Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Ramenkóflokkur Javier Agra. „Skrípamynd af flamenkódansi á Listahátíð“ Fanginn sem strauk í viðtali við OV: „SjáHsmorð ef ég hefði ekki sloppið“ „Það var heppni að það kviknaði í fangelsinu því ég var kominn að því að fremja sjálfsmorð ef ég hefði ekki sloppið enda búinn að vera í hungurverkfalli frá þvf að ég var settur inn,“ sagði fanginn, sem strauk úr hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, í samtali við DV. Fanginn hafði samband símleiðis við blaðið vegna þess að hann sagð- ist vilja leiðrétta það sem stæði í frétt blaðsins af strokinu um að hann væri síbrotamaður...„Ég er ekki sí- brotamaður og hef ekki brotið af mér í mörg ár,“ sagði hann. Aðspurður um flóttann sagði fang- inn að þegar kviknað hefði í fangels- inu hefði hann verið staddur f garði þess. Þar klifraði hann upp stálgrind og út um glugga á henni og út á götuna. „Þama stökk ég út fyrir augunum á öllum sem leið áttu um götuna og þama var bæði slökkviliðsbíll og lögreglubíll. Ég hljóp í burtu og mætti þá lögreglubíl en skokkaði framhjá honum,“ sagði fanginn. Er hann var spurður hvað hann hygðist gera nú sagði hann að hann væri á förum úr landinu á fölskum pappírum. „Eg tel mig hafa verið misrétti beittan og frekar mun ég svelta mig í hel en sitja áfram inni. Síðast er ég var tekinn var það vegna ölvunar við akstur. Þá var ég úti á skilorði og laug því til nafns og braut þar með skilorðið óvart. Ég er orðinn þreyttur á þessu lífemi mínu og vil komast burtu.“ Hvað varðar þá staðhæfingu DV að fanginn sé síbrotamaður skal eft- irfarandi tekið fram. í síðasta dómi Hæstaréttar yfir manninum þann 12. mars sl, þar sem dæmt var um ölv- unarakstursbrot hans, segir að ákærði hafi alls 11 sirrnum áður sætt refsidómum fram að þeim tíma er honum var veitt reynslulausn 24. nóvember 1984 en þá var hann að afþlána 140 daga fangelsisdóm. -FRI „Það er ekki forsvaranlegt að bjóða íslendingum upp á svona skrípamynd af flamenkódansi á Listahátíð," sagði myndlistarmaðurinn Baltasar, sem gjörþekkir dans og söngvahefð í heimalandi sínu, Spáni. Þetta sagði hann eftir að hafa horft á beina útsendingu frá Broadway í fyrrakvöld, þar sem flamenkóflokkur undir stjóm Javier Agra tróð upp. „Tónlistin, sem leikin var, á afar lít- ið skylt við flamenkó, söngvaramir vom af þriðja klassa og dansmeyjam- ar vom stífar, lausar við allan þokka og andagift. Sjálfúr dansinn var stytt- ur og afbakaður, taktar vom illa nýttir, klapp og kastanéttur notaðar á tilviljunarkenndan hátt og allar handahreyfingar vom ósamræmdar. f staðinn notaði flokkurinn takta sem maður sér bara á þriðja flokks búllum, „vúlgar" klæðaburð, flímleg bros og rassaköst. Ekki bætti heldur úr skák að sjá sviðið þakið auglýsing- um frá ferðaskrifstofu." Baltasar sagðist hafa ætlað sér að sjá þennan flokk í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, en eftir sjónvarpssending- una hafi hann skilað miðum sínum aftur til Listahátíðar. -ai Jón L. Ámason í Helsinki: Vann aðstoðar- mann Kasparovs Jón L. Ámason, er nú teflir á al- þjóðlegu skákmóti í Helsinki í Finnl- andi, vann Doríman, einn af aðstoðarmönnum sovéska heims- meistarans Kasparovs, í biðskák er þeir luku í gær. Þá vann Jón einnig biðskák við Westerinen úr fjórðu um- ferð og í fimmtu umferð lagði hann Svíann Wiedenkeller. Skák Jóns í sjöttu umferð við Finnann Binham fór í bið og hefur Finninn ívið betri stöðu. Staðan eftir sex umferðir er þannig: 1. Curt Hansen, 5 vinninga. 2. Tisball, 4 1/2 vinning. 3. Dorfman, 4 vinninga. 4-5. Jón L. Ámason, 3 1/2 vinning. 4-5. Wiedenkeller, 3 1/2 vinning. -EIR ** Listahátíð í dag Tónleikar til heiðurs Jóni Nordal sextugum í Norræna húsinu kl. 20.30'. Kennarar úr Tónlistarskólanum í Reykjavík flytja verkin. Listsýningar: Pablo Picasso að Kjarvalsstöðum „Reykjavík í myndlist" að Kjarv- alsstöðum. Yfirlitssýning á verkum Karls Kvaran, Listasafri íslands. Klúbbur Listahátíðar, Hótel Borg kl.22.30, Ófétin spila kl. 23. 30, tangó dans. Hópur íslenskra kvenna búsettra í Lúxemborg er nú staddur hér þeirra erinda að færa upp leikritð Kammermúsík. Leikritið var þýtt sérstaklega fyrir leiklúbbinn Spuna en svo nefnist hópurinn. Verkið er eftir Bandaríkjamanninn Arthur Kopit og verður sýnt í kvöld og annað kvöld. Sýningarnar verða aðeins tvær, báðar í Félagsstofnun stúdenta. Myndin er af nokkrum leikaranna í hlutverkum sínum. DV-mynd PK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.