Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 28
Sviðsljós
Sviðsliós
Sviðsljós
Bam
eða...?
Birgitte Nielsen er vin-
sælt umfjöllunarefni
vestra og fjölmiðlar þar
segja hana óða í barn-
eignir með Sly sínum.
Vöðvabúntið verst með
kjafti og kfóm og þegar
síðast fréttist hafði
dönsku ljóskunni ekki
tekist að kreista neitt úr
honum Sly ennþá.
Sarah og hennar fyrrverandi
Fyrrverandi elskhugi
Söruh Ferguson er að sögn
einn þeirra sem ekki fá
boðsmiða í breska brúð-
kaupið sem haldið verður á
komandi sumri. Hann heit-
ir Kim Smith-Bingham og
er alls ekki draumagæinn
í augum flestra sómakærra
verðandi tengdamæðra.
Bingham er talsvert eldri
en Sarah og þekktur fyrir
villt kókaínsamkvæmi
meðal betri borgaranna.
Þessi fortíð er því ekki það
besta fyrir verðandi prins-
essu og Bingham flokkaður
sem vont mál í höllinni.
Og ekki er elskhuginn neinn súper-
gæi, mun eldri og gersamlega laus
við alla reglusemi.
Ólyginn
sagði...
Sarah
Ferguson
verður sífellt öruggari i sam-
skiptum við fjölmiðla. Hún
hefur líka Diönu prinsessu
sem sérlegan ráðgjafa, en
sagan segir að Di hafi verið
falið áð gera úr Fergie al-
vöruprinsessu sem allra
fyrst.
Annifrid
^ Lyngstad
fyrrum ABBAmeðlimur hef-
ur ákveðið að taka sér langt
hlé frá skemmtibransanum.
Það hefur reyndar Agnetha
Fáltskog gert fyrir nokkru og
báðar neita því staðfastlega
að það hafi einhver tengsl
við það að plötur beggja hafa
selst mjög treglega.
Útgefandi
Hustlersmeð
Frá Gizuri í. Helgasyni, Zurich:
Althea Flint (36 ára), útgefandi tíma-
ritsins Hustlers, sem talið er með því
djarfara í tímaritum í Bandaríkjunum,
þjáist af ónæmistæringu.
f þrjá mánuði hefur frúin algjörlega
dregið sig í hlé og vill hvorki sjá vini
sína né heyra. Hún dvelst ei heldur í
lúxusíbúð sinni í Beverly Hills, heldur
ferðast nú um hálfan hnöttinn til þess
að finna lækni sem getur bjargað lífi
hennar. Kunnugir segja að frúin hafi
elst um 30 ár á örfaum vikum. Sérfi-æð-
ingar í París, San Francisco, Mexico
City eða Santa Monica hafa ekkert
getað gert fyrir Altheu.
í annað skipti á 10 árum hefur Flint
fjölskyldan nú orðið illilega fyrir barð- ■
inu á örlögunum. Fyrir 10 árum var
maður Altheu, sem er meðútgefandi
hennar að tímaritinu, skotinn niður af
trúarofstækismanni og hefur verið
bundinn við hjólastól æ síðan. Hann
hafði þá nýlega verið sýknaður af
bandarískum dómstól af þeirri ákæru
að hafa brotið bandarísk siðgæðislög.
Liz Taylor
á í stöðugt meiri erfiðleikum
með að halda pjötlunni á sín-
um stað. Playboy á þá ósk
heitasta að geta birt myndir
af frúnni klæðlausri og upp-
hæðirnar sem í boði eru
veröa sífellt ómótstæðilegri.
Joan Collins er nú þegar orö-
in blágræn af öfund og
blóðlangar í fleiri seðla.
Julian Lennon
er að senda frá sér aðra plöt-
una og ber hún nafnið Stick
Around. Hann verður með
hljómleika í Kaupmannahöfn
í tengslum við útkomuna og
dagsetningin í Höfn er 27.
apríl næstkomandi.
Sumum konum - og mönnum - finnst gott
að hafa sæta, mjúka ketti til að strjúka en
Stefanía Powers vill hafa kettina í stærra
lagi, helst mörg hundruð kílóa tígrisdýr.
Hún helgar líf sitt náttúruvemd og rekur
búgarð í Kenýa sem enginn annar en Will-
iam gamli Holden ánafnaði henni.
Video-
stjömur
Poppstjörnurnar David Lee
Roth og Madonna fylla flokk
þeirra hljómlistarmanna
sem talið að þeim væri síður
en svo hætta búin af því að
nýta leiklistina í sína þágu.
Nýta hana reyndar út í ystu
æsar og nú er svo komið að
þau tvö eru súperstj örnur í
videoheiminum.
Vafásamur
vinskapur