Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986. Spurningin Ganga íslendingar vel um landið? Runólfur Þórhallsson nemi: Nei, það finnst mér ekki, það mætti allavega bæta umgengnina og reka þá meiri áróður fyrir því. Mér finnst mjög mikils virði að við hugsum vel um landið okkar. Ásmundur Einarsson tæknimaður: Ég myndi telja að í flestum tilfellum sé ekki gengið nógu vel um, en ég reyni sjálfur alltaf að gera það. Guðlaugur Omar Leifsson sölumað- ur: í heildina held ég að það sé, já, það er okkur öllum í hag í alla staði. Ragnar Antonsson sjómaður: Já, það held ég og með mig verð ég að segja já. Dómhildur Jónsdóttir safnaðarsyst- ir: Ég held að það hafi batnað, en samt er ekki nóg komið. Ég er gam- all skáti og reyni ætíð að ganga vel um landið. Jóhann Hauksson trésmiður: Já, í miklum meirihluta held ég að það sé og ég er í þeim meirihluta. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Rafeindavirkjar mega fa langt frí Launþegi skrifar: Er þetta ekki að verða hlægilegt með samninga á þessum almenna vinnu- markaði hér á landi? Það er aldrei lokið svo samningum við flestalla landsmenn að ekki komi til einhvers konar „seinni verkfalla" hjá einhverj- um sérhópum fólks, sem þykist vera út undan og vill fá sérstaka samninga fyrir sig. Nú eru að koma fram á sjónarsviðið þessir sérhópar. Einn þeirra er raf- eindavirkjar. Þeir gerðu þá kröíú að ríkið semdi við Sveinafélag rafeinda- virkja um kaup og kjör. Og þeir gengu af vinnustað í sömu andrá og lokuðu svo gott sem sjónvarpi landsmanna og takmörkuðu starísemi Pósts og síma. Héðan af á ríkið að halda þeirri stefnu að líta ekki við að semja við svona sérhópa - og standa við það. Það á enginn ráðherranna að gefa eftir í þessu máli. Það er búið að semja við þorra landsmanna og þessir hópar, sem þykjast sitja eftir, geta fengið sömu launahækkanir og aðrir og sömu kjör og það er mál málanna. Að ganga af vinnustað er ekki í takt við tímann og minnir óhugnanlega á lögbrot ríkisstarfsmanna hjá ríkisfjöl- miðlunum, þegar útvarp og sjónvarp lagðist af og upp risu útvarpsstöðvar, sem landsmenn hlustuðu á meðan á neyðarástandinu stóð. Síðan voru menn dæmdir, þvers og kruss, bæði ríkisstarfsmenn og þeir sem björguðu því sem bjargað varð með því að koma upp hljóðvarpi til landsmanna hér og þar um lands- byggðina. Ef þessir menn verða ekki dæmdir fyrir lögbrot þá eru ekki allir lands- menn jafhir fyrir lögunum. Best hefði verið að láta þessa raf- eindavirkja sigla sinn sjó og leyfa þeim að yfirgefa sitt starf fyrir fúllt og allt, en dæma þá fyrir lögbrot. Þeir hljóta að geta fengið sér starf á hinum al- menna vinnumarkaði eins og aðrir. Síðan á ríkið að auglýsa eftir nýjum starfskröftum, sem sætta sig við þau kjör sem gilda á vinnumarkaðinum, og nýbúið er að semja um. Hins vegar er ekki mikils að missa þótt sjónvarpið detti út - þar er lítið afþreyingarefai. Og sjónvarp verður aldrei fræðslu- eða kennslumiðill, hvað sem menn ítreka þann mögu- leika. Nú, hvað snertir rás 2 þá er hún hvorki fugl né fiskur, mest graðhesta- músík, nema á fimmtudögum, þegar Svavar Gests er við stjómvölinn. Við höfum Keflavíkurútvarpið á kvöldin og á nóttunni og þar eru sí- fellt leikin létt og þægileg lög allan sólarhringinn. „Ég tel vÍ6t að okurlánaramir viti að með lánum sínum cfla þeir bol- magn eiturlyflasala þvi það er alveg gefið að slíkir menn skipta við vafasama lánardrottna.“ Stjómvöld á bandi glæpa- manna Þórarinn Sveinsson hringdi: Heldur þykir mér langt gengið í tillitsseminni að birta ekki nöfn þeirra manna sem stundað hafa okurlán án minnsta tillits til þess tjóns sem starfsemi þeirra hefúr í för með sér. Á sama tíma og þess- ir menn sleppa eru daglega birt nöfri þeirra sem húsin em seld ofan af á nauðungamppboðum, meðal annars vegna þessara glæpa- mannfl. Og þegar fólk veit ekki hveijir okurlánaramir em grunar það þá sem saklausir em. Ég tel víst að okurlánaramir viti að með lánum sfnum efla þeir bolmagn eiturlj’flasala því það er alveg gef- ið að slíkir menn skipta við vafasama lánardrottna. Og ég bara á ekki orð yfir það að sé ve- rið að hylma yfir með glæpamönn- um sem hagnast á sálartjóni saklauss fólks. Nú, hvað snertir rás 2 þá er hún hvorki fugl né fiskur, mest graðhestamúsík, nema á fimmtudögum, þegar Svavar Gests er við stjómvölinn. Aðgát skal höfð í nærveru hesta Jón skrifar: Það er alveg makalaust hvað öku- menn á Kaldárselsvegi geta verið tillitslausir við hestamenn og aka framhjá þeim á miklum hraða. Osjald- an hefur það gerst að steinn hefur spýst undan hjólbarða í hest eða ná- lægt honum, hann fælst og knapinn dottið af baki. Svínin virðast jafiivel njóta þess að gefa hressilega í við hlið hestsins og enn aðrir flauta óspart. Hvenær banaslys verður er einungis tímaspursmál við óbreytt ástand. Ekki hegða allir ökumenn sér á þennan máta, en nógu margir samt, og ég tel að eina Ieiðin til úrbóta sé að hefta umferð ökutækja um þennan aðalreið- veg hafnfirskra hestamanna. Mætti gera það með hliði sem læst væri um helgar öðrum en sumarbústaðaeigend- um tímabilið 15. febrúar til 15. júní ár hvert. Svo er það óaðgæsla vélhjólamanna sem ég held að stafi fyrst og fremst af þekkingarleysi. Flestir hestar skelf- ast nefnilega vélhjól og allmargir skelfast einnig reiðhjól. Af þessum sökum hefúr margur knapinn fengið byltu við að mæta vélhjóli eða við fra- múrakstur þess þó það farartæki hafi ekki verið á mjög miklum hraða. Það eru því vinsamleg tilmæli mín til vél- hjólamanna að þeir sýni fyllstu tillits- semi í námunda við reiðmenn. Græðum minna en af er látið 1287-4766 hringdi: Ég er sjómaður í Vestmannaeyjum og get ekki orða bundist vegna frétta um gámafisk þar sem skilja má sem svo að bátasjómenn stórgræði á því að selja fisk erlendis. Þetta er al- rangt og það sem sérstaklega þarf að koma fram er það að ef frystihú- sið vantar fisk þá fer okkar fiskur þangað undantekningarlaust. Það er því aðeins í þeim tilfellum þegar nóg er af fiski í frystihúsinu að við seljum erlendis. Fyrir, jú, 48 krónur kílóið, en.að frádregnum kostnaði fáum við um það bil 21 krónu fyrir kílóið, sem er mjög svipað og hér heima. Annað serr. ég vil að komi fram er það að í fæstum tilfellum vinna konur okkar í frystihúsinu en ég þykist vita að það sé trú margra sem um þessi mál hugsa að þær kvarti ekki vegna þess að mennimir þeirra séu að selja úti í löndum fyrir miklu meiri peninga. „Flestir hestar skelfast nefnilega vélhjól og allmargir skelfast einnig reiðhjól." HRINGIÐ í SÍIYLA 27022 MIL1<I KL. 13 OG 15 EÐA SKRIFIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.