Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986. 7 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Sól ogfjör í Hreðavatnsskála Frá Siguqóni Gunnarssyni, frétta- ritara DV í Borgamesi: Þeir sem aka norður í land hafa eflaust veitt því athygli að Pétur Geirsson veitingamaður er að gera gagngerar breytingar a Hreða- vatnsskála i Borgarfirði. Sólstofa er risin fyrir framan húsið og nýtt anddyri er komið svo ekki sé talað um nýjan bensínafgreiðsluskúr þar sem tíundað er að bensínið hans Péturs sé aðeins á 27 kr. þó svo aðrir séu með 28. Fréttaritari hafði samband við Pétur og innti hann frétta af þess- um sólskála. Fram kom að nú í sumar á að hefja að nýjudans- leikjahald með tjaldstæðum og öðru tilheyrandi eins og var hér forðum og svo allt megi fara vel fram og aðstaðan sé sem hest var farið út í að reisa sólskála þennan. Það má því búast við að það verði sóWkt sumar og mikið fjör í Hreðavatnsskála. Auglýsingaskiltinu stolið Einhver er sá auglýsingaskiltið við Hreðavatnsskála, þar sem til- greint er hið lága bensínverð, hefúr ekki getað sætt sig við það eða verið svo hrifinn af því að hann stal því. Pétur Geirsson, veitingamaður í Hreðavatnsskála, vill koma því á framfæri að hann borgi hverjum þeim er veitir honum upplýsingar um skilti þeta 2.500 kr. í fundar- laun því „það kostar sitt að láta gera annað eins“. Bensínverð það sem er í Hreða- vatnsskála hefúr vakið þó nokkurt umtal og er bensínverð í Botns- skála einnig það sama enda rekur Pétur báða staðins. Og þó að fleytan sé smá Sigtt um á Brákarsundi Frá Siguijóni Gunnarssyni, frétta- ritara DV í Borgamesi: Það er greinilegt aðsumariðer komið. Grösin grænka og lömbin hlaupa um tún og engi. í Jlorgamesi er ekki nein útgerð og Borgarfjörðurinn talinn dauður af fiski, þ.e. öðm en laxi og silungi er veiðist i ám og vötnum. En þó ekki sé útgerðin er þó „gert út“ fiá Borgamesi. Þó nokkrir Borgnesingar eiga báta, allt frá hraðskreiðum bátum, er þjóta áfram fyrir hestöflum, til tóta er láta veðurguðina um tirað- ann. Hillir undir reiðhöll Áætlað hlutafé var í fyrstu 10 milj- ónir en var á síðasta aðalfundi í mars hækkað í 20 miljónir.Þegar hafa safn- ast 11,1 miljón þannig að ljóst er að hestamenn verða að herða sig ef tak- markið 20 miljónir á að nást. Reiðhöllin verður í Víðidal í Reykja- vík. Grunnflötur hússins er 3000 fermetrar. Reiðvöllurinn sjálfur verð- ur 1200 fermetrar eða 20x60 metrar. í húsinu verður rúmgóð aðstaða í and- dyri, kaffitería, snyrting, fundaher- bergi, búningshertórgi, áhalda- geymsla og aðstaða til að hýsa hross. Húsið verður hægt að nýta sem reið- skóla, þjálfunarmiðstöð, fyrir sýningar við hestamennsku, hestasölu, nám- skeið, búvörusýningar, bíla- og véla- sýningar ýmiskonar, vörusýningar. skemmtanir, tónleika, dansleiki, fjöldafundi, leiksýningar og flefra. Valdimar G. Guðmundsson og Gísli Gíslason sáu um hönnun hússins. Margir áhugamenn um hestamennsku og reiðhöll mættu til athafnarinnar. DV-myndir EJ Áætlaður kostnaður við jarðvegs- vinnslu á þremur stigum var 8.040.000 krónur en lægsta tilboð var frá Berg- vík sf. og liljóðaði upp á 4.806.000 krónur. Þvi tilboði var tekið. Miðað er við að 1. áfanga jarðvegsvinnslu verði lokið fyrir 1. júlí næstkomandi en þá verður hafist handa við að slá upp fyrir sökklum. Stefnt er að því að húsið verði fokhelt fyrir áramót en í síðasta lagi vorið 1987. Fyrirhuguð er Búnaðarsýning í Reiðhöllinni síðla ársins 1987. Eftir er að semja við ýmis fyrirtæki um einangrun og klæðningu hússins. Grindin verður úr límtré og er líklegt að tiltóði frá Límtré hf. á Flúðum verði tekið. í byggingamefnd eru Magnús Sig- steinsson, Sigurbjöm Bárðarson og Ágúst Oddsson. Gylfi Geirsson hefur verið framkvæmdastjóri Reiðhallar hf. í hálfu starfi frá því i júní 1985. Bogi Eggertsson frá Laugardælum, fyrrum formaður hestamannafélagsins Fáks, tók fyrstu skóflustungu að nýrri reiðhöll um síðustu helgi. Margir áhugamenn um reiðhöll vom saman- komnir í Víðidalnum til að verða vitni að þessari skóflustungu. Sigurður J. Líndal, formaður stjómar Reiðhallar hf., flutti erindi, svo og Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri. Langþráður draumur margra hestamanna mun rætast er þessi reiðhöll hefur verið tekin í gagnið. Það em liðin 30 ár siðast fyrst var farið að ræða um reiðhöll á íslandi. Ekkert varð úr þeim framkvæmdum þá en árið 1983 var samþykkt tillaga á Búnaðarþingi um byggingu reið- hallar. Félagið Reiðhöll hf. var stofnað formlega 12. janúar 1985 og vom stofn- endur 23. Þar á meðal voru þessi félagssamtök: Búnaðarfélag Islands, Landssamband hestamannafélaga, Stéttarsamband bænda, Félag tamn- ingamanna og Félag hrossabænda. I stjóm vom valdir samkvæmt tilnefn- ingu Magnús Sigsteinsson frá bænda- samtökunum, Gísli B. Bjömsson frá L.H. og er hann varaformaður, Sigurð- ur J.Líndal frá Félagi hrossabænda og er hann formaður og Sigurbjöm Bárðarson frá Fáki. Kosnir af hlut- höfum á aðalfundi: Ragnheiður Stein- grímsdóttir, Gunnar Rúnar Magnússon og Rosemarie Þorleifs- dóttir. Bogi Eggertsson tekur fyrstu skóflustunguna að nýrri reiðhöll. Geðdeildin í gagnið Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Fyrsta fullbúna geðdeildin utan Reykjavíkur, ný og glæsileg geðdeild sjúkrahússins á Akureyri, hefur ve- rið formlega tekin í notkun.Geð- deildin er í tengiálmu sjúkrahússins og hefur til ráðstöfunar 590 fermetra húsnæði fyrir legu- og göngudeild. Á deildinni geta dvalið tíu sjúkl- ingar í sólarhringsvistun. Einnig er aðstaða fyrir einn sjúkling í dagvist- un. Sigmundur Sigfússon er yffr- læknir geðdeildarinnar. Ragnhildur Helgadóttir heiltnjgðisráðherra og Sigmundur Sigfússon yfir- læknir þegar geðdeildin á Akureyri var vigð i síðustu viku. DV-mynd JGH Setfoss: Bætt aðstaða á íþróttavellinum Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara DV á Selfossi: Nýlega vom samþykktir í bæjarráði Selfoss leigusamningar um þau versl- unarrými sem leigð verða út til margvíslegs rekstrar í félagsheimilinu. Einnig lagði bæjarstjóri fyrir bæjarráð samning um kaup Selfosskaupstaðar á söluskála Sérleyfisbíla Selfoss hf., sem nú em með Tryggvaskála. Tilgangurinn með kaupum á áður- greindum söluskála er sá að hann verði fluttur á íþróttavallarsvæðið við Engjaveg og Ungmennafélagi Selfoss falin umsjá hans. En með tilkomu skálans á íþróttasvæðinu mun skapast salemisaðstaða fyrir vallargesti auk mun rýmri og betri aðstöðu fyrir móts- stjóm og veitingasölu að hálfu Ungmennafélagsins á svæðinu. Já, Selfossbær gerir mikið fyrir æsk- una enda sækjast hjón úr öðrum byggðarlögum eftir því að komast þangað með böm sín, þrátt fyrir að um sé að ræða láglaunasvæði. Einnig er mikið gert hér fyrir eldri borgarana. TENNIS! Mám*keid ad hefjMt! Börn og ungiingar á daginn Fullorénir a kvöidin TENNIS- OG B ADMINTONFÉL AGIÐ Gnodarvogi 1 - s. Ö2266

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.