Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og Ó'SKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftan/erð á mánuði450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Áhrifalitlir fjölmiðlar
Þótt dæmin sýni annað, er stöðugt talað um, að fjöl-
miðlar ráði úrslitum í kosningum. Kveinað er um mátt
Morgunblaðsins og kvartað yfir skorti á daglegu mál-
gagni. Ennfremur er fullyrt, að birting skoðanakannana
í dagblöðum segi okkur, hvað við eigum að kjósa.
Ekki hafði Alþýðuflokkurinn fjölmiðlamátt í þessum
kosningum, hvorki í lítt keyptu Alþýðublaði né í blöðum
sínum á þeim stöðum, þar sem hann vann mikinn -
nánast ótrúlegan sigur. Samt er árangur flokksins á
þessum stöðum ekki bara góður, heldur frábær.
Þessa sögu höfum við heyrt oft áður. Þannig vann
Vilmundur Gylfason sérstæðan kosningasigur fyrir
sama flokk í þingkosningunum 1978. Og þannig komust
Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn inn á þing
1983. Og þannig var Kvennalistinn enn inni um helgina.
Að venju var Morgunblaðið þungt af áróðri fyrir
kosningarnar. Vikum saman hafði Davíð Oddsson
spurningaþátt í blaðinu. Og síðustu tveir dagarnir voru
nánast ekkert annað en áróður fyrir kosningu hans.
Samt lak skoðanakannanafylgi af flokknum.
Varnarsigur Davíðs í Reykjavík er ekki dæmi um
áhrifamátt fjölmiðla. Skoðanakannanir margra aðila
sýndu, að sigur hans hefði orðið mikill, ef kosningarnar
hefðu verið háðar, áður en kosningabaráttan hófst. Ef
hún hefði orðið lengri, hefði hann fallið.
Sérfræðingar hafa komið fram í útvarpi og sjónvarpi
til að skýra niðurstöður kosninganna. Oddamenn flokk-
anna gerðu það í DV í gær og leiðarahöfundar hinna
blaðanna í morgun. Ekkert af þessu færir okkur sann-
færandi mynd af því, sem raunverulega gerðist.
Hér verður ekki gerð tilraun til að leysa gátuna,
enda er það sennilega ekki hægt. Hvernig stendur á,
að Alþýðuflokkurinn lætur greipar sópa í öðru bæjarfé-
laginu, en nær ekki nokkrum árangri í hinu bæjarfélag-
inu við hliðina? Þessu halda kjósendur leyndu.
Svo dularfullar eru þessar kosningar, að Alþýðu-
flokkurinn hrósar mestum sigri í bæ og kjördæmi
brottrekins formanns, Kjartans Jóhannssonar, en nær
engum árangri í bæ og kjördæmi núverandi formanns
og konu hans. Hver vill skýra þetta, svo vel sé?
Ekki er einu sinni hægt að segja, að Ámundi hafi
unnið þessar kosningar. Allur kraftur hans aðferða fór
í slaginn í Reykjavík, þar sem árangurinn varð enginn.
Hins vegar vann flokkurinn mikinn sigur í bæjum, þar
sem almannatengsli voru ekki með slíku nútímasniði.
Líklega er rétt að þakka kjósendum fyrir að torvelda
okkur sérfræðingunum vanmáttugar tilraunir til út-
skýringa. Þannig á lýðræðið að vera, einmitt óútreikn-
anlegt. Þetta sama lýðræði skilaði sautjánhundruð
atkvæðum á Flokk mannsins, vonlausan að mati flestra.
Hefðbundið er, að vitringar og aðrir túlkendur kosn-
ingatalna segi okkur, hvaða áhrif þetta hafi á næstu
alþingiskosningar. Á því sviði er öryggið meira, þegar
fullyrt er, að engin bilun verði í stjórnarsamstarfinu.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa enga aðvörun fengið.
Einnig er hægt að fullyrða, að Kvennalistinn muni
telja rétt að bjóða fram í flestum kjördæmum að ári.
Hið sama gildir um Flokk mannsins. Þá mun árangur
þessara lista verða óháður svokölluðum áhrifamætti
fjölmiðla, rétt eins og árangur Alþýðuflokksins nú.
Slá má föstu, að hvorki fjölmiðlar né skoðanakannan-
ir vinni kosningar eða tapi þeim. Kjósendur fara sínu
fram í trássi við þessa meintu áhrifaðaila. Sem betur fer.
Jónas Kristjánsson
♦ kun ttt «t rott»f
G I F T
\ ADVARSEL |
'HmgK ,r tr»rv+9*m o$
■#**)** ,t tov ******** iat&tiftm
íiftlfiM iu kif hiftt
nmtUvyt- o? nyWmttrtmt
«töorn 09«*#**»■» K*****,
«0*, Oð«K. ktm tmrftm, * « J
»Offl ro«*udryd**l***mid«íV
KIHK CHBMlCAtS m-m
*cevauDrr« »wvtD©*R nj» 8»«*'!»'
Rottueitur til sölu í Reykjavík. Fyrr aðeins dönsk viðvörun.
ANALYSE
g Courritetfafyl..........
1 Kornblanöíng med farva.,
0,03% 1
>S.97% 1
TEMUS ROTTUEI'i JR
HætiuMokkurB
VAHÖ0 - HÆTTULEGT
ttMtngongu nota »*l utrýmingar i rottum og mu$um.
i,6. 'ð e ■ u' ivoru os í»tisiaót tíyri»r»n<». b&mq
uxnjo'. 08 Ttusdyrum stali ekki Neita a! Þvoió yðui
*sncí:e{ja éfhr að haia meðhöndiaó efnið
«*irmió fjarn f«?ðu OQ loðrf, og sem ni tff,
umbuóir skal «ydífe«Qja
«»tyS ber aó hönilum:
kíWö &tra» a iaekni og fátki hann vtfa. aó efmð vami blóð
*rnm Anoefm »r vítamín K ffýtómrrnaoíóni
8'ön,:*d!o»ón0.005%
1 <« fnt 01 u aóafieya hafragijon eóa hveiftfcom j
, ;and< r.q ■.imooósmenn-
HF HOfQatúni? 2tOOaiðabai'
f;, * 23> S(m^r; 40719 og 44811
S*<H*stw1»s>f <6.
29&0 Vedr»«k. 0a„rf>ör(!l,
Mmtfufiokkur O VARÚO — H/ETl ULEU *
Verð bamslífs eða
barnsauga
Það var snemma árið 1984 að ég
tók eftir að mjög margar nýjar teg-
undir af heimilishreingemingarvör-
um vom til sölu í öllum verslunum.
Ég fékk upplýsingar um að álagn-
ingin ætti að verða frjáls og á þeirri
forsendu byrjuðu mörg fyrirtæki að
flytja inn slíkar vörur. En það var
annað sem ég tók eftir. Á svo til öll-
um umþúðúm var langur texti. Þar
semóg get lesið flest Evrópumál sá
ég að um viðvaranir var að ræða.
Málin, sem ég sá á umbúðum, vom:
danska, norska, sænska, hollenska,
þýska, franska, ítalska, spænska,
portúgalska og enska. Einnig var á
sumum umbúðunum texti á arab-
ísku, jafnvel kínversku. Enginn texti
var á íslensku, jalhvel ekki á ís-
lenskri framleiðslu.
Hættulegt öllum
Aðvörun er, lagalega séð, mjög
áríðandi. I mörgum löndum, en ekki
á íslandi, em til lög sem ákveða að
framleiðandi sé ábyrgur ef slys verð-
ur vegna notkunar á framleiðslu
hans. Sé hins vegar skýr viðvöruna-
rtexti á vörunni, er framleiðandi
ekki ábyrgur.
Ég benti Neytendasamtökunum á
þessar ómerktu vörur og í þeirra
naíni var opinberum aðilum; land-
lækni, heilbrigðisráðuneytinu og
Hollustuvemd, skrifað bréf þar sem
lagt var til að þessar vörur yrðu
merktar á íslensku. Rannsókn, sem
ég gerði, sýndi greinilega að hús-
mæður og aðrir, sem sáu um heimil-
ishald, gátu ekki skilið setningar
eins og „Fatal if swallowed“/lífe-
hættulegt ef borðað er; eins og t.d.
á brúsa Spray n’ wash.
Heilbrigðisráðuneytið útnefiidi
vinnuhóp til að starfa að málinu og
var ég fúlltrúi Neytendasamtakanna
í honum. Jóhannes Gunnarsson, for-
maður NS, var staðgengill minn.
Hópurinn átti að gera tillögur að
nýrri reglugerð um merkingar á
hættuleg Islendingum. Okkur datt
ekki í hug að kallaður yrði til lög-
fræðingur, sem kæmist að þeirri
niðurstöðu, að aðeins þær vörur
væm hættulegar 1985 sem vom þeg-
ar hættulegar árið 1977. (Sjá DV 2.
maí, bls. 12).
90 kr. á hverja fjölskyldu
Meðal þess sem skýrt var frá í til-
lögunum var að Heilbrigðiseftirlitið
vantaði vinnukraft til að fara í versl-
anir og athuga hvaða nýjar vörur
(þær koma vikulega) hefðu komið
Eiríka A. Friðriksdóttir
hagfræðingur
og hvað kostaði aukalega að merkja
þær.
Ég athugaði lauslega hvaða upp-
hæð væri um að ræða. Frá Frigg
fékk ég þau svör að límmerki (enda
merkja þeir efiii í sjálfvirkar upp-
þvottavélar) kosti 1,64 kr. og álímd
samtals 2,00 kr. Verð á efnum er
mismunandi, enda framleiðsla inn-
lend eða innflutt og mismunandi
stærðir á umbúðum. Verð núna mun
vera um 100,- kr. á pakka og kostn-
aðurinn við merkingar því 2%. Frigg
skýrði auk þess frá því að nýjar vör-
„í mörgum löndum, en ekki á íslandi, eru
til lög sem ákveða að framleiðandi sé
ábyrgur ef slys verður vegna notkunar á
framleiðslu hans.“
umræddum vörum. 28. febrúar 1985
kom út auglýsing nr. 147 „um merk-
ingu nauðsynjavara, sem innihalda
eiturefni, eða önnur efiii, sem geta
verið skaðleg heilbrigði manna.“
Datt okkur Jóhannesi ekkert annað
í hug en að vörur sem á erlendum
málum voru merktar hættulegar
væru einnig merktar á islensku, þ.e.
a.s. viðvörunin þýddi: Ef Banda-
ríkjamaður deyr við að borða „T D
Magic“, „Pre-Wash“, „Spray n’
Wash“ eða anda að sér „Annen
Fleck weg“ þá væri varan einnig
ur myndu hafa aðvaranir í sjálfum
textanum, eins og erlendar vörur,
og kostnaður við íslenskun skýring-
artexta væri núll. Tökum sem dæmi
þessar 2,00 kr. eða 2%. Vísitala fram-
færslukostnaðar sýnir að vísitölu-
fjölskylda mun kaupa hreinlætisvör-
ur úr vöruflokkum 451 og 452, á
verði frá apríl 1986 allt árið, fyrir
alls 4.536,53 kr., en öll útgjöld fyrir
vörur og þjónustu væru þá 870.347,40
kr. Hreinlætisvörur eru 0,52% út-
gjalda og munu hækka úr 4.537 kr.
í 4.627 kr. Þetta þýðir að hver vís-
tölufjölskylda myndi greiða árlega
90 kr. til að koma í veg fyrir slys -
jafnvel dauðaslys á bömum vegna
hreinlætisvara. Tómar plastflöskur
fyrir ávaxtasafa kosta greinilega
meira!
Vítissóti
En hættur, sem fylgja hreinlætis-
vörum, em ekki aðeins fólgnar í að
borða efnin heldur em efrún einnig
hættuleg fyrir augun. Margar vörur,
sem notaðar em til að hreinsa bak-
arofha, innihalda vítissóta. Magnið
er lítið og ekki hættulegt við inntöku
en skv. upplýsingum frá augnlækni
getur verið hættulegt að fá efninu
sprautað inn í auga undir þrýstingi
eins og þegar böm leika sér. Þessar
vörur ættu einnig að vera vel merkt-
ar og kostnaðurinn innifalinn í
þessum 90 kr. útgjöldum fjölskyl-
dunnar.
Hver er einfaldasta aðferð til að
merkja allar þær hættulegu vörur
sem em til sölu núna? Mér finnst
ekki ólíklegt að Heilbrigðiseftirlitið
gæti fengið aukafjárveitingu fyrir
einn mann í eina eða tvær vikur.
Hann fengi fé til að kaupa þessar
vörur - eitt sýnishom af hverri sem
flutt er inn og merkt „hættuleg” á
erlendu máli.
Heilbrigðiseftirlitið myndi svo
taka ljósmynd af erlendu merking-
unni og láta þýða hana. Innflytjandi,
sem skv. lögum ætti að vera skrá-
settur á umbúðum, fengi svo strax
tillögu um merkingu á íslensku og
u.þ.b. viku til að breyta merkingu á
birgðum sínum.
Innflytjandi yrði einnig að taka
ábyrgð á að vörumar í smásöluversl-
ununum væm merktar samtímis -
þ.e.a.s. hann sendi nauðsynlega
merkimiða til verslana. Heilbrigðis-
eftirlit myndi svo senda öllum
verslunum yfirlit yfir þær vörur sem
væm merktar.
Á mánaðarfresti, til að byrja með,
myndi svo verða gerð endurskoðun
í smávöruverslunum og ómerktar
vörur teknar úr hillum (sjá 8. gr.
auglýsingar nr. 147/1985).
Til að einfalda meðferð er hér lagt
til að innflytjendur sendi Hollustu-
vemdinni ljósmynd af umbúðum
nýrrar vöm og upplýsingar um inni-
hald áður en varan er send til
verslana.
Æskilegt væri að banna, til að
byija með, hættulegustu vörur, t.d.
uppþvottaefiú í sjálfvirkar upp-
þvottavélar sem inniheldur duftið
METASILIKAT. Þetta duft olli m.a.
Grétari Braga ætisári í vélinda (sjá
DV 2. maí/ sjá einnig bækling Slysa-
vamafélags íslands, Slys af völdum
efna í heimahúsum...).
Hve hættulegar vörur em til sölu
sést greinilega á meðfylgjandi mynd-
um af rottueitri. Varan var aðeins
merkt á dönsku í fyrra. Nú er hún
einnig merkt á íslensku.
Eiríka A. Friðriksdóttir