Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 4
DV ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Brunatjón á landinu á fjórum árum: Sex hundruð millj- ónir fuðruðu upp Stærsta brunatjón hér á landi á seinni árum varð þegar kviknaði í verksmiðjuhúsi Álafoss í Mosfells- sveit 1983. Þar varð um 70 milljóna króna tjón. Á árunum 1981 1984 kost- uðu eldsvoðar á landi og sjó yfir 600 milljónir króna á núgildandi verð- lagi. í þeim fórust 11 manns. Á þessum árum sker sig úr árið 1983 með mikil brunatjón. Þau kost- uðu um 230 milljónir. Alafossbruninn vegur þar þungt og eins brunar í frystihúsum á Hellissandi og í Kefla- vík, sem kostuðu yfir 30 milljónir króna hvor á núvirði. 1981 námu brunatjón um 107 milljónum, 1982 um 115 milljónum og 1984 155 milljónum. Það ár varð ekkert manntjón í elds- voðum hér. Þessar upplýsingar koma fram í grein Guðmundar Gunnarssonar verkfræðings, sem starfar hjá Bruna- málastofnun, í tímaritinu Sveitar- stjómarmálum. Guðmundur ber Brúðkaup 2 Það var sannkallað brúðkaup 2 í Það var séra Pjetur Maack sem Dómkirkjunni á laugardaginn. Þar gaf brúðhjónin saman og að lokinni gengu í það heilaga tvær systur og athöfn rigndi hrísgrjónunum yfir tveir starfsmenn rásar 2. Ásgeir þau. Tómasson gekk að eiga Elínu Al- Ásgeir Tómasson er umsjónar- bertsdóttur og Leópold Sveinsson maður morgunútvarps á rás 2 og gaf systur hennar, Þorbjörgu Al- Elín, eiginkona hans, gamalkunnur bertsdóttur, jáyrði sitt.. blaðamaður. Hún sinnir þó aðallega heimilisstörfum um þessar mundir þar sem þeim hjónum fæddist dóttir fyrír rúmum mánuði. Leópold Sveinsson er einnig dag- skrárgerðarmaður hjá rás 2 en rekur annars auglýsingastoíúna Augljós. Þá er hann plötusnúður í Vestmannaeyjum aðra hverja helgi. Þorbjörg kona hans starfar sem rit- ari. Hjónakomum á íslandi hefur því fjölgað um tvö. -EIR meðal annars saman brunatjón í ýms- um löndum. Þar kemur fram að þrátt fyrir dýrkeypta eldsvoða hér á landi eru brunar þungbærari flestum öðr- um þjóðum en okkur, hlutfallslega reiknað. í greininni er sérstaklega getið um stærstu brunatjón á árinu 1984. Mesta tjón á því ári varð þegar kviknaði í frystihúsinu á Raufarhöfn. Tjónið nam um 16,5 milljónum króna á nú- virði. Rafmagnsofn var orsök brun- ans. Þá varð sjálfsíkviknun í fiskimjölsverksmiðju á Suðureyri, sem kostaði um 10 milljónir þegar yfir lauk. Þriðji mesti bruninn stafaði frá Halogenperu, en þá varð um 8 millj- óna króna tjón í fiskiðjunni í Ólafs- vík. Litlu minna tjón varð í verslunum í Reykjavík, en grunur lék á um íkveikju. Og álíka varð tjónið þegar kviknaði í fiskimjölsverksmiðj- unni á Tálknafirði. Eldsupptök eru enn ókunn. Þá varð um 7 milljóna króna tjón á Selfossi, þegar plastverk- smiðja brann. Upptökin voru rakin til rafmagns. Um 5 milljónir kostaði íkveikja í prentsmiðju í Reykjavík og svipaða upphæð kostaði eldsvoði í Breiðavík- urhreppi. Um orsök þess bruna er ekki vitað. Loks braust út eldur frá eldavél og af verð 3ja milljóna króna tjón á íbúðum. Þessi atburður varð í Reykjavík. Þessir tíu stærstu brunar á árinu 1984 kostuðu í peningum 47, 4% af öllum greiddum brunatjónum á því ári. HERB Mesti bruni á seinni árum hér á landi, Álafossbruninn, kostaði um 70 milljón- ir króna, reiknað gróflega til núgildandi verðlags. í dag mælir Dagfari_______í dag mælir Dagfari________í dag mælir Dagfari Ævintýri í ökuför Það hefúr gengið á ýmsu í stúd- entapólitikinni að undanfömu. Ekki þar fyrir að nokkrum manni komið það mikið við hver er að leika sér við hvern i sandkassanum uppi í Háskóla. En þegar það dregur dilk á eftir sér alla leið upp í ríkisstjómina er rétt að staldra ögn við og reyna að sjá alvöruna í þessum sandkassa- leik. í Háskólanum hafa þijú pólitísk félög verið starfandi undanfarin ár. Fyrst er að nefna Vöku, þar sem íhaldið ræður, svo er það Verðandi, þar sem kommamir ráða, og að lok- um Félag umbótasinna, þar sem helst er að finna framsóknarmenn í sauðargærum og þá sem em pólití- skir með því að vera ópólitískir. Síðastnefnda félagið heftir haft od- daðstöðu og samið til vinstri og hægri eins og framsóknarmanna er siður. Síðastliðið kjörtímabil höfðu umbamir samstarf við íhaldið eða þangað til Sverrir Hermannsson rak framkvæmdastjórann hjá Lána- sjóðnum og hótaði niðurskurði á námslánum. Þá varð allt vitlaust í stúdentapólitíkinni, umbamir slitu samstarfinu við íhaldið og mynduðu vinstri meirihluta í stúdentaráði. Og svo var kosið og ihaldið tapaði atkvæðum og strákamir í Vöku urðu ofsareiðir og kenndu Sverri ráðherra um ófarimar. Þetta fékk svo mikið á ráðherrann að hann skrifaði Matthíasi vini sínum Morg- unblaðsritstjóra opið bréf um helg- ina og sagði meðal annars: „Ekkert af því sem ég nú hefi nefnt skiptir )jó neinu máli á borð við þá ómælan- legu óhamingju að Vökumenn í Háskólanum hafa alsaklausir misst dýrmæt atkvæði fyrir flumbrugang minn. Þú hefðir átt að heyra ekka- sogin í mér þegar ég las þessi tíðindi, Matthís.“ Þannig skiptast gamlir Vöku- staurar á samúðarkveðjum þegar þeir hafa atkvæðin af alsaklausum krökkunum í Háskólanum og ekki er óliklegt þótt Matthías hafi brostið í grát eins og Sverrir þegar fréttist af tapinu hjá Vöku. En það er hins vegar að segja af Vökumönnum að þeir dóu ekki ráðalausir þrátt fyrir tapið. Þeir buðu nokkmm stúdentaráðslimum úr Félagi umbótasinna í ökuferð um Suðurland og bfltúrinn hafði þau áhrif á umbana, að þegar í bæinn kom, frömdu þeir byltingu í félagi sínu, sögðu sig úr því, stofnuðu nýtt stúdentafélag, sem þeir kalla Stíg- andi, og sömdu siðan upp á vatn og brauð og meirihluta í stúdentaráði undir forystu bílstjórans úr Vöku. Svona eiga sýslumenn að vera og mun þetta vera í fyrsta skipti í ver- aldarsögunni, sem menn fremja byltingu í ökuferð og em áhöld um það hvomm eigi að hrósa meir, öku- manninum eða umbunum. Öku- manninum fyrir að aka sjálfum sér um Suðurland og til baka aftur og þiggja formennsku í stúdentaráði fyrir viðvikið, ellegar umbunum, sem létu segjast í hægri umferðinni. Af þessu sést að margt má læra af stúdentapólitíkinni þrátt fyrir allt. Meðan margreyndir ráðherrar lágu miður sín í ekkasogum heima hjá sér snem Vökumenn vöm í sókn í ein- um bfltúr og sannast hér hið fom- kveðna að ekki skal gráta Björn bónda. Vonandi er að ráðherrann taki gleði sina á nýjan leik og gott ef hann á ekki að skrifa Matthíasi vini sínum á Morgunblaðinu og segja honum tíðindin. Af bréfi ráðherrans má nefiiilega ráða að ritstjórinn hafi í kringum sig einhverja fimmtu her- deild sem leynir ritstjórann uplýsing- um um rétt og rangt í stúdentapólití- kinni og hvíslar illmælum í eyra ritstjórans og lesenda hans um flumbmgang í ráðherranum. Hægt er að binda miklar vonir við núverandi meirihluta í stúdentaráði. Fyrir það fyrsta ráða þar ferðinni menn sem ekki kalla allt ömmu sína og verða ekki bílveikir í bíltúmm austur fyrir fjall. Og svo er þar for- maður sem er nokkuð öruggur um meirihlutann í ráðinu meðan fært er yfir Hellisheiðina. Hann gæti meira að segja boðið ráðherranum í bíltúr þegar ekkasogin i honum em um það bil að yfirbuga hann. Spurn- ing er hvort formaðurinn eigi ekki að auglýsa reglulegar sætaferðir austur. Það mundi leysa mörg vandamálin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.