Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Page 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986.
25
Sandkorn Sandkorn
Jakob Magnússon
Austurlensk
áhr'rf
Vestmannaeyingar munu
verða þeirrar ánægju aðnjót-
andi að fá Stuðmenn í heim-
sókn á þjóðhátíðina sem fram
fer síðar í sumar. Hljómsveit-
armenn eru, sem kunnugt er,
nýkomnir frá Kína þar sem
þeir léku við dæmafáar vin-
sældir. Þegar heim kom var
ákveðið að þeirmyndu haida
tónleika í Eyjum, svona rétt
til að kynda upp fyrir þjóð-
hátíðina.
Eyjablaðið Fréttir ræddi við
Jakob Magnússon í tilefni alls
þessa. Sagði hann að það væri
Stuðmönnum sérstakt
ánægjuefni að taka þráðinn
fyrst upp í Eyjum eftir vel-
heppnaða Kínaferð. Yrði
Eyjamönnum boðið upp á
svipaða dagskrá og flutt hefði
veriðrKína.
„Vestmannaeyingar hafa
áðurorðið fyrir austurlensk-
um áhrifum,“sagði Jakob
grafalvarlegur, „þegar Tyrkir
komu þangað 1627 og því ættu
þessir austurlensku tónleikar
ekki að verða þeim svo fram-
andi.“
Mikið til í því.
Skiptum
baunir
Kaffibaunamál Sambands-
ins hefur dregið ýmsa dilka á
eftir sér, misþunga að vísu.
Hefur það valdið erfiðleikiun
og heilabrotum á ólíklegustu
stöðum.
Sagan segir til dæmis að hér
áður fyrr hafi einungis
Braga-kaffi verið mallað á
skrifstofu ríkissaksóknara.
Nú, kaffið er gott, enda fram-
sóknarkeimur af því þannig
.að þetta var vel skiljanlegt.
En svo kom árans bauna-
málið upp. Og auðvitað er það
ekki fallegt til afspumar að
„kriminelt" kaffi sé þambað á
höfuðsetri réttvísinnar. Þar
var því söðlað um og skipt
yfir í Kaaber-kaffi.
En Adam var ekki lengi í
paradís, því skömmu síðar var
Rannsóknarlögreglunni falið
að athuga Kaaber-kaffið.
Nú þótti ljóst að innlendum
framleiðendum væri alls ekki
treystandi, svo farið var að
kaupa sænskt kaffi á skrif-
stofu saksóknara. Vonast
menn til þess að Svíamir reyni
að halda sig á mottunni í
kaffimálum. EUa gæti farið
svo að það þyrfti að fara að
skipta yfir í te eða kókó.
morð, eða því sem næst. Sá sé
enginn annar en Ólafur Ragn-
ar Grímsson. Virðast menn
mjög á einu máli um það að
hann hafi gengið of harkalega
að Guðmundi og sé í raun að
reyna að bola honum út undir
öðm yfirskini. Eins þótti
Jakinn sýna góða tilfinninga-
lega takta í viðtalinu sem
sjónvarpið tók við hann þegar
hann var nýkominn heim. Að
öllu þessu samanlögðu sýnist
Guðmundur á góðri leið með
að verða píslarvottur í Haf-
skipsklandrinu.
Töpuðu á
Ijósunum
Skagamenn hafa leitað mjög
eftir skýringum á því hvers
vegna sjálfstæðismenn misstu
tvo í nýafstöðnum bæjar-
stjómarkosningum. Þykja
þetta undur og stórmerki sem
jafnvel hina framsýnustu
hefði ekki getað órað fyrir.
En nú hefur Bæjarblaðið
komist að fróðlegri niðurstöðu
eftir ítarlega rannsóknar-
blaðamennsku. Þar er því
haldið fram að íhaldið hafi
beðið afhroð vegna umferðar-
ljósa, raunar hinna fyrstu, sem
meirihlutinn með sjálfstæðis-
menn í fararbroddi lét setja
upp á Akranesi rétt fyrir kosn-
ingarnar. Þarna hafi sumsé
verið sett upp mikil auglýsing
fyrir alla flokka nema Sjálf-
stæðisflokkinn, rautt fyrir
krata og allaballa og grænt
fyrir frammarana. Sjálfstæðis-
menn hafi þar með grafið eigin
gröf með þessari þörfu fram-
kvæmd.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Pólitískt
sjálfsmorð
Það hefur mikið gengið á í
kringum Guðmund Jaka eftir
að uppvíst varð um sjúkra-
flutninga skipafélaganna á
honum til Florida hér fyrr á
árum. Hefur almenningur séð
öxina upp reidda yfir þeim
opinberu embættismönnum
sem þama eiga hlut að máli.
En þegar línurnar tóku að
skýrast og eftirköstin að taka
á sig mynd heyrast æ fleiri
raddir sem halda því fram að
þama hafi ekki nema einn
maður framið pólitískt sjálfs-
Ólafur Ragnar Grimsson
16 KG
HOLSTEINN
ÚR ÚRVALS RAUÐAMÖL
TRAUSTUR STEINN OG EFNISMIKILL
• GOTT VERÐ
• SENDUM HEIM
• HAGSTÆÐ KJÖR
• HLJÓÐEINANGRANDI
• HITA- OG ELDÞOLINN
STÆRÐIR 20x40x20 OG 20x20x20
Vinnuhælið Litla-Hrauni Sölusími 99-3104
Söluaðili í Reykjavík: J.L. Byggingavörur
Menning Menning Menning
Glórulaust?
Leikfélag Kópavogs sýnir:
SVÖRT SÓLSKIN.
Höfundur: Jón Hjartarson.
Leikmynd: Gylfi Gíslason.
Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson.
Undirleikari: Guðrún Birna Hannesdóttir.
Búningar: Gyifi Gíslason, Ragnheiöur
Tryggvadóttir.
Ljós: Lárus Björnsson, Egill örn Árna-
son.
Leikstjóri: Ragnheiður Tryggvadóttir.
Það er dökk mynd af vegferð
mannkynsins í gegnum aldirnar
sem Jón Hjartarson sýnir okkur í
leikritinu Svört sólskin sem Leik-
félag Kópavogs frumsýndi í Iðnó á
sunnudagskvöld. Höfundur skiptir
i grófum dráttum verkinu í tvo
hluta, en þeir eru síðan tengdir
saman með leit eða ferðalagi ungs
pilts sem í upphafi er staddur á
annarlegri strönd á ótilgreindum
tíma. Hann er í leiknum fulltrúi
þeirra sem fara burt, leitendanna,
en stúlkan á ströndinni hinna sem
eftir sitja og una við sitt. En engu
að síður lenda þau í lokin bæði á
sama stað.
Staldrað er við á tveimur stöðum.
I fyrri hluta leiksins leiða völvur
unga manninn á vit atburða á fs-
landi á tímabili þar sem saman fer
harðýðgi yfirvalda og óáran til sjós
og lands. Ekki býður höfundur upp
á ljós í því myrkri, eymd mann-
skepnunnar og hjálparleysi er
algjört, grimmd og kvalalosti vald-
hafa brýtur niður þann vott af
mannlegri reisn sm kann að hafa
lifað af hamfarir náttúrunnar.
Sterilt geymslurými þeirra sem
komist hafa af í ragnarökum kjarn-
orkunnar er vettvangur í síðari
hluta verksins. Uti geisa eldar,
mannkynið á sér enga von.
Allt er þetta mjög nöturlegt,
myndin kannske of einlit og dökk
til þess að þjóna því sem væntan-
lega hefur verið tilgangurinn; að
Leiklist
AUÐUR EYDAL
vekja menn til umhugsunar um
yfirvofandi hættu af kjamorku-
kukli sem heimurinn var svo
óþyrmilega minntur á nú nýverið.
Leikstjórinn, Ragnheiður
Tryggvadóttir, vinnur hér með
hópi áhugafólks og hefur að ýmsu
leyti vel til tekist með árangurinn.
Sviðsetning er oft prýðilega unnin
og góður stuðningur er af leik-
myndum Gylfa Gíslasonar og
lýsingu sem er mikið notuð til að
skapa fjölbreytni, sérstaklega í
fyrri hluta verksins. í síðari hlut-
anum er Ijósið hart og kalt og
magnar upp andrúmsloft vélrænn-
ar tilveru.
Tónlist Gunnars Reynis Sveins-
sonar setur mikinn svip á sýning-
una og flutningur erinda úr
Völuspá, sem Katrín Anna Lund
annaðist, myndar eins konar stef í
verkinu, forspá og aðvörun í senn.
Leikendur eru nokkuð margir og
mæðir þar mest á Eggert A. Kaa-
ber sem leikur Ólaf, leitandann.
Hlutverkið er töluvert viðamikið
og að mínu mati skilaði Eggert því
af látleysi og þokka eins og við
átti. Ungi maðurinn hefur engin
skýr persónueinkenni frá höfund-
arins hendi en er þó alltaf nálægur.
Systa er leikin af Margréti Sæberg
Sigurðardóttur sem einnig gætir
hófstillingar. Textinn var stundum
nokkuð erfiður í flutningi fyrir
óreynda leikara, til dæmis í upp-
hafsatriðinu á ströndinni sem hafði
á sér ljóðrænt yfirbragð. Völvurnar
þrjár, sem fylgja unga manninum,
eru leiknar af Sigríði Ragnars-
dóttur, Jóhönnu Pálsdóttur og
Sylvíu Gústafsdóttur. Mér fannst
stundum mega draga úr tilburðum
þeirra sem virkuðu nokkuð yfir-
drifnir á köflum.
Margir aðrir leikarar koma við
sögu, ég vil aðeins minnast á Sól-
rúnu Yngvadóttur sem lék Frúna,
holdtekju allra lífsins lystisemda.
Þetta var eina hlutverkið þar sem
þrátt fyrir allt var slegið á eitthvað
léttari strengi og dálítil spaugsemi
komst að.
Allur heildarsvipur sýningarinn-
ar var góður og Ragnheiður leik-
stjóri hefur náð mjög góðum
árangri með þessum hópi áhuga-
fólks. Ekki er að efa að mikil vinna
liggur að baki og merki um vönduð
vinnubrögð eru augljós.
Frumsýning á þessari dapurlegu
heimsmynd var fyrirhuguð á laug-
ardagskvöld en þá dundu yfir
válegir atburðir í næsta nágrenni
við gamla Iðnó svo að fresta þurfti
fyrstu sýningunni. Allt fór þó betur
en útlit var fyrir um skeið og sem
betur fer er það einnig svo í lífinu
að oftast rætist nú eitthvað úr þó
að illa horfi í bili.
AE
KENNARAR
Tvær kennarastöður við grunnskóladeild Verkmennta-
skóla Austurlands í Neskaupstað eru lausar til
umsóknar.
Helstu kennslugreinar: íslenska, erlend tungumál, líf-
fræði.
Greiddur er flutningsstyrkur og útvegað gott og hag-
kvæmt leiguhúsnæði.
Upplýsingar veita: formaður skólanefndar Neskaup-
staðar (hs. 97-7645 og vs. 97-7500), skólafulltrúi
(hs. 97-7799, vs. 97-7700) og skólameistari (hs.
97-7630, vs. 97-7285).
Verkmenntaskóli Austurlands
grunnskóladeild.
Hrossakynbótabúið á Hólum auglýsir eftirtal-
in hross til sölu:
1. Sif 6199 6 v. I. verðlaun F. Þáttur 722 M. Sögn
4366.
2. Klara 6018 6 v. II. verðlaun F. Þáttur 722 M.
Kolka 4657.
3. Kurteis 6019 6 v. II. verðlaun F. Þáttur 722 M.
Kolbrún 3440.
4. Blika4v. II. verðlaun F. Bylur892 M. Blíða 4652.
5. Kæti 4 v. F. Bylur 892 M. Kolbrún 3440.
6. Sindri 5 v. F. Ófeigur 882 M. Sögn 4366.
7. Ás 5 v. F. Elgur 965 M. Jódís 5660.
8. Draumur 4 v. F. Hervar 963 M. Drótt 3442.
9. Kraftur 4 v. F. Hervar 963 M. Kolka 4657.
10. Kommi4v. F. Sváfnir, Hólum. M. Kolskör, Hólum.
11. Rekkur 4 v. F. Fölski, Bringu, Eyjafirði. M. Re-
bekka 6016.
Upplýsingar veittar í síma 95-5962 virka daga á skrif-
stofutíma.