Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Qupperneq 8
8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Ferjubakka 16, tal. eign Hjördísar Jónasdóttur,
fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar rikisins, Gjaldheimtunnar í Reykjavík
og Þorfinns Egilssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júni 1986 kl.
14.00.
_______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Ferjubakka 16, þingl. eign Sigurðar Pálssonar, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudaginn
26. júní 1986 kl. 14.15.
______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Leirubakka 16, þingl. eign Ágústs Ágústssonar,
fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands, Jóns Oddssonar hrj., Gjaldheimtunn-
ar í Reykjavík, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl„ Guðjóns Á. Jónssonar hdl.,
Sigríðar Thorlacius hdl., Áma Einarssonar hdl., Skúla J. Pálmasonar hrl„
Veðdeildar Landsbankans og Tollstjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtu-
daginn 26. júní 1986 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Hvammsgerði 8, þingl. eign Ragnheiðar Gislason, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Útvegsbanka íslands, Trygginga-
stofnunar ríkisins, Veðdeildar Landsbankans og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1986 kl. 11.45.
______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Strandaseli 7, þingl. eign Kristins Ágústssonar
og Guðfinnu Þorgeirsdóttur, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka islands, Gjald-
heimtunnar i Reykjavík og Ævars Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 25. júní 1986 kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 14„ 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaðs 1986 á hluta í Krumma-
hólum 6, þingl. eign Elsu Bjarnadóttur og Magnúsar Loftssonar, fer fram
eftir kröfu Sveins Skúlasonar hdl„ Bjarna Ásgeirssonar hdl. og Valgarðs Briem
hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1986 kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 14., 16. og 19. tbl. Lögbirtingablaðs 1986 á hluta í íra-
bakka 28, þingl. eign Gunnlaugs Michaelsen og Kristínar Guðnadóttur, fer
fram eftir kröfu Sigurðar G. Guðjónssonar hdl„ Bjöms Ólafs Hallgrímssonar
hdl., Ara ísberg hdl„ Tómasar Þorvaldssonar hdl„ Þorvarðar Sæmundssonar
hdl„ Ásgeirs Thoroddsen hdl„ Brynjólfs Kjartanssonar hri„ Veðdeildar Lands-
bankans, Ævars Guðmundssonar hdl. og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1986 kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á hluta í Háaleitisbraut 41, þingl. eign Sigurðar Pálssonar,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Landsbanka íslands á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1986 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík,
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 114„ 19. og 21. tbl. Lögbirtingablaðs 1986 á hluta í Krumma-
hólum 6, þingl. eign Baldurs Sveinssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafs-
sonar hrl„ Gjaldheimtunnar I Reykjavik, Tryggingastofnunar ríkisins og
Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1986 kl.
16.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta I Eyjabakka 18, þingl. eign Gunnars Arnar Gunnars-
sonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka islands og Gjaldheimtunnar í Reykjavík
á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1986 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik,
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta I Heiðargerði 1b, þingl. eign Jóns H. Baldvinsson-
ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Baldvins Jónssonar hrl„
Ólafe Gústafesonar hri„ og Búnaðarbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudag-
inn 26. júní 1986 kl. 11.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík,
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 1112„ 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Byggðar-
enda 21, þingl. eign Hermanns Jónssonar, fer fram eftir kröfu Hafsteins
Sigurðssonar hrl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag-
inn 26. júní 1986 kl. 11.30.
Borgarfógetaembaettið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Máshólum 5, þingl. eign Braga G. Bjarnasonar, fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26.
júní 1986 kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Safamýri 18, þingl. eign Martins Petersen, fer fram eftir
kröfu Útvegsbanka Islands, Landsbanka Islands og Gjaldheimtunnar í Reykja-
vík á eigninni sjálfn 26. júní 1986 kl. 10.45.
_________Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Suður-Afríka:
Kirkjuþing mótmælir
aðskilnaðarstefnu
og neyðarlögum
Desmond Tutu, verðandi erkibiskup í Höfðaborg, var harðorður í garð stjórnar
Suður-Afriku á kirkjuþingi í Jóhannesarborg i gær. Sagði hann að ekki þýddi
annað en að gera umheiminum skiljanlegt hvað væri í raun og veru að gerast
í Suður-Afríku.
Á kirkuþingi, sem haldið var í Suð-
ur-Afríku í gær, kom fram megn
andstaða gegn aðskilnaðarstefnunni,
og gegn neyðarástandslögum þeim er
nú eru í gildi. Fluttar voru bænir fyrir
þá sem eru í haldi vegna þeirra.
Á þinginu, sem á sátu fulltrúar af
öllum litarháttum, flutti meðal annars
ræðu Desmond Tutu, biskup og nób-
elsverðlaunahafi.
„Vegna þess hve mjög er hamlað
starfsemi samtaka okkar verður þing-
ið að kveða sterkar að orði en hingað
til hefur verið gert.
Við þurfum að geta sagt umheimin-
um hvað hér er raunverulega á seyði.
Ríkisstjómin felur það sem hér ger-
ist,“ sagði Tutu sem er einn helsti
baráttumaður jafhréttis í Suður-Afr-
íku.
Ekki var hægt að vitna orðrétt í
margt af því sem fram fór og sagt var
vegna ritskoðunar sem sett var um
leið og neyðarástandslögin tóku gildi.
Nú telst flest það, sem sagt er og prent-
að, vera niðurrifsáróður þar í landi.
Utlönd Utlönd
Eldur í finnsku kjamorkuveri
Guðrún Helga Sigurðaidóttir, Hebmki
Snemma í gærmorgun braust út eld-
ur í kjamorkuverinu Imatran Voima
sem staðsett er í austurhluta Finn-
lands. Fijótlega tókst að slökkva
eldinn.
Tahð er að eldurinn hafi komið upp
út frá röri sem ofhitnaði í kjamorku-
lausa hluta versins en samkvæmt
fjölmiðlum var þó aldrei hætta á að
eldurinn breiddist út til kjamorku-
hlutans. Reiknað er með að skemmd-
imar nemi tæplega 20 milljónum
íslenskra króna.
Samtök orkuvera í Finnlandi hafa
lýst því yfir að þau muni í framtíðinni
hafa eftirlit með orkuverum í landinu
til að hindra að stórslys eigi sér stað.
„Handtökum morðingja
Palmes innan tíðar/'
- segir talsmaður lögreglunnar
Gunnlaugur Jónssan, Lundi
Leitin að morðingja Olofs Palme
hefur nú staðið í tæpar sautján vikur.
Er óhætt að segja að sænskur almenn-
ingur sé úrkula vonar um að leitin
muni bera árangur. Lögreglan virðist
hins vegar full bjartsýni.
„Við munum handtaka mann, grunað-
an um morðið, einhvem tíma á
næstunni. En við erum þolinmóðir og
bíðum eftir réttu tækifæri," sagði Leif
Hallberg, talsmaður þeirra er stjóma
leitinni að morðingja Palmes, í blaða-
viðtali í gær.
Þeim lögreglumönnum er taka þátt
í rannsókn málsins var fækkað vem-
lega í kringum hvítasunnu en engu
að síður vinna ennþá 145 lögreglu-
þjónar að lausn málsins.
Aðspurður hvers vegna hefði verið
svo hljótt um rannsókn Palme-morðs-
ins að undanfömu sagði Hallberg:
„Ástæður þess em einfaldlega tækni-
legar. Andstæðingar okkar, þ.e.
morðingi Palmes eða þeir sem standa
á bak við morðið, em engir asnar.
Allar þær upplýsingar sem við látum
fjölmiölum í té geta hjálpað þeim til
að meta þróun rannsóknarinnar og
það viljum við forðast.
Sonur Treholts
undir lögregluvemd
Gurmlaugur Jónssan, Lundi
Sænska öiyggislögreglan hefur að
undanfömu haft íbúð Kari Stor-
ækre, eiginkonu Ame Treholts, í
Stokkhólmi undir strangri gæslu.
Ástæðan er sú að lögreglan óttaðist
að Treholt myndi freista þess að
hafa Thorstein, átta ára gamlan son
sinn, með sér á fyrirhuguðum flótta
sínum úr fangelsinu í Osló.
„Við tökum enga áhættu og því
höfúm við gætt fjölskyldunnar 24
stundir á sólarhring," sagði talsmað-
ur sænsku öryggislögreglunnar í
samtali við eitt sænsku dagblaðanna
í gær. Lögreglan skýrði einnig frá
því að leit væri hafin að „stuðnings-
mönnum" Ame Treholts í Svíþjóð,
fólki sem átt hefði að ræna syni Tre-
holts. Tvisvar hefúr óþekkt ung
kona fært Thorsteini gjafir sem
sagðar voru frá pabba hans. Líklegt
þykir nú að þar hafi verið um að
ræða konu þá er nú hefúr verið
handtekin, grunuð um aðild að fyrir-
huguðum flótta Treholts.
Kari Storækre hefúr ekki viljað
láta Thorstein, son þeirra Ame Tre-
holts, heimsækja föður sinn í fang-
elsið. Treholt hefúr hins vegar
þrásmnis óskað eftir heimsókn sonar
síns og hefúr málinu verið skotið til
dómstóla.
Treholt hefur einnig stefnt konu
sinni fyrir hjúskaparbrot. Má í því
sambandi geta þess að Kari Stor-
ækre sést stöðugt í fylgd Aake
Wilhelmsonar en hann er kunnur
sænskur sjónvarpsmaður. Hafa þau
meðal ánnars unnið saman að gerð
sjónvarpsþátta auk þess sem Wil-
helmson þýddi bók hennar á sænsku.
Sænsk slúðurblöð fullyrða að sam-
band þeirra sé meira en aðeins
vináttusamband.