninga.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ara 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,167, á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greíðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
I>au eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 607, af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða
óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum.
Þau eru seld með aflollum og ársávöxtun er
almennt 12 167, umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til
einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna
fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 391 þúsund krónur til einstakl-
ings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna
fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu
kaupa. annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns-
tími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með iáns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 Iífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóðurákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir Iengra starf og áunnin
stig. I>án eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 57, vöxtum. Lánstími er 15 42
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað-
ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir
reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári
verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður
þá hærri en nafnvcxtirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánúði á
107. nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma-
bilsins IIÍX) krónur. Ársávöxtunin verður því
107,- Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu
dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún
getur jafnvel orðið neikvæð.
Liggi KXX) krónumar inni í 6 + 6 mánuði á
107, nafnvöxtum reiknast fyrst 57, vextir eft-
ir 6 mánuði. I>á verður upphæðin 1050 krónur
og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni
6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan
því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,257,-
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,257, á
mánuði eða 27% á ári.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í april 1986 er 1425 stig
en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og
janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100
í júní 1979.
Byfif'ingarvífiiiala á 2. ársfjórðungi 1986
er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924
stig á grunni 100 frá 1975.
Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04.
en um 107, næst þar áður, frá 01.01. Þessi
vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar
sem við hana er miðað sérstaklega í samning-
um leigusala og leigjenda.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11. -20.04. 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA StRLISTA ilif fíiiilli JiliÍhl
INNLÁN úverðtryggð SPARISJÓDSBÆKUR öbundm inrtstaða 9,0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0
SPARIREIKNINGAR 3jamán uppsogn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0
6 mán. uppiogn 12.5 12.9 12.5 9.5 10.5 10.0 10.0 12.0 10.0
12mán. uppsogn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0
SPARNAÐUR- LANSRÉTTURSp.,.6 3 5 mín 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0
Sp 6 mán. og m. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0
TtKKAREIKNINGAR Aviunartilining.r 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0
6 mán. uppsogn 3.5 3.0 2.5 3.0 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 7.5 6.5 7.0 6.5 7.5 7.0 7.0 6.5
Sterlingspund 11.5 11.5 10.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 10.5
Vestur-þýsk mork 4,5 4.0 3.5 4.0 3.5 4.0 3.5 3.5 3.5
Danskar krónur 8.0 9.5 7.0 8.0 7.0 7.5 7.0 7.0 7.0
ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR (Inrvutii) 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25
VIÐSKIPTAVÍXLAR 3) (InrvMlr) kge 19.5 kge 19.5 kge kg« kge kge
ALMENN SKULDABREF 2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5
VIÐSKIPTASKULOABRÉF 3) kge 20.0 k9e 20.0 kge kg« kg« kgn
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRAtíuR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0
útlAn verðtryggo SKULDABRÉF AA21/2*rl 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLANTILFRAMLEIÐSLU SJANEÐANMALSI)
1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn-
ings, í SDR 9,25%, í Bandaríkjadollurum 9, 0%, í sterlingspundum 13,25%, í
vestur-þýskum mörkum 5,75%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilal-
ána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum
og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge,
hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóð-
unum.
DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986.
Mest veltuaukning
í þjónustugreinum
Mikil veltuaukning varð í þjón-
ustugreinum í fyrra eða um 8-10%
að raungildi en mikill samdráttur í
bifreiðasölu og byggingavöruverslun.
Þetta kemur fram í tölum Þjóðhags-
stofnunar en hún hefur mörg undan-
farin ár fylgst með breytingum á
heildarveltu í einstökum atvinnu-
greinnum á grundvelli söluskatts-
íramtala.
Árið 1985 nam heildarvelta í smá-
söluverslun 30,9 milljörðum króna og
hafði aukist um rúmlega 40% síðan
í fyrra. Veltuaukning í almennri
heildverslun var svipuð en aftur á
móti mun minni í byggingavöruversl-
un, 26%, og í sölu bifreiða og vara-
hluta, 17%. í þjónustugreinum varð
heildarveltan hins vegar 46% meiri
árið 1985 en 1984.
Til þess þó að meta raunveruleg
umsvif í þessum greinum þarf að líta
á verðbreytingar. Samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofunnar hækkaði vísi-
tala vöru og þjónustu milli 1984 og
1985 um 32%. Sé miðað við þennan
mælikvarða varð veltubreytingin
mun meiri en sem nam almennum
verðbreytingum, þ.e. veltan jókst að
raungildi. Mest í þjónustughreinum,
um 8-10% en um 5-6% í smásölu-
verslun. Á hinn bóginn varð mikill
samdráttur í bifreiðasölu, eða 12%
og 5% samdráttur í byggingavöru-
verslun. Veltubreyting í iðnaði varð
svipuð og í smásöluverslun, 5-6%.
Til samanburðar má nefna að síðustu
áætlanir benda til nálægt 5% aukn-
ingar neysluútgjalda heimilanna í
fyrra.
Veltuaukningin varð mest í þjónustugreinum, svo sem á hárgreiðslu- og
rakarastofum.
Viðskipti Viðskipti Viðskipti
Tap hjá Járnblendinu
Aðalfundur Jámblendifélagsins var
haldinn nýlega. Fundinn sátu fulltrú-
ar allra eigenda fyrirtækisins, ís-
lenska ríkisins, Elkem a/s í Oslo og
Sumitomo Corporation í Tokýo.
Á fundinum kom fram að fram-
leiðsla kísiljáms var rúm 60 þúsund
tonn á árinu eða svipað magn og árið
1984, þrátt fyrir umtalsverðar stöð-
vanir á ofnum af markaðsástæðum.
Salan var hins vegar um 54 þúsund
tonn, sem er nær 9 þúsund tonnum
minna en árið áður. Verð á kísiljámi
hefur lækkað mikið á árinu og hefur
það haft mikil áhrif á afkomuna. Nið-
urstaða rekstrarreiknings sýnir 8,2
milljóna króna tap eftir að gjald-
færðar hafa verið um 270 milljónir
króna í afskriftum og fjármagns-
kostnaði. Tapið er nú 0,7% af brúttó-
veltu en árið 1984 var hagnaður nær
11% af veltu.
Islensku stjómarmennimir voru
endurkjörnir á fundinum. Einn hinna
norsku stjómarmanna, Gunnar Vi-
ken, sem verið hefur í stjórn frá 1977,
baðst undan endurkjöri. I stjóminni
eiga sæti Barði Friðriksson hæsta-
réttarlögmaður, formaður, Páll
Bergþórsson, varaformaður, Guð-
mundur Guðmundsson og Helgi G.
Þórðarson af hálfu iðnaðarráðherra
vegna íslenska ríkisins. Frank Myhre
og Per K. Björgum af hálfu Elkem
a/s og Kiyotomo Sakuma af hálfu
Sumitomo Corporation. -EH
Ullarpeysurtil Sovétríkjanna
Búið er að semja um sölu á 175
þúsund ullarpeysum til Sovétríkj-
anna. Jón Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri iðnaðardeildar Sambandsins, er
nýkominn heim frá Sovétríkjunum
þar sem gengið var frá samningum.
Að sögn Sambandsfrétta er verið að
vinna að viðbótarsamningum sem
gætu orðið til þess að heildarsalan í
ár verði á fjórðu milljón dollara eða
svipuð og í fyrra.
Jón Sigurðsson segir Sovétríkin
vera þann markað sem sé hvaðörugg-
astur fyrir íslenskar ullarvörur. í ár
verða seldar þangað aðrar tegundir
en í fyrra, samsetningin er önnur en
þá og magnið af hverri tegund meira.
Þetta atriði vegur að verulegu leyti
upp á móti því að nú í ár hefur ekki
fengist verðhækkun í dollurum þar
eystra. -EH
Einar Áskell og Sóla,
Sóla söluhæstar
Kaupþing hefur framkvæmt þriðju
mánaðarlegu könnun sína á sölu
bóka fyrir Félag íslenskra bókaút-
gefenda og er um að ræða sölu mars-
mánaðar 1986. Kannanirnar ná ein-
göngu til sölu verslana. Úrtakið í
könnuninni var 17 verslanir af 106
úr skrá útgefenda yfir söluaðila sína
og áætlar Kaupþing að það nái yfír
um það bil 35 40% af heildarmark-
aðnum.
Söluhæstu barna- og unglingabæk-
umar voru Einar Áskell, Ronja
ræningjadóttir, Depill, Kalli og Kata
og Klukkubókin. Af skáldsögum Sóla,
Sóla eftir Guðlaug Arason, Á elleftu
stundu eftir Denise Robins, Jörð í
Afríku eftir Karen Blixen, Nafn rós-
arinnar eftir Umberto Eco og Valdak-
líkan eftir Howard Fast. Aðrar bækur
voru Sálmabókin, Spámaðurinn,
Biblían, Ensk-íslensk orðabók og
Samheitaorðabókin. Engar upplýs-
ingar um sölutölur birtust í niður-
stöðum Kaupþings.
-EH