Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 27
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986. 27 1 Sandkorn Sandkorn Davíð Oddsson og munnharp- an Munnhaipa Málningarverksmiðjan Harpa átti 50 ára afmæli á dögunum. 1 afmælishófinu var margt manna, stór- menni sem önnur. Forstjóri fyrirtækisins Magnús Helgason sagði í upphafi samkvæmisins að æskilegt væri að menn héldu ræður miklar og langar. Lan- gæskilegast væri að ræðu- höldum yrði alveg sleppt, sagði forstjórinn. Hann gat þess þó að tveir gestanna væru undanskildir það væru þeir Albert Guð- mundsson iðnaðarráð- herra og Davíð Oddsson borgarstjóri. Þessir tveir gestir brugð- ust vel við undanþágu- heimild forstjórans og tóku til máls. Báðir voru stutt- orðir en gagnorðir. Borgar- stjórinn kvaðst hafa fullan skilning á ræðutakmörk- unum af hálfu forstjórans í Hörpu. ef ræður færu úr böndum yrði úr munnhörpur, og fyrirtækið aldrei kallað annað en Munnharpa. Kalt stríð Og fleira úr nýafstaðinni kosningabaráttu. í her- búðum Alþýðubandalags- ins hafa væringjar miklar verið á meðal "samherja". Kristin og Össur frambjóð- endur í öðru og íjórða sæti G-listans hafa verið í bandalagi á móti Sigurjóni Péturssyni sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur fiarstýrt. Sagt er að Ólafur hafi viljað hreinsa til í kringum sig áður en haldið væri af stað i kosningabar- áttuna fyrir alþingiskosn- ingarnar. og því beint Kristinu varaformanni AI- þýðubandalagsins og Ossuri meðhjálpara í borg- armálin. Þegar niðurstöður forv- als lágu fyrir og ljóst að Kristín og Össur myndu skipa annað og fjórða sætið var þeim boðið að sitja alla fundi borgarmálaráðs Al- þýðubandalagsins. í því ráði sitja borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar Al- þýðubandalagsins. 1 ráðinu eru eðli málsins samkvæmt öll borgarmálefni tekin til umfjöllunar. Oddviti hóps- ins er að sjálfsögðu efsti maður listans Siguijón Pét- ursson fyrrverandi forseti borgarstjórnar. Kristín og Össur hafa ekki þegið boðið um að sitja þessa fundi. En þó að íjórmenningahópur- inn sem var í forsvari á lista Alþýðubandalagsins væri ekki eins samhentur og lá- tið var í veðri vaka dreif hópurinn sig í myndatöku. Útkoman var góður kvart- ett, brosmildur og ljúfur, ein útgáfa þykir þó bera af. Það er myndin góða þar sem Krístinu hefur tekist Kristin heldur Sigurjóni niðri að koma Siguijóni á kné og heldur honum fast niður. össur ristjóri Þjóðviljans birti myndina á forsíðu málgagnsins á kjördag. Nýjan sóp fyrir Ússur Össur Skarphéðinsson doktor í kynlífi Iaxa, rit- stjóri Þjóðviljans og aóalt- romp Alþýðubandalagsins fyrir borgarstjórnarkosn- ingamar í Reykjavík fór heldur illa að ráði sínu í umræðuþætti sjónvarpsins kvöldið fyrir kosningar. Hann hefur víða farið og gasprað mikið en féll á eigin bragði í lokahrinunni. össur lét þau orð falla á DV kosningafundinum í síðustu viku að hann ætlaði að fæla embættismenn borgarinnar frá störfum ef hann kæmist til valda. Þótti Trompkandidat Alþýðu- bandalagsins sagðist ætla að sjá til þess að "óþekkir" embættismenn borgarinn- ar fæm í að sópa gólf eða í öskuna. Verst var að Össur vildi ekki kannast við um- mæli sína af fundinum þegar hann sat fyrir fram- an alþjóð í sjónvarpssal. í framhaldi af framkomu rit- stjórans i sjónvarpinu velta menn pólitískri framtíð hans mikið fyrir sér. Hver sem pólitísk framtíð össurar Skarphéðinssonar verður er vitað að stuðn- ingsmenn Siguijóns Pét- urssonar hafa ákveðið að efna til samskota. Söfnun gengur vel eftir þvi sem síð- ustu fréttir úr herbúðum Siguijónsmanna herma. Þeir hafa ákveðið að safna fyrir sóp af vegle- gustu og stærstu gerð handa össuri, sem verður síðan afhentur við hátíð- lega athöfn við öskuhaug- ana. Helgi sendi flokksbræðum kveðjur Spakmæli í sjónvarpi I kosningasjónvarpinu aðfaranótt sunnudagsins féllu' mörg spakmælin. Menn vom léttir, þó mis- léttir, eftir því sem pólit- isku vindarnir blésu. Fréttamennirnir stóðu sig vel á þessari löngu vakt. Páll Magnússon kynnti Neskaupstað eitt sinn sem "litlu Moskvu" og hlýtur það að hafa komið við rauðu hjörtun íbúanna á staðnum. Helgi H. Jónsson var hress að vanda í útsending- unni og sérstaklega þegar hann loksins fékk óskalag sitt "Take five" leikið. Hann greindi skömlega frá tölum og spám, jafnvel svo að mönnum þótti nóg um. Einu sinni var framsóknar- maður "í gættinni" inn í viðkomandi sveitarstjórn. Helgi sagði að sá yrði að vera utan dyra "og bíta gra- sið græna". Það þótti mönnum köld kveðja til framsóknarmanns frá framsóknarmanni. Eins hin kveðjan frá sama fram- sóknarmanni að einn vonsvikinn frambjóðandi gæti étið það sem úti frysi. Umsjón: Þórunn Gestsdóttir Menning Menning Menning „Þar sem ris andans er fokið ofan af kúnstverkinu“ Þórbergur Þóröarson - Stórbók, Mál og menning, 1986 „Aldrei hefur verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjóm heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Islandi, að ritlaun höfimdarins hafi numið meiru en einum þrítug- asta hluta af árskaupi lélegs út- gerðarstjóra. Þetta em kjörin, sem þorri ís- lenzkra rithöfunda á við að búa á þessari milljónaöld. Og rit þeirra em líka eftir því. Vér erum að vísu oft- ast vanir að hrósa þeim. En í hreinskilni sagt - þá em nútíðar- bókmenntir vorar miklu auðvirði- legri og lítilsigldari en einangrun vor og ættjarðarhroki geta viðurkennt." „Einkenni allrar uppskafningar í rithætti er hofróðulegt tildur og til- gerð, skrúf og skrumskælingur, í hugsun, orðavali og samtengingu orða. Fyrir liðugum áratug mátti kannski líta á hina nýju uppskafii- ingu sem virðingarvert stref til að yngja upp mál og stíl, sambærilegt þvi í byggingalistinni, sem reisti hér á landi kubbahúsin með togara- grindverkinu og gluggaborunni efst á veggnum, jassinum í músikinni og hinu þráláta stillubeini í myndlist- inni með karfa á borði og könnu á stól, sem allt naut í þá daga nærri Þórbergur Þórðarson með einni af söguhetjum sínum. guðrækilegrar aðdáunar, en var samt sem áður málandi innantóm- leika-teikn, þar sem ris andans er fokið ofan af kúnstverkinu." Jú, þið eigið kollgátuna. Þórberg- ur var það heillin. Fyrri tilvitnun er vitaskuld úr Bréfi til Lám, en sú síðari er úr Einum kennt - öðrum bent. Þessi orð hafa ekki tapað kynngi sinni þótt þau séu orðin hálfrar aldar gömul. TilAtnanirnar em hér birtar í tilefhi þess að Mál og menning hefur gefið út fjögur verk Þórbergs í einni bók, Bréfið, Einum kennt, Sálminn um blómið og Viðfjarðarundrin. Safnrit af þessu tagi nefiiir forlagið Stórbók og er það sett saman eftir Bókmenntir Aðalsteinn ingólfsson erlendri fyrirmynd, sem annað tveggja nefnist „Omnibus" eða „Reader". Tilgangurinn er sá að gefa fólki kost á að eignast nokkur þekkt skáldverk eftir góðan höfúnd í einni bók og það sem meira er, fyrir verð einnar bókar. Kaupanda er svo í lófa lagið að hafa með sér slíka Stór- bók í ferðalagið, sumarleyfið, hvert sem er og getur þannig efrit til ná- inna kynna við rithöfund kæri hann sig um. Textar Þórbergs em hér prentaðir orðrétt eftir fyrri útgáfúm Máls og menningar, letrið er ágætlega læsi- legt Times Roman og bandið er smekklegt, kannski einum of smekk- legt fyrir þá sem hafa með sér bækur í útilegur. En hugmyndin er góð, vonandi fær hún góðan hljómgrunn meðal les- enda. -ai SAUMAKONUR Vanar saumakonur óskast strax. Vinnutími kl. 8-1. Upplýsingar aðeins á staðnum milli kl. 4 og 6. bouhque m.irnaima Kjörgarði, Laugavegi 59,2. hæð. 4. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14„ 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaðs 1986 á hluta í Barma- hlíð 26, þingl. eign Ólafar Jóhannsdóttur, fer fram eftir kröfu Jóns Magnús- sonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 5. júní 1986 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaðs 1986 á hluta í Gullteig 4, þingl. eign Hafsteins Ingólfssonar og Ingibjargar Einarsdóttur, fer fram eftir kröfu Utvegsbanka íslands og Þorvaldar Lúðvíkssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag 5. júní 1986 kl. 11.30. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Vitastíg 3, þingl. eign Jóns Walterssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Ingólfesonar hdl., Guðríðar Guðmundsdóttur hdl„ Péturs Guðmundssonar hri., Útvegsbanka islands, Ævars Guðmundssonar hdl., Iðnaðarbanka íslands, Ásgeirs Thoroddsen hdl., Gjaldheimtunnar í Reykja- vík, Róberts Á. Hreiðarssonar hdl. og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 5. júní 1986 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Álfaskeiði 86-88, 2. h. t.h„ Hafnarfirði, þingl. eign Sigurðar Frið- finnssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Sigríðar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 6. júní 1986 kl. 13.45 Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Logbirtingablaðsins 1985 á eigninni Alfaskeiði 94-96, íbúð á 4. h„ Hafnarfirði, þingl. eign Ástráðs Sig- urðssonar, fer fram eftir kröfu bæjarfógetans á Sauðárkróki og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 6. júni 1986 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Hjallabraut 6,2. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Andrésar I. Magnússon- ar, fer fram eftir kröfu Sigriðar Thorlacius hdl„ Jóns Ingólfssonar hdl., Bergs Óliverssonar hdl. og Hauks Bjamasonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 6. júní 1986 kl. 15.00. ____________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Miðvangi 57, Hafnarfirði, þingl. eign Guðmundar Bemharðssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands, Tryggingastofnunar rikisins og Ól- afe Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 6. júní 1986 kl. 14.30. _______________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Garðaflöt 33, Garðakaupstað, þingl. eign Harð- ar Albertssonar o.fl., fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. júní 1986 kl. 15.30. Baejarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Breiðási 9, e.h„ Garðakaupstað, þingl. eign Sigurðar Rúnars Guð- mundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Garðakaupstað og Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 6. júní 1986 kl. 16.30. _________________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Skeiðarási 3, Garðakaupstað, þingl. eign Rafboða hf„ fer fram eftir kröfu Iðnþróunarsjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 6. júní 1986 kl. 17.00. ______________ Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.