Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Hermann Björgvinsson farinn til Bandaríkjanna - farbann rann út 12. mars „Það var ákveðinn ótti meðal okkar um að Hermann færi úr landi. Þetta á eftir að torvelda dómsrann- sókn og málsmeðferð alla,“ sagði Ólöf Pétursdóttir, héraðsdómari í Kópavogi. „Dómur í máli Hermanns var í sjónmáli:" Föðursystir Hermann Björgvinsson, sem kærður var fyrir okur síðastliðið haust, er farinn til Bandarikjanna ásamt fjölskyldu sinni. Flaug hann utan á laugardaginn. Samkvæmt heimildum DV hyggst Hermann setjast að í Seattle í Washington- fylki þar sem föðursystir hans er búsett. Er Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakaði mál Hermanns fór hún fram á að sett yrði farbann á Her- mann og var það gert. Farbannið rann svo út 12. mars síðastliðinn og var málið sent ríkissaksóknara: Lögmaður „Farbannið var upphaflega sett á Hermann til að tryggja að hann yrði viðstaddur rannsókn málsins. Við héldum í raun að Hermann teldi sér hag í því að vera í námunda við málið og framlengdum því ekki far- bannið," sagði Jónatan Sveinsson saksóknari í samtali við DV. „Lög- maður Hermanns (Grétar Haralds- son) ól ekki með okkur beinan ótta um að Hermann hygðist flýja land og því sáum víð ekki ástæðu til að setja hann í farbann." Að sögn Gísla Garðarsonar hjá Útlendingaeftirlitinu getur Her- mann Björgvinsson ekki dvalið nema í þrjá mánuði í Bandaríkjun- um með venjulega vegabréfsáritun ferðamanna. En frá Seattle er stutt yfir til Kanada. Vonbrigði „Mál Hermanns er þingfest og það á eftir að ganga dómur í því hvort sem Hermann verður viðstaddur eða ekki. Það getur verið ýmsum vandkvæðum bundið að fá menn framselda frá Bandaríkjunum. En ef við teljum þörf á því verður vissu- Hermann Björgvinsson, floginn ásamt fjölskyldu sinni til Seattle á fund föðursystur. DV-mynd Bjamleifur Bjarnleifsson lega látið reyna á það,“ sagði Jónatan Sveinsson saksóknari. „Við höfðum að vísu af því spumir að Hermann hefði verið að afsetja eigur sínar og það gat vissulega gefið vxsbendingu um að hann hygðist koma sér undan aðför að lögum eða þá fara úr landi. Ef til vill var það óvarlegt hjá okkur að framlengja ekki farbannið. Þetta eru mikil vonbrigði; við getum ekki annað en vonað hið hesta. Hins vegar er óvarlegt af Hermanni að treysta því að hann fái að vera í friði í Bandaríkjunum." „Fuglinn er floginn“ Samkvæmt heimildum DV eyddi Hermann Björgvinsson síðustu dögum sínum hér á landi í að inn- heimta gamlar kröfur ásamt lögmanni sínum. Þá haföi hann íhugað stofnun bílaleigu. Af því verður ekki. Eða eins og einn gam- all kunningi Hermanns sagði í samtali við I)V í gær: „Fuglinn er floginn." -EIR ^____I „Þaðvar bentamig - segir nýkjörin ungfrú Suðurnes Vestmannaeyjahöfn. Tæpum íjórðungi fiskafla í mars var landað um borð í gáma. DV-mynd GVA Fiskvinnsla í Vest- manna- eyjum: Gámamir taka nætuivinnuna „ Úrslitin komu mér mjög á óvart en ég er hins vegar mjög ánægð þótt ég sé varla búin að átta mig á því að hafa unnið þennan titil," sagði Kol- brún Jenný Gunnarsdóttir, 21. árs Keflvíkingur, sem kosin var fegurðar- drottning Suðurnesja 1986 um síðustu helgi. Hún var ein af sjö keppendum um titilinn. Keppnin fór fram á Glóð- inni í Keflavík og var húsfyllir og framkvæmdin vel heppnuð í alla staði. „Ég sé ekki eftir að hafa tekið þátt í keppninni," sagði Kolbrún Jenný. Auk þátttökuréttar í keppninni Ungfrú Ísland 1986 fékk Kolbrún 40 þúsund krónur frá Sparisjóðnum í Keflavík og ferð til Rimini frá ferða- skrifstofunni Terru. „Það var bent á mig og undirbúningurinn var ansi skammur, 3 vikur. Ég var ekki sviðs- vön, hef hvorki sungið né leikið, en samt var ég ekki kvíðin að koma fram á sundfötum eða fyrir framan allan þennan fjölda,“sagði Kolbrún. Kolbrún taldi að íþróttaiðkun frá blautu bamsbeini hefði hjálpað sér. Hún hefur keppt í knattspymu, hand- knattleik, körfuknattleik og frjálsum íþróttum. „Núna stunda ég aðeins lík- amsrækt og skokka. Hvað framtíðina áhrærir ætla ég að reyna að ljúka stúdentsprófi eins fljótt og unnt er. Hugurinn stefnir síðan í frönskunám og fatahönnun, að sjálfsögðu í Frakklandi," sagði þessi geðþekka stúlka. Hlín Hólm, sem valin var besta ljós- myndafyrirsætan, mun einnig taka þátt í keppninni Ungfrú ísland 1986. Rut Jónsdóttir var valin sú vinsæl- asta meðal keppenda. emm Fiskútflutningur í gámum samfara aflasamdrætti hefur svipt fiskvinnslu- fólk í Vestmannaeyjum nær allri yfirvinnu á þessari vertíð. Tekjur fiskvinnslustöðva hafa minnkað. Hagur útgerðar og sjómanna hefur hins vegar vænkast. Bæjarstjóm hefur ákveðið að boða hagsmunaaðila saman til fundar um málið síðar í vikunni. „Gámaútflutningurinn fór að hafa veruleg áhrif í haust. Menn sjá fram á að þetta er viðvarandi ástand," sagði Ólafur Elísson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Ef fer sem horfir er ljóst að tekjur landverkafólks fara mjög lækkandi út af styttri vinnutíma. Tekjur sjó- manna aukast vemlega á móti,“ sagði bæjarstjórinn. Að sögn Þorsteins Ingólfssonar, fulltrúa Fiskifélagsins, bárust frá ára- mótum til marsloka á land í Eyjum alls 13.477 tonn af fiski. Þar af vom 2.545 torrn flutt út í gámum eða tæp 19 prósent. í marsmánuði bámst á land 7.220 tonn. Þar af fóm 1.660 tonn út í gám- um eða 23 prósent. í marsmánuði í fyrra bámst hins vegar um 9.000 tonn til vinnslu í landi. Fiskvinnslan hefur því orðið af um 3.500 tonnum á milli áranna eða 38 prósentum. „Þrátt fyrir þetta hefur tekist að halda uppi samfelldri vinnslu," sagði Amar Sigurmundsson, skrifstofu- stjóri Samfrosts, sameiginlegs fyrir- tækis vinnslustöðvanna. „Samdrátturinn hefur komið niður á næturvinnu. Það vantar þessa toppa í vertíðina," sagði Arnar. Frysting loðnu og loðnuhrogna hjálpaði til að halda uppi mikilli vinnu í febrúar og fram í seinnihluta mars. Frá páskum hefur fískvinnslu- fólki boðist lítil yfirvinna. Á skrifstofu Fiskiðjunnar hf., eins stærsta fyrirtækisins, fengust þær upplýsingar að mjög lítil yfirvinna væri þar um þessar mundir. Á sama tíma í fyrra hefði öll kvöld verið unn- ið til klukkan 22 í fiskmóttöku og saltfiski en til klukkan 19 í vinnslu- sal. Einnig hefði verið unnið um helgar. Það er einkum bátafiskur sem flutt- ur er út í gámum. Þorsteinn Ingólfsson sagði að um 27 prósent bátaaflans væru flutt út en um 6 pró- sent togaraaflans. Frá Eyjum eru gerðir út sjö togar- ar. Vinnslustöðvar eiga fimm þeirra alveg en tvo að litlum hluta. Af þessum 2.545 tonnum, sem farið hafa út í gámum frá áramótum, eru um 700 tonn af kola, sem um fimm- falt hærra verð fæst fyrir á Bretlands- markaði. Verðmunur á öðrum fisktegundum er minni. -KMU Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir, nýkjörin ungfrú Suðurnes, fremst á mynd- inni, með 40 þúsund króna ávísun frá Sparisjóði Keflavíkur sem hún fékk ásamt öðrum verðlaunum. Hinar blómarósirnar sex sem tóku þátt í keppninni standa bak við Kolbrúnu á myndinni. DV-mynd emm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.