Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Page 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Konur saxa á kariaveldið Konur unnu á í sveitarstjómarkosn- ingunum. Af 416 kjömum íulltrúum listanna em 109 konur eða rúmiega 26 prósent. Þetta er aukning frá síð- ustu kosningum. Þá vom konur 72 af 425 fulltrúum eða um 17 prósent. Eins og gefur að skilja er hlutur kvenna á Kvennalistanmn 100 pró- sent. Hlutfall kvenna er hins vegar -hæst hjá Alþýðubandalaginu. Þar em 44 karlar og 26 konur eða 37 prósent. Hjá Sjálfetæðisflokki, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki er hlutur kvenna sá sami eða um 24 prósent. Samanlagt hjá öðrum framboðum er hlutur kvenna rúmlega 20 prósent. Fulltrúar Alþýðuflokksins em 71 að tölu. Þar af era karlar 54 og konur 17. Framsóknarflokkurinn er með 79 fulltrúa, 60 karla og 19 konur. Sjálf- stæðisflokkurinn er með 139 fúlltrúa og þar af em karlar 105 og konur 34. Kjömir fulltrúar annarra flokka en þessara fimm em alls 54 og þar af 43 karlar og 11 konur. -APH Gleði og gaman hjá sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði þegar úrslita var beðið. Það er mikill hugur I mönnum hér,“ segir Bima Friðgeirsdóttir. SjáKstæðismenn aftur í meirihluta á Ólafsfirði: „Var langþráður draumur okkar „Við erum mjög sæl héma þessa stundina. Þetta var langþráður draumur okkar,“ sagði Bima Frið- geirsdóttir, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins á Ólafefirði, í samtali við DV í gær. Flokkurinn vann hreinan meiri- hluta. Síðustu 12 árin hafa vinstri flokkamir boðið fram sameiginlega og haft meirihluta. I yfir 20 ár þar áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn meirihlu- tann. „Það er ekkert eitt sem hjálpaði okkur að ná þessum sigri. Við teljum að við höfum góða og málefnalega stefnuskrá. Hér hefúr verið samdrátt- ur í atvinnulífi og framkvæmdum bæjarfélagsins. Við leggjum mikla áherslu á atvinnumálin og viljum hleypa nýju blóði í þau. Einnig stefn- um við að auknum hafiiarfram- kvæmdum. Þá viljum við standa vörð um þá áætlun sem gerð hefur verið um göng gegnum Múlann. Einnig ætlum við okkur að efla íþrótta- og félagsmál héma,“ sagði Bima. Nýi meirihlutinn fær tima til að skipuleggja starfið sem framundan er því ekki verður skipt um í bæjarstjóm fyrr en 15. júní. -aph I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari Það er ekki oft sem stjómmála- menn em rassskelltir opinberlega. Og afar, afar sjaldgæft að þeir rass- skelli sjálfa sig. Nixon Bandarikja- forseti reyndi á sinum tima að ljúga sig út úr Watergate-málinu, en var að lokum fastur í sinni eigin snöm þegar segulböndin sönnuðu að hann hafði logið að bandarisku þjóðinni. Hann fékk sina rassskellingu og fór frá með skömm. í kosningabaráttunni í Reykjavik gerðist það að einn frambjóðend- anna ætlaði að skrökva sig út úr vandræðum með sama hætti og Nix- on. Þetta var össur Þjóðviljaritsfjóri sem nú tók þátt i sinni fyrstu kosn- ingabaráttu. Sennilega einnig þeirri síðustu. Þessi nýja stjama Alþýðubanda- lagsins fór mikinn í kosningunum. Hann ætlaði sér stóran hlut, enda galvaskur ræðumaður sem tekur stórt upp í sig. Enn er mönnum í fersku minni hvemig össur hugðist hreinsa út gamla gengið af lista Al- þýðubandalagsins í Reykjavík. Siguijón Pétursson fékk að hanga inni upp á punt, en auðvitað var honum ýtt til hliðar þegar stóra stundin rann upp og spila þurfti út trompunum í sjónvarpinu daginn I fótspor Nixons fyrir kosningar. Þá var Siguijóni sparkað. Og Össur vildi sparka fleir- um. Á DV-fundinum fræga fór hann ekki leynt með þá fyrirætlan sina að skella Davíð og hefja síðan hreinsan- ir hjá borginni, eins og tiðkast í sæluríkjunum fyrir austan þegar skipt er um einræðisherra. Og af því að þeir hjá Þjóðviljanum og Alþýðu- bandalaginu em stéttvisir menn og gera greinarmun á hástétt og Iág- stétt, finnst ritstjóranum mesta niðurlægingin fólgin í að vinna í ös- kunni. Þess vegna tók hann fram að hann ætlaði að senda æðstu emb- ættismenn borgarinnar í öskuna. Verra hlutskipti getur hann ekki hugsað sér. Hlýtur það að vera fróð- legt fyrir starfsfólkið i hreinsunar- deildinni hjá borginni að vita hvaða augum verkalýðsflokkurinn og al- þýðuvinimir í Alþýðubandalaginu líta störfin í öskunni. Þau em sem sagt það aumkunarverðasta og ómerkilegasta sem þeir geta hugsað sér. Þangað skyldu embættismenn- imir fara þegar öreigaflokkurinn tæki við. En eitthvað hefur Össur greyið fengið bágt fyrir þessi ummæli sín hjá hinum veraldarvanari í Alþýðu- bandalaginu og eitthvað hafa þessi ummæli mælst misjafnlega fyrir meðal stuðningsmannanna, þvi þeg- ar kappinn mætti í sjónvarpssal, daginn fyrfr kosningar, hafði hann fengið bakþanka. Og af því þeir á Þjóðviljanum er vanir því að hag- ræða sannleikanum og snúa honum við, ef þvi er að skipta, tók hann sig til eins og Nixon og afneitaði sinum eigin ummælum. Eða eins og segir á réttri og sléttri íslensku: hann laug sig út úr vandræðunum. Aumingja össur áttaði sig ekki á því að hann var til á spólu eins og Nixon. Ekki aðeins höfðu dagblöð skýrt orðrétt frá hreinsunammmælum ritstjór- ans, heldur hafði fundinum verið útvarpað með pompi og prakt og ekkert undan dregið. Allir vissu hvað hann hafði sagt og Össur sprakk á limminu. Rétt eins og Nixon. Hann var staðinn að verki, berskjaldaður í lyginni. Andstæðingarnir þurftu ekki að hafa fyrir því að rassskella hann. Hann rassskellti sjálfan sig. Framdi harakiri á staðnum. Slæmt var að hafa móðgað alla starfsmenn Reykjavikurborgar. Verra var að hafa misboðið ösku- köllunum i hreinsunardeildinni. Verst var að þora ekki að standa við eigin orð, en allra, allra verst var þó að gera ómerkilega tilraun til að ljúga sig út úr vandræðunum frammi fyrir alþjóð. Langflestir frambjóðendur, sem ekki ná kjöri, falla einfaldlega vegna þess að aðrir frambjóðendur em taldir betri. Sumir frambjóðendur falla vegna þess að aðrir frambjóð- endur skrökva upp á þá sögum. En það er hins vegar mun sjaldgæfara að frambjóðendur felli sjálfa sig og skrökvi sjálfa sig niður í fallsæti. Nixon gerði þetta. Hann féll á lyginni. össur lenti í sömu súpunni. Báðir verða að sætta sig við pólitiska útlegð það sem eftir er. Nixon var að vísu orðinn aldraður maður og átti því ekki mikla framtíð fyrir sér. En Össur er rétt að byrja og á því glæsilega framtíð að baki. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.