Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Qupperneq 28
28 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986. Kristinn Einarsson kaupmaður, Laugavegi 25, andaðist á Öldrunar- deild Landspítalans, Hátúni lOb, laugardaginn 31. maí sl. Jón Grétar Guðmundsson, Gnoðar- ** vogi 70, andaðist 1. júní. Ásdís Þorsteinsdóttir er látin. Útför Ágústu Hallmundsdóttur, Grettisgötu 20a, fer fram frú Frí- kirkjunni fimmtudaginn 5. júní kl. 13.30. Jarðsett verður í kirkjugarðin- um við Suðurgötu. Útför önnu Margrétar Björnsdóttur, Hlíðarbyggð 13, Garðabæ, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 15. Andlát Einar Tönsberg framkvæmdastjóri lést 23. maí sl. Hann fæddist í Kaup- mannahöfn 13. janúar 1910. Að lokinni skólagöngu kynnti hann sér •*- garðyrkjustörf og kynbætur í ali- fuglaræktun. Hann fluttist til íslands 1930 og tók að sér forystufram- kvæmdir við kynbótaalifuglabú í Grindavík og var þar í 8 ár. Árið 1941 réðst hann til Bakarameistara- félags íslands sem framkvæmdastjóri við alifuglabú sem þá var verið að stofna á vegum félagsins og starfaði þar í yfir 40 ár. Eftirlifandi eiginkona Einars er Ingibjörg Jóhannesdóttir. Þau hjónin eignuðust einn son. Útför Einars verður gerð frá Fossvogs- ^ kirkju í dag kl. 15. Leifur Guðmundsson forstjóri lést 25. maí sl. Hann fæddist á Isafirði 30. mai 1910 en foreldrar hans voru þau hjónin Nikólína H.K. Þorláksdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Að loknu prófi frá Verslunarskóla Is- lands fór hann að starfa í verslun Gunnar Gunnarssonar í Reykjavík og seinna í versluninni Novu þar sem hann vann næstu árin. Árið 1941 hóf hann störf hjá Heildverslun Eggerts Kristjánssonar hf. og var þar sam- fleytt til ársins 1963 að hann réðst til Mjólkurfélags Reykjavíkur sem framkvæmdastjóri og sinnti því starfi til ársins 1980 er hann lét að störfum fyrir aldurs sakir. Leifur kvæntist Katrínu Hansen en hún lést 1977. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Seinni kona Leifs er Ragnheiður Guðbrandsdóttir og lifir hún mann sinn. Útför Leifs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Aðalfundir Árbæjarsókn Aðalfundur Árbæjarsóknar verður haldinn í safnaðarheimilinu fimmtu- daginn 5. júní nk. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar eftir fund. Fundir Nemendur húsmæðraskólans að Löngumýri Skagafirði veturinn 1955-56 ætla að hittast í Reykjavík 7. júní nk. Nán- ari upplýsingar um stund og stað veita Fjóla í síma 73718 og Eyrún í síma 38716. Héraðssambandið Skarphéð- inn Sambandsráðsfundur verður haldinn að Laugalandi í Holtum fimmtudag- inn 5. júní kl. 21. Seturétt á fundinum eiga stjórn og varastjórn HSK, for- menn allra nefnda og aðildarfélaga. Mjög áríðandi er að allir mæti sæmi- lega vel undirbúnir. Á þessum fundi verða tekin fyrir mikilvæg mál og því, eins og fyrr segir: mætum öll sem eigum að mæta. Karol Sue Reddington á Kjarvalsstöðum Hinn 4. júni heldur bandariski píanóleikarinn Karol Sue Redding- ton tónleika í vestursal Kjarvals- staða. Karol Sue Reddington stundaði nám í píanóleik undirhand- leiðslu Soulima Sravinsky við University of Illinois þar sem hún lauk einleikaraprófi. Framhaldsnám stundaði hún við Indiana University Bloomington undir handleiðslu Al- fonso Montecino og Marion Hall auk framhaldsnáms í Múnchen þar sem Rafal de Silva var leiðbeinandi henn- ar. Karol Sue Reddington hefur verið kennari við ríkisháskólann í In- diana, Rose Hulman Institute of Technology of Depaw University. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Mozart, Bethoven, Rachmaninoff og Chopin. Tónleikarnir eru sem áður segir í vestursal Kjarvalsstaða og hefjast kl. 21. Aðgangur er ókeypis. Tilkynningar Orðsending til kattaeigenda Sá tími fer nú í hönd sem ungar koma úr eggjum. Það eru því vinsamleg tilmæli til kattaeigenda að þeir haldi köttum sínum sem mest inni við uns ungarnir verða íleygir. Tilmælum þessum er beint til þeirra sem búa í þéttbýli svo og þeirra sem búa í nám- unda við varplönd mófugla. Þá skal þeim kattaeigendum, sem láta ketti sína vera úti um nætur, á það bent að kettir eru heimilisdýr og eiga að vera inni um nætur. Kattavinafélagið Útimarkaður Fríkirkjunnar í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 6. júní nk. og hefst kl. 9 árdegis fyrir utan kirkjuna. Þ>ær konur, sem ætla að gefa á útimarkaðinn, vinsamlegast komi því til kirkjunnar fímmtudag- inn 5. júní eftir kl. 17. LOKSINS Knattspyrnuskóli Leiknis fyrir pilta og stúlkur tek- ur til starfa mánudaginn 9. júní nk. Innritun hefst föstudaginn 6. júní og laugardaginn 7. júní kl. 13-16 í Arahólum 4, bakdyr, sími 78050. Kennari er Þórir Bergsson íþróttakennari. Knatt- þrautir KSÍ og video. Aðgangur að íþróttasal í slæmu veðri. Nánari uppl. veita Magnús í síma 71078, Alfreð í síma 72367 og Ómar í síma 671781. íþróttafélagið Leiknir. Utvarp _________________Sjónvarp Jónína Guðnadóttir leirkerasmiður: Mjög ánægð með rás 1 Ég hlustaði á útvarp í gær eins og ég geri alltaf, hef það í gangi þegar ég vinn. Vetrardagskrá rásar 1 finnst mér hafa verið mjög góð en nú eru einhverjar breytingar í gangi. Mér finnst alger óþarfi að færa óskalög sjúklinga yfir á mánudagsmorgna og lesa þess í stað forystugreinamar eftir hádegi. Auk þess sem þær voru úreltar í gær, þetta voru forystu- greinar sem skrifaðar voru íyrir helgi, eftir það er búið að kjósa, svo að þær áttu ekkert við. í dagsins önn, heima og heiman, þáttinn um böm í sveit, heyrði ég og fannst fróðlegur. Sá þáttur sem mér fannst þó bestur á rás 1 í gær var þó bamaþátturinn hans Vem- harðs Linnets. Pétur Pétursson heimsótti hann í þáttinn og ræddi við hann um íslenskt mál og íslenskukunnáttu almennings. Stór- góður þáttur. Rás 2 höfðar ekki sérstaklega mik- ið til mín, það er of mikið léttmeti á henni finnst mér. Auk þess er oft illa farið með íslenskt mál meðal útvarpsmanna þar, öfúgt við rás eitt þar sem íslenskan er yfirleitt mjög vönduð. Svæðisútvarpið hef ég sama og ekkert hlustað á, enda er það á slæmum tíma, fjölskyldan að koma heim og lítill tími til útvarpshlustun- ar um þetta leyti dags. Ég horfi afskaplega lítið á sjón- varpið, nema þá fréttir og veður- fregnir við og við, en alls ekki upp á hvem dag. Þó koma svona fram- haldsþættir inn á milli sem em skemmtilegir, t.d. eins og Kólumbus, þeir vom bæði skemmtilegir og fróð- legir og hægt að horfa á þá með allri fjölskyldunni. En eins og ég segi, ég er mikill útvarpshlustandi og fylgist lítið með öðm en einni rás og sama og ekkert með sjónvarpi. Rás 1 er nóg fyrir mig af þessu öllu. -BTH Talið í tvennum prestskosningum Tafning hefur farið fram á Biskups- stofu í prestskosningum sem fóru fram nýlega í Bíldudalsprestakalli og Raufarhafnarprestakalli. Úrslit voru sem hér segir: 1 Bíldudalspre- stakalli var umsækjandi sr. Hörður Þ. Ásbjörnsson. Á kjörskrá voru 257 en atkvæði greiddu 157. Umsækjandi hlaut 20 atkvæði en 137 seðlar voru auðir. Umsækjandi náði þvi ekki kosningu. í Raufarhafnarprestakalli var umsækjandi einnig einn, sr. Bjami Th. Rögnvaldsson. Á kjörskrá voru 342 en 191 kaus. Umsækjandi hlaut 75 atkvæði en 115 seðlar voru auðir og einn seðill ógildur. Umsækj- andi náði því ekki kosningu. Ferðalög Útivistarferðir Miðvikudagur 4. júní kl. 20 Búrfellsgjá. Gengið um eina fallegustu hrauntröð suðvestan- lands. Úr Búrfelli runnu Hafnar- fjarðarhraun. Verð 250 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför úr Grófinni (bílastæði við Vesturg. 2) og BSl, bensínsölu (5 mín. síðar). Helgarferðir 6.-8. júní 1. Þórsmörk. Frábær gistiaðstaða í Útivistarskálanum Básum. Göngu- ferðir við allra hæfi. Kvöldvaka. Fararstjóri: Rannveig Ólafsdóttir. 2. Eyjafjallajökull-Seljavallalaug. Gist í Básum. Hægt að hafa göngu- Ellefti árgangur stúdenta brautskráður frá Menntaskól- anum í Kópavogi Menntaskólanum í Kópavogi var slitið við hátíðlega athöfn í Kópa- vogskirkju föstudaginn 23. maí. 57 stúdentar brautskráðust, 32 stúlkuT og 25 piltar. Skólameistari, Ingólfur A. Þorkelsson, flutti skólaslitaræð- una, afhenti stúdentum skírteini og verðlaun fyrir ágætan árangur í ein- stökum greinum. Skólakórinn söng undir stjórn Kjartans Sigurjónsson- ar. Einn úr hópi nýstúdenta, Sesselja Jónsdóttir, flutti ávarp og árnaði skólanum allra heilla. Ingvar Hreinn Gíslason og Sif Einarsdóttir, bæði úr máladeild, hlutu flest verðlaun á stúdentsprófi. Fyrstu stúdentarnir af viðskiptabraut útskrifuðust. skíði með. Fararstjóri: Reynir Sigurðsson. 3. Vestmannaeyjar. Svefnpokagist- ing. Bátur-flug. Gönguferðir um Heimaey. Bátasigling kringum Heimaey. Örfá sæti laus. Fararstjóri: Fríða Hjálmarsdóttir. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Ferðafélag íslands 1. Miðvikudaginn 4. júní kl. 20 Heið- mörk - skógræktarferð. Takið þátt í að fegra reit Ferðafélagsins í Heið- mörk. Ókeypis ferð. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Stjórnandi Sveinn Ólafsson. 2. Þórs- mörk, helgarferð 6.-8. júní. Dvöl í Þórsmörk milli ferða er ódýrasta sumarleyfið. Enginn sér eftir kynn- um við sitt eigið land. Ferðafélagið stuðlar að því að slík kynni takist. Allar upplýsingar á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Tapað-Fundið Skinnjakki tapaðist í Klúbbnum á laugardagskvöldið sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 21639. Lyklar töpuðust Svart lyklaveski með ca. 10 lyklum tapaðist sl.laugardagskvöld við Hót- el Hof á Rauðarárstíg. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 30103 sða skili þeim til lögreglunnar. Fyrstu 10 ára stúdentarnir fjöl- menntu í Kópavogskirkju við þetta tækifæri og einn þeirra, Hafsteinn Karlsson kennari, flutti ávarp og færði skólanum málverk að gjöf frá 10 ára stúdentum. Skólameistari skýrði frá því að ferðaþjónustubraut yrði sett á stofn við skóíann á hausti komanda. Þá sagði hann frá því að 18 ára nemendi í skólanum, Davíð Aðalsteinsson, hefði unnið eðlis- fræðikeppni framhaldsskólanna sl. vetur þótt yngstur væri keppenda. I meginhluta ræðu sinnar ræddi skólameistari um ópersónuleg upp- eldisöfl (einkum sjónvarp og mynd- bönd) og áhrif þeirra á skólastarfið og mótun upprennandi kynslóðar. Er skólameistari hafði ávarpað stúd- enta lauk athöfninni með því að allir sungu Island ögrum skorið eftir Egg- ert Olafsson og Sigvalda Kaldalóns. 70 ára er í dag, þriðjudaginn 3. júní, Soffia Guðmundsdóttir, Akurgerði 17 Akranesi. Soffía var gift Ingólfi Sigurðssyni leiguhílstjóra sem lést árið 1979. Börn þeirra eru sjö tals- ins. Soffía tekur á móti gestum laugardaginn 7. júní milli kl. 15 og 19 í Rein á Akranesi. Hæfnispróf: Ómar náði „Ómar er búinn að taka hæfnispróf- ið og það gekk allt vel. Hann náði,“ sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri í samtali við DV. Eins og skýrt var frá í fréttum DV var Ómar Ragnarsson sviptur flug- skírteini eftir gáleysislegt flug yfir Valsvellinum fyrir röskum þremur vikum. Var honum gert að gangast undir hæfnispróf sem hann nú hefur gert og staðist með prýði. -EIR Víðishúsið er til sölu „Þetta mál er nú í höndum lög- fræðinga okkar, þeir sjá um fram- haldið, en húsið verður sett i sölu eins og gengur og gerist," sagði Ragnar Önundarson, bankastjóri Iðnaðar- bankans, í samtali við DV. Eins og kunnugt er áf fréttum keypti bankinn, ásamt Iðnþróunarsjóði og Iðnlána- sjóði, fasteign Trésmiðjunnar Víðis hf. á nauðungaruppboði fyrir helgina á 73,5 milljónir kr. „Kjami málsins er sá að við getum vel við unað að hafa keypt húsið á þessu verði og reiknum með að fá að minnsta kosti þetta verð fyrir það á almennum markaði." -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.