Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRlL 1986.
„Lánaði
honum
þýsk
■ ii
mork
- segir stjúp-
móðir Hermanns
Björgvinssonar
„Já, Hermann fór ásamt fjölskyldu
sinni til Bandaríkjanna um helgina.
Ég lánaði honum nokkur þúsund
mörk sem ég átti í fórum mínum,"
sagði Anette Hermannsson. stjúp-
móðir Björgvins Hermannssonar, í
igpttali við DV í gær. Anette er af
pyskum ættum.
„Ég er þess fullviss að Hermann
snýr áftur heim. Hann kemur aftur
þegar þýsku mörkin eru á þrotum.
Hvenær það verður veit ég hins vegar
ekki.“
Kr hann ekki að flýja land?
„Nei. það er af og frá. Hermann er
bara að hvíla sig. Þetta mál hefur
tekið á taugarnar og strákurinn verð-
ur að slappa af. Hann gat hvort sem
er ekkert aðhafst hér á landi eins og
stendur," sagði Anette Hermannsson.
^_________________________
Sami kvóti
„Það eru engar vísindalegar upp-
götvanir sem gefa tilefni til þess að
auka þorskkvótann á þessu ári. Ég
mun því ekki leggja til aukningu á
ríkisstjórnarfundi í dag,“ sagði Hall-
dórÁsgrímsson sjávarútvegsráðherra
við DV í morgun.
Hafrannsóknarstofnun kynnti í gær
ráðherra og hagsmunaaðilum niður-
stöður sínar á stofnstærðarmælingum
á þorski og taldi ekki ástæðu til þess
að breyta fyrri tillögum um veiðar á
árinu.
„Ástand þorskstofnsins er þó all-
þokkalegt en frá því að ákvörðun var
^Jjin um áramótin um heildarafla
nafa flestir valið sóknarmarksleiðina.
Það þýðir auðvitað að skipin hafa
aukið afla sinn heilmikið. Heildar-
þorskaflinn getur því aukist frá
300.000 tonnum, eins og lagt var til
um áramótin að hann yrði, og upp í
350.000 tonn,“ sagði Halldór Ásgríms-
son. -KB
Geriö verösamanburö
og pantiö
úr
ga&S&im mi-MrnM
LOKI
Má ekki leysa þetta með
einvígi Gaddafis og kúrekans
í Hvíta húsinu?
Amarfíugsþota á Trípófífíugvetti:
Vöknuðu við
loftárásina
Átta starfsmenn Arnarflug$ eru Sigurðsson, deildarstjóri erlendra ar við töluðum við þá. Þeir eru
staddir í Líbýu. Símasamband náð- verkefna Amarflugs. ekkert á ferli. Við ætlum að sjá til
ist við þá um klukkan hálfátta f íslendingarnir eru á hóteli um sjö hvemig málin þróast. Það er áætlun
morgun eftir nokkra erfiðleika. kílómetra fyrir utan Trípólí, höfuð- til Amsterdam í dag,“ sagði Halldór.
borg Líbýu. Boeing 707 þota Arnarflug er með samning til
„Þeir sáu þetta í fjarlægð. Þeir Amarflugs er á Trípólíflugvelli. ágústloka um matvælaflutninga
vöknuðu við hávaðann, sáu elda og Sagði Halldór að flugvöllurinn milli Líbýu og Evrópu og Tyrk-
annað slíkt. Þcir sáu sprengjublossa hefði ekkert skemmst. lands.
í borginni sjálfrí,“ sagði Halldór „Þeirvoru afskaplega rólegirþeg- -KMU
Fréttaritarinn okkar á Selfossi, hún Regina Thorarensen, lyfti sér heldur betur upp i gær. Hún fór
að vísu ekki í andlitslyftingu heldur andlitssnyrtingu. Er ekki annað að sjá en að vel fari um hana
á bekknum hjá Erlu Þorsteinsdóttur. Myndin er að sjálfsögðu tekin á Selfossi. -jss/Dv-mynd Kristián
Veðrið á morgun
Nokkuð
hlýnar
í veðri
Veður fer nokkuð hlýnandi á
morgun, þó verður áfram frost á
Norður- og Austurlandi en frost-
laust fyrir sunnan og vestan.
Vindátt verður norðaustlæg á aust-
an- og norðaustanverðu landinu en
suðaustlæg á Suður- og Vestur-
landi.
Búast má við éljum fyrir sunnan-
og vestanverðu landinu en úrkomu-
laust verður annars staðar.
Kjötmálið
„Við gerum
ekkert
ef eng-
inn kærir“
- segir Þórður
Bjömsson
ríkissaksóknari
„Það hefur enginn kæra komið til
okkar. Við gerum ekkert nema að til
okkar komi eitthvert áþreifanlegt
dæmi um slík vörusvik,“ sagði Þórður
Björnsson ríkissaksóknari er hann
var spurður um það hvort hann ætl-
aði að láta það afskiptalaust að
kýrkjöt væri selt sem nautakjöt í
búðum.
„ Ef fólk vill kæra eitthvert ákveðið
tilfelli slíkra vörusvika þá á kæran
að ganga fyrst til rannsóknarlögregl-
unnar. Almennt umtal nægir ekki til
kæru af okkar hálfu,“ sagði Þórður.
-En nú hafa kaupmenn viðurkennt
að þeir selji kýrkjöt sem nautakjöt
og söluskýrslur hjá afurðasölunum
sýna að kaupmenn kaupa heilmikið
af kýrkjöti?
„Ég hef ekki séð eða lesið um neina
viðurkenningu í þessu efni,“ sagði
Þórður. -KB
Nýtt húsnæðislánakerfi:
Greiðslubyrði
lækkar stórlega
í morgun fjallaði ríkisstjómin um
frumvarp sem samið hefur verið í
samræmi við samkomulag það sem
aðilar vinnumarkaðarins og ríkis-
stjómin gerðu um breytingar á
tilhögun húsnæðislánakerfisins.
Stefnt er að því að afgreiða frum-
varpið fyrir þinglok og að nýju
reglurnar taki gildi 1. september.
Frumvarpið er í samræmi við sam-
komulagið sem gert var í febrúar.
Lánað verður í hlutfalli við kaup líf-
eyrissjóðanna á skuldattféfum
Húsnæðisstofhunar. Samkvæmt því
geta nýbyggingarlán tvöfaldast frá
núverandi fyrirkomulagi. Hæst verða
þau 2,1 milljón. Lán fyrir eldra hús-
næði þrefaldast og geta hæst orðið
1,47 milljónir.
Greiðsiubyrði samkvæmt þessu
nýja kerfi verður mun minni sam-
kvæmt þessu nýja kerfi fyrstu af-
borgunarárin. Fyrsta ársútborgun af
2,1 milljón króna nýbyggingarláni
verður t.d. 73,5 þúsund krónur. Ef
sama upphæð er tekin núna er fyrsta
afborgun hins vegar rúmar 200 þús-
und krónur. Þá er miðað við rúmri
miiljón frá Húsnæðisstofnun, 500 þús-
und úr lífeyrissjóði og 550 þúsund
króna bankaláni. -APH
Norskur togari
tók niðri
í ísafjarðarhöfn
Norski rækjutogarinn Ole
Nordgárd frá Tromsö tók niðri í höfn-
inni á ísafirði í gærkvöldi kl. 21. Það
var að falla að þegar óhappið gerðist.
Rækjutogarinn Hafþór náði Ole
Nordgárd af strandstað um kl. 22.30,
eftir að hafnsögubátur var búinn að
koma togvírum á milli togaranna.
Það urðu ekki miklar skemmdir á
norska togaranum, sem heldur til
veiða í dag. -SOS