Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Síða 32
44 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði... Karl Bretaprins er í hinum mestu vandræöum með poppfíkn Díönu sem virðist ekkert á undanhaldi. Prinsinn hafði gert sér vonir um að tón- listarsmekkurinn myndi breytast í hjónabandinu og þá fækkaði ferðum frúarinnar á hljómleika. Það hefur ekki gerst og þykir mönnum orðið heldur klént að horfa á Kalla elta uppi poppvið- burði með Diönu - brosandi vandræðalega í allar áttir. Gitte Henning er gersamlega horfin af yfirborði jarðar. Vinir hennar eru orðnir verulega áhyggjufullir og telja sig þurfa að ná sambandi við hana sem allra fyrst. Blaðamenn í Danmörku deila með þeim áhugamálinu en þeir vilja allra- helst vita hvort Gitte hefur gengist undir fegrunaraðgerð á andliti. Skilnaðarmál hennar er lika engin venjuleg gúrkufrétt en Gitte virðist harðákveðin í að láta ekki hanka sig opinberlega á næstunni. Jannike Björling ákvað að eiga gott kvöld með elskunni sinni - Birni Borg. Hún skrapp út að nálgast vistir og vídeófilmur með þeim árangri að heim sneri skvísan með tvær hryllingsmyndir - Þrusk í einu horninu og Öskrað að nóttu. Að auki fylgdu með í kaupunum tveir pokar af kartöfluflögum, kóklítri og sælgætispoki. Þann- ig að nú vitum við hvernig þeir vellauðugu eyða kvöldunum. íslendingarnir H. Ólafsson og G. Jónsson sigla í höfn á sínum besta degi - þrítugustu og fjórðu í röðinni. Spánarprinsessa á fullri ferð út höfnina á síðasta keppnisdegi. I—r f Siglandi landar og Spánarprinsessa Sægarpar basla nýjum segibáti sín um á land. Meðfylgjandi myndir af Evrópu- meistarakeppni í siglingum, sem haldin var í Sönderborg í sumar, bárust frá Jóni Þ. Harðarsyni og Ingvari Baldurssyni í Danmörku. Keppnin var haldin í góðu veðri og tókst í alla staði vel en móts- haldarar voru Sönderborg Yacht Club á Suður-Jótlandi. Þetta var Evrópumeistaramót karla en opið mót fyrir konur og keppt á opnum bátum af 470 gerðinni. Til leiks mættu keppendur frá tuttugu lönd- um og þar af einn bátur frá Sögueyj- unni. Sigldar voru sex umferðir á jafn- mörgum dögum og keppendur völdu síðan fimm bestu ferðirnar. Sigur- vegarar urðu Frakkamir T. Pepon- net og L. Pillot. íslendingarnir lentu í 58. sæti af 87 keppendum sem luku keppni í karlaflokki. Besta árangri í kvennaflokki náðu Bandaríkjamennirnir J.J. Isler og 'Andy Wardell. Þar var meðal þátt- takenda Sara Christina de Baron, dóttir Spánarkonungs. Aðalstignin ein dugði ekki til afreka og hafnaði hún í 49. sæti af 51 mögulegu. Getum er að því leitt að einbeiting prinsess- unnar hafi eitthvað raskast við það álag að hafa sextán lífverði og ótalda umsjónarmenn í eftirdragi allan sól- arhringinn - ekki eitt skref án fylgdarflokksins. Heimsins hraðskreiðasti gönguskór Sumir eru bókstaflega með starfið á heilanum og Joe Goli skósmiður er ekki alveg laus við að ganga nokkuð langt í því efni. Það hafði lengi verið draumur hans að aka um í einhvers lags íþróttaskó og nú hefur það loksins ræst í orðsins fyllstu merkingu. Farartækið hans er Hondabif- reið sem hann breytti í útliti þannig að formið er eins og á vönduðum gönguskó - en hann er með þessu móti af hraðskreiðara taginu. Breyting- in á bílnum tók tvö og hálft ár en nú er hann líka einn stoltasti bíl- eigandinn í Los Angeles og vekur ómælda athygli hvert sem hann fer í gerseminni. Skósmiðurinn Joe Goli við uppáhaldsskótauið. Stæðiö er að sjálfsögðu beint fyrir framan skóbúð eigandans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.