Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Blaðsíða 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR 16. APRlL 1986.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
• Steinar Birgisson Víkingur reynir skot að marki FH-inga í Hafnarfirði í
gærkvöldi. Guðmundur Beinteinsson FH-ingur til varnar.
DV-mynd Brynjar Gauti.
Francis fékk
afmælisgiöf
-valinn í enska landsliðið á ný
Trevor Francis, sem leikur með
Sampdoria á ítaliu, fékk óvænta af-
mælisgjöf þegar hann var valinn á
ný í enska landsliðshópinn gegn
Skotum 23. apríl nk. í gær. Hann hef-
ur nú möguleika á að komast í
HM-hóp Englands. Bobby Robson
valdi 21 leikmann og kom ekkert á
óvart nema val Francis sem verður
32 ára á laugardag. Steve Hodge og
Gary Stevens, Tottenham, halda sæt-
um sinum svo og Gary Bailey þó hann
hafi ekki leikið í aðalliði Man. Utd
síðustu vikurnar. Everton á flesta
leikmenn í hópnum eða fjóra, Reid,
Stevens, Lineker og Steven. Dave
Watson, Norwich, var valinn í stað
Alvin Martin, West Ham, sem ekki
getur leikið.
Alex Ferguson, skoski landsliðsein-
valdurinn, hefur einnig valið sinn
landsliðshóp. Tíu leikmenn af 21 leika
ekki með skoskum liðum. Allir
framlínumennirnir leika á Englandi,
Dalglish, Nicholas, Sharp og Speedie.
Liverpool-leikmennirnir Nicol og
Hansen eru í hópnum, Albiston og
Strachan, Man. Utd. Graeme Sou-
ness verður fyrirliði.
hsim
Slagsmál í Leicester
þegar QPR vann oruggan sigur, 4-1
Frá Sigurbirni Adalsteinssyni, frétta-
ritara DV í Englandi:
QPR lék sinn áttunda leik í röð án
taps í gærkvöldi er liðið vann öruggan
sigur á Leicester á Filbert Street í 1.
deild ensku knattspyrnunnar. Lokatölur
urðu 14 eftir að QPR hafði haft 12 yfir
í leikhlói.
Það voru þeir Martin Allen, Gary
Bannister, Mike Robinson og John
Byrne sem skoruðu mörk QPR en eina
mark heimamanna skoraði Kevin McAl-
lister úr vítaspyrnu.
Tveir leikmenn voru reknir af velli
fyrir slagsmál í fyrri hálfleiknum. Það
voru þeir Steve Lynex hjá Leicester og
Martin Allen sem létu hnefana tala.
-fros
- Islandsmeistaramir tryggðu sér sæti í úrslitaleik bikarsins í handknattieik með sigri á FH í gærkvöldi. 23-21
Islandsmeistarar Víkings í hand-
knattleik tryggðu sér sæti í úrslitum
bikarsins fjórða árið í röð í gær-
kvöldi. Frábær árangur en leikur
liðsins i gærkvöldi gegn FH var þó
alls ekki einn af betri leikjum liðsins.
Víkingur sigraði 23-21 eftir að staðan
hafði verið 10-7 í leikhléi, Víkingi í
hag.
Hann var ekkert sérlega burðugur
sóknarleikurinn hjá liðunum í gær-
kvöldi. Varnarleikurinn aðalsmerki
liðanna lengst af. Víkingar byrjuðu
betur og náðu þrívegis tveggja
marka forskoti. FH-ingar náðu að
rétta sinn hlut og tvívegis var jafnt
á tölum í hálfleiknum, 6-6 og 7-7,
en munurinn varð þrjú mörk í leik-
hléi. I síðari hálfieiknum brúuðu
FH-ingar bilið niður í eitt mark, 9-10
og 13-14, en alltaf svaraði Reykja-
víkurliðið fyrir sig. Þegar staðan var
■ 14—15 var tveimur Víkingum vikið
af leik-velli af frekar slökum dómu-
rum, Rögnvald Erlingssyni og
Gunnari Kjartanssyni. Átta mínútur
voru þá til leiksloka en reynslulítið
lið FH náði ekki að nýta sér liðsmun-
inn. Víkingar skoruðu þrjú. mörk
gegn aðeins einu marki FH á þessum
kafla og möguleikar FH um bikar á
árinu voru því fyrir bí.
Páll Björgvinsson var mest ógn-
andi allra útileikmanna Víkings en
Steinar Birgisson og Guðmundur
Guðmundssoon komust einnig
þokkalega frá sínu. í markinu stóð
Kristján Sigmundsson og hann brást
ekki liði sínu frekar en svo oft áður.
Fyrrum Islandsmeistarar FH máttu
illa við því að missa Þorgils Óttar
út úr liði sínu vegna meiðsla fyrr í
vetur. Liðið vantaði greinilega kjöl-
festu í þessum leik en einstaklings-
framtak þeirra Héðins Gilssonar,
Guðjóns Ámasonar og Óskars Ár-
mannsonar hélt þeim á floti í þessum
leik.
Mörk Víkings: Páll 10/5, Steinar
5, Guðmundur G. 4, Karl Þráinsson
2, Hilmar Sigurgíslason og Guð-
mundur Albertsson 1.
Mörk FH: Héðinn 5, Óskar 5/2,
Guðjón 4, Guðmundur Beinteinsson
3, Stefán Kristjánsson 2, Valgarður
Valgarðsson og Peter Peterssen 1.
„Kraftaverk að komast í
úrsHtakeppnina og sigra“
-segir Þorbergur Aðalsteinsson, leikmaður og þjatfari SAAB.
Grfuriegur fögnuður í Linköping
Frá Gunnlaugi A.Jónssyni, frétta-
manni DV í Svíþjóð.
„Það var gífurleg stemmning hér í
Linköping þegar leikmenn SAAB-
liðsins komu frá Gautaborg eftir að
hafa tryggt sér sæti í Allsvenskan
með sigri á Frölunda. Kampavínið
flaut og okkur voru færðir blóm-
vendir. Mikill mannfjöldi við íþrótta-
höllina og eftir athöfnina þar bauð
borgarstjórnin leikmönnum í matar-
veislu,“ sagði Þorbergur Aðalsteins-
son, leikmaður og þjálfari SAAB,
þegar ég ræddi við hann í gær.
Þorbergur var að vonum mjög án-
ægður með árangur liðsins. Þegar
hann tók við þjálfun liðsins í vetur
var það í 4.-5. sæti í sínum riðli í 1.
deildinni. Sigraði þar og komst því í
úrslitakeppni sex liða um þrjú sæti
í Allsvenskan, sænsku úrvalsdeild-
inni.
„Það var nánast kraftaverk að
komast í úrslitakeppnina hvað þá að
sigra í henni. Það eru tvö blöð gefin
út hér í Linköping og bæði lögðu
forsíðurnar alveg undir sigurinn í
Gautaborg, sigurinn í úrslitakeppn-
inni og sætið í Allsvenskan. Það má
segja að nær allir íbúar Linköping
hafa lifað og hrærst í handbolta síð-
ustu vikurnar. Stemmningin er
ótrúleg og leikmenn liðsins hafa no-
tið þess.
Ég leik með SAAB tvö ár í viðbót,
• Þorbergur Aðalsteinsson.
- hef samið um það. Vil hins vegar
helst losna við að þjálfa leikmenn
liðsins. Stefni á að komast í háskól-
ann hér í Linköping í rekstrarhag-
fræði,“ sagði Þorbergur.
Það var mikil spenna í leiknum í
Gautaborg við Frölunda. SAAB gekk
ekki nógu vel í fyrri hálfleiknum,
dómararnir talsverðir „heimadómar-
ar“ framan af en það lagaðist þegar
á leið. Um tíma var Frölunda, sem
fyrir leikinn var í efsta sæti í úrslita-
keppninni, fjórum mörkum yfir.
Staðan í hálfleik 13-10 fyrir Frö-
lunda. Þá komu þær fréttir að H-43
væri að sigra Cliff í úrslitakeppninni
svo útlitið var allt annað en bjart
fyrir leikmenn SAAB. Þeir urðu að
minnsta kosti að ná stigi úr leiknum
til að komast í Allsvenskan. í síðari
hálfleiknum tóku þeir sig heldur bet-
ur á. Sneru leiknum sér í hag og
sigruðu með þriggja marka mun, 19-
22. Þar með var efsta sætið í höfn
því H-43 sigraði Cliff. SAAB hlaut
sjö stig, Frölunda, Cliff og H-43 sex
stig. Þrjú fyrst töldu liðin komust í
Allsvenskan en Lundarliðið H-43
missti sæti sitt þar.
Framundan er stórleikur hjá SAAB
í sænsku bikarkeppninni. Liðið leik-
ur á fimmtudag við Drott í undanúr-
slitum. Leikurinn verður háður í
Linköping og þar verður mikil
stemmning. Yissulega virðist sem
SAAB hafi góða möguleika að kom-
ast á heimavelli í úrslitaleikinn.
Ekkert má þó út af bregða. Drott
sterkt lið í Allsvenskan.'
Úrslitaleikimir um sænska meist-
aratitilinn em byrjaðir milli Gauta-
borgarliðanna Redbergslid og
Warta. Það liðið, sem sigrar fyrr í
þremur leikjum af fimm, verður
meistari. Warta kom vemlega á
óvart í fyrsta leiknum, sigraði, 27-24,
eftir framlengdan leik. Sænski lands-
liðsmarkvörðurinn, Claes Hellgren,
var maðurinn bak við sigur Warta.
Varði frábærlega vel og fáir eru betri
en Hellgren þegar hann er í stuði.
hsím
Dagurtil
Ribe
-ogGísli Felixfertil KR
Dagur Jónasson, stórskyttan úr Fram
i handboltanum, mun leika með danska
liðinu Ribe á næsta keppnistimabili.
Dagur var með tilboð frá öðra dönsku
liði en þegar forráðamenn Ribe fréttu
að Dagur ætlaði út voru þeir ekki seinir
á sér að bjóða honum samning hjá félag-
inu. Félagaskiptin em mikil blóðtaka
fyrir Fram en Dagur hefur verið einn
af atkvæðameiri leikmönnum liðsins
undanfarin ár.
Ljóst er að Gísli Felix Bjamason, sem
staðið hefur í marki Ribe í vetur, er al-
kominn heim. Hann mun leika með KR
á næsta keppnistímabili. -fros
tekurvið
afHelga
- sem þjálfari Stavangar IF
Frá Hauki Lámsi Haukssyni, frétta-
manni DV í Danmörku.
Morten Stig Christiensen, danski
landsliðsmaðurinn kunni í handknatt-
leiknum, tekur við af Helga Ragnars-
syni sem þjálfari norska liðsins
Stavanger IF næsta keppnistímabil og
mun einnig leika með liðinu. Hann hef-
ur störf hjá því 15. júní nk. og hefur
gert samning í eitt ár. ■
Morten Stig hefur verið einn af burðarás- m
um danska lnndsliðsins mörg undanfarin ár ■
og dönsku blöðin skrifa um að starf hans í ■
Noregi geti verið alvarlegt áfall fyrir lands- ■
liðið. Leif Mikkelsen, landsliðsþjálfari m
Ilana, gerir ekki mikið að því nð velja leik- g
menn, sem leika með erlendum liðum, í lið _
sitt. ■
í viðtölum í dönsku blöðunum aegir Mort- m
en Stig að hann sé mjög ánægður með ■
samning sinn við norska félagið. Hann seg- ■
ist hafa tekið tilboði Stavanger-liðsins að ■
vel athuguðu máli. Honum hafi borist ýmis ■
tilboð, m.a. frá dönskum, vestur-þýskum og _
íslenskum liðum. Þess má geta að Valsmenn I
ræddu við Morten Stig í heimsmeistara-
keppninni í Sviss um að hann tæki að sér I
þjálfun meistaraflokks Vals. hsím ™
Egill bjargaði TB
fráfalli
„Þetta var nú frekar slakur hand-
knattlcikur en engu að siður ánægjulegt
að geta orðið TB að liði í fallbarátt-
unni,“ sagði Ármenningurinn Egill
Steinsþórsson í samtali við DV i gær-
kvöldi.
Egill var mikið í sviðsljósinu i fall-
keppni I. deildar í handknattleik í
Færeyjum sem lauk í síðustu viku. Lið
hans, TB, tók þátt í þriggja liða fall-
kcppni og Egill var með í síðustu fjórum
leikjunum og skoraði rúmlega 40 mörk
í þeim. Þar af 12 mörk í síðasta leiknum
sem tryggði TB áframhaldandi vem i 1.
deild.
Egill var staddur hér á landi um helg-
ina en hann hefur verið i Færeyjum
síðasta tvo og hálfan mánuð. Nú tekur
knattspyrnan við en Egill leikur með og
þjálfar TB í 1. deildinni í Færeyjum í
sumar. -SK
!!■■■■■■■■!