Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986. 17 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986. • Maradona, fyrirliði Argentínumanna, sýndi (rábæran leik í fyrsta leik þeirra í Mexikó. Argentínumenn unnu S-Kóreu, 3-1, en harka S-Kóreumanna vakti mikla athygli. Hér á myndinni sést hvar einn S-Kóreumannanna brýtur illa á Maradona. Hann lét það þó ekki setja sig út af laginu og lagði upp öll þrjú mörk Argentínumanna. Vekur þetta vonir um að nú fái knattspyrnuaödáendur loksins að njóta snilli Maradona fyrir alvöru. Simamynd/Reuter Maradona var frábær - Argentína - Suður-Kórea, 3-1 „Það kom okkur á óvart hvað S- Kóreumenn spiluðu gróft. Við vissum það eitt um þá að þeir væru fljótir. Það var mikil barátta hjá þeim og sigurinn var síður en svo auðsóttur," sagði Di- ego Maradona, fyrirliði Argentínu- manna, eftir leik þeirra við S-Kóreumenn í gærkvöldi. Argentínu- menn sýndu að þeir eru til alls líklegir í heimsmeistarakeppninni en sigur þeirra var nokkuð öruggur. S-Kóreu- menn, sem margir töldu að gætu komið á óvart í keppninni, höfðu litið í sterkt lið Argentínu að segja. Þeir komu þó á óvart fyrir hörku sina í leiknum en þeir voru sérstaklega að- gangsharðir við Maradona. Það vakti athygli í upphafi leiksins að í argentínska liðið vantaði Daniel Passarella en hann fékk magakveisu rétt fyrir leik og gat því ekki verið með. Argentína náði forystunni strax á 6. mínútu þegar Jorge Valdano, sem leikur með Real Madrid, skoraði eftir aukaspymu hjá Maradona. Vamar- maðurinn Oscar Ruggeri skoraði síðan annað mark Argentínumanna á 18. mínútu þegar hann skallaði knött- inn í netið eftir aðra aukaspymu hjá Maradona. Þriðja markið kom síðan á 2. minútu seinni hálfleiks þegar Valdano skoraði sitt annað mark. Og ennþá einu sinni var það Maradona sem átti heiðurinn af markinu. S-Kóreumenn sóttu síðan heldur Hjóluðu 8000 Kanadískt par, þau Maggie Davies og Mike Emoff, lagði það á sig að hjóla frá Vancouver í Kanada til Mexíkó til að fylgjast með kanadíska liðinu. Þau lögðu af stað í þennan mikla hjól- meira síðustu 20 mínútumar og upp- skáru mark þegar fyrirliði þeirra, Park Chang-Sun, skoraði á 72. mínútu. S-Kóreumenn aðgangsharðir við Maradona Eins og áður sagði vakti harka S- Kóreumanna mikla athygli en þeir vom sérstaklega duglegir við að brjóta á Maradona. Hann var þó ákveðinn í því að láta ekki skapið hlaupa með sig í gönur eins og í síðustu heims- meistarakeppni. Hann hélt ró sinni út allan leikinn og lék frábærlega. „Ég var hissa á því hvað S-Kóreumennim- ir vom harðir og þá sérstaklega við Maradona. Hann gerði þó það eina rétta og kvartaði aldrei," sagði Carlos Bilardo, þjálfari Argentínu, eftir leik- inn. „Markið, sem Valdano skoraði strax á 6. mínútu, setti okkur út af laginu. Ef við hefðum haldið hreinu fyrstu 30 mínútumar hefði allt getað gerst. Við hefðum átt að „dekka“ betur og þá sérstaklega hefðum við átt að hafa betri gætur á Maradona," sagði Kim Jung-Nam, þjálfari S-Kóreumanna. Áhorfendur vom 62 þúsund og var Enzo Bearzot, þjálfari ítala, meðal -þeirra. Honum fannst mikið til um frammistöðu þeirra Valdano og Mara- dona og taldi að það yrði erfitt að stöðva þá. -SMJ km til Mexíkó reiðatúr, sem er um 8 þúsund km, í júní í fyrra. Eftir keppnina ætla þau Maggi og Mike að hjóla niður á syðsta odda Ameríku. -SMJ abooo86 Robson leikur gegn Portúgal - einnig Gaiy Lineker Enski landsliðseinvaldurinn, Bobby Robson, tilkynnti lið sitt gegn Portúgal í kvöld seint í gærkvöldi. „Sterkasta lið Englands í dag,“ sagði hann þegar byijunarliðið var gefið upp. Bryan Robson fyrirliði verður með og hefúr náð sér af meiðslunum ' sem þjakað hafa hann síðustu tvær vikumar. Einnig Gary Lineker og verður hann með létt hlífðarband um úlnliðinn. Dómari leiksins mun athuga það klukkustund áður en leikurinn,;hefst og er talið ömggt að hann samþykki hlifina. Þá valdi Rob- son Gary Stevens, Everton, hægri bakvörð í stað Viv Anderson sem leikið hefur í stöðunni að undan- fömu. Enska liðið verður þannig skipað. Peter Shilton, Gary Stevens, Terry Fenwick, Terry Butcher, Kenny Sansom, Glenn Hoddle, Ray Wilkins, Bryan Robson, Gary Lineker, Mark Hateley og Chris Waddle. Bobby Robson vildi hins vegar ekki.» gefa upp varamennina fimm. Nöfii þein-a verða gefin upp siðar í dag. -hsim Allir sterk- ustu leika með Nú þykir næsta víst að þeir Carlos Manuel og Femando Gomes muni leika með á móti Englendingum í dag. Báðir leikmennimir hafa verið meiddir og var lengi vel talið að þeir yrðu ekki með í keppninni. Carlos Manuel skoraði markið sem fleytti Portúgölum í úrslita- keppnina. Hann er mjög mikilvægur fyrir miðjuspil Portúgala. -SMJ „Ekkert hægt að gera“ - segir dómari FIFA „Hvað FIFA áhrærir er ekkert hægt að gera. FIFA hefur enga ástæðu til að kanna málið frekar þar sem ákvörðun dómarans er óhnekkjanleg,“ sagði dómarinn kunni, Thomas Wharton, í Guad- alajara í gær. Hann var eftirlits- dómari FIFA á leik Brasiliu og Spánar þar í borg á sunnudag. „Sjón- varpsmyndir hafa ekki gildi hvað lögin snertir og eru langt frá þvi að vera áreiðanlegar," sagði Wharton eiuifremur. Sláarskot Spánveija (Michel) gegn Brasiliu var helsta umræðuefnið á HM í gær. Sjónvarpsmyndir hafa sýnt, svo ekki verður um villst, að knötturinn var allur fyrir innan marklínu. Það er staðreynd en ekk- ■ ert verður gert í málinu, Spánveijar verða að bíta í það súra epU að dóm- ara og línuverði yfirsást þetta atriði í ieiknum. Rétt á eftir skoraði svo Socrates eina mark leiksins fyrir BrasiUu. Að hann hafi verið rang- stæður, þegar Careca spymti knett- inum í þverslá marks Spánar, hefúr algjörlega verið visað á bug. Ástr- alski dómarinn, Chris Bambridge, sem dæmdi leikinn, vildi ekki ræða við fréttamenn. -hsim Havlik ráðinn til Dukla Prag j Tékkinn, Havlik, sem undanfarin ár hefur þjólfað HK í handboltanum er farinn af landi brott. Hann hefur gert þriggja ára samning við tékkneska stórUðið Dukla Prag. Óráðið er hver tekur við þjálfarastöðunni hjá HK en Havlik er að reyna að útvega þeim Jar- uslav Papiemik, 30 ára Tékka, sem gerði garðinn frægan með tékkneska landsliðinu. Hann þjálfaði 1. deildar liðið Kovicha sl. vetur. -SK M *>* t p ',,w • Ungverski markvörðurinn, Peter Disztl, varð að hirða knöttinn sex sinnum úr marki sinu i gær í leiknum við Sovétmenn. A myndinni hér að ofan skorar Pavel Yakovenko fyrsta mark leiksins. Knötturinn er rétt kominn inn fyrir marklínuna neðst í hægra hominu. Símamynd/Reuter „Ég skrifaði undir hjá Fram i dag og hlakka mikið til að leika með liðinu í 1. deildinni næsta vetur,“ sagði línumað- urinn snjalli, Birgir Sigurðsson, í samtali við DV í gærkvöldi. Birgir er einn allra snjallasti línumað- ur landsins í handknattleik og hefur skorað mjög mikið af mörkum fyrir Þrótt. Hann mun styrkja Fram-liðið mjög mikið en ekki hefur verið afburða- snjall línumaður í liðinu síðan Björgvin Björgvinsson lék með liðinu. Jens er hættur Það er greinilegt að miklar breytingar verða á Framliðinu fyrir næsta keppnis- tímabil. Nýr þjálfari, Daninn Per Skárup, og jafrivel er von á fleiri Þrótt- urum yfir í Fram. Jens Einarsson, markvörður liðsins, og þjálfari á siðasta keppnistímabili, hefur ákveðið að hætta í Fram og hefur hann sent inn opin fé- lagaskipti til HSÍ. -SK • Birgir Sigurösson i Frambúningnum ásamt Brynjari Stefánssyni, stjómarmanni í handknattleiksdeild Fram, eftir undirritun félagaskiptanna. DV-mynd S Þróttarar hættir Þróttarar hafa ákveðið að tefla ekki fram meistaraflokksliði í handknattleik á næsta keppnistímabili. Þetta var ákveðið fyrir nokkrum dögum og kemur ekki svo ýkja mikið á óvart þar sem rekstur handknattleiksdeildar félagsins hefúr gengið illa á undanfömum árum. Þegar hafa tveir kunnir leikmenn Þróttar skipt um félag, Birgir Sigurðs- son og Guðmundur A. Jónsson mark- vörður sem gekk til liðs við Breiðablik. Reikna má með frekari félagaskiptum Þróttara á næstunni. -SK I I I I I I I I I I I I I I I Danir fa konurnar til sín „Við erum komnir hingað til að leika knattspyrnu og allt annað er númer tvö,“ sagði Morten Olsen, fyrlrliði danska landsliðsins í knatt- spymu i gærkvöldi, en í dag koma eiginkonur og kærustar dönsku landsliðsmannanna til IVÍexikó. Dönsku leikmennimir tóku á- kvörðun þjálfara sins, Sepp Pion- teks, mjög vel en hann gaf grænt ljós á að eiginkonur og kæmstur leik- manna mættu koma til Mexíkó. Ekki fá þó leikmenn að umgangast elskumar sinar að vild og verða þar nokkrar hömlur á. Piontek sagði í gær að koma kvenfólksins til Mexíkó myndi öragglega hafa góð áhrif á danska liðið. Erfiðleikar hjá Belgum? Mexíkanar gera sér vonir um að aðstæðumar eigi eftir að aðstoða þá við að sigra Belgíumenn í dag. Þeir vona að hitinn á hádegi, þunna loft- ið og mengunin verði tólfti maðurinn í liði þeirra. Víst er að þetta getur reynst erfitt fyrir Belga sem koma fiá einu lægsta landi Evrópu. Mexíkanar hafa aldrei gert stóra hluti í heimsmeistarakeppninni. Lið þeirra hefiir undirbúið sig í þrjú ór og leikið um 70 leiki á þeim tíma. Þar af eru 46 landsleikir en þeir hafa aðeins tapað sex þeirra. -SMJ Valdano sá eini með tvö Argentínumaðurinn, Jorge Vald- ano, er nú einn markahæstur í heimsmeistarakeppninni í Mexikó. Valdano skoraði tvö mörk í gær- kvöldi þegar Argentina vann Suður- Kóreu, 3-1. Nokkrir leikmenn hafa skorað eitt mark en þeir era: Alto- belli, Ítalíu, Jean-Pierre Papin, Frakklandi, Sirakov, Búlgaríu, Socr- ates, Brasiliu, Rugerri, Argentínu, Yakovenko, Sovétríkjunum, Alein- ikov, Sovétríkjunum, Belenov (víti), Sovétríkjunum, Yaremchuk, Sovét- ríkjunum, Rodionov, Sovétríkjunum og Park Chang-Sun frá Suður- Kóreu. -SK íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Birgir í Fram - Jens Einarsson hættur Vujovic 1 Vals?! - Valsmenn hafa áhugai „Við höfiim ekki enn gengið endanlega frá ráðningu þjálfara fyrir næsta keppn- istímabil en eram með ýmislegt í gangi. Ég vil hvorki játa því né neita að við höfum talað við Júgóslavann Vujovic. En við höfum áhuga á að fá hann til okkar sem þjálfara og leikmann ef hann er reiðubúinn til að koma til okkar,“ sagði Finnbogi Kristjánsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, í samtali við DV í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum DV hafa Vals- menn mikinn áhuga á að fá hinn heimsþekkta Vujovic til liðs við sig en einnig hafa þeir verið að leita fyrir sér í Tékkóslóvakíu. Vujovic er einn fræg- asti og besti handknattleiksmaður heims og var einn aðalmaðurinn í heimsmeist- araliði Júgóslava í síðustu heimsmeist- arakeppni í Sviss. Samkvæmt heimildum DV er öruggt keppnistímabili og mun Vujovic vera að Valsmenn verða með erlendan þjálf- efstur á óskalistanum hjá Valsmönnum. ara og jafhframt leikmann á næsta -SK -sagði Lobanovsky, þjáHari Sovét, eftir stórsigur á Ungverjum á HM „Það er mjög erfitt að ná sér á strik eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins. Þó við höfúm fengið á okkur sex mörk er ég bjartsýnn á leikina gegn Frakklandi og Kanada og það þó leikmenn mính- séu langt niðri núna,“ sagði Gyorgy Mezey, þjálfari ungverska HM-liðsins, eftir að það hafði steinlegið fyrir Sovét- ríkjunum, 6-0, í C-riðli í Irapuato í gær og þjálfarinn bætti við að ekkert hefði heppnast hjá leikmönnum sínum i leiknum. Þessi úrslit komu veralega á óvart. Búist var við jöfnum leik og ungverska liðið af mörgum talið hafa góða möguleika á HM eftir að hafa sigrað léttilega í Evrópuriðli sínum. En það fór á aðra leið. Sovéska liðið sýndi snilldartaka í gær og verður - eftir þessi úrslit - talið meðal sigur- stranglegustu liða á HM. „Leikurinn varð mjög auðveldur fyr- ir okkur eftir tvö mörk svo snemma leiks og eftir þau áttu Ungverjar enga möguleika. Ég vona að Kanadamenn og Frakkar þaffiaéð leikinn,“ sagði Valeri LobfÉW|$í:y, þjálfari sovéai^. liðsins, eftir leikinn en Kanada og Frakkland eru í sama riðh. Lobanovsky, sem einnig er þjálfari Evrópumeistara Dynamo Kiev, ber greinilega mikið traust til leikmanna felagsliðs síns því hann stillti upp átta leikmönnum frá Dynamo í byrjunar- liði sínu í gær. Þó ekki þeim frægasta, Oleg Blokhin. Og Dynamo-leikmenn- imir, sem léku svo snilldarlega á dögunum í úrslitaleiknúm við Atletico Madrid í Evrópukeppni bikarhafa, brugðust honum ekki því strax á þriðju mín. skoraði Pavel Yakovenko eftir aukaspymu. Tveimur mín. síðar sendi Sergei Aleinikov þrumufleyg af 25 metra færi í markið. Ungverski markvörðurinn Peter Disztl náði ekki að hreyfa sig. Úrslit voru raunverulega ráðin en þrátt fyrir þunga sókn sovéskra tókst Ungverjum að standast átökin í 20 mínútur. Þá var Igor Belanov felldur ‘ irtnan vítateigs. Víti, sem hann skor- aði sjálfur úr. 3-0 í hálfleik og í síðari hálfleiknum skoraði sovéska liðið þrjú mörk til viðbótar. Fyrst Ivan Yaremc- huk á 66. mín. Þá sjálfsmark Laszlo Dajka á 74. mín., þegar hann reyndi að verjast Yaremchuk. Sjötta markið skoraði svo Rodionov á 80. mín. og einhver óvæntustu úrslit á HM síðari ára voru staðreynd. Sovésku leikmennimir, í hvítum , búningi að þessu sinni, léku ofl frá- bærlega vel. Einkum þeir Belanov og Yakovenko. Sá síðamefhdi hafði að- eins leikið einn landsleik fyrir HM. Markvörðurinn frægi, Rinat Dasayev, sem af mörgum var talinn besti mark- vörðurinn á HM 1982, þurfti aðeins að veija eitt erfitt skot í leiknum. Tókst það vel en á sunnudag var hann fimm klukkustundir á sjúkrahúsi vegna matareitrunar. Liðin voru þannig skipuð: Sovétríkin. Dasayev, Bessonov, Kuznetzov, Larionov, Demyanenko, Yaremchuk, Yakovenko (Yevtus- henko 73. mín), Aleinikov, Rats, Belanov ( Rodionov 70. mín), og Za- varov. Ungverjaland. Disztl, Sallai, Roth (Burcsa 13. mín), Garaba, Kardos, Kiprich, Nagy, Detari, Peter (Dajka 63. mín), Esterhazy og Bognar. Áhorfendur 16.500. hsim Igor Belanov skorar þriðja mark Sovétmanna úr vítaspyrnu af miklu öryggi gegn Ungverjum í gær. Peter Disztl markvörður kemur engum vömum við. Símamynd/Reuter Pólverjar voru í hættu í hitapottinum Jafntefli við Marokkó, (M) „Ég hef trú á að okkur geti tekist vel upp á HM og þýðingarmesti leikur okkar verður við Portúgal. Ég er á- nægður með jafnteflið við jafhfrægt lið og Pólland. Það mun gefa okkur byr undir báða vængi,“ sagði Jose Farea, þjálfari Marokkó, eftir leikinn við Pól- land. Léttir og liprir Marokkómenn tóku Pólveija í kennslustund framan af HM-leik liðanna í „hitapottinum" í Monterry uppi við landamæri Banda- ríkjanna í aðeins 522 metra hæð í gærkvöldi. Marokkómenn nýttu þó ekki færi sín og leiknum lauk með markalausu jafhtefli, 0-0. Aðeins Boniek lék af eðlilegri getu í hði Pól- lands - bronsliðinu fró HM 1982. Eftir því sem leið á leiktímann náðu Pólveijar betri tökum á leiknum án þess þó að skapa verulega hættu við mark Marokkó. Boniek ógnaði þó tví- vegis með sterkum einleik frá miðj- unni að vítateignum. í bæði skiptin var brotið á honum en aukaspymum- ar rétt utan vítateigs gáfu enga uppskeru. Leikurinn i heild var lítil skemmtun fyrir þá fau áhorfendur, sem fylgdust með honum. Greinilegt að nokkur örvænting greip um sig meðal pólsku leikmannanna loka- kaflann þegar þeim tókst ekki að skora. Litlu munaði þó á 84. mín. Ur- ban átti stangarskot. Áhorfendur voru nær allir ó bandi Marokkó og framan af leiknum réð Marokkó ferðinni gegn mjög einhæfu - stöðluðu - liði Póllands. En Ma- rokkó átti engan skotmann í liði sínu og hinn lipri samleikur rann oftast út í sandinn. Færi gáfúst þó en vom ekki nýtt. Pólveijar fengu sárafá færi, Buncol þó það besta í leiknum. Spymti knettinum framhjá í upplögðu færi. Leikurinn í heild mikil vonbrigði fyrir Pólveija - hinn auðveldi sigur, sem allir höfðu reiknað með gegn Mar- okkó, vannst ekki. Lið Póllands var þannig skipað. Mlynarczyk, Ostrow- ski, Wojcicki, Majewski, Matysik, Kubicki, Komomicki (Przybys), Bunc- ol, Smolarek, Boniek og Dziekanowski (Urban). í liði Marokkó voru þessir leik- menn. Zaki, Labd, Lemris, Biaz, Bouyahyaoui, Dolmy, Haddaoui, Bouderbala, Krimau Merry, Timo- uni og Moustapha Merry. -hsím „Vona að Kanadamenn og Frakkar hafi séð leikinn”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.