Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Page 19
18
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986.
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986.
31
íþróttir___________________________________________________________________________________________dv___________dv_________________________________________________ Iþróttir
Þórsarar
bestir á
Akureyri
Þórsarar urðu Akureyrarraeistarar í knattspymu
þegar þeir lögðu erkifjendurna úr KA að velli, 2-0.
Halldór Áskelsson skoraði fyrra mark Þórs en
seinna markið var sjálfsmark Erlings Kristjánsson-
ar sem skallaði knöttinn í eigið mark. Hér á
myndinni sést Nói Bjömsson, fyrirliði Þórs, með
bikarinn sem það félag fær sem hlýtur nafnbótina
besta knattspymufélag Akureyrar.
-SOS/DV-mynd JGH
Efhilegur Dani
til Real Madrid
Einn efoilegasti leikmaður Dana, Fleming
Poulsen, hefor nú gert samning við Real
Madrid og heldur því á vit atvinnuknatt-
spymunnar á næstunni. Paulsen, sem er
aðeins 18 ára, vakti mikla athygli þegar
hann afþakkaði sæti i danska HM liðinu.
Hann ákvað að ljúka stúdentsprófi frekar
en að fara til Mexíkó. Sepp Piontek til-
kynnti honum að hann myndi verma
varamannabekkinn þó hann vildi gjaman
hafa hann með til Mexíkó. Poulsen afþakk-
aði það og lauk prófúm. Hann hefur leikið
með Árósaliðinu í Danmörku.
Real Madrid mun þó ömgglega ekki nota
hann næsta vetur því fyrir em Hugo Sanc-
hez og Jorge Valdano hjá liðinu. Poulsen
mun því leika með varaliði Real Madrid,
Castilla, sem leikur í 2. deild. -SMJ
Brasilískur sigur
á Pillips Cup
Brasiliska liðið Gremio sigraði á Pillips Cup
mótinu í Hollandi. í undanúrslitum sigmðu Brasil-
íumennimir Anderlecht, 3-1. Þeir Raul, Renato og
Ortiz skomðu mörk Gremio en Juan Lozano skor-
aði fyrir Anderlecht. í hinum undanúrslitaleiknum
sigraði Gladbach PSV Eindhoven eftir vítaspymu-
keppni en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma.
I úrslitum mættust því Gremio og Gladbach og
sigmðu Brasilíumennimir, 2-1, eftir að hafa kom-
ist í 2-0 með mörkum þeirra Antonio og Renato.
Lienen skoraði mark Þjóðverja. Anderlecht vann
PSV Eindhoven, 2-1, í leik um þriðja sætið og skor-
aði Kmcevic bæði mörk Anderlecht. -SMJ
LHsjónvarp
og myndband
- fyrir holu í höggi á SeHossi
Svemn A Sigurðsscn, DV, SelfossL'
Hitachi-golfmótið, á vegum Golfklúbbs
Selfoss, verður á Svarfhólsvelli á laugardag,
16. ágúst. Keppt verður með og án forgjaf-
ar. Ræst verður út kl. 8.30 á laugardags-
morgun og skráning verður í dag frá kl.
13—19 í síma 99-1957. Þá einnig gefair upp
rástímar. Verðlaun verða glæsileg, m.a. lit-
sjónvarp fyrir að fara holu í höggi á fjórðu
braut og myndbandstæki fyrir sama afrek
á sjöundu braut.
GR-sveitin
sigursæl á
Akureyri
Ján G. Hauksscn, DV, Ækureyri:
„Við áttum allt eins von á því að
vinna sigur hér á Akureyri. Við er-
um með góða og samstillta sveit,“
sögðu strákamir úr A-sveit Golf-
klúbbs Reykjavíkur eftir að þeir
urðu íslandsmeistarar í sveitakeppni
unglinga á Jaðarsvellinum á Akur-
eyri.
Sveitina skipuðu þeir Sigurjón
Amarson, Jón Karlsson, Helgi Ei-
ríksson og Gunnar Sigurðsson.
Liðsstjóri þeirra var Rósmundur
Jónsson, gamalkunnur handknatt-
leikskappi úr Víkingi. Sveitin lék til
úrslita við A-sveit GK og lauk þeirri
viðureign með sigri GR, 4-1. Hér á
myndinni má sjá strákana í GR-
sveitinni.
DV-mynd JGH
„Atli með lungu
eins og hestur
- segir Kalli Feldkamp, þjálfarí Bayer Uerdingen
„Atli Eðvaldsson er með lungu eins
og hestur. Hann getur hlaupið enda-
laust,“ sagði Kalli Feldkamp, þálfari
Bayer Uerdingen, eftir leik Uerdingen
gegn Homburg. Islenski víkingurinn
vakti þá athygli - átti stórgóðan leik
sem miðvallarspilari, afiasti maður á
miðjunni, og Atli skoraði fyrsta mark-
ið í V-Þýskalandi, eins og sagt hefur
verið ffá.
„Ég ætlaði að fagna markinu með
því að borða harðfisk eins og ég gerði
1980 þegar ég skoraði fyrsta mark
Bundesligunnar. Félagar mínir mót-
mæltu. Sögðu að það væri það mikill
faykur af harðfiskinum," sagði Atli í
viðtali við knattspymutímaritið „Kic-
ker“ eftir leikinn.
Markið sem Atli skoraði var hans
56. mark í v-þýsku deildarkeppninni.
Hann hefur leikið þar með Dortmund,
Dússeldorf og Uerdingen.
-sos
Körfubolta-
skóli Hauka
Körfaknattleiksdeild Hauka
verður í ágúst með körfubolta-
skóla fyrir drengi og stúlkur.
Kennslan fer fram í íþróttahúsi
Víðistaðaskóla. Farið verður yfir
helstu undirstöðuatriði körfo-
knattleiksins og leikið á „minni
körfo“. Þá koma þekktir körfo-
knattleiksmenn og þjálfarar
koma í heimsókn.
Mánudaginn 18. ágúst verður
innritað og byijað. Verð fyrir
námskeið er kr. 500. Stendur
námskeiðið síðan út vikuna.
Kennari verður Ingvar S. Jóns-
son, íþróttakennari og þjálfari.
• Atli Eðvaldsson sést hér (nr. 9) fagna marki sínu.
Greg Norman tapaði
á lokasprettínum á PGA
Eftir æsispennandi lokadag
tókst Bandaríkjamanninum Bob
Tway að sigra á PGA golfmótinu
í Toledo í Ohio. PGA er eitt af fjór-
um stærstu golfmótum sem haldið
er á ári hverju - „ásunum fjórum“
- og eru verðlaunin hæst á PGA
mótinu af þessum mótum. Hin þrjú
eru US Open, US Masters og Brit>
ish Open.
Fyrir síðasta daginn hafði Ástr-
alíumaðurinn Greg Norman
örugga fjögurra högga forystu. En
eins og reyndar oft áður í sumar
virtust taugamar bregðast honum
á síðustu stundu. Hann lék á 76
höggum síðasta daginn og endaði
á 278 höggum - tveimur fleiri en
Tway sem lék á 276. Tway, sem
varð í 48. sæti á British Open en
. þar sigraði Norman, setti vallar-
met á þriðja degi þegar hann lék
á 64 höggum. Norman hefur haft
forystu á öllum „ ásunum" fyrir
siðasta keppnisdaginn en aðeins
tekist að sigra á einu mótanna.
Hann varð annar á US Masters
og 12. á US Open.
Fyrir sigurinn fékk Tway, sem
er 27 ára, 5,6 milljónir króna en
Norman fær 3,2 milljónir í sinn
hlut. -SMJ
Fækkun í EM-hópi
íslands í Stuttgart
Svo kann að fara að keppendur kvörðun um helgina hvort hann
íslands á Evrópumeistaramótinu i tekur þátt í mótinu. Oddur Sig-
frjálsum íþróttum í Stuttgart verði urðsson, KR, á við meiðsli að
aðeins fimm. Ragnheiður Ólafs- stríða. Hann mun keppa á móti í
dóttir, FH, tilkynnti FRÍ í gær að Malmö í Svíþjóð 19. ágúst og þar
hún treysti sér ekki til að taka kemur í ljós hvort hann getur
þátt í mótinu. Væri ekki í nógu keppt í Stuttgart. Oddur á sem
góðri æfingu til þess. EggertBoga- kunnugt er Norðurlandametið í
syni, FH, sem einnig hefúr náð 400 m hlaupi, 45,36 sek. og hefúr
lágmarksárangri fyrir mótið, hefúr undanfarin ár verið í fremstu röð
gengið heldur illa á mótum að á vegalengdinni í Evrópu.
undanfömu. Hann mun taka á- -hsím
Guðbjöm sigraði
á Svarfhólsvelli
Sveirm A Sigurðrean, DV, SeSosEÍ
Fyrir stuttu var opna Volvo golf-
mótið haldið á Svarfhólsvelli við
Selfoss. Þátttakendur voru víða af
landinu auk heimamanna. í keppni
án forgjafar sigraði Guðbjöm Ólafsson
GK á 71 höggi. Annar var Baldur
Bijánsson GK á 76 höggum og þriðji
var Smári Jóhannsson GOS á 78 högg-
um.
Guðbjöm spilaði af miklu öryggi og
setti vallarmet, þar sem hann lék.
Fjórir Islendingar
keppa í Danmörku
- á Norðuriandamóti unglinga
Fjögur íslensk ungmenni taka
þátt í Norðurlandakeppni ungl-
ingalandsliða í frjálsum íþróttum
sem fram fer í Kristiansand í Nor-
egi 23.-24. ágúst. Island og
Danmörk munu tefla fram sameig-
inlegu liði. Þau sem náðu tilskild-
um lágmörkum og keppa af hálfo
íslands em: Svanhildur Kristjóns-
dóttir, UMSK, í 100 m og 200 m
hlaupi. Gunnlaugur Grettisson,
KR, í hástökki. Siguijón Val-
mundsson, UMSK, í langstökki.
Steinn Jóhannsson, KR, í 2000 m
hindrunarhlaupi. Fararstjóri verð-
ur Guðmundur Sigurðsson, þjálf-
ari UMSK.
H AN D KNATTLEIKSÞJÁLF ARI
óskast til 1. deildar liðs í Færeyjum fyrir tímabilið '86-
'87, frítt húsnæði og góð atvinna.
Upplýsingar í síma 71335. Egill Færeyjum.
Stefnir í mestu
einvígi sundsins
á HM í Madrid
- Þrír íslendingar verða meðal keppenda á mótinu sem hefst á sunnudag
Fimmta heimsmeistarakeppnin í sundi hefst hér í
Madrid á sunnudag. Allt besta sundfólk heirns tekur
þátt í keppninni og má búast við stórkostlegum ár-
angri. Ef að líkum lætur verður mikil spenna þegar
Matt Biondi, USA, „fljótasti sundmaður heims“ og
Michael Gross, Vestur-Þýskalandi, leiða saman hesta
sína. Einvígi þeirra verður hápunktur mótsins.
Þrír Islendingar keppa á mótinu.
Eðvarð Þór Eðvarðsson, Njarðvík, 19
ára, sem kominn er í röð fremstu bak-
sundsmanna heims, Magnús Ólafsson,
Þorlákshöfa, sem einnig er 19 ára, og
Ragnheiður Runólfsdóttir, Akranesi,’
sem verður tvítug í haust. Ragnheiður
stundar nám í háskólanum í Alberta
í Kanada og hefur náð góðum árangri
á sundmótum þar. Hún keppir í 100
og 200 m bringusundi og 200 m fjór-
sundi. Eðvarð keppir í fimm greinum
og verður því alla daga mótsins „í
sundlauginni". Auk þess sem hann
Hafþór Guðmundsson
DV, Madrid
keppir í aðalgreinum sínum, 100 og
200 m baksundi, tekur hann einnig
þátt í 100 og 200 m bringusundi og 200
m fjórsundi. Magnús keppir einnig í
fimin greinum, 50, 100, 2(X) og 400 m
skriðsundi og 100 m flugsundi.
Hafþór Guðmundssan, DV, Madxid
• Eðvarð Þór Eðvarðsson.
• Magnús Ólafsson.
Fyrsta heimsmeistaramótið í sundi
var háð í Belgrad í Júgóslavíu 1973.
Annað mótið í Cali í Kólombíu 1975.
Það þriðja í Berlín 1978 og þá var
ákveðið að halda mótin á fjögurra ára
fresti. Fjórða mótið var í Guayaguil í
Ecuador 1982. Fimmta mótið nú í
Madrid.
Bandaríkjamenn hafa verið sigur-
sælastir á öllum mótunum hingað til.
Alltaf hlotið flest stig en hins vegar
ekki hlotið flest gullverðlaunin nema
1978, þegar þeir hlutu 12 gullverðlaun.
Hlutu jafhmörg gullverðlaun og Aust-
ur-Þjóðverjar 1975 - ellefa hvor þjóð.
1973 hlutu A-Þjóðveijar flest gullverð-
laun og einnig 1982. Tólf í hvort skipti.
ísland hefúr aðeins einu sinni tekið
þátt í heimsmeistaramótinu. Þórunn
Alfreðsdóttir, Ægi, keppti á mótinu í
Berlín með góðum árangri. Nú send-
um við þrjá keppendur en reiknað er
með metþátttöku í Madrid. -hsím
• Ragnheiður Runólfsdóttir.
Topp- og botnbar-
áttulið mætast
- í þeim leikjum sem em eftir á íslandsmótinu
Nú þegar fjórar umferðir eru eflir
af 1. deildar keppninni á íslandsmót-
inu í knattspymu er spennan í al-
gleymingi. Forysta Framara, sem var
á tímabili 5 stig, er nú aðeins eitt stig.
Það er því ljóst að allir leikir sem eft-
ir eru verða úrslitaleikir. Þá er einnig
mikil barátta á botninum þó að staða
Vestmannaeyinga í neðsta sæti sé orð-
in æði slæm. FH og Breiðablik munu
hins vegar örugglega heyja grimmi-
lega baráttu til að sleppa við fallið.
Og þannig vill til að toppliðin eiga
eftir að mæta þeim liðum sem eru í
fallbaráttu svo að topp- og botnbarátta
ætlar að fara saman. Þá geta niður-
stöður kærumála, sem nú eru í gangi,
auðvitað breytt miklu.
• Framarar eiga eftir að mæta eftir-
farandi liðum: 17. ágúst FH (H), 23.
ágúst ÍBV (O, 6. sept. Víði (H), 13.
sept. KR (Ú).
• Valsmenn eiga því sem næst sömu
lið eftir: 16. ágúst IBV (H), 22. ágúst
Víðir (Ú), 7. sept. KR (H), 13. sept. lA
(Ú).
• Keflvíkingar eiga einna erfiðustu
leikina eftir - ef hægt er að tala um
að einn leikur sé erfiðari en annar í
þeirri baráttu sem eftir er: 17. ágúst
Víðir (H), 24. ágúst KR (Ú), 6. sept. ÍA
(H), 13. sept. Þór A. (Ú). -SMJ
Sigurbjöm ekki
í leikbanni
Aganefnd KSÍ gerði mistök
þegar hún dæmdi Sigurbjöm
Viðarsson úr Þór í eins leiks
keppnisbann sl. þriðjudag.
Nefadin dæmdi Sigurbjöm í leik-
bann fyrir að hafa fengið fjögur
gul spjöld.
Sigurbjöm hefur fengið þrjú
spjöld og því hefur nefadin haft
samband við Þór og tilkynnt að
hann væri ekki í leikbanni í
leiknum gegn Skagamönnum á
Akureyri á morgun.
-sos
• Dave Watson.
Everton
mætir
Liverpool
á Wembley
Sex af leikmönnum Everton
eru nú meiddir. Þrir alvarlega
og geta ekki leikið með á næst-
unni. Það em þeir Neville
Southall markvörður, Derek
Mountfield miðvöi-ður og bak-
vörðurinn Van den Hauwe.
Howard Kendall, framkvæmda-
stjóri Everton, hefur mikinn hug
á að kaupa vamarmanninn Dave
Watson frá Norwich til að fylla
upp í skarðið sem liefúr rofaað í
vöm Everton við meiðsli leik-
manna.
Everton og Liveipool mætast á
Wembley á laugardaginn þar
sem félögin leika um góðgerðar-
skjöldinn. Eins og menn muna
þá léku félögin til úrslita um bik-
arinn á Wembley í maí og lauk
þeirri viðureign með sigri Liver-
pool. 3-1. -SOS
Tannlæknir
fór holu
- í höggi
Jón Ásgeir Eyjólfsson. kylfing-
ur og tannlæknir, kann svo
sannarlega að glíma við aðrar
holur en í tönnum. Jón Ásgeir
náði þeim árangri að slá golf-
bolta holu í höggi á sjöttu braut
Nesvallarins sl. þriðjudag. Hann
notaði íjögur jámið þegar hann
náði þessu draumahöggi. Golf-
boltinn skall á flötinni og rmin
að holunni skall á flaggstöng-
inni og beint ofan í holuna. „Það
var mjög ljúft að fara holu í
höggi.“ sagði Jón Ásgeir. -SOS
• Morten Olsen.
Afmælisleikur
hjá Morten
Morten Olsen, fyTÍrliði danska
landsliðsins, heldur upp á 37 ára
aiinælisdagihn sinn f dag. Þessi
snjalli miðvörður verður þá í
sviðsljósinu með Köln- gegn
Frankfúrt.
• Franski landsliðsmaðurinn
Luis Femandez hjá Racing Club
París getur ekki leikið með liði
sínu gegn Marseille um helgina.
Hann var rekinn af leikvelli í
leik liðsins gegn Bordeaux. Þá á
félagi hans, Maxime Bossis, við
meiðsli að stríða. -SOS