Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd LOFTARAS Bandarískar herþotur vörpuðu í nótt sprengjum á skotmörk í tveim aðalborgum Líbýu, þar á meðal einn af dvalarstöðum Muammars Gaddaf- is, leiðtoga Líbýu. Sagði Reagan forseti árásina vera svar við „ógnar- stjórn" libýska leiðtogans. Caspar Weinberger varnarmála- ráðherra sagði að einnar bandarískr- ar sprengjuflugvélar frá herstöð í Bretlandi væri saknað eftir árásina á höfuðborgina Trípólí og borgina Benghazi. - Líbýu-útvarpið greindi frá því að ættmenni Gaddafis sjálfs hefðu særst í árásinni en þrjár bandarískar þotur hefðu verið skotn- ar niður og flugmenn þeirra drepnir af borgurum Líbýu. Weinberger sagði að meðal skot- marka hefðu verið Azizieh-herskál- arnir utan við Trípóli þar sem Gaddafi ofursti býr oft í stóru tjaldi. Sannanir fyrir hryðjuverkum Líbýu „í dag höfum við gert það sem við neyddumst til að gera. Ef nauðsyn krefur munum við gera það aftur,“ sagði Reagan forseti í ávarpi sem sjóvarpað var kl. 21 að bandarískum tíma i gærkvöldi. - Hann sagði að óhrekjanlegar sannanir lægju fyrir því að Líbýa bæri ábyrgðina á sprengjuárásinni í diskótekið í V- Berlín 5. apríl þar sem bandarískur dáti og tyrknesk kona létu lífið en yfir 230 særðust, þar á meðal 50 Bandaríkjamenn. „Sannanir okkar eru beinar, ná- kvæmar og óhrekjanlegar," sagði forsetinn. Kvað hann þær vera frá 25. mars þegar Líbýa hefði gert er- indrekum sínum í A-Berlín orð um að baka Bandaríkjamönnum hið mesta tjón. Sovétmönnum gert viðvart um árásina George Shultz utanríkisráðherra sagði fréttamönnum eftir ávarp for- setans að sendiráðsritara Sovét- manna í Washington hefði verið skýrt frá árásinni þegar hún var að hefjast og honum gerð grein fyrir að hún beindist ekki að Sovétmönnum. - „Honum var gerð grein fyrir sönn- unum okkar og að árásin beindist gegn líbýskum hryðjuverkaöflum," sagði hann. Reagan kallaði síðasta hryðjuverk Libýumanna, sprengjuárásina á diskótekið „villidýrslega grimmd". , T„ LIBYU ríkja Efnahagsbandalags Evrópu um að banna sölu vopna til Líbýu og að takmarka ferðir líbýskra diplómata og Líbýumanna yfirleitt í löndum þeirra. Fram kom hjá Weinberger varnar- málaráðherra í svörum við fyrir- spurnum blaðamanna að Banda- ríkjastjórn hefði fengið leyfi Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, til þess að hefja árásina þaðan. Frakklandsstjórn hafði hins vegar synjað leyfis fyrir árásarvélarnar að fljúga yfir Frakkland og lengdi það flugleiðina um 2.500 mílur. Þurfti oft að bæta á þær eldsneyti á leiðinni. 4C a Bandarískar F-lll orrustu-sprengju- * flugvélar á bandarískum herflugvelli í Heyford fyrir vestan London í gær skömmu áður en flugsveit þeirra lagði af stað i árásarferðina til Líbýu. Alls tóku 18 F-lll flugvélar þátt í árá- sinni auk sprengjuvéla frá flug- móðurskipum undan Líbýuströnd- um. Bandaríkjamenn sögðu í morgun að einnar F-lll vélar væri saknað. Símamynd Polfoto í morgun. Greindi hann frá því að Bandaríkja- menn hefðu einnig náð orðsendingu frá hryðjuverkamönnunum þar sem þeir greindu yfirmönnum í Líbýu frá því að þeim hefði tekist ætlunarverk- ið 5. apríl. Kvað hann Gaddafi hafa reiknað með því að Bandaríkjastjórn mundi halda að sér höndum en „hann reiknaði skakkt!“ Hófu árásina frá Bretlandi Weinberger sagði að átján F-lll þotur hefðu flogið frá Bretlandi yfir Atlantshafið og Miðjarðarhafið til árásarinnar en þær hefðu forðast að fljúga yfir meginland Evrópu. Þær fengu eldsneyti á leiðinni úr skipum sem sömuleiðis hafa bækistöðvar í Englandi. Samtímis héldu fimmtán A-6 og A-7 herþotur frá flugmóður- skipum Miðjarðarhafsflota Banda- ríkjamanna, „America" og „Coral Sea“ uppi árásum á herbækistöðvar og þjálfunarbúðir hryðjuverka- manna í nágrenni Benghazi. Aðal- lega var beitt 225 kg og 800 kg sprengjum sem stýrt er með laser- geislum. - Weinberger greindi frá því að auk árásanna á Azizieh-herskál- ana hefðu F-lll herþoturnar gert árásir á þrjá flugvelli og þjálfunar- búðir. Fleiri hryöjuverk í bígerð? Reagan hélt því einnig fram í ávarpi sínu í nótt að sannanir væru fyrir því að Líbýa fyrirhugaði fleiri árásir á bandarískar byggingar, diplómata og jafnvel ferðafólk. Ný- lega hefðu Bandaríkjamenn og Frakkar í sameiningu komist fyrir áætlanir um fjöldamorð á borgurum sem biðu vegabréfsáritunar hjá bandarísku sendiráði. Bandarískir embættismenn fögn- uðu í gærkvöldi ákvörðun aðildar- BILASALAN BUK Skeifunni 8 Sim?* •-64-77. Jákvæð viðbrögð íUSA MMC Pajero Diesel, árg. 1983, ekinn 70.000 km. Góður bíll. Verð kr. 530.000.- Ath. skuldabréf, skipti á ódýrari. Halldór Valdimarsson, fréttaritari DV í Bandaríkjunum: Viðbrögð Bandaríkjamanna við loft- árásunum á Líbýu í gærkvöldi voru blendin en að miklum meirihluta já- kvæð. Virtist ráðandi viðhorf vera að Reagan hefði loks sýnt að hann væri sterkur forseti sem væri reiðubúinn til að beita sér til verndar bandarískum borgurum og hinum frjálsa heimi. Meðal ánægjuraddanna voru nokkr- ar er töldu rétt að standa að baki forsetanum án þess að vilja í raun réttlæta aðgerðimar. Telja gagnrýn- endur loftárásanna þær alls ekki ná tilgangi sínum því þær muni fremur auka stuðning við Gaddafi og leiða til frekari hryðjuverka en hins gagn- stæða. Einn helsti sérfræðingur Bandaríkj- anna um málefni Líbýu, Henry Schuler, sagði í gærkvöldi að aðgerðir þessar myndu gera meira ógagn en gagn. Myndu þær verða til þess að Gaddafi yrði enn styrkari í sessi innan Líbýu og jafnframt myndu leiðtogar annarra arabaríkja fylkja liði um hann. Einn af þingmönnum demókrata dró einnig í efa lögmæti þessara aðgerða. Taldi hann uggvekjandi að bandarísk stjórnvöld væru með þessu að vinna utan alþjóðalaga og kvað slíkt geta haft hættulegar afleiðingar. „Blóðugur glæpur“ - segir Tass Sovéska Tass fréttastofan gagnrýndi aðgerðir Bandaríkjamanna í Líbýu harðlega í morgun og lýsti loftárásinni sem enn einum „blóðugum glæp“; Bandaríkjastjómar er ætlað væri að hræða kjarkinn úr líbýsku þjóðinni. Tass sagði að Bandaríkjastjórn beitti nú sömu aðferðum gegn Líbýu og not- aðar vom í Víetnam á sjötta og sjöunda áratugnum og í Nicaragua og Afganistan í dag. Tass sagði ennfremur að aðgerðir Bandaríkjamanna staðfestu það enn frekar að stjómvöld í Washington hik- uðu ekki við að beita vopnavaldi til að ná fram stjómmálalegum markmið- mn sínum. Mir-Hossein Mousavi, forsætisráð- herra Irans, fordæmdi loftárás Bandaríkjamanna í nótt og sagði að með henni hefði Bandaríkjastjórn fyr- irgert áframhaldandi öryggi þegna sinna og stofnana í heimi múhameðs- ' trúarmanna. „Hinir einu sönnu hemidarverka- menn í heiminum í dag em Banda- ríkjamenn og Reagan forseti þeirra," sagði Mousavi. Stjómvöld í íran sögðu í morgun að þau myndu aðstoða Líbýustjóm á hvem þann hátt er þau gætu eftir ár- ásina og að árás á Líbýu væri jafn- framt skoðuð sem árás á íran. M-Benz ZHU st, arg. 1983, einn af af fallegri Benz- um bæjarins. Höfum kaupanda að M-Benz 230 E, árg. 1983-84, gegn staðgreiðslu. Einnig vantar allar tegimdir af bílum á söluskrá. œ BÍLASALAN BUK Skeifunni 8 Sími 68-64-77.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.