Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 8
8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Tveir FBI-erindrekar
drepnirískotbardaga
Með mannskæðustu orrustum í allri sógu alríkislögreglunnar
Meinleysisleg athugun á vegfarend-
um í kyrrlátri íbúðargötu í Miami
braust út í einn heiftugasta skotbar-
dagann í allri sögu bandarísku alríkis-
lögreglunnar (FBI). Þegar yfir lauk
lágu tveir FBI-erindrekar í valnum og
tveir bankaræningjar.
Fimm laganna varða til viðbótar
særðust og stóð þó skotbardaginn ekki
nema tíu mínútur en þá var loftið nær
mettað púðurreyk. Virtist sjónarvott-
um sem FBI-mennimir hefðu af og til
gert hlé á skothríðinni, af kvíða fyrir
öryggi vegfarenda, og þar með stofnað
lífi sjállra sín í hættu.
Bófamir em sagðir tilheyra bófa-
50 lögreglumenn með alvæpni vernda
Önnu prinsessu frá Hróa hetti Brasiliu.
Etturfyfja-
mafía
ætlaði að
ræna Önnu
Frá Gizuri Helgasyni, fréttaritara DV
i Sviss:
Hópur glæpamanna úr brasilískri
mafíuklíku ætlaði að ræna Önnu
prinsessu (35) einkadóttur Elísabetar
n. Bretadrottningar. - Á einhvem
hátt láku þessar upplýsingar frá sjálf-
um kókaínkonungi Ríó sem kallar sig
Jose Carlos dos Reis.
Meiningin var að ræna prinsessunni
þegar hún dvaldist í Brasilíu í 4 daga
um páskana og þvinga út lausnargjald
fyrir hana, enda reiknað með því að
aðstandendur væm aflögufærir.
Reyndar höfðu yfirvöld fengið nasa-
sjón af þessari áætlun í tæka tíð og
Anna prinsessa hafði alla möguleika
á að aflýsa fyrirhugaðri ferð. Hún tók
þó ekkert slíkt í mál og hélt fast við
fyrirhugaða áætlun en undir sérstakri
lögregluvemd. Að vísu var gerð breyt-
ing á heimsókninni en það var vegna
eindreginna óska frá Buckingham-
höll og bresku utanríksþjónustunni.
Yfirvöld í Brasilíu hafa einnig þagað
þar til nú um sprengjuhótun er þeim
barst við komu Önnu prinsessu á flug-
völlinn í Ríó de Janeiro, enda var þar
um gabb að ræða. Hvemig sem á því
stendur virðist einhverjum í Brasilíu
í nöp við bresku konungsfjölskylduna.
flokki, sem gjaman klæðist her-
mannafelubúningum. Þeir em
eftirlýstir fyrir árásir á brynvarðar
bifreiðir öryggisfyrirtækja (fyrir pen-
ingaflutninga) og nokkur bankarán í
Tíu stofnendur mannréttindasam-
taka „mæðranna á Maí-torgi“ í
Argentínu hafa klofið sig frá samtök-
unum vegna ósamkomulags um
hversu harða gagnrýni skuli reka gegn
stjóm Rauls Alfonsins forseta.
„Við erum ekki sammála því að
unnt sé að leggja að jöfnu einræði
herforingjastjómanna og síðan þessa
ríkisstjóm," segir Maria Adela Anto-
koletz, varaforseti mæðrasamtakanna.
Þessi mæðrasamtök urðu heimsfræg
þegar þau stóðu fyrir mótmælaaðgerð-
Suður-Flórída síðasta árið.
FBI-mennimir töldu sig sjá tvo menn
í bíl, sem svipaði til þessara eftirlýstu,
og reyndu að stöðva bílinn. Þá varð
allt vitlaust.
um á Maí-torginu í Buenos Aires til
þess að fylgja eftir kröfum um rann-
sóknir á hvörfum ástvina þeirra í
„skítuga stríðinu" sem stjómarherinn
rak gegn vinstrisinnum á síðasta ára-
tug.
Alls hurfu um 9000 manns en vitað
er um margt af því fólki að það hafði
síðast sést í haldi hjá her eða lög-
reglu. - Slík mótmæli þóttu þá næsta
ólíkleg til árangurs og jafnvel hættu-
leg þátttakendum.
Það hefur aðeins þrívegis áður í sjö-
tíu ára sögu FBI skeð að tveir FBI-
erindrekar hafi fallið í einu í viðureign
við bófa. Og aldrei fyrr hafa jafn-
margir legið eftir særðir.
í hópi þessara tíu, sem nú, eftir
margra mánaða stælur innan hreyf-
ingarinnar, hafa sagt sig úr henni, er
Hebe de Bonafini sem hefur stýrt
„mæðmnum" frá því 1979. Hún hefur
hvatt til allsheijarverkfalla gegn
stjóm Alfonsins vegna óánægju með
hve margir foringjar hersins voru
sýknaðir af ábyrgð á mannshvörfun-
um þótt níu væm dæmdir. Við réttar-
höldin gerði hún uppistand til að
mótmæla að „glæpamönnum" væri
aftur sleppt lausum.
Simone
de Beauvoir
andaðist
í gær
Andlát heimspekingsins og skáld-
konunnar Simone de Beauvoir í gær
nær, nákvæmlega sex árum eftir fráf-
all lífsfömnautar hennar, Jean-Paul
Sartre, þykir marka endi þess skeiðs
í frönsku menningarlífi sem ól af sér
tilvistarstefnu, bítnikka og jafnréttis-
hreyfingu kvenna.
Beauvoir var 78 ára að aldri þegar
hún andaðist í gær og lét eftir sig
mikið starf, 25 bækur og heimspeki-
verk og lífstíðarþátttöku í stjóm-
málum.
Sartre andaðist 15. apríl 1980 en þau
bjuggu í óvígðri sambúð í nær aldar-
fjórðung með því að þau litu á
hjónaband sem úrkynjað smáborgara-
legt fyrirbæri.
Framlags Beauvoirs til jafnréttis-
mála kvenna verður lengi minnst af
bók hennar frá 1949 „Le deuxieme
sex“ þar sem hún útmálaði atferli rem-
busvína. Löndum sínum var hún tákn
kaffihúsamenningarinnar sem fyrst
upp úr stríðslokum var sá akur er
menningarlif Frakka spratt upp úr.
Þau Sartre og Beauvoir höfðu farið
þar í fylkingarbrjósti. Tilvistarheim-
speki þeirra boðaði frelsi einstaklings-
ins til þess að velja og hafha og gera
sem honum sýndist. Ritverk Beauvoir
vom þýdd á átján tungumál.
„Árásin réttmæt"
- segir leiðari New
York Times í morgun
„Bandaríkin hafa refsað Gaddafi
Líbýuleiðtoga á varlegan og rétt-
mætan hátt i réttu hlutfalli við gerðir
hans,“ sagði í leiðara dagblaðsins New
York Times í morgun.
Hrósaði blaðið Bandaríkjastjóm
fyrir að hafa haldið rétt á málunum
fyrir árásina, þar á meðal fyrir ákvörð-
un sína að biða eftir staðfestingu á
þeim sönnunargögnum er til staðar
voru um meinta aðild Líbýumanna að
nýlegum hryðjuverkum í Evrópu.
Segir blaðið að þótt vænta megi enn
frekari átaka í kjölfar loftárásarinnar
í nótt muni „ótti um slíkt víkja fyrir
þeirri beinhörðu staðreynd að sjá rétt-
lætinu framfylgt".
Vitnar gegn mafíunni
Salvatore Contomo, meðal vitna
gegn mafíunni í réttarhöldunum
stóru í Palermo yfir 470 mafíubóf-
um, greindi frá því hvemig hann
hefði sloppið lífs úr fyrirsát sem
mafían gerði honum. - Hann settist
í vitnastúkuna, öflugt búr úr skot-
heldu gleri, á eftir Tommaso
Buscetta, fyrrum mafíuforingja,
sem snúist hefur til vitnis gegn
glæpaklíkunni.
Salvatore var tengdur mafíunni
þegar hann var á Sikiley árin sem
blóðugastar erjur vom þar innan
mafíunnar og er talinn vera eini
maðurinn sem þar hefur sloppið
lífs úr fyrirsát sem mafían hefur
gert þeim er hún vill feigan.
Tilræðið var 1983 þegar hann var
að aka með níu ára vin sonar sfns.
{ ökuferðinni gerði hann sér allt í
einu grein fyrir hvað var í uppsigl-
ingu þegar hann bar kennsl á hina
og þessa mafíubófa á leiðinni. Þar
af einn á svölum húsbyggingar með
labb-rabbtæki í hendi. Þegar hann
kom auga á bifhjól og einn ill-
ræmdasta böðul mafíunnar, Pino
Greco að nafni, sitjandi aftan við
ekilinn varpaði hann sér yfir litla
drenginn en kúlnagusan úr hríð-
skotabyssu Grecos missti marks.
Sjálfur segist Salvatore hafa
gripið til skammbyssu sinnar og
komið nokkrum skotum á Greco,
sem féll við kúlnahöggin af bif-
hjólinu en varð ekki meint af vegna
þess að hann hefur að líkindum
verið í skotheldu vesti. Komst
Greco upp á bifhjólið aftur og und-
an.
Salvatore varð, eins og Buscetta,
undir í mafíustríðinu og urðu báðir
að flýja Sikiley. Buscetta flúði til
S-Ameríku en sneri aftur til að
vitna gegn mafíunni þegar blóð-
hefndinni var snúið upp á bræður
hans og fyrri vini. Báðir hafa þeir
einnig borið vitni í Bandaríkjunum
gegn mafíunni þar en samstarf er
með yfirvöldum Italíu og Banda-
ríkjanna í herferðinni gegn maf-
íunni.
Fangi hjá indíánum
Miskito-indíánar í fjöllunum í
norðausturhluta Nicaragua rændu í
síðasta mánuði skógfiæðingi frá
Kólombíu og með honum starfs-
manni sandinistastjómarinnar.
Talið er að fangamir hafi verið flutt-
ir til leynibúða gagnbyltingarmanna
inni í Hondúras. Aðstandendur
Kólombíumannsins hafa leitað liðs
hjá alþjóðlegum mannréttindasam-
tökum til milligöngu um að fá hann
látinn lausan.
stjómina um misrétti og ofsóknir
gegn indíánum og indíánamenningu.
Margir indíánanna hafa flúið til
Hondúras en aðrir hafa lagst í
skæmhemað með gagnbyltingar-
mönnum („contras") sem njóta
Miskito-indíánar saka sandinista- stuðnings Bandaríkjastjómar.
■ J/
Ví‘
Óeining meðal torgmæðra