Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986.
Viðskipti
DV
Hitaveita Akraness:
„Slæm lausn að láta
notendur bovga meira^
- hugmyndir um breyttan rekstur vegna fjárhagsvanda
„Fjárhagsstaða hitaveitunnar er
slæm, ekki hefur tekist að giynnka
á skuldum en hvort breyting á sölu-
fyrirkomulagi heits vatns frá veit-
unni færir henni meiri tekjur er
alveg óvíst, það þýðir þá að notend-
ur verða að borga meira. Ekki
myndu allir gera sig ánægða með
þá lausn,“ sagði Andrés Olafsson,
skrifstofustjóri hitaveitunnar á
Akranesi, í samtali við DV, aðspurð-
ur hvort uppi væru áform um að
breyta sölufyrirkomulagi veitunnar
með því að taka upp mælakerfi og
afriema hemlakerfi, svipað því sem
Hitaveita Akureyrar gerði nýlega
og hefur gefist vel.
Um síðustu áramót voru skuldir
Hitaveitu Akraness samanlagt 1,4
milljarðar og hafa farið hækkandi
síðustu ár, m.a. vegna óhagstæðra
gengisbreytinga. Þvi hafa lán sem
tekin voru ó sínum tíma í dollurum
vegið þungt. Trúlega verða skuldim-
ar hætti nú í árslok.
Sagði Andrés að iðnaðarráðuneyt-
ið hefði nýlega skipað nefnd, sér-
staklega til að fjalla um mál
hitaveitunnar og eflaust kæmu þá
upp hugmyndir um nýtt rekstrar-
form veitunnar, nýtt sölufyrirkomu-
lag eða jafnvel hugmyndir um
stofnun orkubús, svipað og gert hef-
ur verið á Vestfjörðum. Of snemmt
væri þó að segja um hvaða ákvarð-
anir yrðu teknar. „Fleiri stórar
lántökur til hitaveitunnar verða
ekki í ár,“ sagði Andrés, „en ýmsar
skuldbreytingar verða gerðar,
skammtímalánum er breytt í lang-
tímalán en það er ólíklegt að takist
að grynnka á skuldunum í ár.“
-BTH
Hitaveitan á við mikla fjárhagsörðugleika að stríða. Myndin varte
lagnmgu hitavatnsleiðslunnar.
' Peningamarkaður
VEXTIR (%) hæst
Innlán óverötryggð
Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 8.5—10 Ab.lb.Vb
6mán. uppsögn 9.S-12.5 Ab.Vb
12 mán. uppsögn 11-14 Ab
Sparnaður - Lánsréttur
Sparað í 3-5 mán. 8-13 Ab
Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab
Ávisanareikningar 3-7 Ab
Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1 Allir
6 mán. uppsögn 2.5-35 U)
Innlán með sérkjörum 8-16
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalur 6-7 Ab
Sterlingspund 9-10.5 Ab.Vb
Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab
Danskar krónur 6-7.5 Ab.Lb.Sb
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 15.25 Allir
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge og19.5
Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir
Viðskiptaskuldabréf(l) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að 2.5 árum 4 Allir
Til lengri tima 5 Allir
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 15
SOR 8
Bandarikjadalur 8.25
Sterlingspund 11.25
Vestur-þýsk mörk 6
Spariskírteini
3ja ára 7
4ra ára 8.5
6ára 9
Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16
Gengistryggð(5 ár) 8.5
Almenn verðbréf 12-16
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5
Oráttarvextir 27
VlSITÚLUR
Lánskjaravisitala 1463 stig
Byggingavísitala 272.77 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 5%1.júlí
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs:
Eimskip 200 kr.
Flugleiðir 140 kr.
Iðnaðarbankinn 98 kr.
Verslunarbankinn 97 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er
miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá
flestum bönkum og stærri sparisjóðum.
(2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs
vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð
og óverðtryggð lán. Skammstafanir:
Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar-
bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb =
Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn,
Ob = Útvegsbankinn, Vb = Verslunar-
bankinn, Sp = Sparisjóðimir.
Nánari upplýsingar um pengamark-
aðinn birtast í DV á fimmtudögum.
Gott verð á fiski í London
Grimsby
Bv. Asgeir landaði 11. ógúst 170
tonnum fyrir kr. 7,6 millj. Verð: þorsk-
ur kr. 42, smáþorskur kr. 39,28. Verð:
stór ýsa kr. 50,60, meðalst. kr. 49,62.
Karfi kr. 16,14. Ufsi kr. 40,10. Koli kr.
66, smár kr. 69. Annar fiskur var á
lægra verði.
Ms. Votaberg landaði 7. ágúst, var
verð heldur slakt: Þorskur kr. 46,67,
smáfiskur kr. 32, ýsa 41.
Hull
Bv. Engey landaði 189 tonnum 11.
ágúst fyrir kr. 11,317 millj. Verð:
þorskur kr. 56,60, þorskur, meðalstór,
kr. 54,33, smófiskur kr. 45,03. Stór ýsa
kr. 80,60, meðalstór ýsa kr. 82. Koli
kr. 75, meðalstór koli kr. 74, smákoli
kr. 75. Ufsi kr. 70. Karfi kr. 32. Yfir-
leitt var gott verð fyrir allan fiskinn,
svo sem steinbít og fleiri tegundir. Bv.
Vestmannaey landaði 7.8. 161 tonni
fyrir kr. 9,8 millj., meðalverð kr. 59,80.
Bremerhaven
B.v. Krossvík landaði 11. ágúst alls
137 tonnum fyrir kr. 5,4 millj.
París
Um mánaðamótin júlí-ágúst barst
mikið af norskum laxi á markaðiim
hjá Rungis, ennfremur nokkuð af sko-
skum hafbeitarlaxi, sem var mjög góð
vara. Talið var að markaðshorfur
væru ekki góðar, því margir fiskkaup-
menn hafa lokað verslunum sínum og
talið er að svo muni verða allan ágúst-
mánuð.
Franskur fisk. Innlluttur
Þorskur • kr. 71-160 kr. 115-180
Sfld kr. 83-114
Ufei kr. 64- 90 kr. 70-115
Karfi kr. 83- 96
Stórskötus. kr. 385-436 kr.385-424
Norskur lax, 1-2 kg, kr. 166, lax, 4-6
kg, kr. 404. Skoskur hafbeitarlax, 1-2
kg, kr. 250, 4-6 kg, kr. 418. Allt verð
miðast við kílóverð.
London Billinggate.
í byrjun ágústmánaðar var búist við
heldur slökum markaði, en úr hefur
ræst að hluta til eins og sjá má.
Hausaður þorskur, kílóverð kr. 128
Þorskflök, kílóverð kr. 170
Rauðspretta, smá, kílóverð kr. 71
Stór rauðspreta, kílóverð kr. 90
Ufsaflök, kílóverð kr. 64
Skötubörð, kílóverð kr. 122
Norskur lax frá kr. 175-264
Skoskur hafbeitarlax kr. 277
Talið er að markaðurinn standi bet-
ur nú en hann hefur gert undanfarin
sumur.
Noregur
Uppboð á þurrkuðum saltfiski í
Svolsver.
1 blaðinu Fiskaren er sagt frá upp-
boði sem haldið var á saltfiski í
Svolsver. Þótti mönnum með ólík-
indum hvað verðið gat orðið hátt.
Seld voru alls 600 tonn. Var verðið á
stærsta fiskinum, 60 cm og stærri, kr.
128 norskar eða kr. 705 ísl. Verðið var
frá 97 kr. norskum til 128 kr. norskar
eins og fyrr er sagt en mikið af fiskin-
um seldist á kr. 120 norskar eða kr.
661 ísl. Margir reyndir kaupmenn, sem
höfðu stundað saltfiskkaup árum sam-
an, sögðu að þetta verðlag ætti eftir
að hefria sín og vildu ekki taka þátt
í kaupunum að þessu sinni. Töldu þeir
þetta algjörlega ábyrgðarlaust fram-
ferði og ættu menn eftir að bíta úr
Á erlendum fiskmarkaði.
nálinni með þetta þó það yrði ekki
fyrr en á næsta ári.
Noregur
í norska blaðinu Fiskaren frá 31.
júlí er sagt fiá því að fyrirtæki í Bodö
selji Færeyingum verksmiðju til fram-
leiðslu á surimi. Talið er að surimi-
framleiðsla muni fara vaxandi á næstu
árum og hugsa Færeyingar sér að taka
þátt í þeirri framleiðslu eftir því sem
þeim hentar. Þeir gera út einn stærsta
togara sem gerður er út í Norður-
Atlantshafi og er verkefhi hans meðal
annars að framleiða surimi.
Norsk fiskiskip landa miklu af smá-
makríl í rússnesk frystiskip sem liggja
fyrir utan Abelsnes. Ekki eru norskir
kaupmenn hræddir við þessa verslun
og telja sig fá nægilega mikið af stór-
um og smáum makríl til sinnar
framleiðslu þrátt fyrir þessi viðskipti
við Rússa. En eins og við munum var
nokkuð um það á síðasta ári að norsk
síldveiðiskip lönduðu síldinni beint í
rússnesk verksmiðjuskip.
New York
Upp úr mánaðamótum hefur verið
lítil eftirspum eftir laxi á markaðnum
hjá Fulton og ekki búist við breyting-
um þar á á næstunni. Venjulega em
mánuðimir ágúst og september þeir
mánuðir sem em heitastir og erfiðast-
ir vegna hita og raka sem er í borginni
þennan tíma. Neysla er meiri á ávöxt-
um og grænmeti. Ekki er um að kenna
miklu framboði af laxi, hvorki nor-
skum né Kyrrahafslaxi, því lítið hefur
borist af Kyrrahafelaxi og mun minna
en oftast óður. Pundið af Kyrrahafe-
laxi er að venju 40 krónum lægra en
pundið af norskum laxi. I sverðfiski
Fiskmarkaðirnir
Ingólfur Stefánsson
fró Spáni hefur mælst of mikið af
kvikasilfri og telja menn að það muni
hafa áhrif á laxaverðið að ekki er eins
mikið af sverðfiski ó markaðnum og
ella hefði verið. Það ó eftir að sýna
sig mjög fljótlega hvort það á eftir að
hækka verðið á norskum laxi.
Verð á norskri rækju er áhugavert
um þessar mundir og hefur kílóið af
rækju verið 376 til 390 ísl. kr. Talið
er að litlar birgðir séu til vestra og
muni verðið því stíga á næstunni í kr.
450 til 470 kílóið. Það vekur líka mikla
athygli að löndun á rækju fró Oregon
hefur minnkað úr 822.000 lbs. í 354.000
lbs. Þetta er talið að muni hafa afger-
andi áhrif á rækjuverðið. Á markaðn-
um hjá Fulton hefúr verið mikið
framboð af stórum og hvítum hörpu-
skelfiski en verðið verið fremur lógt
og telja Norðmenn að ekki horfi væn-
lega fyrir sölu á norskum hörpuskel-
fiski, sem er bæði minni og gulari.
England. Fiskurúrgámum 11. ágúst.
Selt magn kg Verð erl. mynt Söluverð ísl. kr. kr. á kg
Þorskur 291.466,25 213.001,00 12.854.610,35 44,10
Ýsa 18.010,00 17.497,40 1.055.968,09 58,63
Ufci 6.650,00 2.913,40 175.823,69 26,44
Karfi 1.035,00 614,00 37.054,90 35,80
Koli 2.130,00 2.090,40 126.155,64 59,23
Blandað 5.118,75 6.018,00 363.186,30 70,95
Samtals: 324.455,00 242.134,20 14.612.798,97 45,Oí