Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Qupperneq 10
10
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986.
Uflönd
Tóbaks-, súkkulaði- og bókhalds-
bruðl í samgönguráðuneytinu
Afsógn danska samgönguráðheirans kom engum á övart
Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmaraiaha&u
Ame Melchior, samgönguráð-
herra Dana, baðst formlega lausn-
ar frá embætti í fyrradag. Gekk
hann á fund Poul Schlúters forsæt-
isráðherra eftir að ljóst varð að
hann yrði að öllum líkindum settur
af vegna bókhaldsóreiðu og ásak-
ana um að skara eld að eigin köku.
Eftir skyndifund í þingflokki
danskra miðdemókrata, flokki
Melchiors, á þriðjudag þótti ekki
ástæða til að ráðherrann viki úr
embætti sínu. Var ákvörðun um
framtíð ráðherrans alfarið falin for-
sætisráðherra með þeim orðum að
fullur skilningur væri á þeim mögu-
leika að ráðherrann yrði látinn
víkja.
eftir auk þess sem fylgiskjöl þóttu
ófullnægjandi er þau loks birtust.
Fékk hann áminningu og lofaði
að kippa hlutunum í lag.
Starfsmenn ríkisendurskoðunar
létu þó aftur heyra í sér og fóru dýpra
í saumana á fjármálum ráðuneytis-
ins.
Úr því varð skýrsla er valdið hefur
fjaðrafoki síðustu daga.
í skýrslunni er meðal annars bent
á fyrmefhd uppgjör ferðalaga, óhóf-
lega neyslu áfengis, tóbaks og
súkkulaðis í ráðuneytinu, auk lé-
legra fylgiskjala vegna móttaka
ráðherrans heimafyrir og erlendis.
Ber þar hæst sextugsafmæli ráð-
herrans er í allt kostaði danska ríkið
rúmar 180 þúsund íslenskar krónur.
Eitt hinna heimatilbúnu fylgiskjala ráðherrans er danska ríkisendurskoðun-
in lét í Ijós óánægju sina með. Á reikningum segir að um sé aö ræða
útgjöld vegna matarsnarls og drykkjarfanga opinberrar embættismanna-
nefndar á heimili ráðherrans.
Poul Schluter slapp þó við að reka
Melchior, en að flestra áliti var það
besta leiðin út úr máli er ógnað hafði
orðstír ríkisstjómarinnar og þing-
manna almennt.
Ame Melchior sagði i viðtali við
danska sjónvarpið í gærkvöldi að
hann viki úr embætti vegna þeirra
aðstæðna er upp hefðu komið.
Málsatvik sjálf taldi ráðherrann
fyrrverandi alls ekki svo alvarleg,
en umfjöllun fjölmiðla um málið í
síðustu viku hefði valdið miklu álagi
á ríkisstjóm, flokk sinn og síðast en
ekki síst fjölskyldu og vini. Sagðist
Melchior því hafa talið það óhjá-
kvæmilegt að hann segði af sér.
Arftaki Melchiors verður varafor-
maður miðdemókrata, Frodi Nör
Christensen, en hann hefur starfað
sem lögreglumaður að undanfömu.
Óreiða í fjármálum
Ame Melchior hefúr lengi verið
tengdur óreiðu í fjármálum sam-
gönguráðuneytisins.
Komst hann í brennidepil síðasta
vetur eftir að ríkisendurskoðun
hafði gagnrýnt hann fyrir seinagang
á uppgjöri fyrir ferðalög sín erlendis.
Hafa ráðherrar og þingmenn tvær
vikur til að gera upp ferðir sínar en
Melchiör var nokkrum mánuðum á
Sagði ráðherrann að upphæðin gæfi
ekki rétta mynd af afmæli hans, en
rétt væri að upphæðin væri of há.
Sagði hann venju að haldið væri
upp á stórafmæli ráðherra í viðkom-
andi ráðuneyti, en í þetta skipti hefði
kvöldverður á Hótel Marienlyst við
Helsingör á reikning ríkisins farið
töluvert yfir markið.
Var kvöldverðurinn í boði ráðu-
neytisins, en engu að síður er það
ráðherrann sjálfur er endanlega
ábyrgð ber á útgjöldunum og finnst
mörgum sem ráðherrann hafi átt að
segja stopp við kvöldverðinn.
Ekki hafa fylgiskjöl Melchiors
varðandi kostnaðinn við móttökur
vakið minni athygli.
Lét hann sér tíðum nægja að skrá
útgjöldin á pappírssnepil, þar sem
fram kom tilefhið og upphæðin, er
nær undantekningarlaust var í heil-
um hundruðum.
Tóbakskaup fyrir 250 þúsund
Innkaup ráðuneytisins á áfengi og
tóbaki þóttu einnig í meira lagi og
var tóbaksreikningurinn einn kom-
inn í 250 þúsund íslenskar krónur á
þessu ári.
Vitað er að Melchior hefúr mikið
dálæti á vindlum, en ekki er þó stað-
Mörgum þótti samgönguráðherrann fara yfir rauða strikið með dýrindis sextugsafmæli á vegum ríkisins á glæsi-
hóteli við Helsingör í fyrra er kostaði danska ríkiskassann alls 180 þúsund krónur íslenskar.
Bókhaldsóreiða Ame Melchior samgönguráðherra hefur nú valdið dönsku rikisstjórninni miklum álitshnekki og
kostað ráðherrann embætti sitt.
fest hve stór þáttur kaup á fínum
dýrum vindlum er í tóbaksreikn-
ingnum.
Ame Melchior hefur ekki reynt
að skjótast undan ábyrgð sinni og
viðurkennir að hann hafi gert mis-
tök.
Ekki er ólíklegt að seinna meir
verði munað eftir Ame Melchior
sem ráðherranum er bruðlaði með
peninga ríkisins.
Ame Melchior á einnig í vök að
verjast þar eð skoðanakannanir hafa
leitt í ljós að hann var einn óvinsæl-
asti ráðherra ríkisstjómarinnar.
Þótti atorkusamur ráöherra
Verk hans tala þó sínu máli.
Hann þykir hafa verið mjög at-
orkusamur síðastliðin fjögur ár í
ráðherrastól.
Melchior tókst að koma fjármálum
póst> og símamálastofnunarinnar í
lag, en um 70 milljarða danskra
króna halli var á rekstri hennar.
Mikil gróska hefur einnig verið í
vega- og brúargerð undir stjóm
Melchior, auk endurskipulagningar
á allri verslunarstarfsemi á Kastmp-
flugvelli, er gefið hefur af sér góðan
arð.
Listinn er langur, en ofangreint
ber einna hæst.
Ame Melchior er 61 árs og hefur
ekki hugsað sér að hætta alfarið af-
skiptum af stjómmálum.
Hann segist ætla að sitja áfram á
þingi fyrir miðdemókrata og kveðst
fa nóg af verkefnum en um leið meiri
tíma fyrir fjölskyldu og vini.
f framtíðinni þykir Dönum æski-
legt að settar verði ákveðnar reglur
um hvar setja eigi mörkin milli per-
sónulegra og opinberra veisluhalda
á vegum ríkisins.
Umsjón: Hannes Heimisson