Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Blaðsíða 8
8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Kanada hafnar
beiðni Tutu biskups
Desmond Tutu hefur veriö á ferð i Kanada til að fá stjómvöld þar til að setja
refsiaðgerðir á Suður-Afríku. Hann hefur ekki haft erindi sem erfiði.
Stævsti svarti
demantur í heimi
„Rembrandt" demanturinn, sem
vegur meira en 42 karöt, og talið er
að sé stærsti svarti demanturinn í
heiminum, var afhjúpaður á demanta-
sýningu hjá demantssala í Amsterdam
í gær.
Steinninn verður skráður, sem
stærsti svarti demantur veraldar, og
sem harðasti steinn, sem nokkum tíma
hefur verið slípaður, er haft eftir Bab
Hendriksen demantssala.
Þótt þeir hafi nafhgiftina, svartir
demantar, þessir steinar, sem þekktir
eru fyrir hörku og hve erfitt er að slípa
þá, þá eru þeir í raun dökkgráir.
Rembrandt steinninn er 22 mm í
þvermál og 14 mm hár og það tók
hollenska demantsskurðmeistarann
Freek van Nuss þrjú ár að laga hann
og slípa frá því hann var 125 karöt
þar til hann var orðinn jafhglæsilegur
og hann er nú.
Hendriksen sagði að vegna þess hve
vel hann væri skorinn og hve gæði
demantsins sjálfs væru mikil væri
hægt að meta nákvæmlega hvað hann
kostaði.
Er hann var beðinn um að meta
steininn, svaraði hann, „hann er ómet-
anlegur".
Afhjúpun Rembrandt-steinsins er
einn hluti af hátíðahöldum vegna 400
ára afmælis demantamiðstöðvarinnar
í Amsterdam.
Kanada mun ekki setja viðskipta-
bann á Suður-Afnku að svo stöddu,
þrátt fyrir beiðni Desmonds Tutu,
biskups i Jóhannesarborg, sem hefur
nú lokið fjögurra daga heimsókn sinni
í Kanada.
Á fúndum í Toronto og Montreal
skoraði Tutu á ríkisstjóm Kanada að
setja strax viðskiptaþvinganir á Suð-
ur-Afríku til að þrýsta á hvíta minni-
hlutann að aflétta kynþáttaaðskilnað-
arstefiiunni, áður en meira ofbeldi
hefur breiðst út.
Tutu, sem verður biskup í Höfðaborg
í september, sagði að hann tryði og
vonaði að heimsókn hans yrði til að
hafa áhrif á kanadísku ríkisstjómina.
„Ég held að ríkisstjómin geri sér
Orkneyjabúar, sem berjast gegn
uppsetningu kjamorkuvers í Skot-
landi, sögðu í gær að svo kynni að
fara að þeir bæðu Noreg eða Dan-
mörku um að taka aftur eyjamar sem
eitt sinn vom undir stjóm þessara
ríkja.
Hundmð íbúa eyjarinnar, sem und-
an norð-austur strönd Skotlands,
beijast gegn hugmyndum bresku
stjómarinnar um að setja upp kjam-
orkuver í Dounreay, á strönd Skot-
lands. Óttast þeir geislavirkan úrgang
sem gæti mengað sjóinn.
Þeir bættu við að í ljósi Chemobyl
slyssins, þann 26. apríl, ætti í öllu falli
að fara fram alþjóðleg umræða um
kjamorkuver og hættuna af þeim.
Eyjaskeggjar segja að ef eyjamar
væm undir stjóm Dana eða Norð-
manna, yrði sundið milli Orkneyja og
betur grein fyrir hve stuðningur við
efnahagsþvinganir er víðtækur," sagði
hann á fundi hjá verkalýðsfélagi. „I
raun gæti stjómin verið í hættu ef hún
neitar að setja þrýsting á suður-afrísk
stjómvöld í þessu máli.“
„Maður getur ekki setið og horft á
fólk deyja,“ sagði Tutu.
En Joe Clark utanríkisráðherra
sagði í þinginu í gær að hann vildi
bíða eftir skýrslu nefhdar á vegum
breska samveldisins, sem verður til í
lok mánaðarins, áður en nokkrar refs-
iaðgerðir verða tilkynntar.
Hann viðurkenndi að „bjartsýni færi
minnkandi um að stjómin í Suður-
Afríku sæi að sér,“ og tók þar með að
vissu leyti undir bón Tutus.
Skotlands að alþjóðlegu siglingasvæði
og þar með væm komnar strangar
reglur um losun kjamorkuúrgangs
þar.
Mótmælendumir sögðu að nú gengi
á eyjunum bænarskjal þar sem farið
er fram á það að danska eða norska
konungsfjölskyldan íhugi að taka aft-
ur eyjamar, sem eitt sinn vom undir
stjóm Noregskonunga, en féllu í hend-
ur Skotum 1468 sem hluti af heiman-
mundi.
„Við teljum að hagsmunum okkar
yrði betur borgið undir stjóm Norð-
manna eða Dana sem hafa veitt bæði
Færeyingum og Grænlendingum víð-
tæka heimastjóm," sagði Alister
Macleod, einn forsvarsmanna eyja-
skeggja.
„En einnig sýnir slysið í Chemobyl
að það ættu að fara fram alþjóðlegar
umræður um kjamorkumál. Noregur
og Danmörk ættu að vera með í ráðum
hvað sem öllu líður."
Bænarskráin er nú látin ganga um
allar eyjamar 30, og er reiknað með
því að stór hluti hinna 19.000 íbúa
muni skrifa undir.
„Andstaðan við Dounreay er svo
mikil að ég er sannfærður um að við
fáum nokkur þúsund undirskriftir,"
sagði Macleod.
„Allar breytingar á stjóm munu
taka langan tíma.“
En með því að fara fram á þetta við
Danmörku og Noreg, vonast Orkney-
ingar til að auka þrýsting sinn á
ríkisstjóm Bretlands um að hún at-
hugi sinn gang áður en hún ákveður
að koma upp kjamorkuverinu.
í bænarskjalinu er þess óskað að
Margrét Danadrottning og Ólafúr
Noregskonungur hefji viðræður um
stöðu og framtíð eyjanna.
Ekki reyndist unnt að fá nokkuð upp
úr skoskum embættismönnum um
málið.
Umsjón:
Ólafur Arnarson
Enga þjóð-
höfðingja,
takk
Tilkynnt var í Buckinghamhöll
í gær að engir þjóðhöföingjar, fyrir
utan ættingja og vini bresku kon-
ugsfjölskyldunnar, yrðu boðnir í
brúðkaup Andrews prins og Söru
Ferguson í næsta mánuði.
Á blaðamannafúndi í höllinni í
gær var einnig kynntur þrjátíu og
tveggja blaðsíðna myndskreyttur
bæklingur sem er hinn opinberi
minjagripur brúðkaupsins. Sala á
honum hefst á morgun og mun
hann kosta 140 krónur. Allur ágóði
rennur í sérstakan bamasjóð.
Ekki fékkst gefið upp hvort
Nancy Reagan, eiginkona Ronalds
Reagans, sem var við brúðkaup
Karls Bretaprins og Diönu árið
1981, yrði meðal gesta að þessu
sinni.
Mikið hefúr verið gefið út af
minjagripum vegna brúðkaupsins.
Má þar nefna dúkkur, póstkort og
jafhvel sérstakan póststimpil.
í áðumeíhdum bæklingi em
myndir af unga parinu sem breski
tískuljósmyndarinn, Terence
Donovan, tók og ein andlitsmynd
sem Andrew tók af sinni heittelsk-
uðu. Einnig er í bæklingnum að
finna mynd af þeim skötuhjúum,
sem bæði eru nú 26 ára, frá því
þau vom 10 ára og leikfélagar.
Sara Ferguson mun koma til
brúðkaupsins í vagni úr gleri sem
dreginn verður af tveimur hestum.
Þessi sami vagn hefúr verið notað-
ur við næstum öll konungleg
brúðkaup frá því hann var smíðað-
ur, árið 1910.
Hart barist
í Persa-
flóastríðinu
Ellefú óbreyttir borgarar féllu í
gær, í loftárásum fraka á íbúða-
hverfi í vesturhluta Azarbaijan
héraði, að því er haft var eftir
írönsku fréttastofúnni.
Haft var eftir írönskum herfor-
inyjum að margir írakskir her-
menn hefðu fallið þegar íranir
skutu úr fallbyssum á stöðvar ír-
aka á norðvestur vígstöðvunum.
írakar misstu einnig menn í bar-
dögum vestan við Azarbaijan að
sögn fréttastofúnnar.
lranska fréttastofan skýrði einn-
ig fiá því að írakar hefðu skotið
úr fallbyssum á borgina Abadan
og laskað 35 hús og verelanir.
Verk-
föllum
frestað
í Svíþjjóð
Sænskir málmiðnaðannenn
frestuðu í morgun, að ósk ríkis-
stjómarinnar, fyrirhuguðum
verkfollum gegn 19 af stærstu fyr-
irtækjum landsins.
Einn forevarsmanna verkalýðs-
hreyfingarinnar sagði í viðtali við
sænska útvarpið í morgun að verk-
falli Í4000 félagsmanna, sem átti
að hefjast seinna í dag, hefði verið
frestað til fostudags til að liðka til
fyrir samningaumleitunum.
Atvinnurekendur, sem boðað
höfðu verkbann á 180.000 verka-
menn, féllust einnig á að fresta
því. Ef verkbannið hefði tekið gildi
hefði þungaiðnaður í Svíþjóð alveg
lagst niður og hefði það haft alvar-
legar afleiðingar í for með sér fyrir
sænskan útflutningsiðnað.
Verkbanninu, sem átti að hcfjast
á morgun, hefúr verið frestað fram
að helgi.
SPARKOMATIC
^ # yí «i fm o tt m •» 1 MVi 9 IW § tíj»m iMt _
m 1; ■ - ■rv.
SMMCMuac "'m **
L
s
I • I
Ármúla 38 og Garðatorgi 1.
Símar 31133 - 83177 -651811.
Vorum að fá mikið úrval af
vönduðum bíltækjum með 2
og 3 bylgjum, FM stereo
og kassettu.
Verð frá aðeins 4.530,-
Einnig mikið úrval af kraftmögnurum
og hátölurum í bíla.
ísetning á staðnum. Sendum
i postkrofu.
Vilja skipta
um ríkisfang