Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JUNÍ 1986. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikriingar eru íyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir. þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. t>á ársfjórðunga, sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggðe í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs Islands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun. er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í| einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfm eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safina lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og áreávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við gmnninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á gmnni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01. -10.06. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA sérlista iiil iiiiíisifiiiih! innlAn úverðtryggð SPARISJÚÐSBÆKUR ðhundm .mjtaí, 9,0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán, uppsogn 10.0 10.25 10.0 9.0 1.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán. uppsógn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10,0 12.5 10.0 12mán. uppsögn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0 SPARNAOUR - LANSRÉTTUR SP,r.s 3-5 min. 13,0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp.Smán. ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 rÉKKARfclKNINGAH Avisanaraikningar 6.0 6.0 2.5 3,0 4,0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3,0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 innlAnverðtryggð SPARIREIKNINGAR 3j, mén. uppugn 1.0 1,0 1,0 1.0 1,0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán. uppsogn 3,5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3,0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALOEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 8.25 7.0 6.25 Sterlingspund 11.5 11.5 9.5 9.0 9.0 10,0 10.0 11.5 9.5 Vtstur-þýsk morfc 4.0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 Dansfcar krónur 7.5 7.5 7.0 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7.0 útlAn överðtryggð ALMENNIRVtXLAR (foroutir) 15.25 15.25 15.25 15,25 15.25 15.25 15,25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAVfXLAR 3) {lorv.nir) kg. 19.5 kga 19.5 kfl* kge kg. kgo ALMENNSKULOABRÉF 2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) ka« 20,0 kge 20.0 kge kge kBe kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.Ú 9.0 9,0 9.0 9.0 útlAnverdtryggð SKULDABRÉE AS21/2Sri 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4 /) 4.0 4.0 Lengrien21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU sjAneðanmAisd 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%, 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Fréttir Fréttir Fréttir Horkuárekstur á Hofsvallagotu: Hentist stjómlaust á Ijósastaur Hörkuárekstur varð á mótum Hringbrautar og Hofevallagötu í gær- morgun er þar skullu saman Volga og Lada með þeim afleiðingum að ökumaður Volgunnar missti stjóm á bifreið sinni sem hentist stjómlaust á ljósastaur ofarlega á Hofevallagöt- unni. Brak úr ljósastaumum skall svo á Volvo sem leið átti hjá og skemmdi hann. Tveir vom fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra em ekki talin alvarleg. Klubbur Listahátiðar: Gestir lentu á gömlu dönsunum Það kostar 1200 krónur i Klúbb Listahátíðar um helgar geta gestir lent á al- mennum dansleikjum og gömlu dönsunum. Það fór heldur illa fyrir gestum Listahátíðar sem ætluðu að njóta næturinnar í Klúbbi Listahátíðar á Hótel Borg um helgina. Er gesti har að garði á laugardagskvöldið var dansleikur í fullum gangi í húsakynn- um klúbbsins, diskótek og unglingar á öllum borðum. Ekki skánaði það á sunnudagskvöldið því þá lentu gestir Listahátíðar á gömlu dönsunum. „Upphaflega var gert ráð fyrir að Klúbbur Listahátíðar yrði aðeins starfræktur á virkum dögum. Við æt- luðum aldrei að hætta dansleikjahaldi um helgar,“ sagði Sigurður Garðars- son, hótelstjóri á Borginni. „Heiin- ríetta og vinkona hennar, sem eiga víst að vera gestgjafar í klúbbnum, vildu hins vegar taka helgamar inn í dæmið en þá lenda gestimir að sjálf- sögðu á dansleikjum." Að sögn hótelstjórans snæddi Jacqu- eline Picasso kvöldverð á Hótel Borg um helgina en treysti sér ekki í gömlu dansana. Rithöfundurinn Doris Less- ing leit einnig inn í Klúbb Listahátíðar en gerði stuttan stans á dansleiknum. -EIR Fjölbvautaskóli Suðumesja - afmælishátið og skólaslít Laugardaginn 24. maí sl. fóm fram í íþróttahúsinu í Keflavík skólaslit og aihiælishátíð Fjölbrautaskóla Suður- nesja að viðstöddu margmenni, en skólinn lauk þá tíunda starfeári sínu. í ræðu Ingólfe Halldórssonar aðstoð- arskólameistara kom fram að nemend- ur hefðu verið 641 á síðustu önn og skipst milli dagskóla, öldungadeildar, meistaraskóla og réttindanáms vél- stjóra. Þá hefði áfram verið starfrækt starfenám fyrir fólk úr atvinnulífinu sem og námsflokkar. Hið þróttmikla starf væri hins vegar búið að sprengja fyrir löngu utan af sér húsnæði skól- ans og í vetur hefði verið kennt á átta stöðum víðs vegar um bæinn. Skólameistari afhenti prófekírteini. Að þessu sinni brautskráðust 77 nem- endur. í hópi nýstúdenta brautskráðist einn, Yngvi Rafn Yngvason, af fjög- urra ára flugliðanámsbraut og er hann fyrsti stúdent hérlendis af þeirri braut. Fjölmörg verðlaun vom veitt og komu flest þeirra í hlut Guðrúnar Þum Kristjánsdóttur nýstúdents. Skólanum bárust fjölmargar gjafir frá einstak- lingum, stofnunum og fyrirtækjum, auk þess sem fyrrverandi nemendur skólans færðu honum gjöf í tækjasjóð. Skólameistari er Hjálmar Ámason. MS Frá útskrift nemenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.