Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986. Spurningin. Ertu ánægð/ur með úrslit kosninganna? Haraldur Jóhannson barþjónn: Nokkuð svo, þó úrslitin hefðu get- að verið betri. Davíð á sannarlega skilið að komast að aftur. Sigríður Ólafsdóttir skrifstofumað- ur: Nei, ég vildi að þetta hefði farið öðruvísi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk of mikið fylgi. Þórlaug Stefánsdóttir skrifstofu- maður: Já, á heildina litið er ég það. En í mínu bæjarfélagi gekk mínum mönn- um ekkert sérstaklega vel. Anna Höskuldsdóttir snyrtinemi: Já, ég er mjög ánægð með þessi úrslit. Flokkurinn minn fékk ágætis fylgi. Kjartan Ragnarsson, fyrrv. starfs- maður utanríkisþjónustunnar: Já, ég er það, þó óneitanlega hefði fylgi mín flokks mátt vera meira. Gústaf Einarson skrifvélavirki: Já, ég er ánægður með þessi úrslit. Fylgið var gott og mínir menn bættu við sig. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Frábær staður Við undirrituð, farþegar Útsýnar á Benal Beach á Costa del sol 8-29. mai, mótmælum þeim rætna söguburði sem íslenskir fjölmiðlar hafa haldið uppi gegn staðnum og Útsýn í sam- bandi við framkvæmdir og aðstöðu farþega á Benal Beach. Dvöl okkar hér hefur verið þægileg og ánægjulega, þótt enn sé ekki öll sú þjónustuaðstaða fyrir hendi sem boðið verður upp á í framtíðinni. Við höfurn notið þeirrar ágætu fyrirgreiðslu sem starfsfólk Útsýnar er orðlagt fyrir. Gisting hér er í mjög háum gæða- flokki, íbúðir einstaklega smekklegar og hreinar. Ónæði af byggingafram- kvæmdum er í lágmarki og hefur lítilli truflun valdið. Fréttir þær sem borist hafa að heim- an teljum við ósmekklegan rógburð. Það vekur undrun okkar og gremju að fjölmilum skuli haldast uppi að breiða út jafhmikil ósannindi og raun bar vitni um Benal Beach. Guðm. A Hólmgeirsson, Helga J. Stef- ánsdóttir, Álfdís Ingvarsdóttir, Sigur- bergur Hauksson, María Ragnars- dóttir, Bára Benediktsdóttir, Linda Arvids, Guðrún Jónsdóttir, Hlynur Baldursson, Helgi Bjömsson, Kristín A. Emilsdóttir, Sigrún Friðriksdóttir, Snorri V.Haraldsson, Ragnheiður Þorkelsdóttir, Helgi Sigfusson, Anna M.Jónsdóttir, Hjalti Sigfússon, Haf- steinn Rósinkarsson, Guðrún Magn- úsdóttir, Bragi Jónsson, Ragnar Bogason, Kristín Ólafsdóttir. Útsýnarfarþegar á Benal Beach. Er minni verðbólga staðreynd? Reykvíkingur skrifar: í DV fyrir stuttu vom nokkrir veg- farendur teknir tali og spurðir hvort þeir hefðu orðið varir við að verðbólga hefði minnkað. Það kom manni dálítið spánskt fyrir sjónir að lesa svör þeirra því þau vom öll á sömu lund. Þeim fannst verð- bólgan ekki hafa minnkað neitt. Það leiðir hugann að því hvað breyst hafi þótt verðbólgan sé sögð vera eitthvað rúm 10 eða 15%. Öll þjónusta hefur hækkað í krónum talið og svo er einn- ig um matvöm og fatnað. Það eina sem maður verður áþreifanlega var við að hafi lækkað er bensín, þó ekki hafi það enn lækkað til jafns við þá lækk- un sem alls staðar varð í löndum í kringum okkur. Þá vaknar sú spuming hvort sögð minni verðbólga hafi í raun gert mikið gagn eða, sem er nú kannski öllu al- varlegra; hefur verðbólgan nokkuð minnkað í alvörú? Getur verið að þjóðin sé blekkt í þessu efhi? Það er svo sem öllu trúandi í þessu landi blekkinga og stórsvika. Og öll erlendu lánin; síðast var fengið eitt í Luxembo- urg sem var á annan milljarð króna! Er mögulegt að við getum í raun ekki framkvæmt neitt hér innanlands án þess að taka erlend lán áður? Var ekki fastmælum bundið af rikistjóm- inni að hætta alveg erlendum lántök- um, nema til að greiða afborganir og vexti af eldri lánum, sem er nú nógu niðurlægjandi út af fyrir sig. Sannleikurinn virðist vera sá að hver einasti liður þjóðarbúskaparins sé í rúst og ekkert fram undan nema áframhaldandi lántökur í erlendum gjaldeyri. Minni verðbólga virðist bara vera á pappímum. Þetta em ekki pólitískar vangaveltur og núverandi ríkisstjóm er hvorki betri né verri en aðrar ríkisstjómir sem setið hafa að völdum. En það væri öllum fyrir bestu að þjóðinni væri gert ljóst hver staðan er í raun og veru. Veiðileyfi og launataxtar Megas í hrakningum Hinn eini sanni Megas - Magnús Þór Jónsson - er á hljómleikaferð um Vestfirði og Norðurland . Hann hafði samband við DV og hafði sitt- hvað að segja um aðstöðu þeirra sem reyna að komast leiðar sinnar um landið þetta vorið. „ Við vorum á leið frá ísafirði til Hólmavíkur og þegar komið var upp á Steingrímsfjarðarheiði var allt ófært. Vegurinn óskynsamlega ruddur og við fastir í snjógöngum. Vegagerðin hafði mtt sig gegnum skaflinn sem síðan fylltist snyrtilega strax aftur. Það sem bjargaði okkur var ágætur maður sem var á Land- Rover og fór mestan part utan veg- ar. Þama var næstum auð jörð en þar sem vegurinn átti að vera gnæfðu snjófjöll yfir. Þetta er trúlega vegna þess að notaður er snjóblásari við verkið. - Alltaf sama sagan - sögðu staðar- menn - þegar herramir að sunnan virða að vettugi áht heimamanna. I gær var næstum orðið slys - bíll fennti í kaf og kona í bílnum var komin með eitmnareinkenni þegar komið var að. Það er fínt veður á heiðinni en samt neitaði vegagerðin að senda mann á staðinn. Hólm- víkingar em reiðir og sárir, vilja halda heiðinni opinni en það er eins og vegagerðin hafi engan áhuga á því að þama séu greiðar samgöng- Megas - i krisu á Steingrimsfjaröar- heiði Hver er ábyrgur? Veiðimaður skrifar: Ég vildi koma á framfæri leiðrétt- ingu við frétt sjónvarpsins á dögunum í sambandi við hækkun á veiðileyfum í ár. Veiðileyfi hafa ekki hækkað að raungildi á milh áranna ’85 og ’86. Ég vil nefha eftirfarandi dæmi um laun ríkisstarfsmanna um miðjan launa- skalann. Laun 1. mars 1985, 23.700 kr. Laun 1. mars 1986, 32.200 kr. Þetta er 36% hækkun milli ára. Ef við berum svo saman veiðileyfi milli sömu ára þá kostaði leyfi i meðalá 8.300 kr. 1985 og 11.300 1986. Þetta er líka 36% hækkun milli ára. Það er því ekki rétt að veiðileyfi hafi að meðaltali hækkað meira en almennir kauptaxtar. Veiðileyfi hafa ekki hækkaö meira en kaup, segir veiðimaður. R.T. hringdi: Mig langar að biðja DV um að upp- lýsa eftirfarandi vegna margumrædds fréttaflutnings Sjónvarpsins af hand- töku Hafskipsmanna. 1. Hvaða starfsmaður sjónvarpsins tók ákvörðun um að láta mynda göngu sexmenninganna í húsakynni Saka- dóms og birta síðan myndimar í fréttum sjónvarpsins? 2. Hver skrifaði fréttina? Ég er furðu lostinn yfir þessum vinnubrögðum. Var enginn lærdómur dreginn af Geirfinnsmálinu á sínum tíma varðandi fréttaflutning af ódæmdum málum? Páll Magnússon, starfandi fréttastjóri sjónvarps: Ákvörðun um að taka og birta myndir af göngu sexmenninganna var í höndum vakthafandi fréttastjóra. Fréttina skrifaði Hallur Hallsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.