Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986. Utlond Utlond Utlönd Utlönd Getur eitthvað leyst kjamorkuna af hólmi? Mikill ótti hefur gripið um sig meðal (ólks á Vesturlöndum í kjölfar slyssins í Chernobyl og er nú hart deilt um það hvort réttlætanlegt sé að nota kjarnorku til orkuframleiðslu. Kjarnorkuverið við Harrisburg í Bandaríkjunum var mjög í sviðsljósinu fyrir nokkrum árum er leki kom þar í kjarnaofn. Spurningin, sem nú er leitað svara við, er sú hvort við höfum efni á að hverfa frá nýtingu kjarnorku. Eftir eina öld verður litið á slysið í Chemobyl annaðhvort sem upp- hafið að endalokum kjamorkunnar eða sem leiðinlegt óhapp á upphafc- árum kjamorkunnar. Þessi dómur fer eftir þróun stjómmála en ekki tækni. Slysið í Chemobyl hefur sannfært marga, og ekki aðeins Græningja, um að kjamorkan sé of hættuleg til að nokkuð réttlæti notkun hennar. Það sem fáir skilja, enn sem komið er, er hvað það kost- ar að vera án kjamorkunnar. Geysilegur kostnaður Sá kostnaður er ekki óviðráðan- legur. Mannkynið er ekki svo háð kjamorku að ákvörðun um að hverfa frá henni myndi lama nútíma menningarsamfélög. Aðeins 5% af orku veraldar og 15% af rafinagni koma frá kjamaofhum (reyndar er þessi tala fjórum sinnum hærri í Frakklandi). Það em nægar aðferðir til að fúllnægja orkuþörf með öðrum hróefrium en kjamorku, án þess að hverfa aftur til hinna dökku mið- alda, einnig fyrir Frakka. Þótt oflramboð sé nú af olíu, gasi og kol- um, og þessir orkugjafa séu mun ódýrari í augnablikinu en þeir vom 1980, er ekki til óendanlegt magn af þessum hráefnum. Ef orkuverð þrefaldaðist myndu margar aðrar orkulindir, frá vindmyllum til sykur- reyrs og tjörusands, væntanlega veróa nýttar í æ ríkara mæli. Spurning um stjórnmál, ekki tækni Það er ekki tæknin sem er málið. Með nægum tíma og peningum mundu menn í hvítum sloppum vinna sigra á flestum hindmnum. Það em miklu leiðinlegri spumingar sem vakna þegar rætt er um framtíð- arorkugjafa veraldar; s.s. kostnaður, öryggi, áhrif á umhverfi og þess hátt- ar. Svar, sem felur í sér að horfið verði frá nýtingu kjamorku, er lélegt svar út frá þremur ástæðum, að minnsta kosti. Það þýðir dýrari orku, meiri mengun og minni hag- vöxt. Það er óhætt að segja að heimur- inn hafi haft góðar ástæður til að nýta sér kjamorkuna á sínum tíma. Ríki vildu síður vera háð kolum, sem valda mengun og em hættuleg í vinnslu, og síðar vildu þau ekki þurfa að treysta á olíuna. Þau vildu fá orkugjafa sem var óreiðanlegur, reyklaus og ósnertur af OPEC. Að auki vildu þau halda orkuverði niðri. Ef svo fer fram sem horfir munu 25% af orku OECD ríkjanna koma frá kjamorku um árið 2000. Án kjam- orku munu þau þurfa að reiða sig miklu meira ó olíu, kol og gas. Þar sem endurvinnanlegir orkugjafar munu þá ekki geta staðið undir miklu af orkunotkun er ekki óeðli- legt að giska á að orkuverð í heimi, án kjamorku, muni verða að minnsta kosti tvöfalt frá því sem nú er. Breyttar aðstæður . Mundi þetta skipta máli? Orka og velmegun haldast hönd í hönd. Milli 1949 og októberstríðsins 1973 var það svo að fyrir hvem dollar í aukna þjóðarframleiðslu jókst orkueyðsla um 30 megajoule. Þetta hlutfall, milli þjóðarframleiðslu og orkueyðslu, varð á þessu tímabili svo stöðugt að mönnum virtist sem þetta væri lög- mál. Svo reyndist ekki vera. Eftir olíu- verðhækkunina 1973 raskaðist þetta hlutfall. Þrátt fyrir að þjóðarfram- leiðsla Bandaríkjanna ykist um 31% frá 1973 til 1984 minnkaði orkunotk- unin um 1% á sama tímabili. Náttúmvemdarmenn hafa notað staðreyndir sem þessar til að sýna fram á að ef spamaður er viðhafður getur velmegun aukist án þess að orkunotkun aukist. Þeir kasta fram skiljanlegri spumingu. Úr þvi að hagvöxtur getur vaxið án þess að orkunotkun vaxi að sama skapi, því ekki láta yfirvofandi skort ó olíu hækka verð á orku og hvetja með því móti bæði til náttúruvemdar og þróunar á endurvinnlegum orku- gjöfum? Iðnaðarríki framtíðarinnar í hættu Það sem þeir taka ekki með í reikninginn er hin sérstæða staða iðnaðarlanda framtíðarinnar. Nátt- úruvemd er ein af ástæðum minnk- andi eftirspumar eftir orku í iðnaðarlöndum samtímans, en breytingar í gerð iðnaðar hefúr alveg jafnmikið að segja. Með hverju ár- inu setjast fleiri og fleiri Bandaríkja- menn, Japanir og Evrópubúar fyrir framan tölvuskjái eða fá sér vinnu á salatbar. Færri og færri vinna erf- iðisvinnu. Fátækari löndin þurfa enn sífellt meiri orku. Þegar þjóð iðnvæðist eykst orkuþörf hennar hraðar en hún iðnvæðingin. Það er ekki fyrr en seinna sem stöðugleiki kemst á þetta hlutfall, eða það lækkar. Þetta gerðist í Bandaríkjunum, þar sem orkunotkun jókst um 15% í hlutfalli við þjóðarframleiðslu á árunum 1900 til 1914. Þetta er að gerast nú í hverju einasta þróunarlandi og þessi þróun mun halda áfram eftir því sem íbúar þessara landa finna færri tré til að höggva og nota sem orkugjafa. Ef hinir ríku, sem em skelfingu lostnir eftir slysið í Chemobyl, valda því að orkuverð hækkar munu þeir kæfa Bandaríki og Japan framtíðar- innar í vöggu. Maður þarf ekki að aka um á bensínháki til að vilja ódýra orku. Af hverju kjarnorka? Eftir stendur spumingin; af hveiju kjamorka úr því að klofhandi atóm em ekki eina leiðin til að framleiða rafmagn? Hægt væri að fullnægja þörfum heimsins með risastórum vindmyllum, sólarorkuverum og sykurreyr. Verðið yrði hins vegar svo hátt að helmingur jarðarbúa, að minnsta kosti, hefði ekki efni á því að verða sér úti um hana. Ef þróun- arríki kæmi sér upp nægilega stórum sólarorkuverum til að fullnægja orkuþörfum sínum yrði það gjald- þrota við það eitt að standa í skilum ó þeim lánum sem það þyrfti að taka til verksins. Andstæðingar kjamorkunnar hafa svar við þessu. Þeir segja að ef jafn miklu fjármagni hefði verið varið ti) þróunar á sólarorku eða annarra endurvinnanlegra orkulinda, eins og eytt hefur verið í rannsóknir á kjam- orku, myndu slíkir orkugjafar hugsanlega vera jafhódýrir og kjamorkan. Þetta er næstum rétt hjá þeim, en ekki nógu rétt. Það em eðlislæg vandamál í sambandi við endurvinnanlega orkugjafa sem Umsjón: Ólafur Arnarson valda því að kostnaður við þó verður alltaf hár. Þeir þurfa mikið landrými og em óáreiðanlegir. Það er ekki hægt að ætlast til þess að sólin komi upp vegna þess eins að allir vilja hita sér kaffi áður en Hótel byrjar í sjónvarpinu. Orkugjafi 21. aldarinnar Þetta er ekki sagt til að varpa rýrð á endurvinnanlega orkugjafa, held- ur til viðurkenningar á því að hin takmarkaða framtíð, sem þessir orkugjafar eiga, er á næstu öld en ekki þessari. Það má vel vera að afleiðingar slyssins í Chemobyl verði svo óhugnanlegar að jarðar- búar hætta nýtingu kjamorku. Menn þurfa aðeins að ótta sig á því að slíkt hefði í för með sér stöðvun á framþróun í löndum sem þurfa mest á henni að halda. Vaxandi orkuþörf Kjamorka er hentug til fram- leiðslu á miklu magni af rafmagni. Vegna breytinga í orkunotkun heimsins þá er það einmitt þannig orka sem við komum til með að þarfhast mest á komandi árum, eigi hagvöxtur að vera áfram mikill. Árið 1985 vom, samkvæmt alþjóð- legu kjamorkustofriuninni, 372 kjamaofnar í 26 löndum, sem fram- leiddu rafinagn. Þessi kjamorkuver framleiddu 248.000 megavött og sáu heiminu fyrir 15% af þvi rafmagni, sem notað var í fyrra. Rafmagn er aðeins hluti af orku- notkun heimsins. Um 35% af þeirri orku sem notuð er í heiminum fer til framleiðslu rafmagns. Kjamorka er aðeins um 5% af heildarorku sem notuð er. Vegna hitataps í vinnslu- ferlinum era það ekki nema 2-3% sem komast ó leiðarenda. Vatnsorka sér heiminum fyrir um 70% af þeirri orku sem notuð er. Það er því ljóst að heimurinn er ekki orðinn svo háður kjamorku að ekki megi hverfa af þeirri braut. Á miðjum 8. áratugnum töldu margir sérfræðingar að orkufram- leiðsla með kjamorku þyrfti að aukast upp í eina milljón megavött fyrir aldamót, en það er fjórföld framleiðslugeta miðað við daginn í dag. Síðan þá hefur orðið meiri fríim- þróun en búist var við í sambandi við varðveislu orku, einnig hefur andstaða við kjamorkuver aukist til muna. Framleiðslugeta kjamorku- vera í lok aldarinnar verður senni- lega tæplega helmingur þess sem menn spáðu fyrir tíu árum, en tvö- fold miðað við daginn í dag. Ef við hyrfum frá kjamorkunni þyrftum við að framleiða upp í mikið gap með öðrum aðferðum. Hvað stendur okkur til boða? Olían er vinsælasti og mest notaði orkugjafi í heiminum á þessari öld. En það era þijár ástæður fyrir því að brenna hana ekki í orkuverum. Ein er sú að olían er ómissandi í hlutum sem hreyfast milli staða. Helmingur af þeirri olíu, sem notuð er í heiminum í dag, er notuð ó farar- tæki. Önnur er sú að með því að brenna olíu erum við að gefa okkur á vald OPEC herranna á nýjan leik. Til að framleiða þá orku, sem kjam- orkuver framleiddu árið 1984, þyrfti olíunotkun okkar að aukast um 10%. Þetta hlutfall færi síðan stig- hækkandi. Þriðja ástæðan er sú að olían er ekki ótakmörkuð auðlind. Ef við höldum sömu framleiðslu og nú er munu olíulindir veraldar eyðast á 35 órum. Auðvitað myndi finnast meiri olía en nú er vitað um, en enginn efast um að hún mun ganga til þurrðar. Flestir era sammála um að kol séu ekki vænlegur kostur. Mengun af þeim er hrikaleg, erfitt og hættulegt er að vinna þau og dýrt að flytja þau. Stórt orkuver, sem gengur fyrir kolum, framleiðir á einu ári nægi- lega mikla ösku til að þekja eina ekra af landi í hæð 6 hæða bygging- ar. Kol gætu hæglega komið í stað kjamorku. Þær kolanámur, sem vit- að er um, munu endast í 200-300 ór miðað við núverandi notkun. En til að nota meiri kol þarf heimurinn að gera það upp við sig hvort hann vill sætta sig við meiri mengun, eða borga hærra verð fyrir hreinsuð kol. Það er því ljóst að þessir gömlu, þekktu orkugjafar era ekki spenn- andi lausn á orkuvanda veraldar. Endurvinnanlegir orkugjafar Þá víkur sögunni að endurvinnan- legum orkugjöfum. Eitt er víst að þeir ganga ekki til þurrðar, springa í loft upp eða bráðna. Eftir fyrstu olíukreppuna vora þeir bjartsýnis- menn til, sem héldu því fram að slíkir orkugjafar gætu áður en yfir lyki fúllnægt allri orkuþörf veraldar. Núna era menn ekki eins bjartsýnir. Æ minna fjármagni er varið til rann- sókna á þessum orkugjöfum. Ástæðan er sú að þeir hafa tvo stóra galla. Þeir era dreifðir. Hér er átt við að 1000 megavatta sólarorku- ver myndi þekja um 5000 ekrur, samanborið við 150 ekrur fyrir sam- bærilegt kjamorkuver. 1000 mega- vatta vindorkuver myndi vera margfalt stærra. Orkuver, er nýtti hafetrauma, þyrfti að vera þrjátíu kílómetra langt. Vegna þess að endurvinnanlegir orkugjafar era óóreiðanlegir er ekki hægt að treysta nógu vel á orku frá þeim. Þótt oft sé mikið rok þegar mest þörf er á orku er ekki hægt að treysta á það. Allir Islendingar þekkja að ekki er hægt að treysta þvi að sólin skíni eftir pöntun. Þess vegna þarf að finna aðferðir til að geyma orkuna á milli, t.d. með því að nota stóra rafgeyma. Til era þær þjóðir sem era svo lán- samar að hafa jarðhita sem er einna hentugasta formið á endurvinnan- legum orkugjafa. Erum við íslend- ingar gott dæmi um það. Það er hins vegar svo að samkvæmt ströngustu skilgreiningu þá er jarðhiti ekki endurvinnanlegur orkugjafi, því fyrr eða síðar mun jarðitinn kulna. Hvað er til ráða? Hvað myndi fylla gapið? Árið 2000 er gert ráð fyrir því að 25% af heild- arorkunotkun OECD ríkjanna verði frá kjamorku. Þetta þýðir að um 400.000 megavött verða framleidd með kjamorku. Það virðist ljóst að ef kjamorku- verum verður lokað á einni nóttu er óhjákvæmilegt að grípa til raf- magnsskömmtunar í ýmsum löndum og aukinn orkukostnaður yrði ýms- um ríkjum ofviða. Það er því þægilegra að hætta við kjamorkuna smátt og smátt á tutt- ugu ára tímabili, en það yrði samt mjög kostnaðarsamt. Ekki væri hægt að koma í veg fyrir að orku- verð hækkaði, og allt að því tvöfald- aðist. Raunar er það svo að undir þessum kringumstæðum væri mjög óskynsamlegt ef orkuverð hækkaði ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.