Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 9
iv. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl 1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Hefði aldrei komið aftur ef Yelena Bonner er nú komin til Moskvu eftir 6 mánaða dvöl í Bandaríkjunum. Hún sagði við blaðamenn á Moskvuflugvelli í gær að ef hún hefði ekki átt eiginmann í Sovétrikjunum hefði hún ekki komið til baka. ég ætti ekki eiginmann hér Yelena Bonner, eiginkona Andrei ákharovs, sem kom aftur til Moskvu gær, býr sig undir það í dag að iverfa aftur til eiginmanns síns, sem er í útlegð í borginni Gorki, eftir að hún hefúr dvalið í sex mánuði í Banda- rikjunum. Bonner og tveimur bandarískum Íiingmönnum, sem fylgdu henni frá talíu í gær, var ekið í bifreið frá bandaríska sendiráðinu í borginni frá flúgvellinum til íbúðar Sakharov hjónanna í Moskvu. Hún sagði við vestræna fréttamenn á flugvellinum að hún myndi verða í nokkra daga í Moskvu áður en hún færi til Gorkí, sem er um 400 kíló- metra frá Moskvu og lokuð öllum útlendingum. Sakharov var sendur í útlegð til Gorkí árið 1980 án þess að réttarhöld færu fram í máli hans. Hann var leið- togi sovésku andófssamtakanna, sem voru leyst upp með handtökum leið- toganna. Bonner var árið 1984 dæmd í fimm ára útlegð í eigin landi fyrir andsov- éskan áróður. Henni var leyft að fara til Bandaríkjanna í desember síðast- liðnum til að leita sér lækninga. Eftir að hafa haft hljótt um sig í upphafi fór Bonner að ræða við blaða- menn og gefa yfirlýsingar um mál eiginmanns síns og hóf að gagnrýna sovésku ríkisstjómina opinberlega. „Ef ég ætti ekki eiginmann héma hefði ég ekki komið aftur,“ sagði hún í gær. Vestrænir sendimenn í Moskvu sögðu að sú ákvörðun stjómvalda að leyfa Bonner og bandarísku þing- mönnunum Bamey Frank og Dan Lungren að fara frjálsum ferða sinna í Moskvu væri ætluð til að kveða nið- ur neikvæðar raddir á Vesturlöndum. Sovéskir embættismenn skiptu sér ekki af fréttamönnum, sem biðu eftir Bonner á flugvellinum, og lögreglu- vörðurinn, sem verið hefur utan við íbúð Sakharov hjónanna í Moskvu síðan 1980, var þar ekki þegar þau komu til íbúðarinnar. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovét- ríkjanna, hefur látið sér annt um að bæta ímynd Sovétríkjanna gagnvart umheiminum. Hefúr hann í því efni gefið Bonner leyfi til að ferðast til Bandaríkjanna og skipt á Anatoly Shcharanski í fangaskiptum milli Sov- étmanna og Vestur-Evrópu. Háttsettur sovéskur embættismaður sagði í gær að á þriðja hundrað sové- skum borgurum hefði verið leyft að flytjast úr landi til Bandaríkjanna. Yuri Kashlev, sem fer fyrir sovésku sendinefndinni á mannréttindaráð- stefnunni í Bem, sagði að um væri að ræða 36 mál þar sem við sögu kæmu 119 manns sem í upphafi hefði verið leyft að flytja. Hann sagði að síðan hefðu verið tek- in fyrir 35 mál í viðbót og tala þeirra, sem fengu leyfi til að flytjast brott, hefði farið yfir 200. Geislavirkni minnkar í Noregi Gauti Grétarsson, Þrándheimi Geislavirkni, sem varð vart í Þrændalögum í Noregi eftir kjam- orkuslysið í Chemobyl, er nú á undanhaldi. Bann, sem sett var við sölu grænmetis frá svæðinu, var af- numið í gær, mælingar fara fram reglulega og er vel fylgst með því hvort aukning verði á geislavirkum efiium í kjöti og mjólkurafurðum. Mestrar mengunar varð vart á svæði sem nefnist Frosta og furða menn sig á hve geislunin er á af- mörkuðu svæði. Bændum á svæðinu, sem settu niður kom á tímabilinu 28. apríl til 4. maí, hefur verið ráð- lagt að plægja akra sína og sá aftur. Stærsta sala frá upphafi Björg Eva Erlendsdóttir, Stavangri Norska olíufélagið Statoil hefur náð að gera ótrúlegan samning um sölu á gasi úr Norðursjó. Samningurinn er sá stærsti sem um getur í sögunni og tryggir norska gasframleiðslu fram til ársins 2020. Það er gasið á Troll og Sleipnis svæðunum, sem er selt, en samningurinn er þó ekki bundinn við þessi svæði eingöngu. Magnið er gífúr- legt. 1 allt hljóðar samningurinn upp á fjögurhundruð og fimmtíu milljarða kúbikmetra af gasi, sem á að afhend- ast fyrir árið 2020. Sú upphæð er ekki auðskilin en til samanburðar má geta þess að heildarframleiðsla síðasta árs á norsku gasi var tuttugu og fimm milljónir kúbikmetra. Gasið fer til meginlands Evrópu, Þýskalands, Holl- ands, Belgíu og Frakklands. Norska ríkisstjómin hefur látið í ljós mikla ánægju með söluna og úr búðum Ev- rópubandalagsins hafa einnig heyrst Eldsvoði hjá Murcoch Mikill eldsvoði varð í vömgeymslum sem vom í eigu ástralska fjölmiðla- kóngsins, Ruperts Murdoch, í gær- kvöldi. Þetta er einhver mesti eldsvoði sem orðið hefur í London í mörg ár. Talsmaður Murdochs sagði að um íkveikju hefði verið að ræða. Lögregl- an hallast mjög að þeirri skoðun. Talið er að prentarar, sem misstu vinnu sína er Murdoch tók upp nýja tækni við prentun blaða sinna, séu ábyrgir fyrir íkveikjunni. Fólk, sem býr nálægt vöruhúsunum segir að það hafi séð eldsprengjum varpað í átt að byggingunum. Skömmu síðar stóðu logamir yfir sex- tíu metra í loft upp. ánægjuraddir, vegna þess að samning- urinn styrkir vestræn viðskipti og gerir meginlandið óháðara Sovétríkj- unum varðandi orkukaup. Willy Olsen, upplýsingastjóri hjá Statoil, sagði að söluverðið væri gott en fullkomið hemaðarleyndarmál vegna alþjóðaviðskipta. En enginn ef- ast um að heildarupphæðin er stjam- fræðileg. • Þið sendið okkur teikninguna og við sendum öll gögn um hæl - ykkur að kostnaðarlausu. • Við sjáum um flutningsskjöl og tollpappíra. • Margir flutningsmöguleikar. • Við flytjum vöruna hvert sem er á íslandi. • Hjá okkur starfar íslenskur forstjóri. Spyrjið um Níels Jón Þórðarson. • Biðjið um tilboð - berið saman - sjáið hvað unnt er að spara! Húsbyggjendur og verktakar - sparið peninga! Það er dýrt að byggja, um það eru allir sammála. Því er mikilsvert að spara peninga þar sem því verður við komið. Fyrirtækið Nord-Skand er þekkt á öllum Norðurlöndum vegna flutninga þess á byggingavörum frá verksmiðjum beint til kaupanda. Fyrirtækið útvegar og flytur timbur, glugga, hurðir, plötur, innréttingar og einangr- un. Postboks 297,9501 Alta B H — M I N T n m - Eftirtaldir tímar eru lausir í sumar . mánuci. þrkiiud. midvikud fimmtud 16.20 16 20 1 6.20 16.20 17.10 17.10 17.10 17.10 18.00 18.00 18.00 18.00 18.50 18.50 19.40 19.40 20.30 20.30 20 30 21.20 21.20 21.20 22.10 22.10 22.10 22.10 Tennis-og badmintonfélag Reykjavikur s. 82266

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.